Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 75 ÁRA AFMÆLI LJÓSMÆÐRASKÓLA ÍSLANDS Morgunblaðið/Emilía Kristin Tómasdóttir, yfirljósmóðir Fæðingadeildar Landsspitalans, Eva Einarsdóttir, kennari og dr. Gunnlaugur Snædal, prófessor, skólastjóri Ljósmæðraskólans. Morgunblaðið/EmiKa Húsið Tjarnargata 16 nú. í þessu húsi hýsti Þuriður Bárðardóttir, ijósmóðir, skólann árum saman. ...Öldungis forundrar mig á yður, svo hálærðum, há- fornuftugum o g gagnvers- eruðum manni, að skulið fordæma guðhræddar, frómar jómf rúr frá yfir- setukvennaskólanum. Svo mun ég deyja, að aldrei mun ég gera það...“ Þannig kemst Finnur biskup Jónsson að orði í bréfi til Bjarna Pálssonar, landlæknis 21.marz 1767, en þá hafði landlæknir í bréfi til biskups afsakað það, að hann hefði leyft Jómfrú Þórunni Högna- dóttur yfirsetukonu í Rangárvallasýslu að ganga undir próf, þótt ógift sé, með því að hún sé farin að eldast svo, að óvíst sé, hvort hún giftist en þekkt að sómasamlegri og heið- arlegri hegðan og af góðu fólki komin.“ Bjami Pálsson landlæknir var ótvíræður frum- kvöðull þess að farið var að sinna menntun ljósmæðra. Hvað sem leið afstöðu hans til að ógiftar dömur yrðu yfirsetukonur eða ekki. Bjami hóf fræðsluna í kringum 1760, en ell- efu árum áður hafði komið út á Hólum „Sa niie YFIRSETU- ÍCVENNA skoole." Þrátt fyrir útkomu bókarinnar virðist sem yfirsetukonur hafi tregðast við að kynna sér efni hennar, að minnsta kosti hefur sá lestur farið hljótt. Bjami land- læknir harmar þetta og kveður hið versta mál „Veldur því bijál- æðiskennd feimni og blind óbeit á öllu nýju“ segir hann í bréfi. Af öllu má álykta að undirrót þessar- ar bijálaeðiskenndu feimni hafí verið ríkjandi aldarháttur, það við- horf að ósæmiiegt væri að minnast á allt sem viðkom kynferðislífí og kynfærum. Það liggur í augum uppi, að nokkuð snúið hefði verið að komast hjá því að orða kyn- færi kvenna í nýja Yfírsetuskólan- um. Fyrsta prófið var 1768 Bjami Pálsson gerði gangskör að því að fá danska yfirsetukonu til Islands, en ekki fór betur en svo, að hún fékk hvorki samastað né Íaun. Bjami virðist, eftir heim- ildum að dæma hafa lagt fyrsta formlega prófið fyrir nemandann Rannveigu Egilsdóttur þann 9. maí 1768, og eftir því sem bezt verður séð er Rannveig meðal þeirra fyrstu, sem ekki hefui- lagt fyrir sig yfíreetustörf. Þær konur sem landlæknir hafði fram að því leiðbeint í fræðunum voru konur sem höfðu um lengri eða skemmri tíma gegnt þessu og verið til þess kallar. En væntanlega hefur Rannveig verið heiðarlega gift frú. Augljóst er, að landlæknir á hveijum tíma, hafði aðaleftirlit með menntun yfírsetukvenna og eftir því sem árin líða er farið að gera béinlínis ráð fyrir því í emb- ættisbréfi landlæknis. Fyrstu heildarlög um málefni stéttarinnar eru þó ekki sett fyrr en 1875. Þar er ákveðið að auk landlæknis megi héraðslæknamir í Stykkishólmi, ísafírði, Akureyri og Eskifirði taka að sér að prófa yfirsetukonur. Þó að nokkrar hafi farið til náms í Kaupmannahöfn leita þó langflestar til Reykjavík- ur. Var landlæknir ábyrgðarmaður áfram og hélzt sú skipan, unz Yfírsetukvennaskóli íslands er stofnaður 1912. Með lögum frá 1895 var þeim lækni, sem kenndi yfireetufræði við læknaskólann skylt að annast fræðsluna. Land- læknar voru einnig forstöðumenn skólans og höfðu því sem fyrr þessa fræðslu á hendi. Raunar voru þeir aðeins tveir frá 1895 til Myndin af Landsspítalasvæðinu er tekin 1960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.