Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 STÓRAUKINN ÁHUGI ÍSLENDINGA Á FERÐUM TIL THAILANDS Þaö er lítll hætta ð því að menn verðl elnmana í Thallandl. Alls staðar er fólk og stundum er mannfjfildlnn yflrþyrmandl mlkill. Thailand er heillandi iand fyrir ferðalang afnorðiægum slóðum ÍSLENDINGAR hafa í auknum mæli beint sjónum sinum að Thai- landi sem ákjósanlegum ákvörð- unarstað ferðalaga til fjarlægra landa. Þetta ár, sem er sérstakt ferðaár i Thailandi, virðist ætla að verða metár í ferðalögum ís- lendinga þangað. Að sögn Geirs Borg, aðalræðismanns Thailands á íslandi, hafa hátt í 300 íslending- ar fengið vegabréfsáritun til Thailands það sem af er árinu, samanborið við 91 allt árið í fyrra. Thailand er heillandi land fyrir ferðalang af norðlægum slóðum og undirritaður getur lofað því, að þar muni íslendingar kynnast þjóðfélagi geróliku þvi sem þeir búa sjálfir i. Eflaust ala flestir íslendingar með sér þann draum að ferðast a.m.k. einu sinni á ævinni til Asíulanda fjær. Og ef menn ætla að láta þann draum rætast er ferð til Thailands án efa bezti kosturinn þvi þangað bjóðast ferðir á viðráðanlegu verði og verðlag innanlands er mjög hag- stætt. Þriggja vikna hópferð til Thailands kostar ekki mikið meira en jafnlöng ferð til sólarlanda Evrópu, ef allt er reiknað með. Árið 1987 er sérstakt ferðaár í Thail- andi. Ástæðan er fyrst og fremst sú að í desember 1987, nánar tiltekið 5. desember n.k., verður konungur Thailands, Bhumibol Adulyadej, 60 ára gamall. Konungur og Sirikit drottning hans eru ákaflega virt og vinsæl í Thailandi. Mikið hefur verið um dýrðir á ferðaárinu í Thailandi og hámarki ná hátíðahöldin í kring- um afmæli konungs. Heppilegasfi tími til ferða- laga Heppilegasti tími fyrir íslendinga til ferðalaga til Thailands er frá seinni hluta október og fram í seinni hluta febrúar. Ástæðan er sú að á öðrum tímum er loftslag talið of heitt og rakt fyrir hinn venjulega ferðamann af norðlægum slóðum. Um miðjan október hefst það sem Tahailendingar kalla „the cool sea- son“, hin kalda tíð. En hún er alls ekki köld fyrir okkur Norður- landabúa, þvert á móti er loftslag og hiti þá heppilegt fyrir okkur. Meðalhitinn í desember er 25,3 gráð- ur en fer upp í 33,6 gráður þegar heitast er í apríl og maí. Þó nokkur dæmi eru þess að íslendingar hafi farið til Thailands á heita tímanum. Þeir hafa tjáð greinarhöfundi að á þeim tíma hafí verið í heitara lagi en þó ekki óbærilegt, en engu að síður sé miklu betra að fara á þeim tíma sem kaldara er. Frá júní fram í október er rigningartími og hann er vitaskuld óheppilegur til ferða- laga. Ferðamálayfírvöld í Thailandi ák- váðu að gera sérstakt kynningarátak í ferðamálum á þessu ári. Boðið var blaðamönnum víðs vegar að úr heim- inum til Thailands, alls 6 hópum blaðamanna. Undirritaður blaðamað- ur frá Morgunblaðinu var í fyrsta hópnum s.l. haust. Ferðin stóð í 10 daga og var bæði fróðleg og skemmtileg en mjög erfið. Nú er rétti tíminn fyrir íslendinga að taka ákvörðun um ferðalög haust og vetur og verður hér á eftir rakið það helsta sem Thailand hefur upp á að bjóða. Pattaya strfindln mlnnlr á baðstrendur Mlfijarfiarhafsins sem Islendlngar kannast vel vlfi. DæmigerA mynd frá síkjabyggðlnnl f Bangkok. Heppilegasti ferda- tíminn fer senn í hönd Búddahof og haltlr I Thall- andi eru stórgtæsiiegar bygglngar. wfilmi ÉÍ \ . , V - ... t •x’tiHWi'fT ' ' ' 'Á'l SWí .•/ , TZ:r:J ; 1 : , ’ ■ 9H8 & jwri.'i* - ^ • /. • ■’ • < f *' fSBl. ■■ ~-.S:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.