Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 Uppsteypa Safnahúss á Egilsstöðum: Samið við fyrirtækið sem átti hærra tilboð STJÓRN Safnastofnunar Aust- urlands hefur hafnað tílboðum tveggja byggingarfyrirtækja, sem buðu í uppsteypu í Safnahús á Egilsstöðum, en jafnframt gengið tíl samninga við það fyrir- tæki sem áttí hærra tilboð. Mál þetta hefur vakið umtal eystra, ekki síst þar sem tveir stjórnar- manna í Safnastofnun Austur- lands eru jafnframt stofnaðilar að því fyrirtæki, sem nú hefur verið gengið til samninga við og að lægra tilboðið, sem barst í Safnahúsið, var undir kostnað- aráætlun. Tvö tilboð bárust í uppsteypun á Safnahúsinu á Egilsstöðum. Hið hærra var frá fyrirtækinu Brúnás hf. og hljóðaði upp á 13,9 milljónir króna, en hið lægra frá byggingar- fyrirtækinu Baldur og Óskar hf., upp á 12,3 milljónir. Kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á um 12,7 milljónir króna, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. í bréfí, sem undirritað var af Halldóri Sigurðssjmi, stjómarfor- manni Safnastofnunar Austur- lands, Guðmundi Magnússyni fyrrum sveitarstjóra á Egilsstöðum, Vilhjálmi Hjálmarssyni fyrrum ráð- herra og Sigurði Eiríkssyni sýslu- manni í Suður-Múlasýslu var forsvarsmönnum Baldurs og Óskars tilkynnt að báðum tilboðunum hefði verið hafnað þar sem fram hefðu komið nýjar hugmyndir til lækkun- ar byggingarkostnaðar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun jaftiframt hafa verið gengið til samninga við Brúnás hf. um fram- kvæmdir, en þeir Halldór Sigurðs- son og Guðmundur Magnússon eru stofnaðilar að því fyrirtæki. Halldór Sigurðsson, stjórnar- formaður Safnastofnunar Austur- lands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að ýmsar ástæður hefðu legið að baki því að tilboði Baldurs og Óskars hefði ver- ið hafnað. „Þetta var almennt útboð og við höfúm skilið það þannig að það væri frjálst hvort tilboðum yrði tekið eða hafnað," sagði Halldór „Bæði tilboðin sem bárust voru frá fyrirtækjum héðan úr Héraði og gerðu þau ráð fyrir að hluti af fram- kvæmdunum, varðandi riijaplötu- loft, yrði aðkeypt frá öðrum landshlutum. Síðan komu upp hug- myndir um að flytja þessar fram- kvæmdir heim í Hérað, ekki bara fyrir þessa byggingu heldur fyrir framtíðina, og það telja þeir hjá Brúnás hf. sig geta gert í tengslum við þetta verk. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að gengið var tjl samninga við Brúnás um verkið. Önnur ástæða er sú að við töldum eðlilegt að dreifa verkefnum hér í fjórðungnum," sagði Halldór Sig- urðsson. JRoreunblabib í dag BLAO B Egilsstaðir: Fundi frest- að um bréf ráðherra FUNDI bæjarstjórnar Egils- staða, sem vera áttí i gærkvöldi um svar samgönguráðherra til bæjarstjórnarinnar i gær, var frestað tíl dagsins í dag vegna þess hve seint fulltrúar bæjar- stjórnar komu frá Reykjavík Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra afhenti bæjarstjórn- armönnum svar sitt á St. Jósepsspítala í gær. Þar kemur fram að ákvörðun ráðuneytisins um útboð við gerð Egilsstaðaflugvallar stendur óhögguð en ráðherra hefur óskað eftir því að gerð útboðsgagna verði hraðað. Sjá nánar á bls. 37. Morgunblaðið/Bjarni Stefán íslandi og Magnús Jónsson söngvari heilsast kampakátír. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri stendur álengdar og brosir breitt. Stefán íslandi heiðraður STEFÁN íslandi varð áttræður í gær. Af því tilefni gekkst Sjónvarpið fyrir tónleikum í íslensku óperunni i gærkvöldi og var efni þeirra sjónvarpað beint. Fram komu einsöngvaramir Hrönn Hafliðadóttir, Magnús Jónsson, Kristinn Sigmundsson, ólöf Kolbrún Harðardóttir og Gunnar Guðbjömsson. Karlakór Reykjavíkur söng undir stjóm Odds Bjömssonar og Kór íslensku óperunnar söng undir stjóm Jóns Stefánssonar. Undirleik önnuðust Christine Williams og Jónas Ingi- mundarson. Anna Júlíana Sveins- dóttir ávarpaði afmælisbamið fyrir hönd íslenskra ópemsöngv- ara. Einnig vom flutt hljóðrituð ávörp frá Sigríði Ellu Magnús- dóttur sem ávarpaði Stefán frá London og Kristjáni Jóhannssyni sem leiddi fjöldasöng samkomu- gesta um síma frá Bilbao á Spáni. Meðal gesta á tónleikunum auk afmælisbamsins og fjölskyldu hans vom Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra og Ingibjörg Rafnar kona hans auk helstu frammámanna í tónlistarlífi landsmanna. Álafoss og ullariðnaður SÍS: Stefnt að helmingafélagi í VIÐRÆÐUM fulltrúa Fram- kvæmdasjóðs íslands og Sam- bands íslenskra samvinnufélaga er stefnt að stofnun hlutafélags sem yfirtæki rekstur Álafoss hf. og ullariðnaðar SÍS á Akureyri. Framkvæmdasjóður og SÍS ættu helming hlutafjár hvor aðili. Þórður Friðjónsson formaður stjómar Framkvæmdasjóðs segir að ekki sé búið að ganga frá samn- ingum á milli aðila, en mönnum sé ljóst að mjög sterk rök séu fyrir sameiningu fyrirtækjanna. Allar viðræður fulltrúa fyrirtælq'anna hefðu styrkt sameiningarhugmynd- ina. Býst Þórður við því að gengið verði frá tillögum viðræðunefndar- innar til stjóma fyrirtækjanna innan hálfs mánaðar. Fulltrúar Framkvæmdasjóðs og Álafoss í viðræðunum við Samband- ið em Guðmundur B. Ólafsson forstjóri Framkvæmdasjóðs, Sig- urður Helgason (stjómarformaður Flugleiða) stjómarformaður Ála- foss, Þórður Friðjónsson stjómar- formaður Framkvæmdasjóðs og Ingjaldur Hannibalsson forstjóri Álafoss. Fulltrúar SÍS í viðræðun- um em Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS og Jón Sigurðarson fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar. Fyrsti fundur Vestfirðinga um nýja kjarasamninga verður eftir helgi: Verkafólk og vinnuveitendur taki höndum saman um að verja fiskvinnsluna segir Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða BÚIST er við að fyrstí fundur Alþýðusambands Vestfjarða og Vinnuveitendafélags Vest- fjarða um nýja kjarasamninga verði haldinn eftir helgi. For- svarsmenn aðila áttu með sér fund í gær og sagði Jón Páll HaUdórsson, formaður Vinnu- veitendafélagsins, i samtali við Morgunblaðið, að vel hefði ver- ið tekið í málaleitan Alþýðu- sambandsins um viðræður. Alþýðusambandið hefur ekki samþykkt kröfugerð, sem lögð verður fram í þessum viðræðum. „Við sjáum engan tilgang í að leggja fram kröfur. Það er ákaf- lega fljótlegt og lítill vandi að setja niður á pappír fullt af ósk- um. Ef menn ætla að uppfylla óskir allra í kröfugerðinni sjálfri, er miklu einfaldara að setja fram kröfugerð um tvöföldun launa, heldur en að krefjast 40, 43, 48 eða 80% hækkunar, eins og verið er að gera,“ sagði Pétur Sigurðs- son, forseti ASV. Hann sagði að það þrengdi að fiskvinnslunni og þar væri ekki einungis um að ræða launamál á milli launþega og atvinnurekenda, heldur væri þetta byggðamál. „Það væri auðn I sveitum lands- ins, ef þeirri atvinnugrein hefði ekki verið bjargað og það verð borgað fyrir afurðina að fólk gæti lifað af greininni. Það er nákvæmlega það sama sem er að gerast hér á mölinni. Fólkið hér á auðlindina. Það getur enginn annar átt þennan fisk í sjónum, nema það fólk sem hefur valið sér það lífsstarf að lifa af þessu, á sama hátt og bændumir af landinu," sagði Pétur. Hann sagði að aðaiatriðið væri vandi fískvinnslunnar og mikil- vægt að aðilar skoðuðu hann sameiginlega. Það væri búið þannig að fiskvinnslunni að hún hefði engan afgang, en það yrði að laga kjörin þannig að fólks- flótti stöðvaðist úr greininni og breyta neikvæðri umræðu um fískvinnsluna, sem einnig ylli því að fólk fengi sér vinnu við annað, því það óttaðist að atvinnugreinin væri að hrynja. Það væri ekkert vit í að flytja fisk út óunninn sem hráefni, eins og þróunin væri. „Þetta er þjóðarvandi og ég held að verkalýðshreyfíngin verði að gera sér grein fyrir því að hún er þátttakandi í þessu þjóðfélagi. Það er ekki bara hægt að setja fram kröfur. Hversu réttmættar sem þær eru, verða fyrirtækin að geta staðið undir þeim. Ef þjóð- félagið beitir atvinnugreinina órétti verður að leiðrétta það. Vinstri hlutinn af ríkisstjóminni gerir það kannski fyrir okkur. Við förum og ræðum við þá,“ sagði Pétur. Hann sagði að fyrri ríkisstjóm hefði komið þessu á með því að losa um allt fjármagnskerfið, sem hefði komið þenslunni í gang. „Við erum að súpa seyðið af því strax, hvað þá ef þessi hringavit- leysa heldur áfram í mörg ár. Erlend lán em tekin fyrir þjón- ustufyrirtæki, en ekkert hugsað um atvinnugreinina, sem stendur undir þessu öllu. Síðan er sá gjald- eyrir sem fæst fyrir fiskinn úr fískvinnslustöðvunum seldur þjónustugreinunum á spottprís. Dæmið er ekki glæsilegt og ég hef þá trú að vinnuveitendur í fiskvinnslu og verkafólk geti tekið höndum saman og varið atvinnu- greinina," sagði Pétur að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.