Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 _ <EÍ>«SR ©tutt U'3tSŒ«=833©U9t ; ^ferfífu ^Þtíta ^önftena / Sllitíuifntlearar 91t>tfrntf ©amanlWfi aDuv i íöenffti,o9§orbítra&ui 3tf BALTHAZAR JOHANN DE BUCHWALD. Med. Doft. 6c Med. Provinc. LoII: & Falft (£fiai3élem>fhin)tíiiðbur 2§rm*rW#ttm 09 ^wðDeíícrrbum för. Q3úgfu»faét)ne.p ^rcfrcftD JPSfjtarDoí oq^vcfaflt /jJc i ©oflu. /v* . Stímcnt 3nbunÐtn 9 SifFttm. V2»> \£T\ WTt V5*-. u?1 W, </Tt VA ^ Procftur œt ^ooítim i -|)tantn*,^>al/ * _______$ff ftftBSoce griftffym/1749._ Ljósmæður útskrifaðar 1931, fyrsti árgangurinn eftir að Landsspítalinn tók til starfa og sá fyrsti sem lauk árs námi. í fremri röð eru skólastjóri Guðmundur Thoroddsen, Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir og ljósmæðrakennslukonurn- ar Guðrún Jónsdóttir, Jóhanna Friðriksdóttir Ljósmæður Stiklað á starfí Ljósmæðraskóla Islands atriði munu hafa knúið fram breyt- inguna að lokum. Það sem þyngst hefur vegið er væntanlega að menntun ljósmæðra hérlendis er ekki lengur í neinu samræmi við kröfur um nútíma heilbrigðisþjón- ustu. Sigurður Sigurðsson, þáver- andi landlæknir samdi frumvarpið. Meðal nýjunga má geta þess að námstími er lengdur í 2 ár, skólinn er settur undir stjóm heil- brigðisráðuneytis, nemar fá nú laun í stað styrks áður og skylda til að þjóna umdæmi að loknu námi, að viðlagðri endurgreiðslu styrks, niðurfelld. Ljósmæðraskólinn nú Á þeim aldarfjórðungi sem er liðinn frá síðustu löggjöf um skól- ann hafa stórstígar breytingar orðið á öllum starfsháttum hans. Bóklega námið spannar nú langt- um víðara svið en áður og á námsskrá skólans mætti nefna fæðingafræði, heilsuvemd á með- göngutíma, fósturfræði, erfða- fræði, bamafræði, félagsráðgjöf, hormónafræði og sýklafræði, svo að minnzt sé aðeins á nokkur af þeim fögum, sem ljósmæðranemar skulu leggja stund á. Bókleg kennsla er fyrst og fremst á hendi skólastjóra og yfirkennara, svo og sérfræðinga hinna ýmsu greina. Skólinn hefst með 5 vikna nám- skeiði í bóklegri og verklegri kennslu og síðan er einn skóladag- ur í viku og felldur inn í 40 stunda vinnuviku. Hver ljósmæðranemi sér um að minnsta kosti 50 fæð- ingar undir eftirliti ljósmóður. Það er athyglisvert, að þótt skólinn sé nú hálfáttræður, hafa aðeins fimm læknar verið forsjár- menn hans frá 1912. Fyrstan skal telja Guðmund Bjömsson, land- lækni, en hans er áður að nokkm getið. Árið 1931 tekur Guðmundur Thoroddsen, prófessor við skólan- um til 1948. Pétur H.J. Jakobsson prófessor gegndi svo starfinu til 1975. Þá tók dr. Sigurður S. Magnússon, prófessor við. Hann lézt til 1985. Dr. Gunnlaugur Snædal, prófessor, hefur svo veitt skólanum forstöðu frá 1985. Mikil gerjun á öllum sviðum menntunarmála nú um stundir tekur sjálfsagt að einhveiju leyti til Ljósmæðraskólans, þegar þar að kemur, þótt ekki verði farið út í það hér. Óhætt er að fullyrða að margt hefur breytzt síðan sú hin fyrsta leiðbeiningabók „Sa niie YFIRSETUKVENNA Skoole“ kom út á Hólum 1749. Og hvað sem öllum framförum líður koma böm í heiminn á sama hátt og fyirum. Kenndir og hughrif, kvíði og eftirvænting verðandi mæðra breytist varla í bráð. Á þeim stund- um er gott að vita af „ljósu“ nærri. heimild: Ágrip af sögv Ljós- mæðrafræðslu og Ijósmæðrastétt- ará íslandi eftir Siguijón Jónsson, ogSaga Ljósmæðrafélags íslands eftir Helgu Þórarinsdóttur Samantekt: Jóhanna Kristjónsdóttir sem útskrifuðust 1966, en þá hafði námstími verið lengdur í tvö ár. VELDU ^TDK OGHAFÐUALLTÁ HREINU Komið og sjáið einfalda lausn á útstillingargrind- um í fataverslanir HF.OFNASMIDJAN 'SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7. S.: 21220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.