Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 46
 B f/ Hann u/iLL kaupa. þrekhjóL meS r-nótor." MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Friðum öll landsvæði þar sem gróður stendur tæpt Ast er... IÖ-IO Cpii ... oft sýnd með kræs- ingum. TM Rag. U.S. P« Off.—iRrighu rMrad ® 1987 lo» AngalM Tm*» Syndicat* Gastu lagað fjöðrina á fuglinum? Með morgunkaffinu OOb TARNOW&X-1 HÖGNI HREKKVÍSI Til Velvakanda. Töluvert hefur verið fjallað um ofbeit og áníðslu landsins undanfar- ið sumar og er það vel. Það er gott að íslendingum renni nú blóðið til skyldunnar að græða upp fóstur- jörðina sem er mjög illa farin af manna völdum. Er það fyrst og fremst taumlaus ofbeit sem veldur. Þó viljinn sé góður hjá mörgum virðist lítil von um árangur meðan ekki verður breyting á hugsunar- hætti minnihlutahóps sem allt of miklu hefur ráðið til þessa, það er bænda. Nú herma fréttir að feiki- legur uppblástur sé hafinn á Mývatnsöræfum svo varla sjái út úr augum á stóru landsvæði þegar hvessir. Bændur þarna hafa ofbeitt heiðamar ár eftir ár þrátt fyrir til- mæli um að gera það ekki. Við- kvæðið hjá þeim hefur verið að heiðamar þyldu alveg beitarálagið. Hvað ætli þeir segi núna þegar all- ur jarðvegur þama er að fjúka burt. Og til hvers er þetta — til að hægt sé að flytja meira af lambakjöti á haugana og urða það þar? Spyr sá sem ekki veit. Sagt hefur verið að Þórsmörk sé fegursti staður íslands og geta víst flestir sem þangað hafa komið tek- ið undir það. Ekki hefur tekist að fá þetta landsvæði friðað og er uppblástur að hefjast þar. Bændur telja „alveg óhætt“ að beita Þórs- mörkina og þeir hafa fengið gera það átölulaust eða átölulítið fram til þessa. Afleiðingin er mikil land- spjöll. Með þessu hafa þeir einnig hindrað að hægt væri að leggja þá áherslu á skógrækt og landgræðslu þama sem þyrfti — allt til þess að hægt sé að urða meira af kinda- kjöti á haugunum eða gefa það dýrum dómum úr landi. Hve líður á löngu uns Þórsmörkin verður eins og Mývatnsöræfin, og hvað segja bændur þá. Er ekki kominn tími til að taka ráðin af bændum og haga landnýt- ingu af einhveiju viti rétt eins og við höfum skipulag á öðrum málum sem miklu skipta. Alfriða ber Þórs- mörkina og láta hvem þann sæta háum sektum sem rekur sauðfé eða hross þangað. Sama er að segja um Mývatnsöræfi, þau ber einnig að friða uns gróður þar hefur náð sér. Okkur ber tvímælalaust að friða öll landsvæði þar sem gróður stendur tæpt og banna allan rollubúskap í grennd við þau. Allt of mikill kostn- aður er því samfara að girða þessi landsvæði af, enda ástæðulaust. Gera á bændur ábyrga fýrir sínu sauðfé og sekta þá ef það fer inn á friðuð landsvæði eða eignalönd annarra. Með þessu móti mun nást mikill árangur í uppgræðslu lands- ins en verði ekki tekið í taumana stefnir í frekari landauðn á kom- andi árum h\rað sem sógræktar- eða landgræðslumenn segja eða gera. J.H. Landsfundur Borgaraflokksina felldi tillBgu gegn féstureyðingum: Einn af máttarstólp- um flokksins hraninn - segir Hulda Jensdóttir og telur afgreiðsluna svik við stefnu fiokksins ALyKTUN, SEM l«gð var fram tryggir r*tt þnm fri getnaði, á Laadafundi Borgaraflokk.in. nrma lifl módur .4 hartU buin. ‘ > afsUJdu llorgara 8ett v.rði ákvmði I l*g um ófrjA- ........... aemiaaðg.rðir varðandi um- flokkaina grgn fóaturayðingum, var felld með miklum meirí hluU á fundinum. 1 AIM 11 manna nefndar, aem fjailaði um keilbrigðia- o, tryggingamál. nr lagt til að iandsfundurinn aamþykkti eftirfaraadi: .Um- bJ,réi* íjrrir atjórnar. M mun Borgara flokkurinn beiu aár fyrir þri jð aett verði lAndðf aem rirðir ir fram og aimenn fntðaU verði aukio." ÞetU áUt felldi Latndafundurínn, en aamþykkti eftirfarandi: .BorTfaraflokkur inn atuðli að þri að Uhmarkanlr rið fóatureyðingum verði hert Snarpar umrseður urðu um þeUa mil og einn fundarmanna kvaðat I naöuitðl akid Ktla aér að vera I flokki aem atimplaði menn moröing}a þðU þeir hefðu þurft að Uka ákvörðun um fóatur- eyðingu. Stðð umraddur f indar- maður. og fleiri, að tiUðgunni, aem var aamþykkt með lOf. atkvasðum gtgn »3. Morgunbiaðáð raddi rið Huldu Jenadóttur, ýin af Ula- mónnum tillðgunnar aem var feild á landafundinum. .Með þesaari afgreiðalu e arstólpum (Jðlda manna I Borgaraflokknum.* Sjá fráttir af fundinum og riðtðl á bU. 64 Hrisey: Borhola gefur 70 gráðu vatn VÍSA VIKUNNAR Snertu brjóstið borgarar, burðugt vóstu hjalið. Nú er ljóst að lýgi var, léttvægt fósturtalið. Hákur Víkverji skrifar Eiður Guðnason alþingismaður var með ágæta grein hér í blaðinu fyrir tveimur þremur vik- um um forkastanlega meðferð á móðurmálinu okkar, ef það er raunar hægt að tala um móður- mál þegar búið er að færa það í þann skrípabúning sem mýmörg dæmi hans sýndu. Og Flosi Ólafs- son var á ferðinni í Þjóðviljanum um svipað leyti með einkar þarfa ádrepu af sama tilefni. Ætli forhertustu útvarpsmenn- imir séu ekki verstir? Einstaka útvarpsmaður heldur augljóslega að hann sé þá aðeins hress og skemmtilegur þegar hann slettir eins og hriplek þvottavél. Við skul- um láta flutninginn liggja á milli hluta, sem er vægast sagt æði oft jafn langsóttur og hann er tilgerð- arlegur. Undirritaður hefur að minnsta kosti aldrei haft sérstakt dálæti á fólki sem þarf ævinlega að láta eins og það ætli að éta mann. XXX Samkvæmt heimildum Víkverja komst einn af þess- um blessuðum mönnum í heilmikið uppnám á dögunum eða lét að minnsta kosti þannig. Hann var við hljóðnemann í einum af þess- um þáttum þar sem hlustendum er gefið tækifæri til þess að slá á þráðinn og ýmist að láta ljós sitt skína eða spjalla um alla heima og geima við stjómandinn. Það voru upplýsingar frá konu nokkurri sem fengu svo mikið á hann að hann stóðst ekki mátið að grípa til upphrópunar. En ekki íslenskrar upphrópunar eins og nærri má geta, svo lágt lagðist kappinn ekki. Heimildarmaður Víkveija stendur á því fastar en fótunum að aumingja maðurinn hafi hrópað í örvæntingu sinni: „Ó, shit.“ XXX En það eru fleiri en syndasel- imir á öldum ljósvakans illu heilli sem fínna hjá sér hvöt til þess að sýna mönnum hvað þeir séu sleipir í útlenskunni. í fyrirsögnum meira að segja. Eitt blaðið hrópaði hástöfum um daginn að „bossinn" væri alveg afleitur án þess þó að vera að reyna að vera dónalegt eins og almúgamaðurinn gæti kannski haldið. „Bossinn" hans var sem- sagt kominn beint frá Kananum og notaður þama í merkingunni: yfírmaður, húsbóndi. Þá skálmaði annað blað fram á ritvöllinn um svipað leyti, sem stærir sig af því hvað það sé fram- úrskarandi þjóðhollt, og boðaði í fyrirsögn: „Sólnes vs. pylsusali". Blaðamaðurinn gengur þama ekki einungis út frá því að lesend- ur hans skilji orðið „versus" heldur kannist líka strax við skammstöf- un þess. Hinum enskuglaða blaðamanni tókst þar að auki að rangbeygja pylsusalann: „Sólnes gegn pylsu- sali“ verður þetta hjá honum, ef við leyfum okkur þá lágkúm að reyna að minnstakosti að hugsa á Islensku. En hvað varðar svona lærðan mann um það?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.