Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 Noregnr: Deilt um bú- seturétt alb- anskættaðra flóttamanna Ósl6, Reuter. NORSKIR mannréttindahópar hafa gagnrýnt harðlega áform stjórnvalda um að vísa 900 mönn- um af albönskum ættum heim til föðurhúsanna. Þeir eru flestir frá Kosovo-héraði í Júgóslavíu. Alþjóðasamtökin Amneaty hafa tekið undir þessa gagnrýni og segja, að langflestir eigi fangels- isvist yfir höfði sér. Albanimir hafa komið til Noregs á síðustu tveimur árum. Allir hafa þeir óskað eftir pólitísku hæli í landinu. Eins og alkunna er af frétt- um hefur verið mjög róstusamt í Kosovo síðustu árin. Átta af tíu íbúum þar telja sig Albani og hafa krafízt þess, að fá að stofna sér- stakt lýðveldi. Norsk stjómvöld hafa upp á síð- kastið reynt að draga úr innflytj- endastraumi og svipaðar áætlanir hafa verið ræddar í Danmörku. Raddir hafa og heyrzt um það í Svíþjóð, að tími væri kominn til að setja strangari skilyrði fyrir því að fólk fengi að setjast þar að. Talsmaður Amnesty í Noregi, Eyvind Johnson, sagði í gær, að norsk stjómvöld yrðu að taka mið af því á hvaða forsendum mönnum væri veitt hæli. Hann sagði, að stjómvöldum væri kunnugt um, að flestir Albananna hefðu haft ein- hver afskipti af baráttu fyrir auknu frelsi og meiri réttindum í Kosovo. Það lægi í augum uppi, að þeir yrðu dregnir fyrir dóm og það sam- rýmdist ekki réttlætistilfínningu Norðmanna sem byggju viðóskorað lýðræði og jafnrétti í lögum, að þeir sendu menn á vit slíkra örlaga. Reuter Snjókoma í Bandaríkjunum MIKIL snjókoma gerði íbúum í Pittsfield í þann daginn. í Pittsfield var skipulögð neyðar- Massachusetts-fylki í Bandarikjunum lífið leitt þjónusta fyrir þá bæjarbúa sem voru án raf- um helgina. Á sunnudag mældist jafnfallinn magns og skulfu úr kulda innan dyra. ökumenn sryór rúmir 20 sentimetrar og mun það vera áttu í mestu erfiðleikum að komast leiðar aínnnr met á þessum slóðum. Rafmagnslínur slitnuðu eins og myndin ber með sér. og Berkshire-sveitarfélagið var rafmagnslaust Forsetakosningar í Egyptalandi: Mubarak fékk 97 prósent atkvæða Sviss: ________ Aubert sest í helg- an stein Bern, Reuter. PIERRE Aubert, utanríkisráð- herra Sviss, tilkynnti í fyrradag að hann hygðist láta af embætti í desember. Aubert tilheyrir flokki jafnaðarmanna og hefur hann gegnt starfi utanrikisráð- herra í tfu ár. Tilkynning Auberts kom ekki á óvart því lengi hafði verið spáð að hann myndi brátt láta af störfum. Aubert tilkynnti um ákvörðun sína á fréttamannafundi í fyrradag sem boðað var til í lok síðasta þingfund- ar en þingkosningar verða haldnar í Sviss þann 18. þessa mánaðar. „Ég er sextugur að aldri og störf í þágu hins opinbera eru krefjandi," sagði hann aðspurður um ástæður ákvörðunar sinnar. Þingmenn munu kjósa eftirmann hans þann 9. desember. Aubert hefur verið gagnrýndur fyrir utanríkisstefnu sína en hann hefur leitast við að gera land sitt meira áberandi en áður á vettvangi alþjóðastjómmála. Hefur ýmsum þótt framganga hans vera í ósam- ræmi við hlutleysisstefnu landsins auk þess áem forystuhæfíleikar hans hafa verið dregnir í efa. Kairo, Reuter. EGYPSKIR kjósendur gengu í fyrradag að kjörborðinu tíl að velja sér forseta til næstu sex ára. Hosni Mubarak núverandi forseti Egyptalands var einn f framboði og þurftu kjósendur einungis að setja Já“ eða „nei“ á kjörseðilinn. 97 prósent kjós- enda greiddu Mubarak atkvæði og mun hann þvi sitja sitt annað kjörtímabil. Zaki Badr innanrík- isráð’herra greindi frá úrslitun- Noregnr: Herða gæsluna við sovésku landamærin Minjagriþasafnarar til vandræða Osló, Reuter. NORSK stjórnvöld hafa ákveðið að herða gæslu við sovésku landamærin til að koma í veg fyrir ferðir ástríðufullra mipja- gripasafnara inn á sovéskt yfirráðasvæði. Að sögn tals- manns norska utanríkisráðu- neytisins hafa 32 Norðmenn farið í leyfisleysi yfir landamær- in á þessu ári. Landamæri Noregs og Sovétríkj- anna liggja saman á tæplega 200 kílómtera löngu svæði. Að sögn Pers Faust, talsmanns norska ut- anríkisráðuneytisins, hafa Sovét- menn mótmælt því að norskir ríkisborgarar skuli eiga svo greiðan aðgang að sovésku yffirráðasvæði. Norsk stjómvöld kveðast líta mál þetta alvarlegum augum. „Yfírleitt er um unga menn að ræða sem fengið hafa sér nokkra bjóra og vilja sýnast kaldir kallar," sagði Faust. „Þess vegna synda þeir yfir ána sem markar landmærin og koma til baka með einhvers konar sigurlaun - yfirleitt skilti með rúss- neskri áletrun. Á vetuma fara þeir yfír á vélsleðum," bætti hann við. Norðmenn leggja áherslu á að sem minnst spenna ríki á landa- mæmm ríkjanna og heimiia þeir til að mynda ekki heræfingar á vegum Atlantshafsbandalagsins á þessum slóðum. Um 150 landamæraverðir sjá um gæsluna. Viðbúnaður Sovét- manna er einnig í lágmarki. Varðtumar em fáir og hermt er að sprengjur séu ekki grafnar þar í jörðu. Embættismenn frá ríkjun- um tveimur funda einu sinni í mánuði um gæsluna á landamæmn- um og em þeir fundir ýmist haldnir á norsku eða sovésku yfirráða- svæði. um í sjónvarpi í gær. Mubarak sver embættiseið á mánudag og hefur hann lýst yfír því að Atef Sedki verði áfram for- sætisráðherra hans, en búist er við að hann geri einhveijar breytingar á stjóm sinni. 14,3 milljónir Egypta hafa at- kvæðisrétt og 12,7 milljónir neyttu hans. 12,4 milljónir “atkvaeðaseðla vom gildar og þar af vora 12 millj- ónir til stuðnings Mubarak. Aðeins $58.695 Egyptar greiddu atkvæði gegn því að hinn 59 ára gamli for- seti sæti áfram. Badr sagði að fjöldinn hefði stutt Mubarak vegna fyrri afreka hans: „Kjósendur veittu lýðræði, frelsi, öryggi og stöðugleika stuðning sinn,“ sagði Badr. Aðeins helmingur kjósenda greiddi atkvæði f þingkosningum í apríl og sá Mubarak því ástæðu til að skora á landsmenn að mæta á kjörstað, jafíivel þótt þeir fylgdu honum ekki að málum, í ræðu kvöldið fyrir kosningamar: „Þjóðin verður að sýna að hún trúi á lýðræð- ið,“ sagði forsetinn. í raun er skylda í Egyptalandi að taka þátt í kosn- ingum, eða „skoðanakönnunum" eins og þær em kallaðar og 40 króna sekt vofir yfír þeim sem heima sitja. Reuter Hosni Mubarak, nýendurkjörinn forseti Egyptalands, stendur við gröf óþekkta hermannsins f Kairó. Mubarak þykir heldur sviplaus leiðtogi í samanburði við fyrirrenn- ara sína Anwar Sadat, sem féll fyrir morðingja hendi árið 1981, og Gamal Abdel Nasser. Mubarak hef- ur hvatt þjóð síría til að „vinna meira, framleiða meira og eignast færri böm,“ til að rétta við efnahag landsins. Stjómararídstöðuflokkar studdu Mubarak, en þeir vilja þó allir að fyrirkomulagi forsetakosninga verði breytt og haldnar verði beinar kosningar, þar sem stjómmálamenn geti boðið sig fram til embættisins. Eins og málum er nú háttað skipar þingið forsetaframbjóðendur og ákvað að Mubarak skyldi einn fara fram. Samkvæmt stjómarskránni varð Mubarak að boða til kosninga ætlaði hann að sitja annað kjörtíma- bil. Sovétríkin: Niðurgreiðslukerfið í landbúnaði fáránlegt Kaffið dýrara en áður London, Reuter. Heimsmarkaðsverð & kaffi hækkaði á mánudag f kjöifar þess, að fulltrúar framleiðenda og kaupenda ákváðu að koma á útflutningskvótum til að draga úr offramboði á mark- aðnum. Ef staðið verður við samkomu- lagið og kvótana mega neytendur búast við að þurfa að greiða að- eins meira fyrir kaffisopann til mikils léttis fyrir fjármálaráðherra framleiðslulandanna en þau em aðallega skuldum vafín þriðja- heimsríki. Er að því stefht, að verðið verði ekki lægra en 1,20 dollarar fyrir pundið (0,45 kg) en í mars sl. var það komið niður í 90 sent og hefur verið í 106 sent- um að undanfömu. Á mánudag hækkaði það í London um 4,5 sent. - segir Gorbach- ev Sovétleiðtogi Moskvu, Reuter. MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, sagði í ræðu í Murmansk á fimmtudag f sfðustu viku að umbótastefna sín væri bylting án blóðsúthellinga. Sem dæmi um afdrifarík stefnumál sfn nefndi hann baráttuna við drykkjusýkina og verðhækkanir á nauðsynjavörum sem hingað til hafa verið fáanlegar við vægu verði f Sovétríkjunum. Gorbachev sagði að næstu tvö árin yrðu prófsteinninn á stefnu sína, því hún væri farin að hafa áhrif á lff tugmilljóna manna. Hann fullyrti að baráttan við diykkjusýk- ina hefði þegar bætt líf fjölda fólks: „Og hvemig er hægt að meta það til fullnustu," bætti hann við. Síðan skýrði leiðtoginn hvað hann ætti við með kröfunni um aukið lýð- ræði: „Lýðræði er meðvituð ögun og skilningur á nauðsyn þess að allir taki þátt. En lýðræði er ekki ögunar- \ýg ábyrgðarleysi og það veitir möríríum ekki rétt til að gera það sem þeim sýnist. Ef maður lifir í samfélagi við aðra þá er hann ekki frjáls undan því samfélagi." Síðan bætti hann við að Sovétríkin gætu ekki komist af án umbóta, og ljóst væri að sósfalisminn ætti mikið af leyndum krafti. Orðrómur hefur verið á kreiki í Sovétrílq'unum um að til standi að hækka verð á nauðsynjavömm og þá einkum landbúnaðarvömm. Gorbachev staðfesti í ræðu sinni sem sjónvarpað var beint um Sov- étríkin, að slíkt stæði fyrir dymm og sagði áformin nauðsynleg til að endurskipuleggja landbúnaðar- framleiðsluna. Jafnframt fullvissaði hann viðstadda um að verkalýður- inn þyrfti ekki að bera þennan aukna kostnað. Hann bar saman verð á landbúnaðarvömm f nokkr- um löndum, sagði meðal annars að verðið á brauði væri meira en fímm- falt hærra í Bandaríkjunum en í Sovétríkjunum. Ástæðuna fyrir þessu sagði hann vera fáránlegt kerfí í Sovétríkjunum sem leiddi til þess að ríkið greiddi samyrkjubúum tvöfalt meira fé en kæmi til baka. Niðurgreiðslur á landbúnaðarvömm nema að hans sögn 88 milljörðum rúbla á ári eða 350 miHjöröum íslenskra króna. Að lokum beindi hann þeirri spumingu til viðstaddra hvort þeir væm sammála um að breytinga væri þörf og að sögn umíuðu áheyrendur samþykkjandi orð, hálfum huga þó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.