Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987
Óttinn varð föður mínum
hvati og ögrun í senn
Spjall við Tore Hamsun,
listmálara og rithöfund
„ÞEGAR faðir minn hafði lokið við bók, leit hann sjaldnast í hana
aftur. Nema hann þyrfti að glöggva sig á persónu, sem hann hugð-
ist nota einhvers staðar í sögu, sem hann skrifaði ef til vill löngu
seinna. Hann átti erfitt með að ræða um verk sín og fannst óþægi-
Iegt að sitja undir hóli um sjálfan sig. Hann skrifaði sögu og vitanlega
gladdist hann yfir því, að hún var metin, en hann hvorki gat né
vildi halda uppi háfleygum samræðum um verk sín.
etta sagði Tore Hams-
un, listmálari og rithöf-
undur, og eldri sonur
Knut Hamsuns. Tore
Hamsun er hér í boði
Norræna hússins og flytur fyrirlest-
ur þar í dag, sunnudag, um föður
sinn og samband þeirra feðga.
Tore Hamsun lagði stund á
málaralist og nam við Listaháskól-
ann í Osló og síðar í Munchen.
Hann hefur haldið sýningar víða,
innan Noregs sem utan. Hann skrif-
aði bókina „Min far“ sem kom út
á 1952 og hefur verið gefin út
nokkrum sinnum síðan og er enn
að koma út í nýrri útgáfu þessa
dagana. Fyrir fáeinum árum kom
svo fyrsta skáldsaga Tore Hamsun
„Mannen fra havet" og tvær hafa
bætzt við síðan.
í spjalli við Morgunblaðið sagði
Tore aðspurður, að „Min far“ hefði
á sínum tíma ekki verið skrifað sem
„vamarræða“ vegna afstöðu Hams-
uns í stríðinu. Hins vegar hefði
hann viljað reyna að skýra, hvemig
og hvers vegna málin hefðu þróazt
á þann veg sem þau gerðu. Fyrri
hluti bókarinnar segir frá uppvexti
Knuts Hamsun og er unninn í sam-
vinnu þeirra. í síðari helmingnum
segir frá æsku og mótunarárum
þeirra systkinanna og samskiptum
þeirra við foreldrana.
„Faðir minn hafði þá lagt síðustu
hönd á „Grónar götur," það ein-
staka snilldarverk. Þá á tíræðis-
aldri. En Noregur var honum
andsnúin og enginn forleggjari vildi
gefa bókina út. Svo ákvað Bonner
í Svíþjóð að gera það. Áhugi var í
Þýzkalandi og þá gátu Norðmenn
ekki setið eftir.
Viðtökumar sem „Grónar götur"
fékk voru blendnar. Um listrænt
gildi hennar varð ekki deilt. Hams-
un hafði í hárri elli, einangraður,
heymarlaus að kalla og sjóndapur,
skrifað bók, sem var kannski stór-
kostlegra en allt sem frá honum
hafði komið. En vinarhugur hans í
garð Þjóðverja, ásakanir um að
hafa verið hallur undir nazisma sat
í mörgum. Það var í sjálfu sér ekki
óeðlilegt. og þess ekki að vænta,
að það breyttist í einu vetfangi. En
„Grónar götur" varð samt til að
sættir tókust á ný með Hamsun og
þjóð hans, smátt og smátt.
Þeir reyndu að fýrirgefa og
skilja, að einangrun og einfeldni,
hafði átt dtjúgan þátt í að móta
afstöðu hans. Og því má heldur
ekki gleyma, að hann hafði alla tíð
dáð Þjóðveija. Meðfram vegnaþess,
að þeir urðu á sínum tíma fyrstir
til að viðurkenna hann .
En andúðin á Hamsun í Noregi
stríðsárin og nokkur sem á eftir
komu, voru heldur ekki sársauka-
laus þeim. Af þessum manni höfðu
þeir þegið gersemar, sem auðguðu
og breyttu lífi þeirra. Það var ekk-
ert spaug að reyna síðan að útskúfa
og afneita einmitt þeim manni."
Tore Hamsun
Morgunblaðið/Emilía
„í verkum Hamsuns kemur oft
fram ótti hans við að eldast. í „Min
far“ virðist þessi ótti farinn að htjá
hann, strax á miðjum aldri. Hvers
vegna ?“
„Faðir minn var mjög tilfinning-
aríkur, næmur og viðkvæmur
maður og upplifði gleði og sorg,
ánægju og ótta mjög sterkt. Frá
unga aldri stóð honum stuggur af
ellinni. Skelfdist ljótleikann og
hrömunina, sem hann tengdi háum
aldri. Tíminn orkaði mjög á hann.
Þó átti það fyrir honum að liggja
að lifa langa ævi. Með þennan ótta
inná sér. Og hann beinlínis tilbað
fegurðina, og æskuna og leit alltaf
til liðinna daga með eftirsjá. Þó var
ekki svo, að hann ætti auðvelda
bemsku og æsku. Hann þurfti að
betjast og stríða, til að draga fram
lífið og til að ná þeim listræna ár-
angri, sem hann keppti alla tíð að.
Hann óttaðist líka, að að hann kynni
að missa hæfileikann til að tjá sig.
Sem var honum allt. En flest meiri
háttar verk sín skrifaði hann samt,
þegar hann var af léttasta skeiði.
Eg held, að flestir velti tímanum,
ellinni og dauðanum fyrir sér. Sum-
ir af meiri ákefð en aðrir. Kvíðinn
varð föður mínum engu að síður í
senn hvati og ögrun. Hann nýtti
sér þessa kennd, öðrum betur.
Að vera sonur Knuts Hamsun?
Ja, það gat verið flókið. En Eins
og gefur að skilja. Faðir minn var
mikill bamavinur og við systkinin
áttum í honum félaga, sem við gát-
um leitað til. Þegar foreldrar mínir
giftust var hann kominn um fimm-
tugt og móðir mín miklu yngri. Við
systkinin urðum fjögur. Ar fjár-
hagserfiðleika em að baki, þar til
eftir stríð, að allar eigur hans voru
gerðar upptækar. Við höfðum nóg.
En faðir hafði alizt upp við fátækt
og liðið skort á yngri ámm. Hann
gat ekki þolað að farið væri illa
NÝTT-IMÝTT
VETRARVÖRURNAR ERU KOMNAR.
BLÚSSUR, PEYSUR, JAKKAR, PILS,
BUXNAPILS.
GLÆSILEGT ÚRVAL.
GLUGGIIMIM,
Laugavegi 40 (Kúnsthúsinu).
Miele
Heimilistœki
annað er mála-
miðlun.
. [XIJÓHANN ÓLAFSSON & CO .
^ 43 Sundaborg - 104 Raykjavflt - Sími 888S88 W
\
Leðurstígvél
nýtt úrval
Uppreimaðir kuldaskór með grófum sóla.
Spariskórá börnin. Leðurjakkar.
Skóverslun Kópavogs,
Hamraborg 3.