Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 ÚTSALA Karlmannaföt kr. 4.975,- og 6.500,- Stakir jakkar kr. 3.975,- Terylenebuxur kr. 1.195,- og 1.395,- Gallabuxur kr. 745,- og 795,- Flauelsbuxur kr. 795,- Skyrtur, peysur, næriföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Nokkur ekta tyrknesk teppi til sölu. Sími 24881. í ABRACADABRA 7. og 8. október \Michelle Shocked er um þessar mund- ir nýjasta og skærasta stjarnan í heimi þjóðiagatónlistar. 7. okt. kemur Bjarni Tryggvason fram með henni og þann 8. okt. Bjartmar Guðlaugsson. Húsið opnað kl. 21 .OO en tónleikarnir hefjast kl. 22.00 Nánari upplýsingar: Bókarinn s. 12040 BAR-DANS-ORIENTAL MATUR. S10312. Laugav. 116. OPIÐ ALLA DAGA- ÖLL KVOLD. gramm Laugaveg 17. Sími: 12040. n?) Áheyrendur munu skemmta sér vel I Rætt við Meat Loaf Eins og komið hefur fram i fjölmiðlum er bandaríski rokk- söngvarinn Meat Loaf væntan- Iegur hingað tíl lands næstkomandi föstudag, en hann heldur hér tónleika í Reið- höllinni i Viðidal & laugardag. Til stóð að hann myndi hefja tónleikaferð um Evrópu með tónleikunum hér, en Evrópu- förinni var aflýst vegna van- efnda hljómleikahaldara þar. íslandförinni var þó ekki aflýst og þvi fá íslendingar einir Evr- ópubúa að sjá Meat Loaf að sinni. Blaðamaður hringdi í Meat Loaf á heimili hans utan við New York og grennslaðist fyrir um það á hverju íslenskir áheyrendur ættu von. Af mér og hljómsveit minni, sem hefur starfað með mér á tíunda ár að stofninum til, fer það orð að við höldum stórkostlega tónleika. Bat Out of Hell var metsölu- Elata þin vestan hafs og hér á dandi ekki síður. Hefur þér reynst erfitt að fylgja henni eftir? Ég hef aldrei reynt að fylgja henni eftir. Það stóð aldrei til. í Evrópu hef ég náð hæst með Dead Ringer for Hell, sem komst á toppinn víðast hvar þar og því hefur verið erfíðara að fylgja eft- ir en sölunni t Bandaríkjunum. 1985 náði lagið Modem Girl einn- ig hátt á lista í Evrópu. Af því má heyra að við erum alltaf að gera góðar plötur, þó ekki seljist þær jafn mikið hér t Bandaríkjun- um og Bat Out of Hell. Aftur á móti má líta á það við Jim Stein- man, sem gerðum Bat Out of Hell, höfum ekki starfað saman að plötu síðan. Það verður því gaman að sjá hvað úr verður í þetta sinn, því nú erum við ein- mitt byijaðir að vinna saman að plötu. Við erum rétt að byija tón- leikahald hér í Bandaríkjunum aftur, en það var einmitt tónleika- haldið sem gerði Bat að metsölu- plötu hér og tónleikahald er frumskilyrði þess að menn geti átt langan feril í tónlist. Við leggj- um enda hart að okkur á tónleik- um og við vonum að íslendingar séu eins spenntir vegna væntan- iegrar komu okkar og við erum spenntir yfír því að vera að fara til íslands. Á væntanlegri tónleikaplötu þinni er að finna meðal annars samsteypu gamalla rokklaga líkt og Johnny B. Goode. Gefur platan góða mynd af Meat Loaf tónleikum? Já, nokkuð góða, en ég mæli frekar með geisladisknum eða snældunni, því þar á er að fínna betri mynd af tónleikunum en á plötunni, þar er meira pláss. Menn verða þó að athuga að ekki rúm- ast öll tónleikadagskrá okkar á hljómplötu eða klukkutíma snældu, enda er hún yfír tveggja klukkutíma löng. Á Reykjavíkur- tónleikunum munum við að auki leika tvö lög sem við höfum ekki leikið á tónleikum áður, lög sem við vorum að æfa inn í dag- skránna síðasta föstudag sérstak- lega fyrir íslandsförina. Er eitthvað sem þig langar að segja væntanlegum áheyr- endum? Já, mig langar að segja þeim að þeir eiga eftir að skemmta sér vel. Við ætlum að leggja okkur fram um að skemmta þeim og ég vona að íslendingar hlakki jafíi mikið til að já okkur og ég hlakka til að sjá þá. Þeir mega bóka að tónleikamir verða peninganna virði. Viðtal: Árni Matthíasson Tónleikar í Duus í kvöld halda hyómsveitimar Soghlettir, Daisy Hill Puppy Farm og Oþekkt andlit tónleika í veitingahúsinu Duus f Fischers- sundi. Allar eru hljómsveitimar meðal yngri hljómsveita en Sogblettir hafa þó víða komið fram á tónleikum og hljómsveitin á þijú lög á kassetunni Snarl sem Erðanúmúsík gaf út. Daisy Hill Puppy Farm á einnig lög á Snarl kassettunni, en Óþekkt' andlit hefur ekkert gefið út, enda yngsta hljómsveitin. Óþekkt andlit er af Akranesi en hinar hljómsveit- imar em báðar úr Reykjavík. Ljósmynd/BS Soghlettir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.