Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 38
36 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987
Á GRÁUM laugardags-
morgni kemur Roman
Polanski til fundar við
blaðamenn í Laugarásbíói.
Leikstjórinn vindur sér
snaggaralega inn um dyrn-
ar, gengur í salinn með
Ijósmyndara á hælunum.
Sest á sviðsbrúnina,
krossleggur fætur, hnyklar
brýrnar og mænir á menn-
ina á fremsta bekk. Hann
er brosmildur og viðræðu-
góður. Kveðst vera á
hraðferð því í París bíði
nýja myndin „Frantic“í
klippiborðinu. Síðan hlut-
verk fleikgerð „Hamskip-
tanna“ eftir Franz Kafka.
Og Polanski ætlar á sviðið
eins og hann er klæddur.
- Þú snérir heim til Póllands fyrir
nokkru. Hafa orðið miklar breyting-
ar þar á seinni árum?
Að sjálfsögðu, en ég veit ekki
hvort þær breytingar eru til góðs.
Úrval f verslunum hefur aukist en
fólk getur enn ekki tjáð sig að vild
eða náð því takmarki sem það set-
ur sér. Almenningur er þunglyndur,
þjóðin í heild er döpur, guggin og
grá.
- Hefur þú áhuga á því að gera
kvikmynd í Póllandi?
Fræðilega séð hefði ég áhuga á
því. Mig langar til að gera kvikmynd
um fólk og staði sem ég man eftir
í Póllandi. En ég hef ekki geð í mér
að berjast við ríkið til að gera slíka
mynd.
- Eru félagar þínir úr kvikmynda-
skólanum í Lodz enn að gera
kvikmyndir?
Sumir þeirra starfa í Póllandi,
aðrir hafa farið erlendis og náð að
laga sig að siðum Vesturlanda.
[ Póllandi er að verða sama þró-
un og annar staðar. Fólk horfir
meira á sjónvarp og sækir kvik-
myndahús minna. Þar er lítil fjöl-
breytni, fátt áhugavert.
Kvikmyndaskólinn í Lodz var eitt
sinn í hópi þeirra bestu í veröldinni
þegar slíka var vart að finna á Vest-
urlöndum. Það sem stuðlaði að
uppgangi skólans voru sennilega
orð Lenins um að kvikmyndagerð
væri mikilvægust listgreina.
Ef Lenin hefði þekkt sjónvarpið
hefði hann efiaust sagt það mikil-
vægast. Hann átti við að kvikmynd-
in er tæki til þess að stjórna fólki.
Þess vegna veitti ríkið svo miklum
fjármunum til Kvikmyndaskólans í
Lodz. Þar naut ég fimm ára leið-
sagnar frábærra kennara, sem voru
frjálslyndir og skildu hugsanagang
ungra manna. Ég var á róttum stað
á réttum tíma.
Sjóræningjapylsa úr
hundskjafti
- Reynir þú með vilja að gera
hverja kvikmynd frábrugðna þeim
fyrri?
Ekki með vilja. Þetta er eðli kvik-
myndagerðar. Það tekur svo langan
tíma að undirbúa kvikmynd að mað-
ur þroskast á meðan. Hvert verk
tjáir í raun hugsun nýs einstaklings,
sem á lítið skylt við höfund þeirra
fyrri.
- Síðustu mynd þína.Pirates, bar
fyrir augu (slendinga í vor. Hvernig
fókkst þú hugmyndina að henni?
Pirates átti sér langan aðdrag-
anda. Mig hafði dreymt um að gera
svona mynd í áraraðir en gat ekki
hrint því í framkvæmd fyrr en þá.
Sennilega var þetta tímabil erfið-
asta skeið ævi minnar. Vandamálin
voru yfirþyrmandi. Eftir hvert atriði
leið mér eins og við hefðum tætt
pylsu úr soltnum hundskjafti
- Er ekki auðvelt að missa sjónar
á takmarkinu þegar kvikmyndataka
er svona erfið?
Jú. Hætt er við að hugmyndin
glatist. Vandinn er að missa ekki
yfirsýn, sjá fyrir sór verkið í heild.
Þegar maður tekur atriðin upp eitt
af öðru í vitlausri tímaröð er það
stundum vandasamt. í kvikmynda-
töku yfirgnæfa smáatriðin oft
heildarmyndina.
- Hefurðu snúið baki við stórmynd-
um?
í bili. Frantic, myndin sem ég
réðst í eftir að Pirates lauk, er al-
gjör andstæða hennar. Hun gerist
í nútímanum og er öll tekin á vett-
vangi í París.
- Varst þú ánægður með Pirates'?
Því get óg ekki svarað. Ég er of
samdauna myndinni til þess að
geta séð hvernig til tókst. Þegar
henni lauk fannst mér ætlunarverk
mitt hafa tekist. Eins og The Rolling
Stones sögðu: „Þú færð ekki alltaf
það sem þú vilt, en ef þú reynir
nógu lengi finnur þú það sem þú
þarfnast".
Ég fékk það sem ég þarfnaðist.
Eftir nokur ár get ég metið hvað
það var. En leiðin að markinu var
þyrnum stráð.
Kjánalegar skilgrein-
ingar
- Þú nefndir Spielberg meðal
uppáhalds leikstjóra þinna og sagð-
ist vilja njóta kvikmynda líkt og
barn. Hvað áttu við?
Ég nýt kvikmynda. Kvikmyndir
fjalla ekki um lífið, þær fjalla um
kvikmyndir. Við reynum að líkja eft-
ir lífinu til þess að gera þærtrúverð-
ugri. En kvikmyndirnar eru aðeins
eftirlíking. Þær eiga sitt tungumál
eins og óperan eða ballettinn.
- Hvað finnst þér um kvikmyndir
sem framleiddar eru í dag?
Mér líka þær þegar mér líka
þær. Ég hef gaman af alls konar
kvikmyndum. Hollywood býr alltaf
til góðar myndir af því að þær fjalla
um kvikmyndir.
Ég tók Spielberg sem dæmi. Ef
nokkur býr til kvikmyndir um kvik-
myndir þá er það hann. Ég efast
um að Spielberg viti mikið um lífið,
en hann veit allt um kvikmynda-
gerð. Hann kann tungumálið. Hann
elskar kvikmyndir.
Sú skoðun er ríkjandi meðal
Á sviðl f Varejá sem Mozart f Amadeus eftir Shaffner.
Við tökur á Chinatown.