Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 40
40 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Hún Lisa Marie Presley er bara nokkuð lík honum pabba sínum, ef vel er að gáð. Merkisfólk á myndbandahátíð Bandaríska sjónvarpsstöðin MTV, sem sýnir eingöngu tónlistarmyndbönd allan sólarhring- inn, efndi nýlega til mikillar hátíðar, þegar afhent voru verðlaun fyrir poppmyndbönd. Meðal annarra var söngkonunni og leikkonunni Cher boðið, og biðu menn í mikilli eftirvæntingu eftir því að sjá hvemig hún væri klædd, því hún hefur í gegnum tíðina þótt klæða sig djarflegar en nánast allar stjömur aðrar. Cher brást ekki vonum manna, og þótti sumum að hún hefði slegið eigið met í sér- stæðum klæðaburði. A hátíðina í Los Angeles mættu fjölmargar aðrar stjömur og frægðarfólk, þar á meðal hún Lisa Marie Presley, 19 ára gömul dóttir þeirra Elviss og Priscillu, en hún mætti með óþekktan fylgdarsvein sér við hlið, og vildi alls ekki tjá sig um nafn hans. Cher í nýjustu flíkinni sinni. Líkar vel að vera kyntákn - ségir Kim Basinger Kim Basinger héfur á skömm- um tíma tekist að skapa sér nafn sem ein besta leikkonan í Hollywood, og sem kyntákn. „Mér líkar það ágætlega að vera kölluð kyntákn," segir Kim, „ég elska að leika fagrar, kynæsandi konur. Eg sé ekkert rangt við það að konur noti kynþokka sinn til að koma sér áfram. Vandamálið er að fólk í Hollywood heldur að það sýni að þú hafir engan heila." Kim varð stjama eftir myndina „9 og V2 viku“, þar sem hún lék á móti Mickey Rourke, en tökur á myndinni gengu þó ansi nærri geð- heilsu Kim, og vom nærri búnar að eyðileggja hjónaband hennar og Rons Brittons. „Það hefur gengið á ýmsu í hjónabandi okkar í gegnum tíðina, og „9 og */2 vika“ virtist ætla að gera endanlega út af við það,“ segir leikkonan, „en okkur tókst að sigrast á erfiðleikunum, og nú er samband okkar sterkara en nokkra sinni." Kim ber Mickey Rourke ekki vel söguna, en aftur á móti segir hún að það hafi verið mjög gott að leika á _ móti Brace Willis í myndinni „Óvænt stefnumót“, sem nú er sýnd við miklar vinsældir víða um»heim. „Brace er séntilmaður, þó hann sé óforbetranlegur pilsaveiðari" er dómur hennar um meðleikarann. Þó að Kim Basinger hafi hlotn- ast frægð og frami, og hjónaband hennar virðist vera í lukkunnar vel- standi, þá er hún ekki laus við öll vandamál, frekar en við hin. Hún þolir ekki fólksmergð, og nýlega fékk hún áfall í stórverslun, hneig niður og öskraði. Kim er nú í með- ferð hjá sérfræðingi til að losa sig við þennan leiða kvilla, en hún hef- ur einnig einkasálfræðing í sinni þjónustu, sem leysir flestar hennar sálarflækjur, eins og alsiða er með- al ríks fólks í Bandaríkjunum, og þá sérstaklega í Holiywood. .Fahd konungur Heimsmet í flottræf- ilshætti? Fahd konungur Saudi-Arabíu er einn af þremur auðugustu mönnum heims, og honum fínnst ekkert skemmtilegra en að flagga ríkidæmi sínu. Kóngurinn var ný- lega í sumarfríi á frönsku Rívíe- ranni, og tókst að koma yfír 50 milljónum íslenskra króna í lóg á aðeins tveimur vikum. Fahd flaug til Nice í Frakklandi í Boeing 747 einkaþotu sinni, sem er öll klædd innan með silki. í fylgd með honum vora svo hinar tvær Boeing 747 þotur konungsins, auk tveggja smærri þotna, til að ferja hið 150 manna fylgdarlið hans. Uti fyrir ströndinni lónaði svo hin nýja einkasnekkja Fahds, sem þykir slá allt út í íburði, og kostaði víst litla fjóra milljarða íslenskra króna. Skútan sú er bæði með úti- og inni- sundlaug, gólfín era öll úr marm- ara, allir hurðarhúnar úr silfri, baðvaskamir úr gulli, og Picasso- málverk skreyta flest hinna 30 gestaherbergja. Búðareigendur í nágrenni sumar- hallar Fahds fengu dollaramerki í augun við heimsókn konungsins, og hann brást ekki vonum þeirra. Þegar 15 ára sonur Fahds og 3 konunglegir unglingar aðrir komu inn í leikfangabúðina Ali Babar keyptu þeir bókstaflega búðina upp, og tókst, 4 15_ mínútum að fysU Kim Basinger og UMNMHNM kaup á leikföngum fyrir fimm millj- ónir króna, og eins og nærri má geta urðu þeir að láta póstsenda mestallan hlutann af öllu þessu dóti. Þeir urðu líka að láta heim- senda meirihlutann af sælgætinu sem þeir keyptu fyrir rúma milljón, en eitthvað virðast blessuð börnin þó innbyrða af sætindum dags dag- Iega, því þau era öll vel í holdum. „Joe“ Danaprins tekur sig bara vel út í flugstjórasætinu. En þó að Fahd konungur berist mikið á, hefur hann ekki með öllu gleymt alþýðurótum sínum. í einka- herbergi sínu í sumarhöllinni - þar sem konungurinn hefur gríðarmikla tölvu sem heldur honum í sambandi við heimalandið og helstu viðskipta- miðstöðvar heims - hefur Fahd látið koma fyrir stóra Bedúínatjaldi - úr silki. Einkasnekkjan íburðarmikla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.