Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 61
MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS i/wyw / /rm utrJ'L) IT Kristíndómur og daglegt vafstur Heiðraði Velvakandi. Trúmál eru fjölbreytt og flókin skilningi manna og eins og flest önnur mál gerð flóknari en ástæða er til. Prestar hinnar lúthersku kirkju eru vanmetnir og segja margir að þeir komi trúnni ekki til skila og nái ekki til fólksins. Þetta tel ég ekki rétt. Það er fólkið sem er svo upptekið af hinu daglega vafstri að hugur þess fellur ekki að trúnni, ekkert næði til íhugunar og æskan alin upp við hugarfar asa sem uppdrifínn er í því kapphlaupi sem er um alla hluti. í útvarpsmessu sunnudaginn 27. september talaði prestur Seljasókn- ar um Mörtu og Maríu. Marta hafði ekki tíma til að hlýða á kenningu Jesú, en María valdi sér góða hlu- tann úr amstri dagsins og hlýddi á Jesú. Marta var óánægð og þreytt og fólk veit hvaða orðaskipti komu fram í þessu sambandi. Menn vasast í svo mörgu sem er lítils virði og gera sjálfum sér og öði'um lífið erfitt. Boðskapur trúarinnar nær tak- markað til nútímafólks sem vill því breyta trúarathöfnum í eitthvað æðisgengið, eins og lífsmátinn er orðinn. Bræðralag sem trúin boðar nær ekki til fólksins vegna þess að það er mildandi og vinnur gegn því kapphlaupi sem er um alla hluti. Marxisminn hefur fyrir löngu tekið sér nokkur atriði úr kenningu Krists til að afla sér fylgis, svo sem frelsi og bræðralag en þverbijóta svo þessa kosti þar sem þeir eru allsráð- andi og gefnar eru út bækur til að sýna fram á að Kristur hafí verið sósíalískur byltingarmaður. Kristur beitti sér alfarið gegn ofbeldi og mannvígum. Marxisminn hefur brotið niður slagorð sín ,jöfnuður og bræðralag" svo þau eru léttvæg og ómerk á yfírráðasvæði stefnunn- ar. Þeir hafa staðið að blóðugum átökum til framgangs stefnu sinni, ekkert stjómmálaafl jafnast, á við þá í manndrápum í sögu heimsins og ekkert lát er þar á. Ekki á krist- Til Velvakanda. 24. september sl. birtist í dálkum þínum bréfkom frá Sigurði V. Dem- etz undir fyrirsögninni „Misskiln- ingur". Tilefnið var sýning á leikhúsmyndum Halldórs Péturs- sonar í Kristalssal Þjóðleikhússins og hafði Sigurður komið auga á skekkju í sýningarskrá — skekkju sem hann af alkunnri kurteisi sinni kallar misskilning. Jafnskjótt og bréf Sigurðar hafði birst hóftim við mikla rannsókn á málinu og sáum auðvitað samstund- is í sýningaskrám Þjóðleikhússins að Ólafur Þ. Jónsson, sá ágæti maður, hafði aldrei sungið í upp- færslu leikhússins á ópemnni Toscu 1957, þó maðurinn á mynd Hall- dórs bæri sterkan svip af honum. Þar með þótti okkur allar líkur á að Sigurður V. Demetz væri á umræddri mynd, enda hafði hann tekið við af Stefáni íslandi. Til að taka af allan vafa bámm við mynd- ina undir nokkra einstaklinga sem komu við sögu í sýningunni, en enginn þeirra treysti sér til að slá því föstu hver væri á myndinni með Guðrúnu Á. Símonar. Þegar haft var samband við Guðrúnu sjálfa tók hún strax af skarið — myndin hlyti að vera af Sigurði V. Demetz, enda kvaðst hún vita „nákvæmlega hver tæki utan um hana í Þjóðleikhúsinu og hver gerði það ekki“. Það leið- réttist því hér með að mynd númer 9 á umræddri sýningu ét áf Siguifli in trú upp á pallborðið þar sem henni em þröng takmörk sett og léttvæg talin. I Rússlandi er t.d. byijað að innræta börnum á dag- heimilum hugsanagang stefnunnar. Allir trúflokkar hafa augljóslega brotið gmndvallaratriði gagnvart meðbræðmm sínum, ásamt stjóm- málaflokkum. Einmitt vegna þeirra illu verka sem beitt er undir póiitísku og trúarlegu yfírskyni, er ekki hægt sem stendur að sameina þjóðimar, en forsenda þess að sam- eina aliar þjóðir í vináttu og samstarfí á breiðum gmndvelli er að ekki sé beitt ofbeldi. Kristur boðaði hreina og sanna trú og Guð sagði: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hefí velþóknun á.“ Guð fordæmdi verk Kains er hann drap bróður sinn Abel og síðan hafa bræður barist. Undirrót þess er öfund og þetta er táknrænt, hvað svo sem hægt er að segja um að bókstaflega hafí þetta verið svona. Fyrstu syndimar losnum við ekki við meðan lífíð endist og þær fylgja okkur frá kynslóð til kynslóðar meðan ekki verður algjör hugar- farsbreyting. Menn gera sér þær hugmyndir að drepa megi fólk í stómm sttl og meira að segja að það sé Guðs vilji og þeir séu kallað- ir til þess af Guði. Þetta er í algjörri andstöðu við: „Þú skalt ekki mann deyða." Guð reiddist Kain og rak hann burt segir sagan og hann skyldi vera á flótta um jörðina, flótta undan sinni eigin synd og engan frið hljóta og enn er þetta svo. Skyggnast má dýpra en til bókstafsins. Guð er hefnigjam, Guð gefur fyrirmæli um að útrýma jafnvel heilum þjóðarbrotum, eða svo segir í Biblíunni. Guð er góður, Guð er gæskuríkur og miskunnsamur. Þarna em atriði sem stangast á í Biblíunni. Það fyrra tel ég manna- setningar til að réttlæta illvirki sín. Annars er það svo, að mér finnst, að eftir því sem aftar dregur í Biblí- unni, gamlatestamentinu, verður V. Demetz og Guðrúnu Á. Símonar í Toscu 1957. Jafnframt viljum við biðja Sigurð velvirðingar á þessari meinlegu villu, enda á hann ekkert nema gott skilið. Fjóla Sigmundsdóttir og Árni Ibsen. Guð smám saman mildari og með tilkomu frelsarans breytist allt í friðjiæging milli Guðs og manna. Á ýmsum tímum kristninnar em unnin þau ótrúlegustu illvirki til að hræða fólk með eilífum eldi og víti ef það hagaði sér ekki skikkanlega, nokkurskonar tilraunastarfsemi til að fá fólk til að hverfa frá hinu illa. Guð birtist að sögn Biblíunnar mönnum í nokkmm tilvikum og í því mikilvægasta, þegar Sáttmáls- örkin um boðorðin tíu komu fram. Ræða prestsins fjallaði m.a. um sögu ríka og fátæka mannsins sem allir kannast við. Fátæki maðurinn var borinn af englum í faðm Abrahams, en ríki maðurinn fór í víti og kvaldist þar í eilífum loga. Þetta er harður dóm- ur og engin miskunn þar hjá Guði. Hvergi kemur það fram jafn af- dráttarlaust að þeir sem drepa menn fari í þennan eilífa loga. Það em svona atriði sem verður að sækja lengra til að fá rétta skýring á. Djöfullinn er tilbúningur mann- anna. Ég tel Guð algóðan, en get þó fuilkomlega álitið það, að við öll verðum að ganga gegnum nokkurs konar hreinsunareld (talað er um hreinsunareld í Biblíunni). En að lokum náum við heim í fýrirheitna sælu, paradís. Freisting Jesú er eitt forvitnilegt íhugunarefni. Hann gekk út í eyði- mörkina til að hans yrði freistað af djöflinum. Þama var Jesús á tímamótum lífs síns og varð að gera það upp við sig hvort hann ætti að gerast veraldlegur eða and- legur leiðtogi og konungur. Hann gekk útf eyðimörkina og hann vissi hvað beið hans og mjög var þrýst á að hann yrði konungur gyðinga. Freistarinn er talinn vera Satan sjálfur í Biblíunni sem leiddi Jesú um og sýndi öll ríki veraldar og musteri, freistingin var því í raun sú, hvort hann ætti að gerast ver- aldlegur leiðtogi og hann sá fyrir sér öll þau veraldlegu völd sem honum buðust. En hann var sendiboði Guðs og hlýddi Guði í öllu þar af leiðandi og hafnaði öllum hugrenningum um veraldlegt vald. Því sagði hann á þessa leið: „Vík frá mér Satan, drottin Guð minn á ég að tilbiðja og þjóna honum einum.“ Hugsunum um veraldlegt vald var þar með vísað úr hans hug- skoti. Hann helgaði sig Guði og gaf sig á hans vald. Líf hans var fullmótað allt til þess dags sem hann var krossfestur og upprisa hans frá dauða gerði eilíft líf að veruleika. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Til sjómanna Sjómenn: Meðferð gúmbjörgunarbáta er einfold og fljótlærð. Þó geta mistök og vanþekking á meðferð þeirra valdið fyörtjóni allra á skipinu á neyðarstundu. Lærið því meðferð þessara þýðingarmiklu björgunar- tækja. Hjálpist að því að hafa björgunartækin í góðu ástandi og ávallt tiltækileg. „Misskilningur“ leiðréttur rROÐFULL BUÐ AF GLÆSILEGUM VÖRUM æ 0/ afsláttur þessa viku I w /O í tilefni opnunar. Tískuverslunin ttUZNK Þingholtsstræti 6 - Sími 19566 í Máli & menningu fást: •VERIÐ ÖRUGG •VELJIÐXTw2 DISKLiNGA •YFIR 6 ÁRA REYNSLA V LmALS & MENNINGAR J Slðumúla 7-9 — Slmi 688577 Laugavegi 18 — Slmi 24240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.