Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 B 21 og athugaði hvort bamið væri hnakkastíft. Svo var ekki. Þá sðgðu foreldramir að læknirinn hefði sjálf- sagt athugað þetta en hann hefði ekki sagt neitt og þau ekki kunnað við að spyija. Þetta dæmi sýnir vel að það er nauðsynlegt að fólk láti í ljós áhyggjur sínar. Oft hefur fólk ráðfært sig við ættingja eða vini og stundum heyrt einhveijar hryll- ingssögur. Það er því alltaf mikil- vægt að læknirinn hlusti vel á fólk og taki hátíðlega það sem það seg- ir og reyni að meta hvort ástæða sé til að gera eitthvað í málinu. Það er einnig mikilvægt að fólk geti treyst þagnarskyldu læknisins. Það kemur fyrir að læknirinn fær bakþanka varðandi sjúklinga og hringir til að athuga hvemig gangi og komi jafnvel aftur á staðinn. Ef ég er eitthvað órólegur þá tek ég mark á því og hringi eða kem. Stundum kemur maður svo snemma í veikindunum að öll einkenni hafa ekki komið fram og þá getur breytt miklu að hafa samband og athuga hvort eitthvað hafi breyst. Ég segi líka mjög oft við fólk að hringja endilega ef einhver breyting verði. Fólk ætti að hafa hugfast að það koma oft ekki öll einkenni fram strax og því má það ekki hætta að hyggja að sjúklingnum þó læknir hafí komið, ástandið getur í sumum tilvikum breyst og það mjög snögg- lega, þá er nauðsynlegt að hafa samband við lækni aftur. Maður er að fást við lifandi fólk og það er töluvert álag sem fylgir því. Það er sérkennileg tilfínning að koma heim eftir að hafa heimsótt kannski tuttugu hús. Það er erfitt að ná sér niður og hætta að hugsa um sjúkl- ingana. Maður heldur áfram að hugsa um hvemighinum og þessum muni reiða af. Ég get sjaldnast sofnað fyrr en eftir a.m.k. tvo tíma eftir að heim er komið, jafnvel þó ég sé dauðþreyttur." Læknar Læknavaktar hafa kannski öðrum fremur tækifæri til að sjá með eigin augum hvemig aðstæður manna eru hér um slóðir. Þeir koma inn á heimilin á erfiðum stundum og sjá og heyra margt sem öðrum í umhverfinu er oft vandlega hulið. Magnús segir mér að honum finnist skipta mjög í tvö hom hvað þetta snerti. Á sama kvöldinu komi hann kannski inná mjög ríkmannleg og falleg heimili og svo önnur þar sem sárasta fátækt ríkir. „Mér finnst ég sjá mjög mikla félagslega erfíðleika," segir Magn- ús. „Það er sjaldnast um að ræða svelti eða því um líkt, en stundum óskaplega mikla erfiðleika og allt að því eymd.“ Magnús segir mér að neyðar- þjónusta hér á höfuðborgarsvæðinu hafi verið nánast óbreytt lengst af allt frá árinu 1928. En svo var ástandið orðið þannig að læknar töldu nauðsynlegt að bæta við öðr- um lækni og tóku það mál upp í samningaviðræðum við Tryggina- stofnunina. Samningamenn Trygg- ingarstofnunar stungu uppá að læknar tækju að sér Læknavakt sem verktakar og það varð úr. „Þetta fyrirkomulag veldur því að við höfum mikinn metnað fyrir hönd Læknavaktarinnar og leggj- um mikið uppúr að veita fólki eins góða þjónustu og nokkur tök eru á. Hlns vegar hefur læknum Slysa- deildar ekki þótt álagið minnka eins mikið við þessa breytingu á vakt- þjónustu lækna á höfuðborgar- svæðinu eins og menn áttu von á og enn kemur fólk á Slysadeild með alls kyns kvilla, sem ekki ber brátt að svo og gömul meiðsl sem heimil- islæknar gætu annast. Læknavakt- in getur og er ætlað að annast allt sem uppá kemur nema slys, eitran- ir og mjög bráða sjúkdóma eins og t.d. alvarieg hjartaáföll. Þá á að hringja tafarlaust á sjúkrabíl því fyrstu mínútumar geta jafnvel skipt sköpum í slíkum tilvikum. Það er hins vegar þannig, svo undarlegj; sem það er að hjartabíllinn, sem búinn er fullkomnustu tækjum til endurlífgunar, hann gengur ekki á nóttunni eða um helgar. Það getur því ráðið lífi eða dauða hvort fólk Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660 <> VERÐTRYGGÐ VEÐSKULDABRÉF: Tima Ávöxt- Vextir Vextir . •? 3** J-r-" J-r-" lengd unar- 6,5% 7,0% Ar krafa 1. 14,00 93,4 98,9 2. 14,25 90,2 90,9 3. 14,50 87,2 88,0 4. 14,76 84,2 86,1 5. 15,00 81,3 82,4 6. 15,25 78,6 79,8 7. 15,50 75,9 77,8 8. 16,76 73,4 74,9 9. 16,00 71,0 72,5 10. 16,25 68,7 70,8 ÓVERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF: Ávöxtunarbréfin eru í fjórum veröflokkum: Kr. 1.000,-, kr. 10.000,-, kr. 50.000,-, og kr. 100.000,- Ttma- Ákv. umfr. Árs- lengd verðb.- vextir Ár spá 20% 1. 8,00 85,6 2. 9,00 79,8 3. 10,00 78,8 4. 11,00 69,0 Enginn aukakostnaöur er dreginn frá andvirði bréfanna viö innlausn. 38% á Innlausn getur aö jafnaöi fariö fíwTÍ? fram samdægurs. !***%* í dag ná fjármunir á Ávöxtunarbréfum 38% ávöxtum á ársgrundvelli, sem'er 14% umfram verðbólgu. Gengi Ávöxtunarbréfa 4.10. 1987 er 1.2579 Gengi Spariskírteina Ríkissjóðs 2. fl. 1987 10.000 að nafnverði 1.10.’87 til 2ja ára 10.414.03 söluverð til4ra ára 10.408.10 söluverö til 6 ára 10.398.56 söiuverö ÁVftXTUNSf^y Verötryggö og óverötryggö veðskuldabréf óskast í sölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.