Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 Kóngaskiptapeningar ff Ifjil I 8 k J K I _________Mynt_______________ Ragnar Borg Nýlega rakst ég á ljósmynd í dönsku myntblaði, sem tekin var árið 1906, er kóngaskiptapeningur- inn með myndum af þeim Kristjáni 9. og Friðrik 8. kom út. Á ljósmynd- inni má sjá langa biðröð fólks fyrir framan afgreiðslu ríkisféhirðis í Kristjánsborgarhöll í Kaupmanna- höfn. Textinn, sem myndinni fylgir, segir frá því hvílíkt írafár hafí grip- ið Kaupmannahafnarbúa, er pen- ingurinn kom í sölu. Þeir, sem komu tímanlega, gátu auðveldlega selt aukapeninga sína með 50 prósent hagnaði til þeirra, sem aftarlega voru í röðinni. Þeir hefðu sannar- lega getað beðið rólegir, því alls voru slegin 150.774 eintök, svo eft- irspum var fullnægt. Þetta leiðir hugann að því, að dönsku minnispeningamir, sem eru í sama flokki og sá, sem sagt er frá hér að ofan, eru afar vinsælir meðal íslenskra safnara og hafa lengi verið. Þeir eru margir, sem eiga þá flesta með verðgildi í krón- um, en þeir em 16 talsins, allir úr góðu silfri. Hér áður fyrr var það algengt að svona peningar væm gefnir í skímar-, afmælis- eða fermingar- gjafír. Þess vegna koma þeir nokkuð oft á uppboð hjá Myntsafn- arafélaginu núorðið. Einn fyrsti peningurinn, sem ég eignaðist var einmitt kóngaskiptapeningurinn frá 1906. Móðir mín kom með hann til mín fljótlega eftir að það fréttist í fjölskyldunni, að ég væri farinn að safna mynt. Þennan pening hafði faðir hennar, August Flygenring í Hafnarfírði gefíð henni árið 1906, um leið og hann gaf öllum bömum sínum sams konar pening. Mér þyk- ir að sjálfsögðu vænt um hann og met öðram meira. Leitt er til þess að vita að þessi siður, að gefa fal- lega silfúrmynt í tækifærisgjafír, er að mestu aflagður. Myntin end- ist öðmm hlutum lengur og minn- ingin um ömmuna, afann, móður eða föður, sem gaf peninginn lifír því lengi. Hér á landi hafa verið mörg tækifæri til að eignast fallega silfurmynt til gjafa. Ég veit til dæmis um hinn fallega silfurpening, 500 krónur að nafnverði, sem enn er seldur í Seðlabankanum og mörgum bönkum. Myntin er í fal- Iegri öslgu eða plasthylki. Þessi mynt er góð gjöf handa hveijum sem er. Tveir kóngaskiptapeningar danskir em afar sjaldgæfír hér á landi. Stafar það sjálfsagt af því, að er þeir vom gefnir út, vom efni hér lítil, samgöngur strjálar og áhugi síst á því að safna mynt. Áhugi manna beindist að því, að eignast eitthvað, sem dygði þeim í svanginn og peningar í umferð vom nánast engir á þeim ámm. Þama á ég við kóngaskiptapeningana frá 1848 og 1863. Þessir peningar vom að verðgildi 1 spesíudalur 1848 og 2 ríkisdalirr 1863. Minnispenin- gamir dönsku frá 1888 til 1958 em með verðgildið 2 krónur, sem sam- svarar einum ríkisdal. Em þeir því minni, en hinir tveir fyrstu, og ef til vill ekki eins glæsilegir af þeim sökum. Á uppboði hjá Ame Bmun Rasmussen í Kaupmannahöfn í seinasta mánuði vom kóngaskipta- peningamir frá 1848 og 1863 boðnir á 900 danskar krónur stykk- ið en allir hinir saman 16 stk. á 700 krónur. Svo mikill er verðmun- urinn. Alla kóngaskiptapeningana er að sjálfsögðu hægt að skoða á mynt- safni Seðlabankans og Þjóðminja- safnsins við Einholt 4. Safnið er, eins og menn vita, opið á sunnudög- um frá klukkan 14-16. Lionessur gefa lög- reglunni tækjabúnað LIONESSUR úr Lionessu- klúbbnum Eir í Reykjavík gáfu nýlega fíknlefnadeild lögreglunnar í Reykjavík tækjabúnað til afnota í barátt- nnni gegn fíkniefnum. Gjöf þessi var viðbót við tækjabúnað þann sem Lionessur gáfu á sl. ári. Lionessuklúbburinn Eir hefur aflað tekna til líknarmála m.a. með plastpokasölu á haustin, vinnuverkefnum af ýmsu tagi, auk þess sem ágóði af frumsýn- ingu tveggja kvikmynda í Háskólabíói hefur mnnið óskipt- ur til líknarsjóða klúbbsins. Þar var um að ræða myndimar Carmen árið 1986 og Tníboðs- stöðin árið 1987. Kóngaskiptapeningurinn frá 1848 með myndum af þeim Kristjáni 8. og Friðrik 7. Kóngaskiptapeningurinn frá 1863 með myndum af Friðrik 7. og Kristjáni 9. Frá afhendingu tækjabúnaðarins, talið frá vinstri: Hugrún Jóns- dóttir, Þórunn Gestsdóttir formaður líknamefndar, Kristlaug Gunnlaugsdóttir, Ragna L. Ragnarsdóttir ritari, Jóna Ágústs- dóttir gjaldkeri, Unnur Einarsdóttir formaður fjáröflunarnefnd- ar, Guðríður Thorarensen fráfarandi formaður, Böðvar Bragason lögreglustjóri, Þórður Þórðarson fulltrúi og Amar Jensson lögreglufulltrúi. Nýi Laugavegjirinn opn- aður í dag. I þvi tilefni veitum við 10% afsldtt a£ staðgreiðslusölu og 5% a£ kreditkortasölu í Ðömu- — Herra- — Bamadeild Opið laugardaga 10.00— 16.00. IP O N G Laugavegi 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.