Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 B 5 Útsýni frá Reykjanesvita segir Hannes að honum líki ekki að drengurinn sé kallaður þjónn. Þá sagði Magnús: „Viltu ekki kalla strákinn vitasvein." Ég lét bókina heita Högni vitasveinn. Hún varð vinsæl bama og unglingabók Ég kynntist líka um þetta leyti þeim Ólafí Jóhanni Sigurðssyni, Jóni Dan, Jóni Óskari og Jóni úr Vör. Jón úr Vör gaf mér fyrstu bókina sína sem þá var nýkomin út, „Ég ber að dyrum", og hann skrifaði svo undarlega á hana. „Mér þykir vænt um að þú ert eins og þú ert, og ég þakka þér fyrir þá hlutdeild sem þú átt í því.“ Jón var alltaf skemmtilegur og drenglundaður maður og mjög reglusamur. Þetta var sem sagt nokkurskonar leyniskáldafélag í Reyiqavík og það má segja að Hannes hefði forystuna í þessu félagi enda gæddur forystu- hæfíleikum. Hann var duglegur að drífa þessa menn saman, fá hús- næði fyrir fundi og fyrirlesara. Ég man t.d. að einu sinni kom Kristinn E. Andrésson og las úr óprentaðri bókmenntasögu sinni, kaflann um Tómas Guðmundsson. ustunnar er að mestu í vita. Ég varð vitavörður á Hombjargs- vita árið 1947 og var þar í þijú ár, önnur þijú ár var ég á ísafírði við ritstörf og blaðamennsku. Eftir það var ég á Galtarvita næstu 23 ár eða til ársins 1978 að við fluttum hingað að Reylqanesvita og Hanna tók við vitavarðarstarfinu en ég fór á eftirlaun. Vita- og hafnarmála- stjóm hefur búið vel að okkur í þessu starfí, þeir sem þar stjóma hafa reynst okkur skilningsríkir og höfðinglegir. í vitunum fann ég góðan vettvang til þess að skrifa og við Hanna höfum frá fyrstu tíð unað hag okkar vel við þær kring- umstæður við höfum haft þar. _ Þegar nýtt verk fer að leita á mig þá em það yfírleitt samtölin sem koma frásögninni í gang. Það er í rauninni merkilegt ég skuli ekki hafa skrifað leikrit, en sagna: formið varð sem sagt mitt form. Sögumar mínar gerast mikið í sam- tölum og ég á auðvelt með að skrifa samtöl, þau verða til útaf hugblæ, mér fínnst ég geta heyrt hvemig fólk hugsar og talar. Ég geri vana- Gömul mynd af Óskari og Hönnu hann sagði að ég gæti vitjað þess. En einn morgunn kom kona úr næsta húsi hlaupandi og segir mér að Guðmundur Hagalín vilji tala við mig í símanum. Það var vitleysa en hins vegar vom skilaboð til mín um að fara og tala við Guðmund Hagalín á bókasafninu eftir lokun. Eg vann þennan dag eftir há- degi, en tók lítið eftir því sem ég var að gera. Þegar ég kom niður á safn tók Guðmundur í hendina á mér og sagði. „Komdu nú blessaður og sæll Óskar minn Aðalsteinn, við skulum vera vinir. Ég fann eftir þig handrit og ég er búinn að lesa það og ég vil að þú klárir söguna, það vantar ábyggilega helminginn á hana. Hún skal koma út.“ Síðan kom hann með athuga- semdir, sagði að persónumar væm lifandi og frásögnin skipuleg en óskapleg vankunnátta í meðferð á rökréttu máli og talsvert um staf- setningarvillur. „Til þess að verða rithöfundur verður þú fyrst og fremst að læra íslensku mjög vel,“ sagði Hagalín, „svo verður þú að lesa Norðurlanda- málin að minnsta kosti og fara að lesa góða höfunda af alvöru. Ég skal skaffa þér mann til að taka þig í tíma í íslensku, það er hann Haraldur Leósson íslenskukennari." Ég var svo hjá Haraldi í þrjá vetur í íslenskunámi. Hann kenndi mér mikið og var við mig eins og son sinn. Hagalín leiddi mig svo í gegnum lesturinn. Kenndi mér á bókasafnið, þar sem mikið var til af bókum eftir góða höfunda. Ég lít alltaf á Guðmund Hagalín sem mikinn fræðara minn og viðtalanda um bókmenntir. Smám saman las ég svo helstu undirstöðuverk í heimsbókmenntunum. Næstu tvö árin vann ég ýmsa vinnu og skrifaði jafnframt aðra bók, Gijót og gróður. Hún er að sumu leyti sönn saga um hvemig verkalýðsmálin þróuðust heima á ísafirði. Á bak við hana stendur saga verkamannanna þar. Það er aldrei hægt að skrifa nema út frá reynslu sinni. Þegar ég las úr þeirri bók í útvarpið hringdi Sigurður Nordal til mín niður í útvarp og bauð mér heim. Honum fannst þessi saga merkileg í okkar bókmenntum sagði hann mér þegar ég heimsótti hann. Uppúr því að Gijót og gróður kom út varð bylting í lífi mínu. Ég hætti að vinna erfiðisvinnu og gat snúið mér að því að skrifa í ríkara mæli. Guðmundur Hagalín bauð mér starf á safninu hjá sér og það gerði hann af því hann trúði á mig. Fljótlega eftir að ég fór að vinna á safninu fór að sækja á mig nýtt söguefni. Þannig hefur það alltaf verið, lífið í kringum mig kallar á mig og biður mig að skrifa um sig. Næst skrifaði ég baráttusögu ungr- ar konu sem verður ekkja og berst fyrir tilveru sinni rétt eftir stríð. Sú saga heitir Húsið í hvamminum. Einn daginn skömmu eftir að Gijót og gróður kom út var bankað á dymar hjá mér. Fyrir utan stóð ungur maður, svo skáldlegur að annað eins hef ég aldrei séð. Hann kynnti sig og kvaðst heita Hannes Sigfússon og hafa nýlega lesið bók mína Gijót og gróður og hrifíst af því verki. Þá hafði Hannes enn ekki gefið neitt út eftir sig. Hann dvaldi svo hjá mér allan daginn og við ræddum margt um bókmenntir. Hann óskaði eftir að fá að lesa uppúr Gijóti og gróðri í útvarpið og var sá fyrsti sem las úr verkum Undirstöður gamla vitans mínum í útvarp. Áður en hann fór hvatti hann mig eindregið til að gera vart við mig ef ég kæmi til Reykjavíkur og hét ég því. Hannes var fyrsti ungi rithöfundurinn sem ég kynntist og við vorum vinir meðan hann var hér á landi. Seinna hafði hann samband við mig og sagði mér að verið væri að stofna ungskáldafélag í Reykjavík og sagði mér að koma við hjá sér ef ég kæmi suður. Ég kom við hjá honum og svo var farið niður á Skála. Þar var setið og þar voru öll skáld. Þau sátu í kringum mig, bæði ung og gömul. Þar kynntist ég Steini Steinarr. Hann hélt nú kannski mest uppá mig af því ég var Vestfirðingur eins og hann. Hann sagði við mig: „Mér þykir gaman af þessum Gijóti og gróðri þínum, en fjandinn sjálfur," sagði hann, „ég hélt að þetta væri ein- hverskonar garðyrkjurit, Gijót og gróður, hver andskotinn er það, er þetta ekki garðyrkjurit." Steinn var háðskur, en ég fann aldrei þessa vondu hlið á Steini sem menn töluðu um. við litum allir á Stein sem mik- inn listamann og Hannes kunni ljóðabækumar hans utanbókar. Nú er öllum ljóst að hann er einn af þeim stóru í íslenskum bókmennt- um en það var mönnum ekki ljóst þá. Matthías Johannessen var einn af þeim fyrstu til að viðurkenna Stein sem slíkan og þá ekki með neinni hálfvelgju. í ungskáldafélaginu kynntist ég ýmsum öðrum t.d. Magnúsi Ás- geirssyni, hann talaði alltaf hlýlega við mig og gaf sér nógan tíma til að tala við mig. Einu sinni var ég inná Skála ásamt Magnúsi, Hann- esi Sigfússyni, Sigfúsi Daðasyni og fleirum. Þeir spurðu mig hvað ég væri að gera og ég sagðist vera að skrifa bamabók, um strák í vita. Hannes spurði hvað bókin ætti að heita. Ég sagði að hún ætti að heita Högni vitaþjónn. Þá kom hunds- haus á Hannes, Magnús segir ekki neitt en hann heyrir og hlustar. Þá Af einkalífi og vita- varðarstarfi Ég gifti mig í fyrra sinnið um það leyti sem önnur bók mín kom út. Fyrri kona mín var Sigfríður María Guðbjartsdóttir, við eignuð- umst saman tvær dætur en slitum samvistum eftir skamma sambúð. Ég giftist seinna Valgerði Hönnu Jóhannsdóttur frá Eyrarbakka og við eigum saman þijá sjmi. Mest allan þann tíma sem við höfum verið gift, hátt í fjörutíu ár, höfum við annast vitavörslu. Búið í vitum og alið þar upp drengina okkar, við kenndum þeim öll undirstöðuatriði í bamafræðslunni sjálf. Nú eru þeir uppkomnir menn og famir að heim- an og dætur mínar löngur giftar konur. En nú er að segja frá þvi hvem- ig það atvikaðist að ég varð vita- vörður. Það era alltaf skuggar í tilveranni. Skömmu eftir að þriðja bók mín kom út skipti um bæjar- stjómarmeirihluta á Isafírði og hinn nýi meirihluti þurfti á hjálp „rauð- asta“ mannsins á ísafírði að halda til að geta _ myndað starfhæfan meirihluta. Ég hafði hins vegar ekkert skipt mér af pólitík. Odda- maðurinn vildi fá starf mitt sem bókavörður við bókasafnið og það varð úr að hann fékk það en ég varð að hætta. Ég var ráðinn af Hagalín en ekki gengið formlega frá löglegri framhaldsráðningu, þess vegna var hægt að láta mig fara. Ég átti hins vegar svo marga vini á Isafirði að þegar kom að at- kvæðagreiðslu um þetta mál þá vora það tómir varamenn sem af- greiddu málið, hinir vildu ekki mæta til að fella mig. Ein af bókum mínum, Lífsorrustan, ber mikið svipmót af þessum átökum. Sagan fyallar um ungan mann sem saklaus lendir í reiptogi milli tveggja harðvítugra andstæðinga. Aðalper- sónan heitir Vörður. Kona hans, Hlíf, er honum mikil stoð og stytta í lífsbaráttunni. Sögusvið Lífsorr- lega beinagrind að sögu áður en ég byija að skrifa, fínn henni heppi- legan bakgrann og persónur og legg svo af stað með þetta fólk án þess að ég viti fyrirfram hvað það muni segja hvað við annað og í hveiju það lendir. Mér finnst það vera inni hjá mér og alltaf tilbúið að svara mér. Þetta kemur svo allt þegar ég fer að vinna. Þetta er spennandi verk, spennan er nauð- synleg til að kveikja líf í frásögnina. Ég held að ég lifi kannski lífínu ósjálfrátt dálítið öðravísi en þorri fólks, skoði flest sem gerist í kring- um mig þeim augum hvort það sé nothæft í sögu og stundum les ég meira að segja minningargreinar með þessu hugarfari. Þær minna á prógrömmin eins og þau vora í bíó í gamla daga. Rithöfundurinn fær svona lítið prógramm frá almættinu og hann reynir að lesa það vel sem drottinn sendir honum. Ég lít á það sem mikla náð ef vel tekst til að fylla út í eyðumar. Til þess nota ég reynslu mína, meira að segja þá sársaukafyllstu, ekki meðan hún er að ganga yfír, heldur á eftir, þegar öldumar hefur lægt. Að mínu viti er helsta kúnstin að kunna að velja og hafna úr uppkastinu. Ég reyni í skrifum mínum fyrst og fremst að kalla fram það sem sann- ast er og réttast. Að skrifa er að grafast fyrir rætur í mannlegu eðli. Ég skrifa ekki til að auðgast heldur af því ég hef haft köllun til að skrifa gegnum lífið. En rithöfundur verður sjálfur að leggja til sprekin á eldinn. Ef hann á engin sprek verður enginn eldur og enginn bók, svo einfalt er það. Eg óska þess stundum að ég hefði aldrei orðið, skáld, maður er aldrei í friði og hvílist aldrei alveg. Ég held að ég hefði aldrei farið út í að verða rit- höfundur ef ég hefði vitað hvað það myndi kosta mig. TÉXTI: GUÐRÚN GUÐL AU GSDÓTTIR LJÓSMYNDIR: . BENEDIKT JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.