Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson NámskeiÖ í dag ætla ég að halda áfram að fjalla um ffæga stjömu- spekinga 20. aldar. Síðasta laugardag sagði ég litillega frá Stephen Arroyo. í dag ætla ég að fjalla um Liz Greene. Liz Greene Eins og Arroyo er Greene sálfræðingur að mennt, nán- ar tiltekið ffá háskólanum í Los Angeles, Kalifomíu. Hún er fædd í Bandaríkjunum árið 1946. Faðir hennar var enskur og móðirin aust- urrísk. f dag starfar hún að mestu í London, en einnig heldur hún námskeið víða um heim. Atferlisfrœði Sálfræðinám hennar var mótað af kenningum atferl- isfræðinnar en samhliða náminu hóf hún að leggja stund á stjömuspeki. Það var hins vegar ekki fyrr en að loknu námi þegar hún kynnt- ist kenningum Carl G. Jung að hún gat farið að tengja saman stjömuspeki og sál- ffæði. Liz segir að stjömu- speki og atferlissálfræði séu mjög ólík fög en geti hins vegar veitt hvort öðm gott mótvægi. Hún segir að stjömuspeki hafí með upplag að gera eða meðfætt skap- ferli en atferlisfræði fáist fyrst og fremst við áhrif umhverfís á einstaklinginn. Ein sér séu þessi likön tak- mörkuð, en saman nái þau yfír stórt svið mannlegrar reynslu. GoÖfrœÖi Það sem hefur einkennt bækur Greene er sterkur áhugi hennar á goðafræði sem hún segir að endur- spegli undirmeðvitund mannsins eða sé öllu heldur lykill að mannlegri reynslu sem sé öllum sameiginleg. Skuggi Liz hefur mikinn áhuga á undirmeðvitund mannsins og þvi sem hún kallar skugga, eða hið dökka og bælda í fari okkar. Hún leggur mikla áherslu á foreldra og uppeldi og það hvemig neikvæð áhrif frá foreldrum gangi oft aftur í lífi fólks. Satúrnus Liz Greene hefur skrifað margar bækur, bæði um stjömuspeki og sálfræði en einnig sögulegar skáldsögur. Fyreta bók hennar fjallar um plánetuna Satúmus og heitir Satum: A new look at an old devil (Weiser 1978). Önn- ur bók fjallar um mannleg samskipti og heitir Relating: An astrological guide to liv- ing with othere on a small planet (Weiser 1977). Hún hefur skrifað eina bók um stjömumerkin: Star Signs for Lovere (Arrow 1980). í nýrri útgáfu heitir hún ALstrology for Lovere (Unwin 1986). Önnur bók heitir The Astrology of Fate (Allen & Unwin 1984). Djúp Bækur Liz Greene þykja djúpar og merkilegar. Þær em ekki auðveldar aflestrar, bæði vegna þess að hún not- ar töluvert af sérfræðiorðum úr sálfræði og síðan vitnar hún óspart í goðafræði. Því er æskilegt að menn sem vilja lesa bækur hennar séu vel að sér í ensku, sálfræði og goðafræði. Sú bók sem þykir aðgengilegust og hefur notið mestrar hylli er Satúm- us sem tvímælalaust er ein af sígildum verkum 20. aldar stjömuspeki. GARPUR GKJÓTAR AÐGBeBIR EZSl/AR ÞlTT, ACHM? ÍG HELD A&Þ4ÐSÉ ISÉTT,, !!!'?n?n.l!??n??.rTrY??!!!!H!!!ii!!!!!!!!U!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!{!!i!!!!?!n!!?í.l!!n!H!!HH!!í!!!!!!U!!!!!!!n,.?!.f?S.f!!!!!f??!1Hn!' •1 !:: :::. • .............!!!:"! :': ::: :! i ”!:1:"":"”" :!! ": GRETTIR Hrevfjp vkkur ekki/ pp erup HV/ERFINU^. TIL SKAAWÓAR.' ÖTflC Cj -y ???????? TOMMI OG JENNI FtNHAITþép . &jÁtMKETV&- \ GODH9, , 'Æ/MAf/.'/ DRATTHAGI BLYANTURINN ;jiiiiuiiijiiiiiiiiiiii!iiiiiiiii;ijiiiiii;ii;;;iiii;;iiii FERDINAND !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1!?!!!!!!!!!}!!!!!!!!?!!??!?1!1!!!!!!!!??????!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!?!!??!!?!?? SMAFOLK ONI VOUR WAY TO THE C0URTH0U5E, I SEE I IMA6INE YOURE QUITE WELL KNOUJH AMON6 YOUK FELLOW ATT0RNEY5 IS ITTRUE THATTHEYVE 61VEN YOU A NICKNAME ? ‘‘JOE EVENIFI BOILER.PLATE1 jEARPTHAT, Á leið í réttarsalinn, sé ég. Ég býst við að þú sért vel Er það satt að þeir hafi þekktur meðal starfs- veitt þér viðumefni? bræðra þinna í lögfræð- i ingastétt? „Jói þrasbelgur“. Jafnvel þótt ég heyrði þetta hefi ég ekki heyrt það. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson íslenska sveitin í opnum flokki mætti Svisslending- um í fyrstu umferð Evr- ópumótsins í Brighton á dögunum. Leikurinn var mjög frísklegur, en alls ekki galialaus. Þegar upp var staðið hafði ísland skorað 108 IMPa en Sviss 87, sem gerir 18—12 sigur í vinningsstigum. í spilinu hér að neðan græddi ís- land 11 IMPa á hárrísandi hátt. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ D632 VÁG ♦ ÁG732 + 109 Vestur + G97 ¥ 974 ♦ K94 + KD63 Austur ♦ Á105 ¥ K108532 ♦ 105 + 75 Suður + K84 ¥D6 ♦ D86 ♦ ÁG842 í opna salnum vom Guðlaug- ur R. Jóhannsson og Öm Amþórsson í NS gegn Schmid og Zeltner: Vestur Norður Austur Suður Zeltner G.RJ. Schmid Ö.A. — — Pass 1 tígull Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass Pass 3grönd Pass Pass Svo sem alls ekki óeðlilegt geim í sögnum, en gjöreamlega vonlaust í legunni. Og spili vest- ur út hjarta fer það snarlega þijá niður. Zeltner var heitur þegar hann valdi að koma út með spaðasjö- una, sem nægir til að hnekkja samningnum ef austur lætur tíuna duga. En hann var heldur fljótur á sér, drap upp á ás og spilaði hjarta til baka! Og þar með var geimið vonlausa unnið með yfirelag: 630 í NS. í lokaða salnum „fómuðu" Jón Baldureson og Sigurður Sverrisson fyrirfram á geimið: Vestur Norður Austur Suður J.B. - S.S. - — — 2 tíglar Pass 3 hjörtu Pass Pass Pass Eftir fjöltíglaopnun Sigurðar hindraði Jón strax með þremur hjörtum, sem dugði til að þagga niður ( Svisslendingunum. Þijú hjörtu fóm einn niður og gróðinn var 530, eða 11 IMPar. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á hinu árlega móti ungra sovézkra meistara í febrúar kom þessi staða upp í skák Goldin og OIl, sem hafði svart og átti leik. Hvítur er veikur fyrir á fyrstu reitaröðinni og það tókst svarti að hagnýta sér: 33. — Bxd4!, 34. Kfl - Dhl+, 35. Ke2 - Bxe3, 36. fxe3 — Hc2+ og hvítur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.