Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 64
Framtíð
ER VIÐ SKEIFUNA
anaa
$ SUZUKI
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Forseti íslands í Færeyjum:
Lúður í eldi
átu úr lófa
Þórshöfn, Fœreyjum. Frá Sigurði Jónssyni fréttaritara Morgnnblaðsins.
HUNDRAÐ kílóa lúður um tvítugt og stökkvandi nýgeng-
inn hafbeitarlax voru meðal þess sem bar fyrir augu að
Áum á Straumey þar sem Vigdís Finnbogadóttir forseti
skoðaði fyrstu laxeldisstöðina er sett var upp í Færeyjum.
Með ströndinni eru víða kvíar
með eldislaxi og sýnilegt að lax-
eldi er verulegt. Á Áum er
eldisstöð fyrir laxaseiði auk þess
sem þar er hafbeitarlaxi sleppt í
læk og hann fangaður í laxa-
gildru þar sem lækurinn rennur
í sjóinn. Á síðastliðnu ári var þar
sleppt 60 þúsund seiðum.
Lúðumar sem hafðar eru í eldi
eru veiddar á línu og síðan fóðr-
aðar innandyra í keijum. Þegar
síld er haldið fyrir ofan vatns-
borðið í eldiskerinu reka þær
ófrýnilegan hausinn uppúr og
grípa sfldina úr hendi starfs-
manna.
Á Oyrarbakka á Austurey er
sama stöð einnig með laxeldi í
sjávarkvíum. Þar er laxinn alinn
í eitt ár og seldur um þijú kfló
að þyngd. Úr þessu eldi voru
seld 100 tonn á sl ári.
Krakkamir í unglingaskólan-
um á Oyrarbakka komu blað-
skellandi niður brekkuna frá
skólanum þegar þau urðu vör við
Vigdísi og fylgdarlið hennar.
Þegar hún svo hélt á brott eftir
að hafa virt fyrir sér spriklandi
lax mynduðu þau tvöfalda röð
og klöppuðu fagnandi þegar for-
setinn gekk á milli þeirra.
Sjá bls. 27.
__________ _______ jpm
Morgunbladið/RAX
Ein stórlúðan nýbúin að hrifsa til sín sild úr hendi Hans Joan-
sens fiskeldisfræðings. Við hlið Vigdisar forseta á myndinni er
Hörður Helgason sendiherra. Undrunin í svip forsetans leynir
sér ekki.
Tugir þús-
unda dósa
af Sól-kóla
innkallaðar
Sól-kóla er nú
framleitt eftir
nýrri uppskrift
Veiðum á sandreyðum
var aftur slegið á frest
Reynt að fyrirbyggja að málið fari í hnút
Frá Jóni Áageiri Sigurðssyni, fréttaritara
Veiðar á 20 sandreyðum áttu
að hefjast í gær, en stjórnvöld
tilkynntu Bandaríkjastjórn í
fyrradag, að veiðunum verði
frestað til 10. september á með-
an beðið er eftir viðbrögðum
við hvalveiðiáformum íslend-
Morgunblaðsins í Bandaríkjunum.
málið fari í hnút við það að hval-
veiðar hefjist áður en afstaða
bandarískra stjómvalda liggur fyr-
Islensk stjómvöld tilkynntu
Bandaríkjastjóm í fyrradag að
veiðum á sandreyðum verði frestað
fram á næstkomandi fímmtudag
en ætlunin hafði verið að hefja
veiðar á sandreyðum í gær. íslend-
ingar segjast vilja fyrirbyggja að
Duflið
reyndist
verasteinn
LANDHELGISGÆSLAN hefur í
sumar fengið nokkrar tilkynn-
ingar um tundurdufl í Djúpavogi.
Sprengisérfræðingar Gæslunnar
fóru í vikunni á staðinn til að
gera duflið óvirkt. Fundu þeir
hlutinn, sem var á 3 metra dýpi,
en þegar nánar var að gáð kom
i ljós að þetta var kúlulaga
steinn.
Sprengisérfræðingamir notuðu
ferðina til að gera óvirk 2 tundur-
dufl frá striðsárunum sem voru á
rifínu I Álftafírði.
ir.
Bandaríski viðskiptaráðherrann
hét því í sumar að fresta ákvörðun-
um sem gætu leitt til þess að
Bandaríkin lýsi viðskiptabanni á
íslendinga vegna hvalveiðanna
gegn því að engir hvalir yrðu
veiddir við ísland á meðan viðræð-
umar standa. Taldar eru miklar
líkur á að bandaríska viðskipta-
ráðuneytið gefí út staðfestingar-
kæm vegna hvalveiða við ísland,
strax og hvalbátamir veiða fyrstu
sandreyðina. Þá yrði of seint fyrir
aðra aðila innan Bandaríkjastjóm-
ar að hafa áhrif til lausnar
hvalveiðideilunni.
hefjast að nýju áður en afstaða
Bandaríkjastjómar liggur fyrir.
Eins og áður sagði hafa íslensk
stjómvöld frestað veiðunum til 10.
september, en sama dag tekur öld-
ungadeild Bandaríkjaþings til
afgreiðslu skipun Williams Verity
í embætti viðskiptaráðherra. Það
á ekki af viðskiptaráðuneytinu að
ganga, fyrrum ráðherra, Malcolm
Baldrige, lést af slysförum nýlega,
Anthony Calio sjávarútvegsráð-
herra hættir störfum 12. septem-
ber og núna liggur staðgengill
viðskiptaráðherra, Clarence
Brown, á sjúkrahúsi.
Hvalveiðiskipin tvö hafa verið
við talningu á sandreyðum að und-
anfömu. Að sögn Kristjáns Lofts-
sonar, framkvæmdastjóra Hvals
hf., hefur talning tafíst vegna veð-
urs og skipin legið í höfn af þeim
sökum. Hann sagði að reiknað
væri með að skipin færu aftur á
sjó nú um helgina og yrði þá tek-
ið til við talningu þar sem frá var
horfíð og myndu veiðar hefjast
strax að því loknu, líklega um
miðja næstu viku.
SÓL hf. hefur innkallað allar
óseldar dósir af Sól-kóla. Að sögn
Óskars Þormóðssonar sölumanns
er það gert vegna þess að drykk-
urinn hefur ekki líkað nógu vel
og því hefur Sól hf. hafið fram-
leiðslu á Sól-kóla eftir nýrri
uppskrift sem líkað hefur betur.
Óskar taldi að í umferð hefðu
verið nokkrir tugir þúsunda dósa
og væri þeim nú öllum ekið á
haugana.
Verslanir fá Sól-kóla af nýju
gerðinni í_ skiptum fyrir gamla
drykkinn. Óskar sagði að nýja teg-
undin hefði verið kynnt á Veröld ’87
í Laugardalshöllinni og fengið góð-
ar viðtökum. Hann sagði að fyrir-
tækið hefði einnig hætt sölu á
sykurlausu Sól-kóla. Sú tegund
hefði enn ekki verið innkölluð, en
starfsmenn fyrirtækisins ynnu að
nýrri uppskrift fyrir þann drykk
einnig. Ekki væru uppi áform um
að innkalla þriðju gostegundina frá
Sól, Límó, því hún hefði líkað vel.
Óskar Þormóðsson sagði að inn-
köllun á Sól-kóla væri vissulega
áfall fyrir fyrirtækið. En stöðugt
væri fylgst með viðtökum vörunnar
og í þessu tilviki hefði verið hægt
að gera betur og væri það af hinu
góða.
Hólsfjöll:
Fjárhús og
hlaða brunnu
HLAÐA fuU af heyi, fjárhús og
viðbygging brunnu til kaldra kola
á Hólsseli á Fjöllum í gærmorgun.
Talið er að kviknað hafi í út frá
hita í heyi.
Eldsins varð vart snemma í gær-
morgun þegar maður, sem var á leið
í göngur, kom út úr íbúðarhúsi. Var
hlaðan þá þegar alelda. Þegar
slökkviliðið úr Mývatnssveit kom á
staðinn voru húsin fallin.
Bandaríska viðskiptaráðuneyt-
inu ber lögum samkvæmt að
fylgjast grannt með hvalveiðum
og leggja staðfestingarkæru fyrir
forsetann ef eitthvert ríki þykir
brotlegt við alþjóðasamþykktir.
En ráðuneytið hefur svigrúm og
afstaða bandarískra stjómvalda
liggur ekki fyrir, þar eð ýmis ráðu-
neyti í Washington deila nú um
afstöðuna til hvalveiða við ísland.
Þjóðaröryggisráðið, utanríkis-
ráðuneytið og vamarmálaráðu-
neytið reyna að fá viðskiptaráðu-
neytið ofan af hinni hörðu afstöðu
sinni. Þessi ráðuneyti standa illa
að vígi til að þrýsta á viðskipta-
ráðuneytið, ef hvalveiðamar
Vestmannaeyjar:
Vinnslustöðin opnar dag-
heimili fyrir böm starfsfólks
Vestmannaeyjum.
STÆRSTA frystihúsið i Vestmannaeyjum, Vinnslustöðin hf., mun
innan skamms hefja starfrækslu dagvistarheimilis fyrir börn
starfsfólks fyrirtækisins. Hefur í því skyni verið tekið á leigu
100 fermetra hús í vesturbænum og verður ráðin sérmenntuð
fóstra til að veita heimilinu forstöðu.
Reiknað er með að húsið rými og fór jafnframt fram á aðstoð
15-20 böm á aldrinum tveggja til
sex ára. Fyrirtækið hyggst nota
sömu gjaldskrá og dagvistarstofn-
anir bæjarins.
Vinnslustöðin sótti um leyfí
fyrir rekstrinum til bæjarstjómar
bæjarins, þannig að fyrirtækið fái
mismunagreiðslur frá bænum
milli daggjalda bæjarins og gjalda
einstæðra foreldra. Þá var farið
fram á að bæjarsjóður komi fyrir
nauðsynlegum leiktækjum á lóð
heimilisins og annist um eftirlit
með þeim auk viðhalds og um-
hirðu lóðar.
Leyfísumsóknin var tekin til
afgreiðslu á fundi bæjarstjómar
á fímmtudaginn og var hún sam-
þykkt. Bæjarfulitrúar Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks voru samþykk-
ir en fulltrúar Alþýðubandaiags
sátu hjá og létu bóka að þeir
væra andvígir því að einkaaðilar
rækju dagvistarstofnanir.
I- hkj.
L