Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Allir sem komnir eru til fullorð- insára kannast við þá kvíðvæn- legn eftirvæntingu sem liggur í loftinu þegar einhver heimilis- manna er veikur. Það er fylgst grannt með sjúklingnum og gjarnan ráðslagað um hvort ekki sé rétt að sækja lækni, séu veik- indin ekki það bráð að það sé enginn spurning. Þegar ákvörð- unin hefur verið tekin og hringt hefur verið eftir lækni þá er eins og nokkru fargi sé af mönnum létt, við tekur biðin eftir að hjálp berist. Einmitt þannig hlýtur því fólki að líða sem nú bíður eftir Þórði Ólafssyni lækni, hugsa ég, þar sem ég sit í bíl Læknavaktar ásamt Þórði lækni og_ bflstjóranum, Kristjáni Torfasyni. Ég sit í aftur- sætinu o g horfi á glampandi götuljósin á Miklubrautinni þeytast framhjá eitt af öðru. Við erum á leið uppí Breiðholt til roskins manns sem þjáist af hjartaverk og er með 38 stiga hita. Læknirinn fer út á áfangastað, en segir áður að hann skuli hringja niður tii okkar ef fólkið sé til með að leyfa blaðamanni að koma aðeins inn. Meðan ég bíð spjalla ég við Kristján bflstjóra. Hann segir mér að hann hafi ekið bfl fyrir vakthaf- andi næturlækna síðan árið 1980 en sé nú verktaki hjá Læknavakt starfandi heimilis- og heilsugæslu- lækna á höfuðborgarsvæðinu sem tók til starfa í nóvember sl. Kristján segir mér að hann leggi til bílinn sem bæði sé úbúinn með ljós og hljóðmerkjum og einnig sé í honum taska með nauðsynlegustu endurlífgunartækjum, þó ekki hjartarafsjá og stuðtæki, sem kallað er, þau tæki eru aðeins í hjartabfln- um. Kristján og tveir aðrir leigubfl- stjórar skipta með sér að aka vakthafandi læknum á milli sjúkl- inga á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan 17 á daginn til klukkan 8 á morgnana og allan sólarhringinn um helgar. Hann segir mér jafn- framt að það sé sjaldan rólegt á vaktinni og hjúkrunarfræðingurinn sem tekur á móti vitjunarbeiðnum niðri á Heilsuverndarstöð sé í stöð- ugu símasambandi við bflinn og komi vitjunarbeiðnunum til læknis- ins jafnóðum og þær berist. Sé um bráð tilvik að ræða er þeim oft skotið inn á milli eftir að læknirinn hefur hringt heim til sjúklings til að meta ástandið. Nú hringir síminn, það er Þórður læknir sem tilkynnir að mér sé óhætt að koma upp á þriðju hæð blokkarinnar sem sjúklingurinn á heima í og ég læt ekki segja mér það tvisvar. Eg tek lyftuna og þeg- ar ég kem út úr henni bíður mín roskin hvíthærð kona sem býður mér að ganga inn fyrir með því látleysi sem einkennir margt fólk af hennar kynslóð. Sjúklingurinn liggur ijóður í andliti undir hvítri sæng í snoturlega búnu svefnher- bergi og læknirinn stumrar yfir Farið í sjúkra- vitjanir með lækni Lækna- vaktar og rætt við starfs- f ólk vaktarinnar honum. Maðurinn er með kransæða- þrengsli og hefur haft hjartaverk af og til um daginn sem þrátt fyrir sprengitöflur hefur ekki viljað hverfa, sjúklingurinn álítur heldur að hægðatregða eigi þar nokkra sök á. Læknirinn hefur þegar metið ástand sjúklingsins þannig að nauð- synlegt sé að leggja hann inn á hjartadeild á Borgarspítala og er sjúklingurinn ánægður með þá til- högun því þar þekkir hann sig orðið ailvel. Læknirinn fer fram að til þess að hringja á spítalann og í sjúkrabfl en ég sit eftir inni hjá sjúklingnum. Það er undarlegt að sitja allt í einu hér, á ókunnu rúmi og horfa á fjöldann allan af mynd- um af fólki, allsendis ókunnugu. Veski húsmóðurinnar stendur á náttborðinu hennar en sjálf er hún frammi að bíða eftir að sonur þeirra hjóna komi til þeirra. Hann ætlar LúðvSk skoðar ungan sjúkling að fylgja föður sínum á sjúkrahú- sið. Konan er hjartasjúklingur líka og segir mér að þau hjón svo að segja skiptist á að fara á sjúkrahús og sjúklingurinn segir með daufu brosi að hann hafi ekki lengur tölu á sjúkrahúslegum sínum. Nú er læknirinn búinn að ljúka sínum störfum og konan borgar honum 820 krónur. Hann tekur við peningunum og segir um leið að hún geti fengið endurgreitt að hluta til hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Við kveðjum sjúklinginn sem róleg- ur og æðrulaus bíður eftir sjú- krabflnum og kona hans þakkar okkur innilega fyrir komuna og spyr um leið hvort hún eigi ekki að borga mér eitthvað líka, trú hinni gömlu reglu Islendinga að vilja ekki láta neinn eiga neitt hjá sér. Um leið og við komum fram opnast lyft- an og sonur hjónanna stígur út úr henni. Feginleiki konunnar er aug- ljós og leiðir hugann að því hversu fjöldskyldubönd geta verið mikil- væg erfíðum stundum. Magnús R. Jónasson og Lúðvík Olafsson • « Guðrún Bjarnadóttir þjúkrunarfræðingur Engin ný beiðni hefur borist þeg- ar við komum út í bflinn á ný og við ökum rakleiðis niður á Heilsu- vemdarstöð aftur. Þar bíður kaffí á könnunni og vaktsjórinn, Magnus R. Jónasson læknir leiðir mig um húskynni og sýnir mér aðstöðuna. Lúðvík Ólafsson læknir er annar vakthafandi lækna þetta kvöld óg tekur á móti því fólki sem er'ekki veikara en svo að það getur nýtt sér þá þjónustu að koma á staðinn til að fá læknishjálp. Það hefur stytt mikið biðina eftir læknisþjónustu að nú eru tveir læknar á vaktinni. Annar fer í vitjanir en hinn sinnir fólki sem kemur á staðinn. Þetta fyrirkomulag hefur létt miklu af lækninum sem fer í vitjanir og veld- ur því að sárveikt fólk í heimahús- um þarf síður að bíða. Magnús leggur á það áherslu að æskilegt sé að þeir komi sem til þess séu færir. Einnig að fólk hringi á undan sér hafi það nokkur tök á. Þá getur það líka fengið vissan tíma og þarf því sjaldnast að bíða lengi eftir læknisaðstoðinni. Það sitja nokkrir sjúklingar þolinmóðir í biðstofunni og þó ekki sé stundin löng sem við stöldrum við á Heilsuvemdarstöð- inni þá hefur hópurinn þynnst mikið þegar við höldum af stað aftur. Þessa stund milli stríða nota ég til þess að spjalla við Magnús R. Jónasson um þá hlið á læknavakt- inni sem ekki snýr alla jafna að sjúklingunum, það er viðhorfí lækn- isins til þessa starfs. Ég spyr hann fyrst um þann vanda sem sjúkdóms- greining hlýtur oft á tíðum að vera fyrir lækni sem kemur stutta stund til sjúklings og þekkir sjaldnast nokkurn hlut til hans eða sjúk- dómssögu hans. „Maður reynir að skilja hafrana frá sauðunum, ef svo má segja," segir Magnús og brosir við. „Þetta er gífurlegt álag fyrir lækninn að vera alltaf að fara inn í nýtt hús og setja sig inn í nýjar aðstæður, spyija og láta kvamimar mala, koma upp einhverri skynsamlegri ályktun um hvað sé á seyði. Maður fær upplýsingar, bæði frá sjúkl- ingnum og svo það sem fram kemur við skoðun og myndar sér skoðun á gmndvelli þess. Jafnframt reynir maður að fá fram hvort það sé eitt- hvað sérstakt sem fólkið hafi áhyggjur af. Það er ekki nóg að læknirinn viti hvað sé að og sé viss um að ekki sé neitt alvarlegt á seyði, hann verður að koma þeirri vitneskju sinni yfír til fólksins. Ég man eftir að einu sinni var farið í vitjun frá Læknavaktinni til barns sem var með mikinn hita. Læknir skoðaði barnið og sagði síðan að þetta væri einhver pest og fór svo. Kunningi minn sem er dýralæknir bjó á næstu hæð fyrir neðan þetta fólk. Foreldramir bönkuðu uppá hjá dýralækninum og sögðust ennþá vera hrædd um að bamið þeirra væri með heilahimnubólgu, þó læknirinn væri búinn að koma og skoða það. Dýralæknirinn á þrjú böm sjálfur og hann sagðist nú vita hvemig ætti að athuga með heilahimnubólgu. Hann fór því upp Mildlvægt að hlusta vel áfólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.