Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 Lára Antons- dóttir - Minning Fædd 3. júlí 1921 Dáin 30. september 1987 í dag er til moldar borin Lára Antonsdóttir, Bræðraborgarstíg 53 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Stefánía Eiríksdóttir frá Patreks- firði Einarssonar fiá Saltvik, og Anton Magnús Magnússon fiá Reykjavík, sonur Magnúsar Guð- mundssonar skósmiðs. Faðir Láru fórst með togaranum Robertsson árið 1925, en þá var hún aðeins flögurra ára gömul. Elftir það ólst hún upp hjá foreldrum móður sinnar, þeim Vigdísi Einarsdóttur frá Tungumúla í Barðastrandar- hreppi og Eiríki Einarssyni. Þau bjuggu þá á Patreksfirði en fluttu síðan til ísafjarðar og bjuggu þar um nokkurra ára skeið. Lára flutti með þeim til Reykjavíkur árið 1930 og bjó þar til æviloka. Lára giftist ung Siguijóni Guð- mundssyni Jónssonar frá Árbæ í Ölfusi og eignuðust þau eina dótt- ur, Rósu Stefáníu, sem starfar á skattstofu Akureyrar, en hún er gift Heimi Ingimarssyni fiá Bfldu- dal. Lára og Siguijón skildu. Lára giftist aftur þann 9. nóvem- ber 1946 Val Guðmundssyni Gísla- sonar skósmiðs í Reykjavík. Lára og Valur eignuðust þijár dætur. Sigrúnu, hjúkrunarkonu, en hún er gift Guðmundi M. Jónssyni; Björk, bankastarfsmann, sem er gift Magnúsi Leópoldssyni, og Emu, en hún er gift Sveini Skúlasyni. Bama- bömin sem kveðja ömmu sína í dag em tíu og bamabamabömin fimm og er harmur þeirra mikill. Við hin, systkini Lám og vinir, kveðjum hana með söknuði. Hún bar ætíð með sér birtu, hlýju og gleði hvar sem hún kom og skilur brottför slíkrar konu eftir tóm sem erfitt er að fylla. Á kveðjustund er mönn- um gjamt að líta yfir farinn veg og riíja upp atvik og ljúfar minning- ar. Lára kunni þá list að njóta þess sem lífið hefúr uppá að bjóða og hún var óspör á að veita okkur hin- um hlutdeild í lífsgleði sinni. Það var því sem ský drægi fyrir sólu þegar hún veiktist af þeim sjúkdómi sem að lokum varð henni að aldur- tila. Hún gekkst undir uppskurð, sem við vonuðum öll að hefði lækn- að hennar mein, því að honum loknum fór hún aftur til starfa á bamaleikvellinum, sem hún helgaði starfskrafta sína um 20 ára skeið. En aftur varð hún að hverfa frá störfum vegna sjúkdómsins. Þótt baráttan við hann væri löng og ströng heyrðum við aldrei æðmorð frá henni. Víst er að hún naut ör- uggs stuðnings eiginmanns og dætra, ekki síst þegar ljóst var hvað framundan væri og mest þurfti á að halda. Við, sem nú treg- um systur okkar svo mjög, trúum á lífíð og við erum sannfærð um það að hún er nú komin á það æðra svið lífsins þar sem kærleikur- inn ríkir. Við minnumst hennar með virðingu og þökk fyrir allar ógleym- anlegu stundimar sem við áttum saman. Söknuðurinn er mikill en mestur er harmur Vals, eiginmanns hennar. Milli þeirra ríkti ávallt gagnkvæm virðing og ást og til þeirra gátum við, systkinin og vin- imir, alltaf leitað. Eg votta honum og dætrunum samúð mína og §öl- skyldu minnar. Jón G. ívarsson Um leið og við kveðjum hinstu kveðju sómakonuna Láru Antons- dóttur, Bræðraborgarstíg 53 hér í Reykjavík, langar mig til að minnast hennar nokkrum orðum, en hún lest aðfaranótt 30. september í LandspSt- alanum eftir erfíða sjúkdómslegu. Lára fæddist 3. júlí 1921 á Patreks- firði og var því aðeins 66 ára er hún lést. Margar minningar leita á hug- ann þegar ég hugsa til baka, en ég kynntist Láru fyrir rúmum 20 ámm þegar ég tengdist Qölskyldu hennar. Óll mSn kynni við þessa dagfarsprúðu glæsilegu konu vom þannig að aldrei bar þar skugga á. Mestan sinn búskap bjó Lára á Bræðraborgarstígnum með manni sínum Val Guðmundssyni og dætr- um. Á heimili þeirra var gott að koma, þar var undantekningarlaust tekið vel á móti öllum hvemig sem á stóð, enda viðmót hennar alveg sérstakt. Lára var mikið snyrtimenni og bar heimili hennar þess glöggt vitni. Ég sá Lám aldrei skipta skapi en samt var engin lognmolla yfir henni, hún var sSstarfandi, fylgdist vel með öllu, greinilega vel gefin kona. Hún var vel meðvituð um það sem var að gerast í kringum sig og kom manni oft á óvart hve hún var fróð um þjóð- mál bæði fyrr og nú. Þegar ég hugsa til baka geri ég mér grein fyrir því hve Lára var vel gerð kona í alla staði, enda held ég að öllum hafí gengið vel að eiga samskipti við hana, hún var alla tíð reglusöm, lagði mikla áherslu á að íþyngja ekki öðr- um og kom það vel í ljós í veikindum hennar alveg fram á síðustu stund. Henni gekk sérlega vel að blanda geði við sér yngra fólk, en Lára starf- aði mörg ár á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar og naut hún þess greinilega að eiga samskipti við yngstu kynslóðina. Lára átti Qórar dætur. Stefaniu Rósu gifta Heimi Ingimarssyni, Sigr- únu gifta Guðmundi Jónssyni, Björk gifta undirrituðum og Emu gifta Sveini Skúlasyni, bamabömin era orðin 10 og bamabamabömin 5. Lára var sérlega annt um fjölskyldu sína og lagði mikla áherslu á að vera í góðum tengslum við hana svo og við annað skyldfólk. Mér er sérstak- lega minnisstætt hvað hún var samrýmd systkinum sínum, sérstak- lega þar sem hún var ekki alin upp með þeim eins og 'algengt var I þá daga. Eins er mér kunnugt um að trygglyndi hennar var mikið hvað varðar vini hennar í áraraðir. Sam- band Lára og manns hennar, Vals Guðmundssonar, var með afbrigðum gott, er því missir hans sérstaklega mikill, en hann ásamt dætram sfnum annaðist konu sína af mikilli alúð fram á síðustu stund. Lára reyndist mér og konu minni með afbrigðum vel þegar mest þurfti á að halda, sem við aldrei fáum full- þakkað. Þá vilja dætur okkar, Valdís og María, senda ömmu sinni sérstak- ar kveðjur og þakka henni fyrir allt i sem hún gerði fyrir þær. Guð blessi minningu hennar og veiti þeim styrk sem lifa. Magnús Leópoldsson í dag, miðvikudaginn 7. október, verður amma okkar, Lára Antons- dóttir, jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. Amma var fædd 3. júlí 1921 en lést í Landspítalanum 30. sept- ember sl. Amma var gift afa okkar, Val Guðmundssyni, og eignuðust þau þijár dætur, Sigrúnu, gifta Guð- mundi M. Jónssyni, og eiga þau tvær dætur, Heklu og Berglindi, Björk, gifta Magnúsi Leopoldssyni, og eiga þau tvær dætur, Valdísi og Maríu, en yngst er Erna, móðir okkar, gift Sveini Skúlasyni, ogeiga þau tvö böm, Skúla og Ömu. Amma átti eina dóttur af fyrra hjónabandi, Stefaníu Rósu Sigur- jónsdóttur, gifta Heimi Ingimars- syni, búsett á Akureyri, og eiga þau Qögur böm, Hall, Sigþór, Láru og Hafþór. Bamabömin eru því 10 og bama- bamabömin era orðin 5. Þær era ófáar ferðimar til hennar ömmu á Bræðraborgarstíginn, og þá sér- staklega síðustu árin eftir að amma kenndi þess meins sem sigraði hana að lokum. Okkur langaði með þessum orð- um að þakka ömmu hlýhuginn og hjálpina við okkur í gegnum árin, því oftast hafði hún meiri áhyggjur af okkur en sjálfri sér, enda eins og kom best fram hjá henni nú síðustu misserin þegar hún spurði stöðugt um líðan bama sinna og bamabama, sjálf fársjúk. Við vitum að elsku ömmu verður tekið opnum örmum á æðra tilvera- stigi þar sem við munum hittast um síðir. Kveðja. Skúli og Ama *■ \ \ >;' :i"'' ■ • ■ ’ ^^ •*< ■WlillH WWU—IIT.III II 1 ............ I I . Já, það komast fáir í fótspor Facit. Enn er Facit feti framar, nú með nýja ritvél. Sérfræðingar Facit hafa hannað þessa afburða ritvél sem byggð er á langri hefð og nýjustu tækni. Líttu við því sjón er sögu ríkari. Við fullyrðum að verð og gæði koma svo sannarlega á óvart. Okkar þekking í þína þágu. GÍSLI J. JOHNSEN SF. n ERICSSON 5 V Information Systems Nýbýlavegi 16. Sími 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.