Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 B 9 Æskan 90 ára eftir ÓlafHauk * Arnason Á morgun eru 90 ár síðan fyrsta tölublað Æskunnar kom út. 90 ár eru ekki ýkja langur tími í sögu þjóðar. Fram undir síðustu aldamót tók þjóðlífíð yfírleitt ekki markverð- um breytingum á einni öld eða svo. En um þessa níu áratugi gegnir nokkuð öðru máli. íslendingar eru nú meira en þrisvar sinnum fleiri en þegar böm- um og unglingum barst Æskan í fyrsta sinn. Öll þjóðin var þá all- miklu fámennari en Reykvíkingar eru nú, enda þeir 18 sinnum fleiri á vorum dögum en þá. Meginhluti þjóðarinnar átti þá heima í sveit en nú alast flest böm upp í þéttbýli. Enginn bíll var þá á íslandi og draumurinn um að fljúga um loftin blá jafnfjarri og á dögum Ikarosar. Landssíminn var ekki kominn en þó í augsýn, útvarp og sjónvarp langt undan. Orð eins og mengun og kjamorka urðu ekki til fyrr en áratugum síðar. Tilraun var gerð með útgáfu dagblaðs um þessar mundir. Það varð lítið nema tilraun- in og hálfur annar áratugur leið þar til elsta dagblaðið, sem enn er við lýði, bytjaði að koma út. ísland var þá hluti Danaveldis og danski fáninn blakti við hún í kaupstöðum og kauptúnum við hátíðleg tæki- færi. Margt hefur breyst. Þó ekki allt. „Söm er hún Esja, samur Keilir." Og bömin em alltaf sjálfum sér lík, og unglingamir líka þó að blind gróðahyggjan, sem reynir að pranga inn á þá gerviþörfum og gervígleði, eitri líf sumra og S'v'.'pti þá því skeiði fijórra framtíðar- drauma sem eðlilegt er að æskuárin séu. Gleðilegt er og vekur vonir og bjartsýni að blað unga fólksins skuli hafa staðist storma og geminga- veður breytinga og byltinga. Enn er Æskan ung og frísk og engin ellimörk á henni. Enn ber hún boð- skapinn um heilbrigt líf þeim kynslóðum sem eru að vaxa úr grasi. Enn á hún liðsemd þeirra og vináttu. Oft var þörf en nú er nauðsyn að standa vörð um böm vor, rétt þeirra til þroska og menntunar, rétt þeirra til að verða ekki ginning- Ólafur Haukur Arnason „Ef okkur er ekki alveg sama um börn vor er tími til kominn að spyrna við fótum. Þar á Æskan veigamiklu hlutverki að g'egna. Heill og blessun fylgi henni og öllum íslensk- um börnum.“ arfífl gróðalýðs, hvort heldur hann birtist sem farvegur fyrir glæpi og afbrigðilega kynóra niðursoðna á myndbönd eða óheft frelsi bruggara til að menga og eitra mannlíf og umhverfí. Helgi Hálfdanarson, skáldið okkar góða, sagði f blaða- grein fyrir tveim árum: „Það er kannski eftir öðru, að nú vilja sum- ir fyrir hvem mun koma krökkum upp á að þamba bjór, hvar og hve- nær sem er, þessa alræmdu róna- fæðu, sem siðuðu fólki býður við.“ Ef okkur er ekki alveg sama um böm vor er tími til kominn að spyma við fótum. Þar á Æskan veigamiklu hlutverki að gegna. Heill og blessun fylgi henni og öllum íslenskum bömum. Höfundur er áfengisvamarráðu- nautur. Læknastofa Hef opnað stofu í Læknastöðinni hf., Álfheimum 74. Tímapantanir í síma 686311 alla virka daga milli kl. 09.00 og 17.00. Símatími þriðjudaga, milli kl. 08.00 og 9.00 og föstudaga, milli kl. 12.30 og 13.00 í síma 33569. Guðmundur Ásgeirsson, sérgrein: barnalækningar. ÞREKÆFINGAR (HRESSINGARLEIKFIMI) FYRIR KARLA 8 vikna námskeið hefst mánudaginn 5/10 1987 í nýju íþróttahúsi Vals við Hlíðarenda. Námskeiðið er á morgnanafrá kl. 7.40-8.30. Áhersla lögð á þolþjálfun, kraft og liðleika. Ráðleggingar um mataræði, megrun ogþjálf- un. Þolmælingar. Nánari upplýsingar og skráning í síma 84389. Hilmar Björnsson íþróttakennari (■■BMHMMMUnM ing er auglýsing sem þú flettir ekki framhjá! Nú bjóðum við þér þetta stórgóða 20" litsjónvarp frá GoldStcir á sérstöku Gullstjörnutilboði! Þú klippir bara út meðfylgjandi afsláttarávísun og notar hana til kaupa á þessu ákveðna sjónvarpi. 20" Goldstar CBZ-9225 kostar í dag aðeins 35.600,- krónur, eða 29.980,- krónur gegn staðgreiöslu. Líttu á meðfylgjandi töflu er sýnir hugsanleg greiðslukjör sem þér bjóðast. Afslátturinn dregst svo frá heildarverði sjónvarpsins. Betra getur það ekki verið! Greiöslukjör: Lánstlmi: Útborgun: Raógreióslur VISA 12 mánuöir engin Eurokredit 11 mánuöir engin Skuldabréf 6 mánuöir 10.000,- 007 - 0046 VÖRUNR. 20"CBZ-9225 KR.ff.óXPrT I greiðið HéhodfiaM skiphdlti jjjp KRÓNUR dÝliyy7l?4f5/ SÍMI 29800 . u , s „ REYKJAVÍK 607?/ 19/?f RÁK FYRIR TðLVULETUR ■ ÞAÐ ER ÁRÍÐANDIAÐ HÉR FYRIR NEÐAN SJÁIST HVORKI . ... 7 ... ... ......... ..... : iiiUUkbsnuAðiti .6f.3on .f>löv0iö(,la 6iv innoUbied i nqov ÞESSI AUGIÝSING ER UNNIN 1MACINTOSH PLUS TÓLVU FRÁ RADlÓBÚÐINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.