Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 B 3 með neitt né neinu sóað. Hann lagði mikið upp úr því, að við krakkamir leifðum aldrei af matnum okkar og hann vildi ekki eyða um of í heimil- ið. Hann vildi við borðuðum hollan mat og hefðum í alla staði nóg að bíta og brenna. En munaður var eitur í hans beinum. Aldrei var vín á borðum heima enda neytti hann þess nánast ekki. Taugakerfi hans var ókyrrt eins og er með listamenn, en bömum sýndi hann ótrúlega þolinmæði. Honum fannst böm spennandi, þau voru eins og óútsprungin blóm. Hann var velviljaður maður að mörgu leyti og hafði samúð með öllum þeim sem honum fannst eiga bágt. Hann var alltaf að gefa, en það var eins með þakkimar og hrós- ið. Honum virtist þykja óþægilegt að láta þakka sér. Á uppvaxtarárunum fann maður kröfur umhverfisins vegna þess hvaða föður maður átti. Það gat verið erfitt að rísa undir því. Ég hætti í menntaskóla og ákvað að snúa mér að málaralistinni.Þeim mislíkaði það í upphafí. En sýndu því fljótlega skilning og studdu mig. Enda myndlist og skáldskapur skyld, felst í báðum listgreinum að segja frá upplifun. Og pabbi fékkst við að teikna sjálfur og hlaut að skilja mína sköpunarþörf. En faðir minn var auðvitað ekki alfullkominn frekar en aðrir menn og átti til að vera bæði eigingjam og erfiður. Vinnan var honum allt og hann krafðist fullkominnar til- litssemi af okkur, þegar hann var að skrifa. Við urðum að læðast um og máttum ekki raska ró hans. Oft fór hann í burtu í nokkrar vikur eða lengur ef hann var upptekinn við verkefni, sem honum fannst mikið ríða á, að hann fengi næði að vinna við. Seinna reisti hann lítinn kofa á Nörholm og vann þar. Þá var eins gott að við krakkamir værum ekki með háreysti í grennd- inni. Var hann glaðsinna maður? Ja, ég hef kannski aldrei almennilega hugsað út í það. Hann var traustur maður og greiðasamur. Á góðum stundum var hann manna kátastur, hló hátt og skemmti sér. En hann var ekki allra. Hann gat verið fljót- ur upp, reiddist illa, móðgaðist . En oftast var hann fljótur að gleyma. En hann var um margt flókinn persónuleiki og andstæð- umar toguðust á í skapgerð hans og skaplyndi. Þó átti hann til biturð. Sú beizkja kom sérstaklega fram á andstreym- isámnum, þegar hann var orðinn gamall. Þær aðstæður, sem urðu til, að foreldrar mínir vom ekki samstíga um hríð, og kemur fram í „Grónar götur" fengu mjög á hann. En sem betur fer náðu þau saman aftur og síðustu ár hans, vom báðum ljúf. Móðir mín var ung leikkona, hann miðaldra og viður- kenndur rithöfundur þegar þau kynntust. Samband þeirra var djúpt og náið. Hún hætti að leika, en hún var listamaður í sér og skrifaði nokkrar bamabækur, og svo seinna bók um sambúð þeirra, sem hlaut miklar undirtektir.. Alla tíð var hún þungamiðjan í lífi hans. Eftir að þau giftust skrifaði hann margar merkustu bækur sínar. Enda búrekstur og bamaupp- eldi á herðum móður minnar. Og henni þakkaði hann, að hann gat stundað það sem hann þurfti. Að skrifa. Augljóst er að bækur hans höfða ekki síður til lesenda nú en áður og það á við um flestar bækur hans.Eg hygg hann hafi gengið mjög í smiðju íslendingasagnanna og lært af þeim. Hann virti mest allra íslendingasögumar. Og biblí- una. Og þegar út í það er hugsað held ég að hefðbundnar landslag- slýsingar séu mjög sjaldgæfar í bókum hans, fremur en í Islend- ingasögunum og í biblíunni. En samt hefur lesandi hans mjög ríka tilfinningu fýrir því sviði sem sög- umar gerast á. Ég man þegar hann varð sjötug- ur og vildi ekki vera heima. Ég og foreldrar mínir keyrðum til litils þorps í Suður Noregi og vorum þar i ró og næði. Pabbi hafði með eina bók, Snorra-Eddu.“ Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir í vetur bjóða þaulvanir fararstjórar Flugleiða nýja og gamalreynda farþega velkomna til hinnar fögru eyjar GRAN CANARIA, þar sem náðugir dagar fara í hönd á þægilegum gististöðum, íslenskum Kanaríförum að góðu kunn, t.d. San Valentin Park, Bungalow Holican og Bungalow Princess. Nýtt íbúðahótel bætist í hópinn, Corona Blanca. Beint flug án miliilendinga til Gran Canaria: Sunnudaginn 01.11 ’87 27 daga ferð Föstudaginn 27.11 ’87 3ja vikna ferð Föstudaginn 18.12 ’87 3ja vikna ferð Föstudaginn 08.01 ’88 3ja vikna ferð < Föstudaginn 29.01 ’88 3ja vikna ferð 3 Föstudaginn 19.02 ’88 3ja vikna ferð ° Föstudaginn 11.03 ’88 2ja vikna ferð « Föstudaginn 25.03 ’88 2ja vikna páskaferð < Föstudaginn 08.04 ’88 2ja og 3ja vikna ferðir með heimflugi um London* *Tvær nætur í London og er gistingin ekki innifalin í neðangreindu verði. Möguleiki er að framlengja dvölina í London. Verðdæmi: Miðað er við tvo í íbúð. Flugvallarskattur er ekki innifalinn. # Frá kr. 44.777 á mann í íbúð á Corona Blanca í 27 daga, 1.-27. nóv. # Frá kr. 37.376 á mann í íbúð á Corona Blanca í tvær vikur. Brottfarir 11. og 25. mars 1988 og 8. apríl 1988. Upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni; umboðsmenn um land allt og ferðaskrifstofurnar. Upplýsingasími: 25 100. FLUGLEIDIR fyrír þig FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVM - fólk sem kann sitl fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900 Aðalstræti 9, Sími: 28133 Feríaskrifslola Snorrabraut 29 Simi 26100 OTUHTkC Hallveigarstíg 1, Sími: 28388 _______________ FERÐASKRIFSTOFAN POLARIS Kirkjutorgi4 Sími622 011 .•i.ifiimiuuiiUdiiiHiiíimUiliiiiUijJillUlLiiiii:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.