Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 B 25 Mikill fjöldi ferðamanna Thailand er mikið ferðamanna- land. Upphaf hins mikla ferðamanna- straums þangað -má rekja til Vietnamstríðsins, því á meðan á stríðinu stóð flykktust bandarískir hermenn til Thailands í fríum sínum. Árið 1985 komu 2 milljónir og 450 þúsund ferðamenn til Thailands. Jap- anir voru langflestir eða 225 þúsund, en af Evrópuþjóðum voru Þjóðveijar fjölmennastir, 96 þúsund, Bretar voru 80 þúsund og Frakkar 70 þús- und. Að meðaltali eyddi hver ferða- maður 4,7 dögum í Thailandi og er það of stuttur tími að mati þarlendra ferðamálaýfirvalda. Segja þau að ferðamenn geti ekki á svo skömmum tíma séð það helsta sem landið hafi upp æá að bjóða. Ferðamenn eyða um 30% af peningum sínum í að verzla, enda er afar hagstætt að verzla í Thailandi, t.d. skartgripi, skrautmuni, föt, silkivefnað og margt fleira. Thailenska flugfélagið Thai Air hefur stærstan skerf af flutningi ferðamanna til landsins og hyggst halda sínum hlut. I samvinnu thai- lenskra ferðamálayfirvalda og Thai Air er á þessu ári boðið upp á mjög hagstæðar ferðir til landsins. Thailand er 518 þúsund ferkíló- metrar að stærð eða fimm sinnum stærra en ísland. Það á landamærí að Kambódíu, Burma, Laos og Mal- asyu. íbúar landsins eru um 50 milljónir og þar af búa rúmlega 5 milljónir í Bangkok. Mál innfæddra nefnist Thai en allir sem starfa við ferðamannaiðnaðinn tala ensku. Yfírgnæfandi meirihluti Thailend- inga aðhyllist Bgddatrú eða um 95% og setur trúin sterkan svip á mannlíf- ið. Thailendingar eru elsku- legtfólk Thailendingar eru ákaflega glað- sinna fólk og þægilegir og elskulegir í viðmóti. Undirritaður hefur víða komið í ferðum erlendis en hvergi hlotið jafn hlýjar og elskulegar mót- tökur og í Thailandi. Það voru vissulega mikil viðbrigði er stigið var út úr Jumbo-þotu Thai- air á flugvellinum í Bangkok. Ferðamanni, sem kom úr kuldanum á íslandi og Kaupmannahöfn, fannst hann ganga á vegg. Þessa tilfinningu þekkja þeir, sem komið hafa til sólar- landa. En hitinn venst og undirrituð- um fannst hitinn og rakinn ekki eins mikill og hannhafði búist við. Flug- ferðin var erfíð, 11 klukkustunda samfellt flug frá Kaupmannahöfn til Bangkok. Tímamunur var 6 klukku- stundir og það tók líkamann 2-3 daga að venjast breytingunum. Ferðamálayfírvöld í Thailandi lögðu áherslu á að kynna fyrir blaðamönn- um það helsta sem Bangkok hafði uppá að bjóða auk þess sem farið var í tvær athyglisverðar ferðir út á landbyggðina. Fyrri ferðin var til borgarinnar Surin, þar sem fram fór fræg fílasýning. Meðal skemmtiat- riða var knattspymukappleikur fíla og var það einkar athyglisvert fyrir gamlan íþróttafréttaritara að verða vitni að þeim kappleik. Seinni ferðin var til baðstrandarinnar Pattaya, sem er helsti ferðamannastaður landsins, og margir ísiendingar hafa heimsótt. Spannar allar víddir mannlegs lífs Ferðamenn sem koma til Tahi- lands verða að gefa sér góðan tíma í höfuðborginni Bangkok. Hún spannar allar víddir mannlegs lífs, alveg frá sárustu örbirgð til ótrúlegs ríkidæmis. Þar má sjá menningarvið- burði í háum gæðaflokki og sýningar í aumustu klámbúllum. Þar má sjá gulli skrýddar konungshallir og búddahof og aumustu hreysi. Og áfram má telja. Ekki er ástæða til að lýsa frekar möguleikum borgarinnar í þessum pistli. Sú upptalning yrði allt of löng. Hér verður aðeins minnt á þrennt sem undirrituðum þótti athyglisverð- ast af því sem hann skoðaði í Bangkok. Fyrst skal telja bátsferð um stór- ána Chao Phya, sem rennur í gegnum Bankok, og síki sem liggja út frá ánni. Svona bátsferð má enginn láta fram hjá sér fara. Við síkin standa íbúðarhús af öllum gerðum. Þama má fínna glæsihallir ríka fólksins og hreysi þeirra fátækustu. Mannlífíð er ótrúlega fjölbreytt. Böm synda um í síkjunum enda læra þau að synda fyrr en þau læra að ganga. Bezt er að fara á sunnudögum því þá er frídagur og flestir heima. Er þá gjaman slegið upp veizlu með mat og drykkjum. Ibúamir ferðast um á bátum og þjónusta er veitt á bátum. Fróðlegt var að mæta ísbáti á einu síkinu! Skoðunaferð sem tekur tvo tíma kostar aðeins 80 krónur og em veitingar innifaldar. Hægt er að gera ótrúlega góö kaup Markaði innfæddra verða menn að heimsækja. Slíkir markaðir em bæði á landi og í bátum á fljótinu. Á mörkuðunum er hægt að gera ótrúlega góð kaup á margvíslegum vamingi. Thailendingar em mjög listrænir og allt virðist leika í hönd- unum á þeim. Vegna þess hve vinnuafl er ódýrt er hægt að kaupa á mörkuðum og í verzlunum vaming á mjög góðu verði. Má t.d. nefna skartgripi úr gulli og dýmm steinum, silki og silkifatnað, minjagripi, fatn- að og hvaðeina. Á öllum mörkuðum er prúttað og það gerir verzlunaer- ferðimar ennþá skemmtilegri en ella væri. Klæðskerar em á hveiju götu- homi sem sauma fatnað eftir máli fyrir brot af því verði sem fatnaður kostar á Vesturlöndum. Margir ferðamenn láta sérsauma á sig marga alklæðnaði. Silkivefnaður er í sérflokki og margan glæsikjólinn úr silki sá undirritaður í ferðinni. í stuttu máli má segja að á fáum stöð- um í heiminum má gera jafn góð kaup og Thailandi. Þriðja atriðið sem nefna skal til sögunnar var heimsókn í skemmti- hverfíð í Bangkok, „Pat pong“, en þessi heimsókn var nú reyndar ekki á hinni opinbem dagskrá ferðamála- yfírvalda. Heimsóknin í þetta skemmtihverfí að kvöldi til var sjokk- erandi. Þama viðgengust allar tegundir af ólifnaði svo sem vændi, klámsýningar og „nudd“. Svokallaðir go-go barir vom um allt hverfið. Þar dönsuðu komungar stúlkur á sýning- arpöllum við háværa diskótónlist. Stúlkumar vom með númer á bijóst- inu og viðskiptavinimir pöntuðu stúlkumar eftir númemm. Þessar stúlkur hafa melludólgar sótt út í sveitimar og borgað foreldmnum nokkur þúsund krónur fyrir þær. Eftir að stúlkumur hafa verið í vænd- islifnaði í nokkur ár er þeim hent út á kaldann klakkann og aðrar fengn- ar í þeirra stað. Viðskiptavinimir em flestir erlendir ferðamenn, t.d. Þjóð- veijar og Arabar. Kynsjúkdómar em útbreiddir í Thailandi og eyðni að stinga rótum svo þama er hætta á ferðum fyrir ferðamenn. Því miður var sama uppi á ten- ingnum þegar Pattaya, helsta ferða- mannaströnd Thailands var heimsótt. Þar er vændislifnaður ótrú- lega áberandi. Að því slepptu er Pattaya kjörinn staður fyrir ferða- lang sem vill hvfla sig og njóta sólar og útivem. Pattaya er í hæfilegri flarðlægð frá Bangkok. Ströndin er góð og við hana standa mörg 1. flokks hótel sem bjóða gistingu á vægu verði. Matur er ódýr hvort sem Sífellt fíeiri fara til Thaiiands GEIR Borg er aðalræðismaður Thailands á íslandi. Hann hefur verið ræðismaður síðan 1985 og á þeim tíma hefur ferðamönnum til Thailands fjölgað ört. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi stuttlega við hann um ferðir þangað. Sé dvalið lengur en 15 daga þarf áritun. Árið 1985 veitti Geir 15 vega- brefsáritanir, 1986 vom þær 91 og í ár hafa hátt í 300 manns fengið áritun og bjóst hann við því að fjöld- inn yrði kominn í 350 til 400 manns í lok ársins. Geir sagði að það sem ferðamenn þyrftu helst að athuga ef þeir fæm til Thailands væri að hafa gilt vega- bref, árítun ef þeir dveldu lengur en í 15 daga og að láta bólusetja sig í tíma. Við komuna til landsins mætti ekki gleyma að gefa upp handbært reiðufé, því leyfílegt sé að fara með sömu upphæð úr landi og til landsins. Geir vildi benda sérstaklega á að í desember næstkomandi yrðu mikil hátíðahöld í Bankok og víðar vegna sextugsafmælis konungsins. Rétt væri að hafa í huga að þá yrði ill- mögulegt að fá gistirými nema hafa pantað það í góðan tíma. Þegar hann var spurður hvaða fólk færi helst til Thailands sagði hann að það væri fólk á öllum aldri, fólk sem vildi sjá eitthvað nýtt. Flest- ir fæm með ferðaskrifstofunum í svokallaðar „ pakkaferðir", en þó væri alltaf eitthvað um að menn ferð- uðust í minni hópum og á eigin vegum. Gelr Borg aðalræðismaður. Morgunblaðið/BAR menn kjósa að snæða thailenskan mat eða „venjulegan" mat eins og við segjum hér heima. Sem fyrr segir setur búddatrúin sterkan svip á mannlífið. Búddahof em mörg hver stórkostlega fögur og sama má segja um hallir, sem skoð- aðar vom. Þessar byggingar em skreyttar gulli og málaðar sterkum litum. Alls staðar var mikill fjöldi fólks og sums staðar var manníjöld- inn yfirþyrmandi mikill. Ef íslendingar fara í venjulega hópferð til Thailands er líklegast að leiðin liggi til Bangkok og Pattaya. Ef ferðamaðurinn kýs að fara ótroðn- ar slóðir, þ.e. eitthvað annað en á hina hefðbundnu ferðamannastaði, em möguleikamir ótal margir. Upp- lýsingar má fá á ferðaskrifstofum eða hjá ferðamálayfirvöldum þegar komið er til Bangkok. .gg Thailands- ferðir mjög hagstæðar SÍÐAN skipulegar hópferðir hófust til Thailands hefur ferðamönnum þangað fjölg- að gífurlega. Verðið á þessum ferðum er litlu hærra en á t.d. Kanaríeyja- ferðum. Það kom fram á þeim ferðaskrifstofum sem rætt var við, að samanburður á þessum tveimur ferðum væri óraunhæfur, forsend- urnar væru gjörólíkar. Eða eins og einn viðmælandi Morgunblaðsins orðaði það :„Það er ævintýraþrá sem rekur fólk í svona ferðir, það kemst hinu megin á hnöttinn fyrir lítinn pening. Thailand sameinar mesta lúxusinn og mestu fjarlægðirnar“ Flestar ferðaskrifstofumar bjóða upp á svokallaða „pak- kaferðir“ þar sem allt flug er á vegum SAS og Flugleiða. Flogið er til Bankok um Kaup- mannahöfn fimm daga í viku. Ferðimar eru 17 daga, þar af em 14 gistinætur. Engin farar- stjóm er nema það sé tekið fram, en tekið er á móti fólki við komuna og það flutt á milli staða. Gist er fjóra daga í Ban- kok og 10 daga á Pattaya- ströndinni. Ef miðað er við tvo í herbergi á þriggja stjömu hóteli og hóteli í túristaklassa, kostar slík ferð 57.500 kr. Hægt er að framlengja hana um viku, upp í 21 gistinótt og kostar hún þá 62.400 kr. Sé gist á lúxushótelum kostar 17 daga ferð um 61.000. Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn býður upp á 17 daga ferð með fararstjóra og skoðunarferðum á 66.900 kr. á mann í tvíbýli. Sú ferð verður ý nóvember. Ferðaskrifstofan Úrval verður með 22 daga ferð í október með fararstjóra á 82.500 kr. Ef bera á Thailandsferðir saman við Kanaríeyjaferðir verður að hafa í huga muninn á þessum tveimur stöðum. Menning þeirra er gjörólík, gistingin einnig. Flogið er til Kanaríeyja í beinu leiguflugi en til Thailands er flugið tvískipt og mun lengra. Á Kanaríeyjum gista flestir á íbúðarhótelum og yfirleitt er um þriggja vikna ferðir að ræða. Verðið á ferðum þangað fer eftir því á hvaða tíma er farið. Ódýrastar em nóvemberferð- imar en jólaferðimar em dýrastar. Se miðað við tvo í íbúð kosta nóvemberferðir á bilinu 42.800 til 62.600 kr., en jólaferðimar á milli 46.700 og 68.600 kr. Það kom fram hjá þeim ferðaskrifstofum sem rætt var við að verð á bæði Thailands og Kanaríeyjaferðum væri hag- stætt núna. Verðið á Kana- ríeyjaferðum hefði lítið hækkað frá í fyrra og mikil samkeppni í Thailandsfluginu lækkaði far- gjöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.