Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 Fréttabréf úr Breiðuvíkurhreppi: Met heyskapur víð- ast hvar í sumar Brýnt að bæta höfnina á Arnarstapa Breiðuvíkurhrcppi. UNDANFARNA daga hefur snjóað í fjöll og gránað niður að lág- lendi, en ekki hefur fryst ennþá. Tíðin fram að höfuðdegi var með eindæmum góð, menn muna ekki eftir svo langvarandi blíðviðri, en eftir höfuðdag hefur tíðin heldur farið að spillast. Heyskapur gekk með afbrigðum vel og var því met heyskapur víðast hvar í sumar. Sauðflárslátrun er hafin í Borg- amesi en þangað fer féð héðan til slátrunar og eitthvað fer til Stykkis- hólms. Aðkomubátar og flestir heima- bátar eru nú hættir veiðum fyrir nokkru. Fiskveiðibann var frá 1.-10. ágúst en eftir það aflaðist sáralítið og hættu sjómenn fyrr vegna aflatregðu. Bjami mb. fór á net og Stapa- tindur mb. fór á dragnót, báðir eru þilfarsbátar og frá Amarstapa. Bjami mb. er 9 tonna og Stapatind- ur mb. 15 tonna. Reytingsafli var í netin um tíma en hefur nú dottið niður. í dragnótina var sáralítið fyrst en hefur heldur glæðst. Bjami mb. er nú að hætta með net og fer að róa með línu. Líkur em á að tveir litlir þilfars- bátar verði gerðir út frá Amarstapa í vetur til viðbótar við Bjama mb. og Stapatind mb. Þá stendur til að ein trilla verði gerð út frá Hellnum, en ekki er það afráðið. Mjög brýnt er að bæta höfnina á Amarstapa og er það von manna að fé fáist til þeirra framkvæmda sem allra fyrst. Mikill hugur er í mönnum að gera út þaðan og er það meðal annars vegna þess hvað stutt er að sækja þaðan á fengsæl fiskimið. Mikill fískur hefur borist á land á Amarstapa, frá síðustu áramót- um, og mun það vera um eða yfír 1.000 tonn, fiskurinn hefur að mestu verið verkaður í salt. í sumar var lagður vegur að sum- arbústaðahverfínu sem rísa á við Amarstapa. Búið er að reisa þar nokkra sumarbústaði og aðrir eru í undirbúningi. Ekki er búið að ganga frá vatn- og skólpleiðslum en verið er að vinna í því. Hafin er bygging á íbúðarhúsi þar, en búið er að úthluta 6 lóðum undir íbúðarhús og 19 undir sumar- bústaði. Vart hefur verið við lítinn kóp sem sést öðru hvoru og þá alltaf á sama steininum úti í sjó. Kópurinn er á stærð við Ktinn hund og er sennilegt að hann hafi villst frá móður sinni. Kópurinn litli fer á steininn þegar fjarar útaf honum og er á steininum þangað tii hann fleytir af honum. Héraðsfundur Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmis var haldinn sunnudaginn 13. september í Ól- afsvík. Byrjað var með messu í Ólafsvíkurkirkju þar sem sóknar- presturinn þar, séra Guðmundur Karl Ágústsson, prédikaði, en séra Guðmundur var að kveðja ólafsvík- ursöfnuð. Guðmundur Karl sótti um brauð I Reykjavík og hlaut þar kosningu. Altarisganga fór fram í mess- unni. Eftir messu bauð söfnuður Ólafsvíkurkirkju öllum viðstöddum til kaffídrykkju í safnaðarheimilinu og voru þar fram bomar mjög rausnarlegar veitingar sem safnað- arkonur stóðu fyrir. Fluttar voru ræður yfir borðum og þakkir bomar fram með hlýjum orðum af beggja hálfu, prests og safnaðar, fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum ámm og söknuður látinn í ljós vegna burtfarar séra Guðmundar úr prestakallinu. Eftir að kaffidrykkju var lokið setti prófasturinn séra Ingiberg Hannesson héraðsfundinn á sama stað. Fundurinn var vel sóttur bæði af prestum og leikmönnum. Mörg athyglisverð mál voru rædd varð- andi kirkju og kristindóm og ríkti mikil eining og samhugur meðal fundarmanna. Að síðustu þakkaði prófastur fundarmönnum ánægju- lega fundarsetu og bað þeim blessunar Guðs. Fundinum sleit pró- fastur í Ólafsvíkurkirkju með bænalestri og sálmasöng. - F.G.L. Morgunblaðið/Finnbogi G. Lárusson Morgunblaðið/Finnbogi G. Lárusson Réttað á Malarrifí. Systkinin Finnbogi 5 ára og Fanney 7 ára þjálpuðu tO. Mjólkurbú Flóamanna: Nýr og fullkominn framleiðslu- búnaður fyrir G-vörur settur upp Morgunblaðiö/Siguröur Jónsson Bent Nerskov til vinstri afhendir Birgi Guðmundssyni mjólkurbús- Eykur afköst um helming SelfoMÍ. G-VÖRUTÆKI Mjólkurbús Flóa- manna hafa verið endurnýjuð og leysa þau af hólmi gömul tæki sem sett voru upp 1975 og voru orðin slitin. Nýju tækin eru helm- ingi afkastameiri og nota auk þess þriðjungi minni orku. Með nýju tækjunum batna gæði var- anna og búinu tekst að anna eftirspurn mun betur. Nýju tækin eru af fullkomnustu gerð. Öflugur öryggisbúnaður sér til þess að varan sem kemur frá þessum tækjabúnaði er mjög full- komin. Nýju G-vörutækin eru tölvustýrð og á skjá er hægt að sjá hvaða aðgerðir eru í gangi og hægt er að fylgjast með vinnslurásinni og gripa inn f þar sem þarf. Eldri búnaðurinn var settur upp 1975 og var orðinn slitinn og erfitt að anna eftirspum með honum. Birgir Guðmundsson mjólkurbús- stjóri segir að vinsældir G-varanna hafí vaxið jafnt og þétt frá þvi sú framleiðsla hófst. Hann sagði að með nýju tælq'unum yrði örlítil breyting á vörunum, flóunarbragðið yrði mun minna af G-mjóIk og minnkun þess skerpti kókóbragðið af kókómjólkinni. Þeytiijóminn yrði einnig mun betri, jafnari og þeyttist betur. Hann sagði að undanfamar vikur hefðu orðið tafír í framleiðsl- stjóra nýju G-vörutækin. unni á meðan á uppsetningu nýju tækjanna stóð og einhver skortur á vömnum gert vart við sig. Þetta sagði hann að mjólkurbúið bæði viðskiptavini sfna velvirðingar á. Nýi G-vörubúnaðurinn er keypt- ur hjá fyrirtækinu Pasilac-Danish Tumkey Dairies Ltd. í Danmörku. Fulltrúar frá þvf settu upp tækja- búnaðinn með starfsmönnum mjólkurbúsins og þjálfuðu mann- skapinn sem vinnur við framleiðsl- Morgunblaðiö/Sigupöur Jónsson Jón Birgir Kristjánsson mjólkurfræðingur fylgist með færibandi pökkunarvélanna. Moigunblaðiö/Siguröur Jónason Sverrir Ólafsson nyólkurfræðingur, Keld Jnrgensen mjólkurfræðing- ur, sem þjálfaði starfsmenn, og Guðmundur Birnir Sigurgeirsson framan við stýriborð nýju tækjanna. una. Nýju tækin vom afhent mjólkurbúinu formlega 30. septem- ber. Bent Norskov framkvæmda- stjóri sem afhenti tækin sagði að fyrirtækið framleiddi allar gerðir véla fyrir mjólkuriðnað og hefði selt tæki til landa um allan heim. Hann sagði að þeir hefðu átt góða samvinnu við MBF og vildu gjaman koma aftur í slfkum erindagerðum. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.