Morgunblaðið - 05.09.1987, Page 61

Morgunblaðið - 05.09.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 61 ÍÞRÓTTIR HELGARINNAR Skýrast línumar í knattspymunni? Sveitakeppnin í golfi. Handboltinn hefst í dag HEIL umferð er Í1. og 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í dag og er þetta 17. og jafn- framt nœst síðasta umferðin í báðum deildum. Línurnar ættu að skýrast eitthvað f dag en þó er óvíst hvort allar meginlín- urnar verði alveg skýrar fyrir síðustu umferðina serr. ieikinn verður næsta laugardag. Stórleikur dagsins er viðureign KR og Vals á KR-vellinum. Valsmenn geta tiyggt sér titilinn með sigri en eins og mönnum er enn í fersku minni þá var leikur þessara félaga að Hlíðarenda fyrr í sumar einn sá skemmtilegasti í sumar. Mikill hraði allan leikinn og spenna þó svo mörkin yrðu ekki mörg. Jafntefli gæti einnig nægt Val, það er að segja ef Skagamenn tapa stigi á heimavelli gegn Víði. Víst er um að leikurinn verður spennandi því KR-ingar hafa tapað síðustu þrem- ur leikjum og ef þeir ætla að krælqa sér í Evrópusæti verða þeir að vinna í dag. Skagamenn eru fjórum stigum á eftir Val og þeir mæta Víðismönn- um á Akranesi í dag klukkan 14.30 en allir aðrir leikir hefjast klukkan 14. Víðismenn verða að vinna ef þeir ætla að eiga möguleika á að halda sér í deildinni og Skagamenn leika örugglega til sigurs því ef Valur tapar og ÍA vinnur þá munar aðeins einu stigi á þeim. Framarar eru fimm stigum á eftir Val og þeir leika í dag gegn Völs- ungum á Húsavík. Húsvíkingar eru í fallhættu og verða helst að ná sér í stig til að tryggja sæti sitt í deild- inni. Framarar gætu nálgast Val og farið upp fyrir ÍA ef þeir vinna og toppliðin tvö tapa. Það verður því hart barist á Húsavíkurvelli sem og annars staðar í dag. Þór og KA mætast á Akureyrar- velli og er það þýðingarmikill leikur fyrir Þór því þeir eru í baráttunni um Evrópusæti en KA-menn eru öruggir um sæti sitt í deildinni. Keflvíkingar taka á móti FH-ingum og þar er botnbaráttan í algleym- ingi. ÍBK nægir jafntefli til að tryggja sig í deildinni en FH-ingar verða helst að vinna ef þeir ætla ekki niður í 2. deild. Baráttan er ekki minni í 2. deild og allt getur gest enn. Víkingar fara til Eyja og með sigri þar hafa þeir tryggt sér sæti í 1. deild að ári. Leiftur fær Einheija í heimsókn og ætti það að vera léttur leikur fyrir þá ef marka má frammistöðu Vopnfirðinga síðustu vikumar. Blikar taka á móti Siglfirðingum og með sigri eru Kópavogsbúar komnir í slaginn um sæti í 1. deild. ísfirðingar leika við ÍR klukkan 14 á morgun á Valbjamarvelli. ÍR tryggir sæti sitt í deildinni með sigri en leikurinn skiptir ÍBÍ engu máli því þeir eru þegar fallnir niður í 3. deild. Það verður hart barist á Seifossi þegar Þróttarar koma þangað í heimsókn. Bæði liðin eru í topp- baráttunni og því mikið í húfí. Allir leikimir hefjast klukkan 14. í 3. deild er síðasta umferðin leikin um helgina og hefjast allir leikimir klukkan 14, bæði í dag og á morg- un. í dag leika í B-riðli 3. deildar Sindri og Þróttur, Tindastóll og Magni en þau baijast um sigur í riðlinum og Reynir og HSÞ leika á Áskógs- strönd. Síðasta umferðin í A-riðli verður á morgun. Fylkir fær Reyni úr Sand- gerði í heimsókn, Haukar leika við Njarðvík, Grindavík við Aftureld- ingu, Leiknir og ÍK og Stjömumenn fá Skallagrím í heimsókn. Úrslitaleikur um sigur í 4. deildinni verður á morgun klukkan 16 á Sauðárkróksvelli. Þar leika Hvöt og Grótta en þessi lið færast upp í 3. deild að ári. Landsleikur verður í hádeginu á þriðjudaginn. Þá leika lið Islands og Póllands skipuð leikmönnum 18 ára og yngri. Rétt er að ítreka að leikurinn hefst klukkan 12 á hádegi á KR-velli. Svaltakeppnin í goM Sveitakeppni GSÍ í golfi fer fram um helgina. 1. deild karla og kvenna verður leikinn á Hólmsvelli í Leiru en 2. deild beggja kynja fer fram á Nesvelli. Búast má við mikilli og jafnri keppni í öllum deildum og verður keppt bæði í dag og á morg- un. Álafossmótið verður haldið á Hlíða- velli í Mosfellsbæ um helgina og er þetta í fyrsta sinn sem mót þetta tekur tvo daga. Það er Golfklúbbur- inn Kjölur og Álafoss sem standa að mótinu sem virðist ætla að verða fjölmennt. Handbolti Handknattleiksvertíðin er hafinn. í dag fara fyrstu leikir Reykjavíkur- mótsins fram og það verða KR og ÍR sem heija mótið en strax að þeim leik loknum leika Valur og Armann. Leikið verður í Seljaskól- anum og hefst fyrri leikurinn klukkan 14. Hverjir sigra? Tekst Úlfari Jónssyni að leiða A-sveit Keilis til sigurs í 1. deild Sveitakeppni GSÍ í Leirunni um helgina eða tekst GR-mönnum að halda bikamum sem þeir hafa unnið undanfarin ár? Svar við þessu fæst á sunnudaginn og þá skýrist einnig hvaða lið fellur og hveij- ir koma upp úr 2. deild. Verslið í Hamrakjöri Kjötbúd Sudurwrs VALUR Á KR-VELLI í DAG KL. 14.00 i=-rrr^in lixn og kítti Skyrtur og sioppar, þvottahús, Auðbrekku 41 Tölvupappír Risrs llll FORMPRENT Hv<mIim|uIu /H siih.ii .".'«,0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.