Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Sjaldséð grænmeti, grasker og hnúðkál Grasker er grænmeti, raunar líkt ávöxtum, sem ekki hefur sést almennt á borðum okkar íslendinga. Þó er ein verslun í Reykjavík mjög oft með grasker í grænmetisborði sínu. í Bandaríkjunum þekk- ir hvert mannsbam grasker, enda er það fallegt og geysistórt grænmeti, sem oft er notað í teiknimyndum. Ég man ekki betur en það hafi fíéttast inn í ævintýrið um Öskubuskuna þar vestra. Grasker er af Marrowætt, en grænmeti þeirrar tegundar hefi ég kallað mergju. Ýmsar tegundir eru af mergju, svo sem grænmergja, gulmergja, sveig- mergja, hörpudisksmergja og spaghettimergja, en ég ætla ekki að kalla graskerið neinu mergjunafni heldur leyfa því að halda því ágæta nafni grasker. Grasker er notað í ýmislegt, t.d. piklis, bökur, ítalska réttinn ravioli, já og bökumar eru bæði með eplum og svo aðrar með kjöti og svo mætti lengi telja. Svo er hægt að búa til súpur og stöppur úr graskeri. Hægt er að geyma grasker í frysti, en þá er betra að búa til stöppu úr því áður. Ýmis vítamín eru í graskeri, en þó mest af A-vítamíni. Stutt er síðan ég fór að matreiða úr þessu grænmeti, en það kom mér á óvart hversu margt gott og skemmtilegt er hægt að búa til úr því. Annað sjaldséð grænmeti er nú til hjá Sölufélagi garðyrkju- manna, en það er hnúðkál. Ég skrifaði grein um hnúðkál í þess- um þætti 29. ágúst sl., en þá tókst svo illa til að það var alls ekki til í búðum hér syðra. Reyndar tókst mér að útvega mér hnúðkál að norðan, og hefi mikið notað það, en mér finnst það eitt besta græn- meti sem ég nota í bakaða rétti, t.d. með kjöti, fiski eða þá osti. Einn galli er þó við hnúðkál, soð- ið er alls ekki gott og því ekki ráðlegt að nota það í réttina, og alls ekki hægt að sjóða það með í súpu. En að sjálfsögðu er hægt að sjóða það sér og bæta í réttinn að suðu lokinni. Sem sagt, hnúðkálið fæst núna, og það er alls ekki dýrt. blástursofn í 160°C. Setjið skúff- una með graskerinu í ofninn og bakið fyrst í 25 mínútur, snúið þá við, penslið aftur með smjör- inu, stráið á það salti og pipar og bakið áfram í 15 mínútur. Athugið: Þetta er mjög gott meðlæti með skinku, tungu og villibráð. Soðið grasker í súr/ sætum legi 1 kg grasker '/2 kg sykur 3 dl vínedik 2 dl vatn 2 stjörnuanísar 4 sm bútur kanilstöng 1 tsk. sinnepskom 1 tsk. hvít piparkom 1. Afhýðið graskerið, takið úr því steina og himnur. Skerið síðan í teninga á stærð við sykurmola. 2. Setjið sykur, edik og vatn í pott. Látið sjóða. bætið anís, kan- il, sinnepskomum ogpiparkomum út í. 3. Setjið '/3 hluta graskersten- inganna út í, sjóðið í 5 mínútur. Takið þá upp úr. Setjið síðan aft- ur '/3 hluta og síðan enn sama magn. Sjóðið á sama hátt. 4. Héllið í hreina krukku. Setjið lok á kmkkuna og geymið á köld- uni stað. • Bakað grasker Sneið af graskeri, u.þ.b. 2 kg 30 g smjör salt og nýmalaður pipar 1. Takið steina úr graskerinu, en afhýðið það ekki. Skerið í sneiðar. 2. Leggið sneiðamar á bökun- arpappír, smyijið með bræddu smjöri, stráið á það salti og pipar. 3. Hitið bakaraofn í 180°C, Athugið: Þetta er gott meðlæti með skinku, hamborgarhrygg og kjötbollum, en það er líka gott með alls konar ávöxtum, ferskum eða riiðurskomum, sem ábætis- réttur með rjóma eða ís. Graskersbaka Botninn 2.00 g. hyeiti_ Grasker 150 g smjör eða smjörlíki V4 tsk. hjartarsalt 3/4 dl súrmjólk 1. Setjið hveiti og hjartarsalt í skál. 2. Skerið smjörið i litla bita og myljið út í. 3. Setjið súrmjólkina saman við og hnoðið deig. 4. Smyijið bökumót, 23 sm í þvermál. Setjið deigið á botninn og upp með börmunum. Setjið síðan í kæliskáp í 1 klst. 5. Takið úr kæliskápnum og bakið við 180°C í 10 mínútur. Fyllingin: 600 g grasker V2 dl vatn 1 bikar sýrður ijómi 3 egg 1 tsk. kanill V2 tsk. engifer V4 tsk. múskat 3 dl flórsykur 6. Afhýðið graskerið, takið úr því steina og himnur að innan. Skerið síðan í þunnar sneiðar. 7. Setjið graskerssneiðamar í p>ott ásamt vatni. Hafið hægan hita og sjóðið í 20—30 mínútur. Meijið þá með kartöflustappara. 8. Setjið kanil, engifer og mú- skat út í. 9. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum, setjið síðan sýrða ijóm- ann saman við. Hrærið út í graskersmaukið og hitið vel, en látið ekki sjóða. 10. Þeytið hvítumar og blandið saman við. 11. Takið bökumótið úr ofnin- um, setjið fyllinguna í. 12. Setjið mótið aftur í ofninn, minnkið hitann á ofninum í 170°C, og bakið í 45 mínútur. Meðlæti: Þeyttur ijómi. Pottréttur með svína- kjöti og graskeri 750 g beinlaust svínakjöt í litlum bitum 3 msk. matarolía 750 g grasker 1 peli kjötsoð eða teningur og vatn 5 msk. soyasósa 2 msk. þurrt sherry 1. Hitið helming olíunnar þar til rýkur úr henni og steikið helm- ing kjötbitana á öllum hliðum. Setjið í pott. Farið eins að með hinn helminginn. 2. Afhýðið graskerið, takið úr því steina, skerið síðan í bita á stærð við kjötbitana og setjið sam- an við kjötið í pottinn. 3. Hellið kjötsoðinu og soyasós- unni yfír. Sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. 4. Setjið sherryið út í 0g sjóðið áfram í aðrar 10 mínútur. Meðlæti: Soðin hrísgijón og snittubrauð. Hnúðkálsbakstur með osti og skinku 1 kg hnúðkál saltvatn til að sjóða kálið í 4 mjúkar heilhveitibrauðsneiðar 4 þunnar sneiðar skinka 30 g smjör eða smjörlíki 1 peli mjólk 2 msk. ijómaostur án bragðefna 50 g óðalsostur væn grein fersk steinselja 1. Afhýðið kálið og skerið í þunnar sneiðar. 2. Setjið saltvatn í pott, látið sjóða. Setið kálið í pottinn og sjóð- ið við hægan hita í 10 mínútur. 3. Hellið vatninu af kálinu og setjið ofan á skinkubitana. 4. Bræðið smjörið í pottinn, hrærið út í það hveiti og þynnið með mjólkinni. 5. Setjið ijómaost og rifinn óðalsost út í og hrærið vel í sund- ur. Klippið steinselju. Setjið út í. Hellið yfir það sem er á fatinu. 6. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°C. Setjið fatið í miðjan ofninn og bakið í 25 mínútur. Hnúðkálsbakstur með aspas og rækjum 1 kg hnúðkál saltvatn til að sjóða kálið í 1 hálfdós aspas 15 g smjör 2 msk. hveiti safinn úr dósinni '/8 tsk. múskat 3 egg 50 g maribóostur 150 g rækjur 1. Afhýðið kálið, skerið í sneið- ar. 2. Sjóðið vatnið og sjóðið kálið í því í 10 mínútur. Hellið þá vatn- inu af. 3. Bræðið smjörið í potti, hræ- rið hveiti út í það, þynnið með soðinu úr dósinni. Éf þetta er mjög þykkt má setja mjólk út í. Hrærið eina eggjarauðu í senn út í. 4. Smyijið eldfasta skál, setjið hnúðkálssneiðamar á fatið, setjið aspasinn yfir. 5. Þeytið eggjahvítumar, setjið varlega út í jafninginn. Setjið múskat út í. Hellið yfir það sem er í skálinni. 6. Rífið ostinn og stráið yfír. 7. Hitið bakaraofn í 180°C, blástursofn f 160°C. Setjið mótið í miðjan ofninn og bakið í 35 mínútur. 8. Takið mótið úr ofninum, stráið rækjum yfir 0 g bakið áfram í 5 mínútur. | jÁÍ [JL í.L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.