Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 B 41 Jóakim prins var „busaður“ eins og allir aðrir sem fara í sitt fyrsta þotuflug i danska flughernum. Danaprins á ferð og flug’i Við sögðum frá því nú á dögunum að Friðrik krónprins Dana væri ökuníðingur hinn mesti, og hefði lögreglan stöðvað pilt á sportbíl hans á 160 km hraða, sem er auðvitað kolólöglegt. Jóakim bróðir hans hef- ur líka mikið yndi af hraðskreiðum farartækjum, en hann fær útrás fyr- ir hreyfiþörf sína á löglegan hátt, og er að læra þotuflug í danska flug- hemum. Jóakim fór í sína fyrstu ferð með F-16 orustuflugvél um daginn, og var „busaður" af því tilefni, en hans hátign var þó ekki baðaður upp úr mysu og óþverra, eins og tíðkast í sumum skólum hér á landi, heldur fékk hann yfir sig 15 lítra af tæru dönsku blávatni. Flugkennari Jóak- ims sagði þó að prinsinn hefði ekki verið neitt blávatn þegar hann fékk að stjóma þotunni í tíu mínútur, og náði þá 2.400 km hraða án þess að fatast við stýrið. Að ferðinni lokinni þurfti prinsinn svo að ganga í gegnum hefðbundna athöfn sem allir þurfa að þola eftir sína fyrstu þotuferð. Fyrir utan vatnsgusuna sem Jóakim fékk yfir sig, var honum afhentur blómvöndur sem félagar hans höfðu búið til úr arfa og sóleyjum sem vaxa í flug- brautarkantinum. Þrátt fyrir þessa fremur óvirðulegu vígsluathöfn ætl- ar prinsinn að halda áfram að læra flug, og feta þannig í fótspor föður síns, Hinriks prins. Það má geta þess að það sem Dönum fannst einna merkilegast við þetta fyrsta þotuflug prinsins var það að hann skyldi skrifa nafnið „Joe“ á flughjálminn sinn, og vita fréttaskýrendur ekki hvemig á því stendur að hann kalli sig ekki „Kim“ eins og venja hefur verið hingað til. NY SENDING Dragtir, blússur, pils, kjólar. Stœrðir: 34-56. Dragtin, Klapparstíg 37, sími 12990. PC tölvunám Eins mánaðar nám í notkun einkatölva og notendaforrita á PC tölvur. IBM PC-töl van heíur farið mikia sigurför um heiminn og nú er tala PC-tölva á islenska markaðinum farin að nálgast 12.000. Mikil þörf er nú á vönduðu og hagnýtu námi á þessar tölvur og algengan notendahugbúnað. Tölvufræðslan býður uppá 80 klst. nám í notkun PC-tölva. Þátttakendur geta valið um að taka námið sem dagnám á einum mánuði eða sem kvöldnám á tveimur mánuðum. Að loknu námi verða þátttakendur færir um að leysa öll algeng verkefni á PC-tölvur. Dagskrá: ★ Grundvallaratriðiítölvutækni. ★ Stýrikerfið MS-DOS. ★ RitvinnslukerfiðORÐSNILLD. ★ Töflureiknirinn MULTIPLAN. ★ Gagnasafnskerfið dBase 111+ ★ Fjarskipti meðtölvum. Fjárfestiö í tölvuþekkingu, það borgar sig. VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku á námskeiðinu. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28 STENI - VEGGKLÆÐNING COSPER — Ég lærði bvo sannariega bölv og ragn i skólanum 4 dag, kewnwrinn datt um þrðakuldinn. n n STENI-veggklæðning er frábær fyrir flestar gerðir nýbygginga, t.d. einbýlishús, fjölbýlishús, skóla, iðnaðar- og verslunarhúsnæði, svo eitthvað sé nefnt. Andlitslyfting fyrir gamla húsið. STENI-veggklæðning er tilvalin þegar endurnýja þarf gamla húsið, ekki síst vegna þess hve vel hún gengur með öðrum efnum, s.s. bæsuðu eða máluðu timbri og gefur þannig ýmsa möguleika. Orkusparnaður og einangrun- argildi. Mörg eldri hús eru illa einangruð og þ.a.l. dýr í upphitun. Með STENI-klæðningu og glerullar- einangrun á útveggi fæst hlýtt og notalegt hús og stórum minni upphitunarkostnaður. STENI - VEGGKLÆÐNING - Sannkallað „steinefni" fyrir húsið ry Vj byggingavoruverslun BYKO KÓPAV0GS jO TIMBURSALAW SKEMMUVEGI 2 SIMI:41000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.