Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 B 11 MYRKRAVERK —— Listin að rugla fjand- manninn í ríminu Sérsveitir úr bandaríska sjó- hemum stunduðu skemmdar- verk og sálfræðilegan hemað gegn Lóbýu allt sumarið 1986. Svo leyni- legar vom þessar aðgerðir, að jafnvel yfirmenn sjötta flotans vissu ekki um þær. í blaðinu „The Montgomery Joumal", sem gefið er út í Wash- ington, sagði, að menn úr sérsveit- unum hefðu gengið á land í Líbýu og gætt þess jafnan að skilja eftir sig ýmis ummerki um landgönguna, t.d. pappírsþurrkur, eldspýtna- stökká og sígarettustub'ba, þar á meðal stubba af ísraelskum og sýr- lenskum sígarettum. „Hugmyndin var að mgla Líbýu- menn í ríminu, gera þá taugaveikl- aða, sem þeir vom raunar fýrir eftir loftárásimar í apríl um vorið. „Þeir áttu ekki að vita hvaðan á þá stóð veðrið og það tókst ágætiega. Um tíma var þá jafnvel farið að gmna Rússana," er haft eftir einum heim- ildarmanninum. Ekki var aðeins um sálfræðilegar hemað að ræða, heldur var einnig komið fyrir sprengiefni við há- spennu- og símastaura. Sumt var bleytt í sjónum til að það spryngi ekki og lenti ömgglega í höndum Líbýumanna en annað sprakk. Ekki er vitað hver skipaði fyrir um aðgerðimar en margt bendir til, að það hafi verið fyrrum ráð- gjafi þjóðaröryggisráðsins, John Poindexter aðmíráll, en eins og kunnugt er hefur aðild hans að vopnasöluhneykslinu verið mjög til iiíT’fiöiiunar aA undanfériiU. „Það er óhætt að segja, að við höfum látið meira til okkar taka í Mið-Ameríku en annars staðar en við höfum komið við sögu víðar. í Líbýu hefur verið í nógu að snú- ast,“ sagði Poindexter við yfir- heyrslur 17.—18. júní síðastliðinn. Samkvæmt heimildum blaðsins stóðu aðgerðimar í Líbýu yfír frá maí til október. Þær fóm þannig fram, að tveir kafbátar að minnsta kosti komu upp á yfirborðið stutta stund í 13—15 mílna fjarlægð frá FÓRNARLAMB — Líbýumenn, og þá væntanlega ekki síst her- menn þeirra, „áttu ekki að vita hvaðan á þá stóð veðrið“. Þessi eru raunar af „veikara kyninu" og stundaði þegar myndin var tekin nám við herskóla kvenna í Trípólí. strondinni og frá ’þeim fóm síðan gúmmíbátar með ijóra eða sex menn í hverjum. Þegar á land var komið vom teknar ljósmyndir af hemaðar- mannvirkjum, þar á meðal af loftvamastöðvum og skotfæra- geymslum, til að kanna hve vel þeirra væri gætt, en að því búnu vom skilin eftir ýmis ummerki um komuna til að hræða Líbýumennina og reynt að sjá til, að þau fyndust örugglega. - MARK TRAN ERTÞU AÐ MISSA AF LESTINNI? Síðasti umsóknardagur 12. október. • Ert þú fædd/ur 1970 eða 1971? • Vilt þú búa eitt ár í framandi landi? • Viltu auka þekkingu þína á umheiminum? • Viltu kynnast lifnaðarháttum annarra þjóða? • Viltu verða skiptinemi? • Opið daglega milli kl. 14 og 17. Ef svarid er já, hafðu samband við: á íslandi Hverfisaötu 39, P.O.Box753,121 Reykjavík, simi 25450. LIBANON Enn eykst öngþveitið Borgarastríðið í Líbanon ætlar engan enda að taka og nú beijast hinir langhijáðu íbúar landsins bar- áttu sem þeir kalla „stríð gegn hungurdauða“. Til skamms tíma vom margir Líbanir trúaðir á að lausn fyndist á deilumálum og endi yrði bundinn á átökin í landinu, þótt allar líkur bentu að vísu til ann- ars. Líbanska pundið hélt lengi vel velli gagnvart öðmm gjaldmiðlum og í árslok 1983 jafngilti það fimmtungi Bandaríkjadals. En síðan hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina og í síðasta mánuði var líbanska pundið ekki meira virði en 1/300 Bandaríkjadals. Líbanon er mjög háð innflutningi og hefur hmn gjaldmiðilsins þar af leiðandi valdið því að framfærslu- kostnaður hefur aukist uggvænlega. Á síðasta ári var verðbólga í Líbanon talin nema 226%. En í júlí síðast- liðnum hækkaði verð á neyzluvamingi um hvorki meira né minna en 129%, þannig að ástandið versnaði enn til muna. Þúsundir almennra borgara í Líbanon eiga varla til hnífs og skeiðar og seint í ágúst fékk reiði þeirra útrás í átökum á götum Beirút. Gjaldeyrisdeildir vom rænd- ar og hermenn sem stóðu vörð um Seðlabankann skutu aðvömnarskotum til að koma í veg fyrir að fólk réðist inn í bygginguna. „Á morgun ætlum við að afgreiða stórmarkaðina og síðan heimili stjórnmálamanna," sagði einn þeirra sem þátt tók í mótmælaaðgerðunum. Þar sem ríkisstjórn landsins er óvirk og nær valda- laus hefur landinu verið skipt S nokkrar „kantónur" sem lúta stjóm vopnaðra sveita og hafa þær aukið á ringulreiðina í fjármálum. Fyrir borgarastríðið vom tollatekjur helzta tekjulind stjórnvalda, en nú ræður einkaherinn lögum og lofum í hafnarbæjunum. Ríkis- stjómin hefur því þurft að búa við mikinn greiðsluhalla. Skortur á erlendum gjaldeyri er annað vandamál, sem hún á við að glíma. Seðlabankinn hefur gengið mjög á gjaldeyrisvarasjóð landsins í viðleitni sinni til þess að styrkja líbanska pundið og nemur sjóðurinn þegar þetta er ritað aðeins 200 milljónum dollara. Eldsneyti, olía og rafmagn er skammtað til að spara gjaldeyri. Sérfræðingar em sammála um, að lausn finnist ekki á efnahagsvanda Líbanons fyrr en stjórnmálaátök- in í landinu hafi verið á enda kljáð. En þótt stjóm- málamenn, og þar á meðal yfirmenn hinna ýmsu vopnuðu sveita, hafi verið þrábeðnir um að jafna GÖTULÍFIÐ — Þessar svartklæddu Shita-stúlkur bera hríðskotabyssur sér til halds og trausts. ágreiningsmál sin og sameinast í viðleitninni til þess að bjarga efnahag landsins, hafa þeir skellt skolleymm við slíkum umleitunum. Viðbrögð þeirra hafa einvörðungu verið þau að kenna hver öðmm um ástandið. Það ætti þó ekki að koma á óvart. Þegar öllu er á botninn hvolft em áhrif og auð- legð hinna stríðandi fylkinga undir því komin að ríkisstjórnin sé valdalítil og veikburða, en sú er ein- mitt sem fyrr er sagt undirrót þess mikla efnahags- vanda sem Líbanir eiga við að etja. Þetta er vítahringur. - ALAN GEORGE syngur fynrmataj^estf á suimudögmn kl. 1230 og 203(L \ Á tlagskrá eru léttir og skemnMegir Vínarsöngvai* lög úr söngleikium og þekkt íslensk lög «r Úndirleikannast, JönasDóiirN | Sigtúni 38,105 Reykjðvfk, Tel: 689000 ■ UjfÆ S Áskríftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.