Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Skattheimtumenn eiga undir högg að sækja Kínvetjar virðast hafa tamið sér nýja aðferð í við- Z_ skiptum sínum við skattheimtumenn. Fregnum af heiftarlegum árásum á þessa menn fer sífellt fjölgj- andi. í Fujian-héraði voru 104 skattheimtumenn barðir til óbóta á síðustu 12 mánuðum, en í Lianing-héraði var 120 sinnum ráðist á þá á svipuðum tíma, að því e>- kínverskt dagblað hermir nýlega. Svipaðar fréttir hafa borizt frá öðrum héruðum í Kína. Farandverkamenn í Nanking í Jiangsu-héraði voru beðnir að láta skrásetja sig og greiða skatta, en þessari umleitan svöruðu þeir þannig að þeir söfnuðu saman hundruðum manna og réðust á skattheimtu- mennina með barsmíðum. Embættismaður frá skattyfírvöldum í Shanxi-héraði skoðaði nýlega bókhald veitingastaðar, en vissi ekki fyrri til en menn réðust inn á skrifstofu hans með jám- barefli og gengu í skrokk á honum. Þeir létu höggin dynja á honum, og notuðu jafnframt flöskur og múr- steina þar til maðurinn missti meðvitund. Aðstoðarmað- ur fómarlambsins reyndi að hafa samband við lögregluna en var sleginn niður og aðstoðarmaður skattstjóra, sem kom á skrifstofuna skömmu síðar, var einnig laminn með bareflum. „Vinir“ veitingamannsins vom teknir höndum og dæmir í sjö ára fangelsi og efnt var til fjöldafundar, þar sem skýrt var frá glæpum skattsvikara og brýnt fyrir mönnum að fara að skattalögum. í kínverzka dagblaðinu, sem fyrr er vitnað til, segir ennfremur: „Það er ekki nóg að dæma fólk til greiðslu skaðabóta ef það reynir að komast hjá því að greiða skatta. Nauðsynlegt er að grípa til harðari refsiað- gerða." í blaðinu var og farið hörðum höndum um þá sem réðust á skattheimtumenn. Þeir voru kallaðir lögleys- ingjar og sagðir haldnir ólæknandi peningagræðgi. A þessu ári voru gerðar breytingar á skattalögum í þá veru að atvinnurekendum, sem hafa fímm þúsund krónur í mánaðartekjur, beri að greiða meira til sam- félagsins en áður. Á síðastliðnu ári fjölgaði auðgunar- brotum um 70% í Kína. Árið 1985 hófu Kínveijar herferð gegn skattsvikum sem hefur þó borið misjafnan árangur. Umsvif skatt- heimtumanna hafa aukizt vegna þess að einkafyrir- tækjum hefur fjölgað mjög en ýmsir ófyrirleitnir embættismenn hafa líka reynt að maka krókinn. Bændur og þeir sem stunda einkarekstur í smáum og stórum stíl eru látnir greiða ógrynni gjalda, sem eiga ekki stoð í lögum. Á síðasta ári voru kröfur um þúsund gjaldaliði og sektir af þessu tagi felldar niður og þúsund til viðbótar lækkaðar verulega í Kanton- héraði einu saman. Var þar meðal annars um að ræða gjöld til bamlausra embættismanna og vegna skyldu- áskrifta að dagblöðum. - JASPER BECKER TÁP OG FJÖR Kannskí einum of ungir í anda að var ekki aðeins að gleðskap- urinn í Annie Wood House í Birmingham þætti keyra úr hófi fram, heldur var ekki síður að því fundið, að veislugestimir vildu ekki haga sér eins og tilhlýðilegt þykir af fólki á þeirra aldri. Unglingamir í hópnum voru nefnilega að nálgast sjötugt en þeir elstu hátt á tíræðis- aldri. Gamla fólkið á Anne Wood House-elliheimilinu hefur sýnt, að hún amma gamla í ruggustólnum á sér ýmsar fleiri hliðar. Að vísu vantaði ekkert upp á ruggið en þegar glaumurinn var farinn að dragast fram eftir nóttu var mörg- um nóg boðið. Gamla fólkinu hefur nú verið sagt að hægja aðeins á ferðinni og ljúka skemmtununum á skikkanleg- um tíma. Svo er að sjá sem „afris- karabíska nóttin" í síðasta mánuði hafí verið komið sem fyllti mælinn og Ken Barton, félagsmálastjóri í Birmingham, hefur nú ákveðið, að skemmtununum skuli lokið klukkan hálf ellefu og ellefu eða hálf tólf vera. „Það var dansiball hér síðastlið- inn laugardag og því lauk ekki fyrr en á sunnudagsmorgni. Ég skal ekkert segja um hávaðann, hann er afstæður. Það sem einum fínnst skarkali er jafnvel steinhljóð í eyr- um annars, en á sunnudagsmorgn- inum var samt farið að kvarta við mig,“ sagði Barton. „Þetta gekk fulllangt. Þótt sum- um líki að skemmta sér alla nóttina, á það ekki við aðra. Þetta er heim- ili allra, sem þama búa, og það verður að fínna einhvem milliveg. Ég er ekki að banna fólkinu að skemmta sér, það verður bara að taka tillit til annarra." Barton var boðið í þessa um- ræddu veislu en hann leggur áherslu á, að hann hafi verið kom- inn í bólið vel fyrir klukkan hálf tvö þegar knaliinu lauk loksins. I Annie Wood House í Newtown í Birmingham eru 60 vistmenn og þeir eru fíjálsir að því að fara í háttinn þegar þeir vilja sjálfir. „íbúamir hér eru alls ekki dauð- ir úr öllum æðum og vilja njóta lífsins," sagði talsmaður elliheimil- isins, og þóttu ekki ný tíðindi, en talsmaður félagsmálastofnunarinn- ar sagðist hinsvegar ekki skilja hvaðan öldungunum kæmi orkan. - ANDREW MONCUR FJÖLDAMORÐ — Hrúga af hauskúpum minnir á blóðbaðið sem meðal annars kostaði foreldra piltsins lífið. Myndin er tekin þremur árum eftir árás þáverandi stjómarhermanna á þorpið hans, en hann var þá einn þeirra fáu sem komust undan þegar þeir stráfelldu íbúana. Það er aJlt nomuini að kenna rálátar fregnir um átök milli stjómarhersins í Uganda (NRA) og skæruliðasveita benda til þess að stjómin í Kampala sé að missa tökin á stórum svæðum í austan og norðanverðu landinu. Sérfræðingar NRA í áróðurs- stríðinu gerðu sér nýlega far um að sannfæra gestkomandi blaða- menn um að aðalandstaðan gegn stjóm Musevenis eigi rætur að rekja til nomar að nafni Alice Lakwena, sem beiti múgsefjan. Hún á meðal annars að hafa not- að þetta vald sitt til að fá þúsundir áhangenda sinna til að gera sjálfs- morðsárásir á hermenn stjómar- innar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sögur um yfimáttúruleg brögð og brellur ganga ljósum logum í Uganda. Grimmdarstjóm Idi Am- ins hafði líka sínar sögur að segja um mannfómir og galdra og blés ótæpilega í þær glæður. En sannleikurinn er sá, að al- gert stjómleysi hefur ríkt í landinu í rúma tvo áratugi og stjómar- hemum miðar hægt að sameina sundurleit, stríðandi öfl í myrkvið- um Afríku. „Ný sýn“, helzta málgagn stjómarinnar, sem gefíð er út í Kampala, hefur gengið fram fyrir skjöldu og skellt skuldinni að óför- um stjómarhersins á galdrafárið. Ritsljóri blaðsins er ungur Breti, William Pike að nafni. Hann er tíður gestur um borð í einkaþyrlu Elly Tumwine hershöfðingja, sem flýgur þangað sem átökin eiga sér stað. „Ný sýn“ birtir nýjustu frétt- ir af sigrum NRA yfír illum öflum Alice Lakwena og hvetur sína menn til dáða. Stjómarherinn hefur reynt að styrkja stöðu sína gagnvart skæruliðum með því að hafa skipti af kaffiuppskeru landsins og vopnum frá Líbýu og ýmsum Austur-Evrópuríkjum. Meðal ann- ars hafa verið keyptar orrustu- þyrlur. En þrátt fyrir góðan vopnabúnað hefur stjómarherinn mætt öflugri mótspymu skæru- liða og hún eflist stöðugt. Það þurfti því engan að undra þegar fyrstu nomasögumar fóru að birtast í „Nýrri sýn“ fyrr á þessu ári og málpípur stjómarinn- ar, svo sem útvarpið í Uganda, hentu þær á lofti. Samkvæmt þessum fréttum fremja uppreisn- armenn, til dæmis menn af þjóðflokki Achola og Teso, aðeins sjálfsmorðsárásir sínar þegar þeir em undir áhrifum Alice Lakwena, hins illa galdrakvendis. Sögum um þennan kvendjöful ber þó ekki saman. Ýmist er hún sögð vera 16 ára gömul skóla- stúlka eða 26 ára fyrrum vændis- kona. Hún hefur þann einstæða eiginleika að geta gufað upp eftir hveija orrustu, og þegar stjómar- herinn ætlar að láta til skarar skríða gegn henni í fylgsni henn- ar. Hún getur einnig skotið upp kollinum á mörgum stöðum samtímis og yfímáttúrulegur kraftur hennar nær til allra þjóð- flokka. Ólík tungumál há henni ekki að heldur, en það er einmitt eitt af vandamálum stjómarinnar sem á bágt með að koma áróðri sínum til skila vegna þess hve mállýskumar eru margar. Um þessar mundir starfar á vegum stjómarinnar í Kampala svokölluð rannsóknamefnd um mannréttindi og þar hafa verið settar fram hinar furðulegustu kennisetningar um pólitíska frels- un í Uganda. Þær bera óneitan- lega fremur keim af efnishyggju en fomum galdri. Forstöðumaður skóla þess á vegum hersins sem annast pólitíska uppfræðslu mætti fyrir nefndinni til að skýra frá því hvemig stjómin skilgreindi hug- takið mannréttindi. Nefndarmenn urðu agndofa þegar hann fullyrti að unnt væri að skipta íbúum Uganda í tvo flokka, annars vegar mennska menn (þ.e. stuðnings- menn stjómarinnar), og hins vegar „líffræðileg fyrirbæri" eins og hann komst að orði. Aðeins nokkrar stéttir, svo sem bændur, verkamenn og dálítill hópur menntamanna, væru í raun og veru mennskar. „Allir hinir eru aðeins líffræði- leg fyrirbæri sem rétt væri að útrýma," sagði forstöðumaðurinn. ALASTAIR MATHESON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.