Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
226. tbl. 75. árg.
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987
Prentsmiðja Morgxinblaðsins
Keuter
Skákmeistari í ströngum æfingum
Á laugardag hefst í Sevilla á Spáni einvígi þeirra
Anatolys Karpov og Garys Kasparov um heims-
meistaratitilinn i skák. Lfklegt er að þeir muni
sitja að tafli í tvo mánuði áður en úrslit verða
ráðin. Karpov er þegar mættur til Sevilla og í
gær lék hann tennis af elju og offorsi enda skipt-
ir líkamsstyrkur manna miklu við taflborðið
ekki sfður en andlegt atgervi.
Svíþjóð:
Kjarnorkuver-
um verður lokað
Stokkhólmí, Reuter.
INGVAR Carlsson, forsætisráð-
herra Svfþjóðar, sagði á þingi í
gær að rikisstjórnin hefði ákveð-
ið að hætta orkuframleiðslu í
kj arnorkuverum og yrði fyrsta
kjamakljúfnum lokað árið 1995.
Fjögur kjamorkuver eru starf-
rækt f Svfþjóð og framleiða þau
um helming þeirrar orku sem
landsmenn þarfnast.
í kjamorkuverunum flórum eru
12 kjamakljúfar en Svíar sam-
þykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu
árið 1980 að horfíð skyldi frá orku-
framleiðslu í kjamorkuverum.
Carlsson sagði fyrr á þessu ári að
brýnt væri að fínna orkugjafa sem
gæti komið í stað kjamorkunnar.
Hópar umhverfísvemdarsinna hafa
þrýst mjög á stjóm Carlssons um
að loka kjamorkuverunum frá því
að kjamorkuslysið varð í Chemobyl
í Sovétríkjunum f aprfl á síðasta ári.
Carlsson kynnti þingmönnum í
gær stefnu ríkisstjómar sinnar er
þing kom saman að nýju. Skýrði
hann einnig frá tillögum stjómar-
innar í umhverfísmálum og sagði
að fyrsta kjamakljúfnum yrði lokað
árið 1995 og hinum næsta ári síðar.
Stefnt væri að því að loka öllum
kjamorkuvemnum fyrir árið 2010.
Ennfremur sagði Carlsson stjóm-
inni vera umhugað um að draga
úr mengun andrúmsloftsins og
sagði að koma þyrfti í veg fyrir
náttúmspjöll af völdum eiturefna
auk þess sem biýnt væri að setja
skýrar reglur um geymslu þeirra.
Sovétríkin:
Andófsmenn koma á fót
mannréttindasamtökum
Moskvu, Reuter.
STOFNUÐ hafa verið f Sovétríkjunum mannréttindasamtök, sem
munu gæta hagsmuna pólitískra fanga, fólks sem sætt hefur ofsókn-
um sökum trúar sinnar og manna, sem vistaðir hafa verið á
geðveikrahælum fyrir þær sakir að hafa haft f frammi andóf. Til-
kynnt var um stofnun þeirra f gær en þau munu heyra undir
Aiþjóðlegu mannréttindasamtökin f Frankfurt, sem hafa einkum
haft afskipti af mannréttindabrotum austan járntjaldsins, og starfa
í 20 þjóðlöndum.
Höfuðstöðvar samtakanna verða
í Moskvu en þau munu fylgjast með
mannréttindabrotum hvar sem þau
eru framin í Sovétríkjunum og
skýra frá þeim á alþjóðavettvangi.
Eru þetta fyrstu mannréttindasam-
tökin sem stofnuð eru í Sovétrfkjun-
um frá því að Helsinki-hópurinn
svoneftidi leystist upp árið 1982
vegna hótana stjómvalda í garð
þeirra fáu meðlima sem dvöldust
utan fangelsismúra. Stofnendumir
em fjórir andófsmenn, sem lengi
hafa barist fyrir auknum lýðréttind-
um í Sovétríkjunum.
Skýrt var frá stofnun samtak-
anna í gær er boðað var til blaða-
mannafundar á heimili eins
stofnendanna. í lok fundarins börðu
lögreglumenn að dyrum en þeir
hurfu á braut er einn fréttamann-
anna krafði þá um skilríki.
„Takmark okkar er að skýra
þjóðum heims frá því sem er að
gerast í Sovétríkjunum," sagði
Vladimir Pimenov, sem mun verða
samtökunum til ráðgjafar varðandi
réttindi þeirra sem óska eftir leyfí
að flytjast úr landi. Talsmenn sam-
takanna sögðu að auk þess að skýra
frá mannréttindabrotum stjóm-
valda yrði lögð áhersla á að kynna
Wall Street:
Metfall á
verðbréfa-
vísitölu
önnur brot gegn réttindum manna
til að mynda ritskoðun bréfa og
símahleranir.
Einn talsmaðurinn kvaðst vita
um 15 andófsmenn sem vistaðir
hefðu verið á geðveikrahælum eftir
að Mikhail S. Gorbachev komst til
valda í Sovétríkjunum árið 1985.
Sagðist hann efast stórlega um að
breyting hefði orðið á stefnu stjóm-
valda varðandi málefni andófs-
manna í valdatíð Gorbachevs.
Sem fyrr sagði munu samtökin
nýstofnuðu heyra undir Alþjóðlegu
mannréttindasamtökin í Frankfurt,
en þau vora stofnuð árið 1972.
Reuter
Kverkarnar
vættar
Hegrinn á myndinni var gripinn
heiftarlegum þorsta einn góð-
viðrisdaginn í Ziirich í Sviss en
þar eyðir hann ævidögum
sínum í dýragarði borgarbúa.
Ljósmyndari iZeuíers-frétta-
stofunnar hafði á orði á fuglinn
líktist einna mest stólum, sem
fínna má við vínstúkur og hefur
hann ef til vill ályktað að hér
væri fundinn óminnishegrinn
sem gjaman leggst á þaulsetna
gesti.
Tíbet:
Fiji-eyjar:
Rabuka lýsir yfir
stofnun lýðveldis
Suva, Fyi-eyjum, Reuter. ^
Lögreglusveitir
í viðbragðsstöðu
SITIVENI Rabuka, ofursti og
byltingarleiðtogi á Fiji-eyjum,
lýsti í gær eyjarnar lýðveldi og
rauf þar með samband þeirra við
breska konungdæmið. Skýrði
Rabuka jafnframt frá þvi að ný
stjóraarskrá yrði leidd í lög.
í gær varð ljóst að ekki myndi
nást samkomulag um stjómar-
skrártillögur Rabukas er tilraunii'
Ganilaus landstjóra og fulltrúa
Bretadrottningar til að miðla mál-
um fóra út um þúfur. Rabuka
krafðist þess að ný stjómarskrá
tryggði innfæddum Fiji-búum
meirihluta á þingi.
Skömmu eftir að viðræðunum
var slitið tilkynnti Rabuka í út-
varpsávarpi að eyjamar hefðu verið
lýstar lýðveldi og að ný stjómarskrá
yrði leidd í lög sem tryggja myndi
réttindi innfæddra Fiji-búa.
New York, Reuter.
HLUTABRÉF á verðbréfamark-
aðinum I New York féllu snögg-
lega í verði i gær er Dow
Jones-hlutabréfavísitalan féU um
91,22 stig. Er þetta mesta verð-
fall sem orðið hefur á einum degi
á markaðinum frá þvi að skráning
hlutabréfa var tekin upp.
Bréfin tóku að falla er upp komst
kvittur um að virtur sérftæðingur,
Robert Prechter, hefði endurskoðað
spá sem hann hafði birt um framtfð
markaðarins. Hafði hann sagt að
Dow Jones-vísitalan myndi stíga í
rúmlega 3.500 stig á næstunni og
þannig verið í hópi bjartsýnismanna.
Kaupahéðnum barst hins vegar njósn
af þvi að Prechter hefði endurmetið
afstöðu sína með tilliti til nýrra við-
horfa á markaðinum, sem einkennd-
ust af mun meiri varkámi f
viðskiptum en áður.
Nýju Delhf, Lhasa, Reuter.
HUNDRUÐ Tíbetbúa hafa verið
handtekin frá þvi að óeirðir
blossuðu upp í Lhasa, höfuðborg
Tíbets, sfðastliðinn fimmtudag,
að sögn talsmanna Dalai Lama,
trúarleiðtoga landsmanna.
Mikill viðbúnaður er nú í borg-
inni en í dag, miðvikudag, era 37
ár liðin frá því að kínverskar her-
sveitir réðust inn í Tíbet.
í gær bratu sveitir kínverskra
lögreglumanna á bak aftur mót-
mæli 60 Búddamunka í miðborg
Lhasa og voru nokkrir þeirra hand-
teknir. Að sögn sjónarvotta beittu
lögreglumennimir munkana ofbeldi
en þeir höfðu komið gangandi til
borgarinnar frá klaustri einu í
grendinni. Vegatálmunum hefur
verið komið upp við Lhasa og landa-
mæram Tíbets og Nepals hefur
einnig verið lokað.
Sjá ennfremur „Úlfúð inn-
an . . .“ á bls. 28.