Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 99 VERÐUR AÐLEGGJA ÁELDIl Óskar Aðalsteinn og Hanna kona hans að er rok, hávaxin strá- in eru óðum að verða að sinu og óstöjiugleiki lífsins virðist mikill í samanburði við hvítan, kyrran og ósveigjanlegan steinvit- ann út á Reykjanesi. Samt er það nú svo að forveri þessa vita, sem einnig var úr steini, hrundi í jarð- skjálfta. Það er mála sannast að allt er í heiminum hverfult. I átt- atíu ár hafa holar undirstöður gamla vitans horft til himins meðan „nýi vitinn" hefur samviskusamlega sent ljós sitt út í myrkrið frá þessum elsta vitastað á íslandi. Ég er komin út í Reykjanesvita til þess að hafa viðtal við Óskar Aðalstein rithöfund. Hann tekur mér vel og leiðir mig, ör og stundum næsta fljótmæltur, inn í stofu. Vill segja mér margt, liggur mikið á hjarta. „Hvar eigum við að vera,“ segir hann. „Ekki í stofunni, í vinnuver- berginu mínu kemst ég í stuð.“ Við förum inn í lítið herbergi og ég fæ stólinn hans Óskars af því nú er það ég sem þarf að skrifa. Hann heldur sér í pípuna og leggur sig aftur til hálfs í sófann sinn, ofan á ljósbláa værðarvoð. Hann hefur gert sér ákveðnar hugmyndir um hvemig hann vilji byija viðtalið. Einlægur og opinskár útlistar hann fyrir mér hvemig hann hafí um morguninn ákveðið hvemig við- talið ætti að byija, er vanur að skapa, ráða kringumstæðum, drottnari, eins og sá verður sem hefur skapað margar veraldir eftir sínu eigin höfði. „Veðrið er svo fallegt," byijar hann. „dagurinn svo bjartur að engu er líkara en sumarið sé að koma aftur. Þó er vitað að það er komið haust. Þannig er það líka í mínu lífi, hjá mér er tekið að hausta en þó bregður fyrir sumarangan. Ég hef nýlokið við uppkast að nýrri skáldsögu og með því fínnst mér ég hafa höndlað eitthvað sem er nýtt og gróandi." Óskar þreifar eftir eldspýtna- stokk en döpur sjónin bagar hann við tóbakssýslið. Hann segir mér á meðan að hann hafi misst sjón vegna sykursýki og hafi orðið að nota kíkisgleraugu meðan hann skrifaði nýja handritið og festa orð- in á pappírinn með digrum tús- spenna. „En bráðum á að skera í augun á mér,“ segir hann. „Og kannski get ég þá komist á ritvélina aftur.“ Loks fær hann eld í pípuna og loginn sá kyndir undir andagift hans og reykurinn liðast um hann eins og dulrænn hjúpur. „í minningunni ber hæst rauða fána, skrúðgöngur og mikið tal um verkalýðsmál þegar ég hugsa til fæðingardags míns. Ég er fæddur 1. maí árið 1919 á ísafirði. Foreldr- ar mínir voru Guðjón Sigurðsson frá Skagaströnd og kona hans Guð- mundína Jónsdóttir frá Miðhúsum í Reykhólasveit. Þau bjuggu fyrst §ögur ár á Svarfhólum_ í Reyk- hólasveit en fluttu svo til ísafjarðar og bjuggu fyrst niður á Bökkunum en síðar meir flutti fjöldskyldan í eigið hús að Túngötu 13, undir fjallsrótunum. Faður minn og bræð- ur steyptu þetta hús upp en þá var ég, næstyngsta bamið á heimilinu, um fermingu. Við vorum sjö bræður og nú er ég sá eini þeirra sem er á lífí. Ég átti eina systur sem hét Ósk, hún fæddist á undan mér og dó bam að aldri. Þess vegna var ég látinn heita Óskar. Mömmu fannst Aðal- steinn fallegt nafn og þess vegna hlaut ég það nafn líka. Steinn Stein- arr sagði einu sinni við mig: „Þú mátt vara þig.“ „Hvers vegna?" spurði ég. „Ja, þú berð tvö konunganöfn, þú verður að klára þig, þú verður að standa þig.“ — Það var alltaf gaman af Steini Steinarr. Sveimhuginn Pabbi minn var verkstjóri á reit sem kallað var, þar sem fengist var við fiskbreiðslu ogþess háttar, hann þurrkaði líka físk inni í húsi á vet- uma. Það var gaman að koma til pabba í þurrkhúsið. Þetta var á öld dönsku blaðanna og ég sótti þau fyrir hann niður í bókhlöðuna. Hann hafði gaman af þeim blöðum og hann las fyrir mig framhaldssög- umar og líka rómansögur og ferðasögur. Einnig íslenskar sögur, hann las meira að segja fýrir mig sögur eftir Torfhildi Hólm. Pabbi var líka mikill kvæðamaður og gat kastað fram stökum þó hann gerði ekki mikið af því. Pabbi var reglu- maður og ég átti gott heimili og samheldna fjöldskyldu. Bræður mínir vom iðnaðarmenn og verka- menn og ég man enn eftir þegar þeir komu heim að borða, hvemig heilu fötin af mat hurfu ofan í þá. Mér fannst þetta alltaf eins og þeg- ar verið er að lýsa borðahaldi í riddarasögunum. Bræður mínir vom góðir við mig en kölluðu mig alltaf sveimhugann. „Hvað er þig að dreyma núna,“ sögðu þeir kannski við mig um hjábjartan dag Mamma var afskaplega góð við mig líka og eftir að ég var farinn að krota þá sá hún um það að ég fengi að vera í næði. Hún var næm kona og fann vel hvað mér leið. Hún kunni Jónas Hallgrímsson spjaldanna á milli og elskaði hann mest allra skálda, þá vom skáldin elskuð, þannig er það ekki í dag. Hún fór með kvæði Jónasar fyrir mig og ég kunni þau þegar ég kom í skóla. Kennaramir vom hissa en ég sagði: „Mamma fékk kvæði Jón- asar í fermjngargjöf, hún kenndi mér þau.“ Ég komst fljótt í vinnu á reitinna hjá pabba og ég fékk þessa venju- legu skólafræðslu sem böm fengu þá, var í barna og gagnfræðaskóla. En það að skrifa það var hin eigin- lega byijun á mínu lífi. Þetta byijaði þó allt með hugsun og frásögn en ekki með penna. Það bytjaði þannig að sem lítill strákur, kannski átta ára gamall, þá fór ég að safna um mig krökkum og leika með þeim leikrit fýrir hina krakk- ana. Við lékum í kofa og ég sagði hveijum og einum hvað hann skyldi gera og segja. Þrátt fyrir þetta framtak var ég mjög gefínn fyrir það sem bam að vera útaf fyrir mig. Varð snemma læs og las fljótlega allt mögulegt en var þó hvað hrifnastur af þjóð- sögum, bókum Jóns Sveinssonar og skáldsögum t.d eftir Jón Thorodds- en. Þetta skapaði allt saman málkennd mína. Ég var í smábamaskóla hjá Hannibal Valdimarssyni og systur hans. Þá var Hannibal nýkominn frá námi, ég held frá Danmörku og svo þjóðrækinn að á sunnudög- um gekk hann um á fommannabún- ingi. Systir hans gekk þá á upphliit. , Þegar skólanum lauk eitt vorið þá var tekin mynd af öllum bömunum, Hannibal á fommannabúningnum og systur hans á íslenska búningn- um. Hannibal var persónuleiki sem laðaði mig að sér, sagði sögur á skemmtilegan hátt, var ákaflega bamgóður og fullur af áhuga á sínu kennslustarfi. Hann notaði líka nýj- ar aðferðir við kennsluna, hafði kubba með stöfum á sem hann rað- aði alla vega upp fyrir okkur og svo kom hann með skuggamyndavél, sem var alveg nýtt fyrirbæri þá og furðulegt. Þá sáum við litmyndir af útlöndum, fólki á þjóðbúningum, skipum, bílum , skógum, fiskum og furðulegum fuglum. Við urðum læs eins og skot hjá Hannibal. Vorið sem kennslunni lauk átti besti vinur minn átta ára afmæli. Hann hét Hörður og var sonur Bíó- Helga á ísafirði. Hann bauð öllum strákunum í afmælið en engri stelpu. Við fórum allir í afmælið en skömmu eftir að það hófst tók afmælisbamið mig á eintal og bað mig að segja afmælisgestum sögu. Ég hafði oft sagt honum þjóðsögur og ýmislegt sem mér hafði dottið í hug. Hann taldi að þetta gæti verið skemmtilegt „svona í lokin,“ eins og hann orðaði það. „Ég kann enga sögu,“ sagði ég. „Það gerir ekkert til þú bara býrð hana til eins og vant er.“ seg- ir hann. „Þú verður að gera þetta fyrir mig, þú ert besti vinur rninn." Nokkru seinna settist ég í stól og allir hinir strákamir í kringum mig. Við vorum allir sparibúnir, í þessum skemmtilegu matrósafötum sem tíðkuðust í þá daga. Ég fínn allt í einu að ég verð bókstaflega gripinn einhveiju æði að gera eitthvað sem kemur inn á þá, ekki grín, ekki gleðja, heldur koma með dramatíska sögu sem fer inná þá og pínir þá. Ég fer að segja frá dreng sem á svo bágt á alla vegi. Ég læt hann flækjast á milli bæja í vondu veðri af því hann á enga foreldra og ímyndunaraflið hleypur með mig í þvílíkar gönur að það endar með því að allir strákamir fóm að há- gráta. Þess var oft minnst af móður Harðar, þegar þau komu inn hjónin eftir að hafa gert okkur allt það gott sem þau gátu og við sátum allir hágrátandi. Einu sinni þegar ég var kominn langt með bamaskólann sagði Helgi Hannesson íslenskukennari, forseti ASÍ sem seinna varð, við okkur krakkana: „Nú hengi ég hér upp mynd og þið eigið að lýsa henni. Þeim sem best gengur hlotnast svo sú viðurkenning að hans frásaga verður lesin upp, þið getið horft á myndina í nokkrar mínútur." Mynd- in var af gamalli konu sem sat á hrísbagga á köldum vetrardegi og sá í smá kot þar rétt hjá. Ég hugsaði með mér. Þetta er kotið hennar, hún er að fara heim með þennan hrísbagga til þess að geta hitað upp hjá sér í kotinu. Þama em innifrosin skip og þar á hún dótturson sem hún ætlar að taka vel á móti. Þannig lýsi ég myndinni og læt svo gömlu konuna fara heim með baggann og gera hlýtt og notalegt í kotinu og dreng- urinn kemur heim og j)að verður mikill fagnaðarfundur. Ég magnaði þessa frásögn upp og lagði svo blað- ið hjá Helga. I næsta tíma fékk stíllinn minn viðurkenningu og var lesinn upp. Jafnframt sagði Helgi eftir dálitla þögn: „Heyrið þið nú bömin góð, ég spái því bara að Óskar Aðalsteinn verði rithöfund- ur.“ Skáld þorpanna Innan við tvítugt var ég farinn að skrifa sögu um fólkið á reitunum sem ég vann með, harma þess gleði og ástir. Ljósið í kotinu heitir sú saga og hún spratt upp úr þeim jarðvegi sem ég þekkti. Hún er bergmál þess sem fólkið í kringum mig var að tala saman á reitunum. Ég er skáld þorpanna. Það má segja að sú bók sé í raun lykillinn að öll- um mínum ritferli. Ég kláraði fyrsta kaflann sem er langur og nær fram í miðja bók og svo keypti ég gamla ritvél og jagaði þessu upp á blað. Það var í fyrsta sinn sem ég skrifaði á rit- vél. En einu sinni þegar ég kom heim var handritið farið. Við mamma leituðum um allt en hand- ritið fannst ekki. Ég hvítnaði upp og varð alveg miður mín. Þegar pabbi kom heim sagði hann að ekki væri von að við fyndum handritið því hann hefði farið með það til Guðmundar Geirdals . „Þú liggur svo mikið yfir því,“ sagði hann. „Að ég verð að láta athuga hvort eitthvað sé í þessu. Þú missir úr vinnu fyrir skriftimar." Guðmundur Geirdal var bæjar- skáld sem kallað var, orti í bæjar- blöðin og gaf út bækur, eftir hann er kvæði sem oft er sungið: „Þú eina hjartans yndið mitt“. Hann var sómakarl, hann ræddi oft við mig um bækur. Hann hafði veður af því að ég væri að skrifa þó ég væri orðinn dulur þá, við alla nema mömmu. Svo kom dómurinn. Guðmundur sagði mér að honum fyndist ekki hægt að virða söguna sem skáldrit, hún væri bara eins og lífið sjálft og ekkert öðruvísi. Svo kvaddi hann mig og óskaði mér alls hins besta og þess að mér takist betur næst. Nokkrir dagar liðu og ég fékk mig ekki til að sækja handritið nið- ur á Hafnarskrifstofu þangað sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.