Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Forseti íslands heimsækir Italíu T 7 igdís Finnbogadóttir, forseti V Islands, er nú í opinberri heimsókn á Ítalíu. Er það í fyrsta sinn, sem íslenskur þjóðhöfðingi sækir ítölsku þjóðina heim í opin- berum erindagjörðum. Eins og forsetinn sagði réttilega, þegar hún ávarpaði Francesco Cossiga, forseta Ítalíu, höfum við íslend- ingar löngum verið þeirrar skoðunar, að „aliar leiðir liggi til Rómar". í því ljósi er meira en tímabært, að þjóðhöfðingi okkar fari þangað í opinbera för. Vigdís Finnbogadóttir hefur ferðast víða á undanfömum dögum og vikum. Hvarvetna hefur hún borið hróður landsins og komið fram fyrir hönd þjóðarinnar með glæsibrag. Menningarleg áhrif frá Ítalíu hafa verið svo mikil hér og um svo langan aldur, að ekki verður gerð úttekt á þeim í fáeinum orð- um. Þessi áhrif stafa ekki aðeins frá ítölum sjálfum heldur einnig katólsku kirkjunni og páfadómi í hjarta Rómar. Með óyggjandi rök- um hefur verið sýnt fram á, meðal annars af Hermanni Pálssyni, að latnesk rit upprunnin undir hand- aijaðri kirkjunnar á Ítalíu höfðu ómæld áhrif á ritun íslendinga- sagna á öldunum eftir upphaf íslandsbyggðar. Án hlutdeildar kirkjunnar þjóna hefðu þessar sagnir ef til vill ekki varðveist fram á þennan dag. í myndlist, höggmyndalist, byggingarlist, kvikmyndalist og tónlist höfum við sótt fyrirmyndir og þekkingu til Ítalíu og listastefna, sem eiga uppruna sinn þar. Hin síðari ár hafa almenn kynni íslendinga af Ítalíu, ítölum og ítölsku þjóðlífí verið meiri en nokkru sinni fyrr, þúsundir eða tugþúsundir íslend- inga hafa sótt Ítalíu heim sér til hvfldar og hressingar. Er ekkert lát á þeim ferðum og verður áreið- anlega skemmtilegra að vera íslendingur á Ítalíu, eftir að þeir hafa ht5t þau kynni af Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, sem leiða af heimsókn hennar nú. ítalir voru í sárum eftir síðari heimsstyrjöldina ekki aðeins vegna mannfalls og mikilla fórna heldur einnig efnahagslega og stjómarfarslega. Á ótrúlega skömmum tíma tókst þeim að skipa sér að nýju í fremstu röð og eru nú meðal fímm öflugustu iðnrfkja heims. Er talið að á síðustu ámm hafí þeir skriðið fram úr Bretum, ef mið er tekið af þróun efnahagsmála. ítölsk fyrirtæki voru rekin af miklum dugnaði, eftir að þjóðin tók að rétta úr kútnum eftir styijöldina. Síðan varð nokkur lægð hjá þeim. Hin síðari ár hafa Italir á hinn bóginn verið í röð þeirra, er hafa verið óhræddastir við að tileinka sér hátækni og sækja inn á nýjar brautir í krafti hennar. Má segja að stórfyrirtæki eins og Fiat og Olivetti, sem eru heimskunn fyrir framleiðslu sína, hafí endumýjað lífdaga sina hin síðari ár. ítalir og íslendingar hafa tekið höndum saman um að tryggja öryggi sitt með þátttöku í Atlants- hafsbandalaginu. Hlutur ítala er að sjálfsögðu mestur í suðurhluta Evrópu og á Miðjarðarhafí. Af ríkjunum í Suður-Evrópu, sem láta æ meira að sér kveða innan Atlantshafsbandalagsins og ekki síður Evrópubandalagsins, er ít- alía öflugust. ítalir eru fastir fyrir í öryggismálum. Reynslan í síðari heimsstyijöldinni og fjölmörgum stríðum á undan henni hefur kennt þeim, að best er að efla friðsamlegt samstarf við ná- granna sína. Jafnvel Kommún- istaflokkur Ítalíu, sem löngum hefur verið öflugur, hefur fallið frá andstöðu sinni við Atlants- hafsbandalagið svo að ekki sé talað um Evrópubandalagið. Heimsókn Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta Islands, til Ítalíu er gleðileg og tímabær staðfesting á vináttu þjóða Ítalíu og íslands. \ Æft vegna íslands Iumræðum um íslensk öryggis- mál hefur oft verið drepið á það, að viðbúnaður vamarliðsins í landinu sjálfu sé ekki með þeim hætti, að það hafí afl til að veij- ast lengi, ef ráðist yrði inn í landið sjálft. Hefur jafnframt verið á það bent af sumum, að nauðsynlegt væri að sýna fram á það með æfíngum, að vamarliðið hefði afl til að halda uppi slíkum vömum. í Morgunblaðinu á laugardag birtast fyrstu myndir í íslensku blaði frá æfíngum bandaríska landhersins í þágu íslenskra land- vama. Eins og af frásögninni má ráða, sem myndunum fylgdu, hafa Bandaríkjamenn uppi mikinn við- búnað til að geta staðið við þær skuldbindingar, sem af vamar- samningnum leiða. Rúmlega 5.000 manns úr varaliði banda- ríska landhersins, 1.000 ökutæki og 21 flugvél tóku þátt í þessum æfíngum að viðstöddum tveimur fulltrúum vamarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Morgunblaðið telur þessar æf- ingar enn til marks um, að þess sé gætt eins og kostur er, að bún- aður vamarliðsins sé ætíð þannig, að það geti bmgðist við þeirri hemaðarógn, sem að landinu steðjar. Þegar myndimar af við- búnaði Bandarfkjamanna okkar vegna em skoðaðar, hljótum við að lfta í eigin barm og spyija: Gemm við nóg sjálfír? Alþjóðaiiáttúruverndarsióðiirinn: Aukin fræðslí umhverfisve] eftirSturlu Friðriksson Alþjóðanáttúruvemdarsjóður- inn, World Wildlife Fund (WWF), hefur reynt að hafa áhrif á hval- veiðar okkar íslendinga. í frétta- bréfí félagsins, sem gefíð er út í Sviss og dreift er víða um heim, em oft greinar um afstöðu íslenskra stjómvalda í hvalveiði- málum og bent á að með vísinda- veiðum séu íslendingar að ijúfa þá alþjóða samstöðu, sem reynt hefur verið að ná um að friða hvali um stundar sakir til þess að forða ýmsum tegundum hvala frá útrým- ingarhættu. Þegar um alþjóða friðunarað- gerðir á náttúmauðlindum er að ræða hafa þær mismikil áhrif á efnahag einstaklinga og þjóða. Hömlur á sölu afurða friðaðra dýra hafa þannig haft mikil áhrif á efna- hag margra Afríkuríkja, sem þó hafa algjörlega friðað þær dýra- tegundir, sem álitið er að geti verið í útrýmingarhættu. Friðun á landsvæðum til vemd- ' unar dýra og plantna skerða einnig rétt manna til að nylja þau svæði á annan hátt. Slíkar aðgerðir skapa eðlilega árekstra, en þó hefur feng- ist samstaða um friðun þjóðgarða og margir hafa lagt sitt af mörkum til þess að varðveita sérstæðar náttúmauðlindir. Samtökin WWF em mjög sterk og áhrifamikil enda aðhyllast millj- ónir manna um heim allan þau sjónarmið er samtökin beijast fyr- ir. Er þýðingarmikið fyrir farsæl viðskipti þjóða að taka nokkurt til- lit til þeirra sjónarmiða. Við íslendingar viljum eðlilega ekki una því, að aðrar þjóðir hlut- ist til um atvinnuhætti okkar. Hins vegar er nú að fengnu samkomu- lagi við Bandaríkjamenn um hvalveiðar einmitt ástæða fyrir okkur að meta hvers virði það er að taka þátt í alþjóðasamvinnu um tfmabundna friðun á hval í anda samþykktar alþingis frá því í sept- ember 1982 og sýna í verki, að við sem aðrir viljum gæta hófs í nýtingu náttúmauðlinda okkar. í meðfylgjandi greinargerð er Risaakjaldbaka á Galapagos. skýrt frá starfsemi WWF-samtak- anna. Alþjóðanáttúmvemdarsjóður- inn, World Wildlife Fund, varð tuttugu og fímm ára á síðastliðnu ári og hyggur á mikið átak í friðun- armálum í tilefni þessara tíma- móta. Forseti samtakanna er Filipus prins, eiginmaður Elísabet- ar Bretadrottningar, en fram- kvæmdastjórinn heitir Charles de Haes og hefur hann aðsetur í höf- uðstöðvum sjóðsins í Sviss. Náttúmvemdarsjóðurinn rejmir nú að ná til allra þeirra, sem enn standa utan við samtökin, ekki aðeins með hjálp fjölmiðla, heldur einnig á ýmsan annan hátt. Eink- um er reynt að ná til margra íbúa þróunarlandanna, en sennilega búa tveir þriðju þeirra við algjöran fjöl- miðlaskort. Reynt er að stuðla að hugarfarsbreytingu gagnvart um- hverfínu og lífríki þess. Efnt verður til fundarhalda um friðunarmál, þar sem sérfræðingar á sviði vísinda, hagfræði, viðskipta, fjöl- miðla, sljómmála og trúmála munu ræða ýmsa mikilsverða þætti, sem hafa áhrif á umgengnisvenjur og hugarfar fólks gagnvart náttú- mnni. Reynt verður að koma boðskapnum um náttúmvemd til skila á greinargóðan hátt, til sem flestra manna. Náttúmvemdarsamtökin eða deildir um allan heim, sem aðild eiga að Alþjóðanáttúmvemdar- sjóðnum, World Wildlife Fund, em studd af yfír milljón félagsmönn- um. Einkunnarorð samtakanna á þessu 25 ára afmæli em: Aðgát, þjálfun, menntun. Meðal annars er nú gert ráð fyrir, að leiðtogar hinna ýmsu trúarbragða heims muni taka náttúruvemdarsjónar- mið til umfjöllunar og leitast við að fella þau inn í siðfræði einstaka trúarbragða til þess að hvetja fólk til að umgangast land sitt og lífver- ur með nærgætni. Þegar Alþjóðanáttúmvemdar- sjóðurinn var stofnaður árið 1961 hafði hann einkum tvennt á stefnu- skrá sinni. í fyrsta lagi að safna fé, sem varið skyldi til náttúm- vemdar, og í öðm lagi að vekja fólk til meðvitundar um mikilvægi þess að bjarga tegundum dýra og plantna sem em í útrýmingar- IjÓBmyndari/Sturla Friðriksaon Sturla Friðriksson hættu. Nú er hins vegar enn meira í húfí og þörf er á enn víðtækari ráðstöfunum til að koma í veg fyr- ir fækkun tegunda í lífríki jarðar, þar sem sífellt bætast við eyðingar- öfl og stöðugt er þrengt að lífver- um í heimkynnum sínum með auknum umsvifum manna og auk- inni mengun, sem fylgir í kjölfarið. Á fyrstu ámm samtakanna beindist áhugi þeirra aðallega að vemdun nokkurra dýrategunda. í þeim hópi dýra vom hvítabimir, arabíska oryx-antílópan, nashym- ingurinn, nagapinn á Madagaskar og förufálkinn. Seinna hafa marg- ar fleiri dýrategundir bæst við þennan lista. Vitað er um flölda tegunda dýra og plantna, sem em í útrýmingar- hættu um víða veröld. Hefur verið samin skrá yfír þessar tegundir og reynt að sýna viðkomandi að- standendum fram á ríkjandi hættuástand, en oft er það einmitt af vanþekkingu og gáleysi að teg- und er útrýmt. Þannig var þeim mönnum hér á landi, sem skutu tvo geirfugla í Eldey úti af Reykjanesi hinn 3. júní 1844, áreiðanlega ekki kunn- ugt um, að þeir hefðu með því ósköp saklausa atferli, að því er virtist, útrýmt af jörðinni síðustu einstaklingum þes3arar sérstæðu fuglategundar. Svipaðar sögur má segja af mörgum öðmm tegundum plantna og dýra og reynir sjóðurinn að vara við þessari hættu. En nokkur stefnubreyting varð á starfsemi sjóðsins þegar fram liðu stundir. Þegar í ljós kom hvemig allt vistkerfí jarðar hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomu tegundarinn- ar fóm samtökin að láta sig varða vemdun heimkynna þeirra teg- unda, sem vom í útrýmingarhættu, og fóm almennt að sinna því hvaða þýðingu náttúmvemd hefur fyrir velferi) mannsins. í Afríku hafa verkefni sjóðsins sérstaklega beinst að friðun stórra svæða. Og þar sem sýnt var, að alls konar hörmungar áttu rót sina áð rekja til vistfræðilegrar röskun- ar var fjárveiting til hjálpar Afríku nýlega aukin 12 milljónir dollara á ári (sem er jafnvirði tæpra 80 milljóna króna).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.