Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 37 Morjrunblaðið/KGA Islensku keppendurnir sem tóku þátt í Evrópukeppninni á sunnudag, talið frá vinstri: Guðrún Sverrisdóttir, Guðfinna Jóhannsdóttir sem varð í sjötta sæti, Helga Bjarnadóttir og Dóróthea Magn- úsdóttir. Módelin eru í fremri röð: Helga Þorgilsdóttir, Bára Guðmundsdóttir módel Guðfinnu, Þórdís Steinsdóttir og Jónheiður Steindórsdóttir. Evrópukeppnin í hárgreiðslu: Guðfinna í sjötta sæti GUÐFINNA Jóhannsdóttir varð í 6. sæti af 98 í hárblæstri í Evrópukeppni í hárgreiðslu sem fram fór í Búdapest á sunnudag. íslendingar hafa keppt einu sinni áður í Evrópu- keppninni að sögn Guðfinnu, en þá varð Sólveig Leifsdóttir í tíunda sæti. í samtali við Morgunblaðið sagði Guðfinna að íslensku kepp- endunum hefði öllum gengið vel, en þau væru ekki búin að fá stig- in úr keppninni. Einungis hefðu verið kölluð upp tíu efstu sætin í hverjum flokki. Keppt var í þrem- ur greinum: Viðhafnargreiðslu, daggreiðslu og hárblæstri. Módel íslensku keppendanna sagði hún hafa fengið mjög góða dóma og hefðu þau vakið mikla athygli. Auk Guðfínnu keppa fyrir íslands hönd: Dóróthea Magnúsdóttir, Guðrún Sverrisdóttir og Helga Bjamadóttir. - segir Sigurður T. Sigurðsson, for- maður verkamannafélagsins Hlífar „Ástæðan er mjög einföld. Fólk hefur flúið úr framleiðslu- störfum vegna lágra launa. Þetta er að verða hörmungarsaga hér, Bifreið stolið TOYOTA Corolla bifreið var stolið aðfaranótt sunnudagsins, en þá stóð bifreiðin við hús núm- er 11 í Granaskjóli. Bifreiðin er dökkgræn að lit, ár- gerð 1975. Hún var nýkomin úr viðgerð og hafði aðeins staðið í nokkra tíma við húsið þegar hún hvarf. Bifreiðin var númerslaus. Þeir sem hafa orðið varir við hana eru beðnir um að láta lögregluna í Reykjavík vita. Athugasemd Að gefnu tilefni vill undirrit- aður koma eftirfarandi á fram- færi til að forðast misskilning vegna fréttar er birtistí Morgun- blaðinu 5. október 1987, þar sem sagt var frá fundi er utvarp- slaganefnd hélt með fulltrúum þeirra útvarps- og sjónvarps- stöðva er hafa hlotið leyfi til útsendinga. Fyrirsögnin á fréttinni var svo- hljóðandi. „Gagnrýni á starfsemi Menning- arsjóðs". Þar sem margir halda að hér sé átt við Menningarsjóð, er var stofn- aður samkvæmt lögum frá 12. apríl 1928 og hefur starfað í tæp 60 ár, er rétt að upplýsa að Menningar- sjóður útvarpsstöðva er honum alls óviðkomandi. bæði með frystihúsin og ýmis önnur störf að framleiðslu," sagði Sigurður T. Sigurðsson, formaður verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, aðspurður um ástæður samþykktar almenns félagsfundar í síðustu viku þess efnis að öllum umsóknum er- lendra manna um atvinnu skuli hafnað þar til leiðrétting er feng- in á launum verkafólks. „Við teljum þau viðbrögð at- vinnurekenda, að ætla að mæta þessu með því að flytja inn fólk, alröng. Með því er hægt að halda launum verkafólks mjög neðarlega og við ætlum að beita öllum þeim ráðum sem við kunnum til þess að koma í veg fyrir þetta. Þegar fólk hættir að flýja atvinnugreinarnar vegna launanna, er hægt að tala við okkur um erlent verkafólk, en fyrr ekki,“ sagði Sigurður ennfrem- ur. Velti bifreið BIFREIÐ valt undir Ólafsvíkur- enni um kl. 4 á sunnudagsmorgun. Ökumaður var einn í bifreiðinni og er hann grunaður um að hafa verið ölvaður undir stýri. Hann slapp án teljandi meiðsla, en verulega sér á bifreið hans. Egilsstaðir: Ráðherra vill hraða út- Fólk flýr fram- leiðslustörf vegna lágra launa boði á gerð flugvallarins Margir hyggjast bjóða, segir framkvæmdasljóri Verktakasambandsins Menningarsjóður lýstur stjóm menntamálaráðs íslands, sem er fimm manna ráð er Alþingi kýs eftir hveijar alþingiskosningar. Það er hér með ósk undirritaðs að þeir sem fjalla um menningar- sjóði almennt, tilgreini ávallt hvaða menningarsjóð er átt við hveiju sinni til að forðast misskilning, eins og þann, sem varð til vegna upp- setningar á frétt í Morgunblaðinu 6. október 1987. SJÁLFHELDA virðist vera kom- in í samningaviðræður launa- nefndar ríkisins og þyrluflug- manna hjá Landhelgisgæslunni. Páll Halldórsson flugrekstrar- stjóri Gæslunnar og yfirflug- stjóri hefur sagt upp störfum og neita flugmenn að ræða frekar um launakjör, á meðan flug- rekstrarmál eru ekki á hreinu. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar telur þetta vera fyrirslátt. Páll Halldórsson sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri stað- ur né stund til að fara nákvæmlega ofan þessi mál, hann sagði hins vegar: „Maður sem gegnir minni stöðu er ábyrgur fyrir flugrekstri Samgönguráðherra Matthías Á. Mathiesen afhenti Sigurði Erni Símonarsyni bæjarstjóra Egilsstaða svar við mótmæla- bréfi bæjarsljórnar á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði gagnvart forstjóra Gæslunnar ann- ars vegar og flugmálastjóm hins vegar. Eg hef verið vændur af yfir- stjóm Gæslunnar um ósannsögli, vísvitandi óstjórn og skipulagsleysi, þannig að það segir sig sjálft, að ég get ekki lengur setið undir slíku. Er ég reyndar hissa á að mér skuli ekki hafa verið sparkað fyrir löngu.“ Páll, sem gegnt hefur starfi flugrekstrarstjóra og yfirflugstjóra í rúm 3 ár, sagði fyrirvaralaust upp störfum sínum 29. september síðastliðinn. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði að þessi afstaða flugmanna kæmi mjög flatt upp á sig, þar sem samn- í gær. Þar kemur fram að ákvörðun ráðuneytisins um út- boð á gerð Egilstaðaflugvallar stendur óhögguð. Flugmála- stjórn vinnur nú að gerð útboðsgagna og hefur ráð- ingsaðilar hefðu verið mjög nærri því að ná samkomulagi um greiðslu bakvakta. „Það stóð til að halda fund með samningsaðilum síðastlið- inn fimmtudag, en fulltrúar flug- manna létu ekki sjá sig og gáfu fulltrúar Félags íslenskra atvinnu- flugmanna þá skýringu, að þeir væru að breyta um „taktík" í samn- ingaviðræðunum. Það hafði síðan verið ákveðið að halda annan fund á mánudag, í Borgartúni, en fulltrú- ar flugmanna létu enn ekki sjá sig. Ég fékk síðan bréf þann dag, þar sem þeir skýrðu frá því að ekki yrði frekar rætt um launakjör, þar til flugrekstrarmál yrðu komin á hreint," sagði Gunnar Bergsteins- son. herra óskað þess að henni verði hraðað sem unnt er. Pálmi Kristinsson framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands sagði að fyrirtæki af Norður, Suður og Vesturlandi hefðu fylgst gangi mála og hyggðust margir bjóða í verkið. í lögum um skipan opinberra framkvæmda segir að verk skuli „að jafnaði unnin samkvæmt til- boði á grundvelli útboðs". Er það í verkahring samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir að veita undanþágu frá þessu ákvæði. Fyrrverandi samgönguráðherra Matthías Bjamason leitaði ekki leyfis nefndarinnar þegar hann fyrirskipaði að hafnar skyldu við- ræður við Samstarfsfélag tækja- eigenda á Fljótsdalshéraði um mitt sumar. Að sögn Magnúsar Péturs- sonar formanns samstarfsnefnd- arinnar var þess ekki þörf þar sem Flugmálastjóm er í hópi þeirra stofnana er ekki þurfa að skjóta sínum verkefnum fyrir nefndina. „Engu að síður er það í anda laganna að opinber verkefni skuli boðin út og öllum stofnunum ber að fara eftir þeim. Flugvallargerð- in á Egilsstöðum er að mínu mati dæmi um verkefni sem á skilyrðis- laust að bjóða út,“ sagði Magnús. í frétt Morgunblaðsins í gær var haft eftir Halldóri Ásgrímssyni að slæm reynsla hefði fengist af verktökum sem kæmu á Austfírð- ina en skildu eftir sig skuldaslóð. Pálmi Kristinsson kvað rétt að verktakar í þjónustu Vegagerðar ríkisins hefðu orðið gjaldþrota með þessum afleiðingum. Því miður væra brögð að því að opinberar stofnanir tækju tilboðum fyrir- tækja sem hefðu ekki bolmagn til að standa við gerða samninga. „Verktakasambandið hefur frá upphafí verið fylgjandi sem ftjáls- astri samkeppni á þessu sviði. Þeirri skoðun hefur þó vaxið ás- meginn að endurskoða megi reglur um mat á tilboðum, fjárhagstöðu, reynslu, tækjabúnaði og ntarfs- mannahaldi verktaka. Sambandið hefur í hyggju að leggja tillögur að hertum reglum fyrir opinberar stofnanir á næstunni,“ sagði Pálmi. Vegagerð ríkisins krefst að jafnaði trygginga af verktökum. Ef fyrirtæki stendur ekki við gerða samninga ber stofnunin því ekki fjárhagslegan skaða af því að ljúka verkinu, að sögn Snæbjamar Jóns- sonar vegamálastjóra. En fyrir- tæki sem selja verktaka þjónustu þurfa hinsvegar að tryggja sig sjálf fyrir skakkaföllum. Af þeim sökum geta heimamenn setið í skuldasúpunni þótt hagur hins opinbera sé tryggður eins og Aust- fírðingar hafa fengið að reyna. Hrólfur Halldórsson, f ramkvæmdastj óri Menningarsjóðs. Launadeila þyrluflugmanna og Landhelgisgæslunnar: Uppsögn yfirflugstjór- ans setti málið í hnút
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.