Morgunblaðið - 04.10.1987, Side 32

Morgunblaðið - 04.10.1987, Side 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 atvinna — atvinna —- atvinna —- atvinna — atvinna — atvinna Prjónakonur athugið Prjónakonur vantar til að prjóna lopapeysur og mohairpeysur. Stöðug vinna. Uppl. í Handprjón, Skipholti 9, kl. 14.00- 16.00 virka daga. Einnig uppl. í síma 15858. Sölumaður óskast Heildsölufyrirtæki óskar eftir áhugasömum sölumanni, karli eða konu, sem getur hafið störf sem fyrst. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Tilboð sem tilgreini upplýsingar leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „S - 4708“. Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóra vantar að sjúkrahúsi og heilsugæslustöð á Hvammstanga frá 1. jan- úar 1988. Framkvæmdastjóri sér urn dagleg- an rekstur stofnanna, annast fjármál, skýrslu- og áætlanagerð, framkvæmd ákvarðana stjórnar o.fl. Allar nánari upplýsingar gefa framkvæmda- stjóri í síma 95-1348, heimasími 95-1629, og formaður stjórnar í síma 95-1353, heima- sími 95-1382. Umsóknir sendist til stjórnar sjúkrahúss Hvammstanga, 530 Hvammstanga. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 20. októ- ber 1987. Stjórn sjúkrahúss Hvammstanga. BORGARSPÍTALINN Lausar Stödur Meinatæknar Lausar eru stöður meinatækna við rann- sóknadeild nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur yfirmeinatæknir í síma 696405. Fulltrúi - launadeild Laust er starf fulltrúa á launadeild. Upplýsingar veitir deildarstjóri í síma 696208. Sérhæfður aðstoðarmaður iðjuþjálfa Staða sérhæfðs aðstoðarmanns iðjuþjálfa við geðdeildir Borgarspítalans er laus til umsóknar nú þegar. Upplýsingar um starfið veitir yfirlæknir í síma 696600. Starfsmenn Starfsmenn óskast til vaktastarfa við hús- og tækjavörslu (aðstoðarmenn). Vaktavinna allan sólahringinn. Upplýsingum svarað frá kl. 9.00-12.00 í síma 696256. Hjúkrunar- og endurhæfingardeildir Hjúkrunarfræðingar Laus er til umsóknar staða aðstoðardeildar- stjóra og staða hjúkrunarfæðings. í starfinu felst hjúkrun við endurhæfingu sjúklinga í náinni samvinnu við aðra faghópa. í byrjun starfs er ætlaður tími til aðlögunar. Möguleikar á dagvistun barna og sveigjan- legum vinnutíma. Starfsfólk óskast til aðstoðar við aðhlynningu sjúklinga. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sé skilað til skrifstofu hjúkrunar- forstjóra á eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar veita deildarstjórar Grensásdeilda, Margrét Hjálmarsdóttir og Þórdís Ingólfsdóttir, í síma 685177 og hjúkr- unarframkvæmdastjóri í síma 696357. Iðnráðgjafi Iðnþróunarfélag Þingeyinga óskar að ráða starfsmann með háskólamenntun á sviði rekstrar og stjórnunar. Æskilegt er að við- komandi hafi nokkra starfsreynslu. Upplýsingar veitir stjórnarformaður Þorvald- ur Vestmann í vs. 96-41877 og hs. 96-41177. jmod ö Mm Barónsstíg 2. Starfsfólk vantar Við auglýsum eftir fólki í almenn verksmiðju- störf. Upplýsingar aðeins veittar á staðnum milli kl. 9-16. Meistara- og verktakasamband byggingamanna vantar mann í starf framkvæmdastjóra. Laun eftir samkomulagi. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf skilist á skrifstofu MVB, Skipholti 70, fyrir 10. þ.m. S • K • I • F • A • N PÓSTKRÖFUR S. 29544 ★ LAUGAVEGI 33 ★ BORGARTÚNI 24 ★ KRINGLUNNI . Vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins auglýs- um við hér með eftirtaldar stöður: 1. Sölumaður: Hér er um að ræða sölu á hljómplötum í heildsölu. Starfið felst í sölu' til hljómplötu- verslana um land allt og fer salan einkum fram í gegnum síma. Viðkðmandi þarf að vera líflegur í framkomu og eiga auðvelt með að umgangast fólk. Jafnframt þarf hann að hafa góða þekkingu á flestum sviðum tónlist- ar. Lágmarksaldur 25 ára og reynsla í sölumannsstörfum áskilin. 2. Lagermaður: Starfið felst í móttöku, pökkun og frágangi á vörum fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að vera röskur, nákvæmur, ábyrgur og hafa góða þekkingu á tónlist. 3. Almenn skrifstofustörf: Þetta starf felst í móttöku, símavörslu, vélrit- un og telexvinnslu auk almennra skrifstofu- starfa. Viðkomandi þarf að vera góður í íslensku, ensku og erlendum bréfaskriftum. Mjög góð vélritunarkunnátta og reynsla áskilin. 4. Markaðs- og kynningarmál Hér er um nýja stöðu að ræða sem tengist kynningarmálum, samskiptum við fjölmiðla og markaðs- og sölumálum. Þeir sem hafa áhuga á ofangreindum störfum og vilja starfa á lifandi vinnustað með ungu og hressu fólki eru beðnir að senda skrifleg- ar umsóknir sínar til auglýsingadeildar Mbl. með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf. fyrir föstudaginn 9. október 1987 merktar: „S - 6115“. Ath.: Upplýsingar ekki veittar í síma. Afgreiðsla - snyrtivörur Viljum ráða starfsfólk til starfa við afgreiðslu á snyrtivörum í verslunum okkar í Kringlunni. Um er að ræða heilsdagsstörf. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri (ekki í síma) mánudag og þriðjudag kl. 16.00- 18.00. Umsóknareyðublöð hjá starfsmanna- haldi. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. Vélaviðhald Sútunarverksmiðja Sláturfélags Suðurlands vill ráða nú þegar eða mjög fljótlega starfs- mann til starfa við vélaviðhald. Við leitum að laghentum einstaklingi, sem hefur einhverja reynslu í meðferð véla og tækja, þar sem viðkomandi þarf bæði að geta annast fyrirbyggjandi og almennt véla- viðhald. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt. Allar nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri á skrifstofu fyrirtækisins, Frakkastíg 1, Reykjavík. Sláturfélag Suðurlands, starfsmannahald. Verkamenn óskast Okkur vantar 2-3 röska menn í lokaátak end- urbyggingar „Bjamaborgar" við Hverfisgötu. Upplýsingar gefur Hjörtur á staðnum frá kl. 13.00-14.00 daglega. DÖGUN S.F. BYGGINGAFELAG Tæknifræðingar - verkfræðingar - athugið! Staða deildartæknifræðings í tæknideild er laus til umsóknar. Starfið felst í hönnun, áætlanagerð og verk- eftirliti. Krafist er rafmagnstæknifræði, eða verk- fræðimenntunar á sterkstraumssviði. Skrifleg umsókn, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til orkubús- stjóra, Kristjáns Haraldssonar, sem veitir allar upplýsingar um starfið. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. ORKUBÚ VESTFJARÐA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.