Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 Persaflói: Perez de Cuellar fær umboð til friðarfarar ítalir ákveða að senda herskip inn á flóann Sameinuðu þjóðunum, Róm , Reuter ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna hefur veitt Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra samtakanna, umboð til að reyna að koma á friði í striði írana og íraka. Mun hann sækja ráðamenn í ríkjunum tveim- ur heim svo fljótt sem auðið er. ítalska rikisstjórain ákvað i gær að senda herskip inn á flóann. Ákvörðun ítala má rekja til áras- ar írana á ítalska olíuskipið Jolly Rubino á fimmtudag. Einnig hefur verið bent á að ítalir fá 40 prósent þeirrar olíu sem þeir nota frá ríkjun- um við Persaflóa. Áður hafði ríkis- stjómin afráðið að bíða þess hvort friðarumleitanir á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna bæru árangur. Þeirri stefnu var breytt í gær. Ekki er vitað hvort tundurduflaslæðarar eða stærri herskip verða send inn á flóann. ítalska þingið þarf að leggja blessun sina yfir þessa ákvörðun en að sögn heimildar- manna Reuters-fréttastofunnar verður ekki beðið eftir því að það afgreiði málið þar eð siglingin inn á Persaflóa tekur 25 sólarhringa. Ekki liggur fyrir hvenær skipin láta úr höfn. 40 bandarísk herskip eru fyrir á flóanum auk breskrar flota- deildar. Þá er frönsk flotadeild á leið til flóans með flugmóðurskipið Clemenceau í broddi fylkingar. Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á fréttamannafundi í gær að hann hygðist fyrst sækja heim ráðamenn í Iran áður en hann ræddi við íraska embættismenn. Öiyggisráð Sam- einuðu þjóðanna hefur hvatt ríkin til að semja um vopnahlé en íranir hafa ekki viljað samþykkja þessa málaleitan. Irakar hafa fallist á samþykkt Öryggisráðsins með viss- um skilyrðum. Verkefni de Cuellars verður því að fá íranska ráðamenn til að láta af þessari afstöðu. Ekki er vitað hvenær fram- kvæmdastjórinn leggur land undir fót en hann kvaðst vænta þess að það gæti orðið um miðja næstu viku. Hann myndi síðan snúa aftur til New York þann 16. eða 17. þessa mánaðar. Fjandríkin tvö hafa verið hvött til að láta af vopnaskaki sínu á meðan á för de Cuellars stendur. írakar tilkynntu í gær að þeir hefðu ráðist á „stórt skotmark á hafi úti“ en það mun tákna olíuskip á máli herstjómarmanna í írak. Sagt var að skipið hefði verið undan ströndum íran. Þetta er þrettánda árasin sem írakar tilkynna um frá því þeir hófu aftur að beina kröftum herafla síns gegn olíuskipum og olíuvinnslustöðvum írana. Ingvar Carlsson til Bandaríkjanna: Tilgangur ferðarinn- ar að draga úr beiskju Stokkhólmi, Reuter, INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, heldur í opin- bera heimsókn til Bandaríkjanna á morgun og verður þar um viku tima. Tilgangurinn með heim- sókninni er að minnka þá beiskju, sem ríkt hefur milli ríkjanna um áratugi. Carlsson er fyrsti forsætisráð- herra Svíþjóðar, sem heimsækir Bandaríkin í 26 ár. Hann mun ræða við Ronald Reagan forseta og Ge- orge P. Shultz utanríkisráðherra og horfa á sænsku tennisstjömuna Bjöm Borg etja kappi við George Bush varaforseta, sem er ötull tenn- isáhugamaður. Olof Palme, forveri Carlssons í embætti, reitti Bandaríkjastjóm til reiði er hann gekk í broddi fylking- ar ásamt sendiherra Norður-Kóreu í mótmælagöngu gegn stríðiknu í Víetnam árið 19C8. Bandarílqamenn kvödd sendi- herra sinn í Svíþjóð heim um skeið eftir að Palme líkti sprengjuárásinni á Hanoi, sem Richard M. Nixon forseti fyrirskipaði, við stríðsglæpi nasista í heimsstyrjöldinni síðari. Palme var aldrei boðið til Hvíta hússins. „Það hefur tekið Bandaríkja- menn mörg ár að komast yfir beiskjuna í garð Svía, sem spratt af ijandsamlegri afstöðu þeirra,“ sagði Gregory Newell, sendiherra Bandaríkjanna, í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter. Reuter John Marion, forstöðumaður Sotheby’s í Bandaríkjunum, tekur hér f hönd safnarans John Whitney Payson, eiganda „Sverðlilj- na“, um leið og tilkynnt var um fyrirhugaða sölu. 40 milljónir dala fyrir oíiu á striga? Sotheby’s selur Van Gogh New York, Reuter. MYND eftir Vincent Van Gogh, sem hann málaði fyrir tæplega 100 árum, verður boðin upp í New York-borg hinn 11. nóv- ember nk. og er gert ráð fyrir að fyrir hana fáist um 40 mil(j- ónir Bandaríkjadala, en það er jafnvirði um 1,6 miHjarðs íslenskra króna. Myndina mál- aði Van Gogh á geðveikrahæli nndir lok lífs síns og þykir myndin, sem er af sverðliljum, vera gott dæmi um samtvinnun æðis hans og snilldargáfu. Myndin, sem kölluð er „Sverð- liljur", þykir jafnvel enn meira listaverk en „Sólblóm" Van Goghs, en sú mynd seldist fyrir 39,9 milljónir Bandaríkjadala í Lundúnum fyrr á árinu og hefur ekkert málverk selst hærra verði á uppboði. Myndin var máluð vorið 1889 og er nú í eigu listsafnarans John Whitney Payson, en hefur verið hangið uppi í safni Westbrook- háskóla í Portland í Maine-fylki. Páfi hyggst áminna bandaríska kaþólikka Páfagarði, Los Angeles, Reuter. EMBÆTTISMENN í Páfagarði sögðu f gær að Jóhannes Páll V estur-Þýskaland: Austur-Þj óðverjum afhent bænaskjal Bonn, Reuter. VESTUR-ÞÝSK mannréttinda- samtök afhentu f gær bænaskjal, sem fimmtán hundruð menn skrifuðu undir, f fastaskrifstofu austur-þýskra yfirvalda f Bonn. Wulf RothenbScher, talsmaður Alþjóðamannréttindastofnunar- innar (IGFM) í Frankfurt, sagði að háttsettur austur-þýskur stjórnarerindreki hefði tekið á móti fulltrúum samtakanna. Þetta er fyrsta sinni, sem slfkum samtökum hefur verið veitt mót- taka f skrifstofu Austur-Þjóð- veija f Bonn. „Stjórnarerindrekinn fullvissaði okkur um að skjalið yrði afhent austur-þýskum embættismönnum og sagði að hinum undirrituðu yrði ekki refsað," sagði Rothenbácher. Hann kvað Austur-Þjóðveija, sem vildu heimsækja ættingja sína f Vestur-Þýskalandi, hafa ritað undir bænaskjalið. Þar æsktu Vestur- Þjóðveijar einnig leyfis til að fara til Austur-Þýskalands og farið væri fram á að austur-þýsk yfirvöld mis- kunnuðu sig yflr pólitíska fanga. Ýmsir vestur-þýskir ráðmenn, sem munu hitta Erich Honecker, leiðtoga Austur-Þýskalands, eftir að hann kemur til Bonn á mánu- dag, fengu afrit af bænaskjalinu. Austur-Þjóðveijar neita því að hafa póiitíska fanga í haldi. Vísa þeir einnig ásökunum um mannrétt- indabrot á bug. Austur-Þjóðveijar samþykktu í ágúst að taka á móti bænaskjalinu og sagði Johan Ziegler, sem af- henti skjalið auk tveggja annarra, að hann hefði verið undrandi á að þeir skyldu vilja taka við því, enda hefði slíkt ekki gerst áður. Samtökin IGFM fjalla aðallega um mannréttindamál í kommúnist- aríkjum. Sagði Rothenbácher að þau hefðu lista yfir fimm þúsund pólitíska fanga í Austur-Þýskalandi og hefðu margir þeirra verið beittir sálrænum og líkamlegum pjmting- um. páfi II. ætlaði í heimsókn sinni ■ til Bandarfkjanna, sem hefst f næstu viku, að áminna þarlenda kaþólikka um að ekki sé hægt að tileinka sér sumar kenningar kirkjunnar, en virða aðrar vett- ugi. Einn embættismannanna, sem kom fram á blaðamannafundi í Páfagarði, sagði að meira þyrfti að hugsa um öryggi páfa í Banda- ríkjunum en í öðrum ríkjum vegna þess að þar væri auðveldara að komast yfír skotvopn. Páfinn kemur til Miami á fimmtudag og verður í tíu dag. Ætlar hann til Columbia í Suður- Karolínu, New Orleans, San Antonio, Phoenix, Los Angeles, 40 milljarðar fyr- ir Hilton-hótelin London, Reuter. BRESKT stórfyrirtæki, Lad- broke Group PLC, sem á eignir vfða og sérhæfir sig í ferða- mannaþjónustu, tilkynnti í gær að það hygðist fest kaup á Hil- ton- hótelkeðjunni fyrir upphæð sem jafngildir um 40 milljörðum fslenskra króna. Eigandi Hilton-keðjunnar er bandaríska fyrirtækið Allegis Corp- oration. Breska fyrirtækið eignast öll Hilton-hótelin sem eru 91 að tölu og mun að auki annast rekstur Toronto Westin Hotel f Toronto í Kanda. Þýska flugfélagið Luft- hansa og japanska flugfélagið JAL buðu einnig í hótelin. Ladbroke-fyrirtækið rekur hótel víða um heim og hefur í nokkum tíma leitað eftir kaupum á hótelk- eðrju í dýrari kantinum. í fyrra bauð það í Hilton-hótelin en fyrirtækið sem þá átti þau hafnaði boðinu og Allegis hreppti hnossið. Monterey, San Francisco og Detro- it. Mun hann m.a. koma að máli við Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta. Skoðanakannanir sýna að róm- versk-kaþólskir Bandaríkjamenn velja og hafna úi trú sinni. Viður- kenna þeir vissan boðskap kirkjunn- ar, en annan sætta þeir sig ekki við. Á það einkum við um siðferði- leg atriði, fóstureyðingar, getnaðar- vamir og kynlíf utan hjónabands. Þegar Páfagarður vítti Charles Curran, prest og guðfærðing, og Raymond Hunthausen, erkibiskup í Seattle, á síðasta ári fyrir skoðan- ir um siðferðismál, sem stríddu gegn kenningum kirkjunnar, reidd- ust kaþólikkar í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundinum kom fram að Jóhannes Páll myndi veija kenningar kirkjunnar og ekki sætta sig við neinar málamiðlanir. Páfan- um væri fyllilega ljóst að ýmsir öfga- og þrýstihópar ætluðu að hafa sig í frammi þegar hann kæmi. Skipuleggjendur ferðar páfa væm aftur á móti alls óhræddir við mót- mæli homma, lesbía, gyðinga og kvenréttindakvenmanna. Forystumenn Simon Wiesent- hal-stofunarinnar í Los Angeles lýstu yfir því á fimmtudag að þeir hefðu hafnað boði um að hitta páfa. Sögðu þeir að Páfagarður hefði ekki einu sinni látið svo Ktið sem að harma það að Jóhannes Páll skyldi hafa veitt Kurt Waldheim, forseta Austurríkis, áheym. Að auki hefði Páfagarður enn ekki tek- ið upp fullt stjómmálasamband við ísraela.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.