Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 Sveik út bifreið og velti henni sama dag BIFREIÐ valt á Reykjánesbraut á mánudagskvöld og er ónýt eft- ir. Siðar kom í Ijós að ökumaður- inn hafði keypt bifreiðina fyrr um daginn, en hann hefur nú verið kærður fyrir svik í þeim viðskiptum. Maðurinn gekk frá kaupum á bifreiðinni, sem er af gerðinni BMW, á mánudag. Umsamið kaup- verð var 650 þúsund krónur. Á mánudagskvöld var maðurinn að skemmta sér ásamt félaga sínum og velti hann bifreiðinni þá um kvöldið. Hann er talinn hafa ekið henni undir áhrifum áfengis. Ekki slasaðist maðurinn eða félagi hans, en bifreiðin er talin ónýt. Þegar rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði hafði lokið við að taka skýrslu af manninum kom í ljós, að rannsóknarlögreglan í Keflavfk var að leita hans. Fyrri eigandi bif- reiðarinnar hefur nefnilega kært hann fyrir að hafa falsað nafn á skuldabréf, sem hann notaði í við- skiptunum. Þegar þetta kom í ljós var maðurinn hins vegar farinn frá Hafnarfirði og er hans nú leitað. Samvinnutryggingar: 278 tjónabílar keyptir á árinu Samvinnutryggingar hafa keypt 278 bifreiðar vegna tjóna sem orðið hafa i umferðinni á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Fyrir bifreiðarnar þurfti trygg- ingarfyrirtækið að greiða um 80 miiyónir króna. Á sama tíma í fyrra voru keyptar VEÐUR 172 bifreiðar á 35 milljónir króna, þannig að nú eru bifreiðamar 106 fleiri. Kaup félagsins á skemmdum bifreiðum hafa því aukist um 61,6% frá því í fyrra, en kaupverðið hefur hækkað um 128%. Meðalverð hverrar keyptrar bif- reiðar er tæplega 278 þúsund krónur og hefur hækkað um 41,37%. Þessar upplýsingar koma fram í Gjallarhomi, málgagni sam- vinnutryggingamanna. Þar er enn fremur bent á, að hækkun iðgjalda í vor nam 15 prósentustigum. VEÐURHORFUR f DAG, 08.10.87 YFIRLIT 4 hádofll i grnr: Hœð er yfir Graeniandl en laagð fyrir auat- an land. IPA: ( dag verður norðan- og norðauatanótt á landlnu, sums stað- ar hvösa austan til en mun haagari á Vestfjörðum. Sunnan- og suðaustanlands verður bjartvlðri en vfða éi eða slydduól I öðrum tandshlutum. Frost 0—4 atig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA FIMMTUDAGUR: Fremur hæg norðanátt, víða ól um norðanvert landlð en bjart verður að mestu sunnanlands. Hitl nálægt frost- markl viö suðausturströndina en annars frost um allt land. FIMMTUDAGUR: Hæg vaxandl norðanátt, él um noröanvert landlð en bjart að mestu sunnanlands. Hlti nálægt froatmarki við suðaust- urströndina en annara frost um allt land. TAKN: y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráöur á Celsius <k a Á stefnu og fjaðrirnar • Skúrir Heiðskirt vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka r r r ■ Þokumóða Hátf skýjað * r * Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur ■» * # —j_ Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma # * # K Þrumuveður tijá W' V ¥ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 (gær að ísl. tíma hHI vaAur Akurayrl 0 anjóél Raykjavfk 1 hátfakýjað Bergan 14 alakýjað H«ltinkl 11 alakýjað JanMayen 1 aúld Kaupmannah. 14 þokumóða Niresaresuaq vantar Nuuk + 2 léttakýjað Oaló 10 rlgnlng Stokkhólmur 12 þokumóða Þórahðfn 8 akýjað Algarva 21 akýjað Amttardam 18 alakýjað AJ>ana vantar Barcalona 23 Mttakýjað Barlln 18 léttakýjað Chicago 12 alskýjað Fmiyfir 18 þokumóöa Frankfurt 20 hélfskýjað Qlasgow 11 akúr Hamborg 18 rignlng LasPalmaa 26 léttakýjað London 14 skúr LoaAngalaa 18 þokumóöa Lúxamborg 14 akúr Madrld 16 akýjað Malaga 23 Mttskýjað Mallorca 26 léttakýjað Montraal 10 Mttakýjað NswYork 12 halðakfrt Parfa 16 skúr Róm 23 rigning Vln 18 akúr Washington 11 •kýjað Wlnnipag 1 akýjað Morgunblaðið/Júlíus Talsverðar skemmdir urðu í hörðum árekstri á Hjarðarhaga á mánu- dagskvöld, en meiðsli á fólki lítil. Tvær bifreiðir skullu saman HARÐUR árekstur varð á Hjarð- arhaga á mánudagkvöld. Tvær bifreiðir rákust þar saman og er ökumaður annarrar grunaður um ölvun við akstur. Áreksturinn varð um kl. 21. Bif- reið var ekið vestur Hjarðarhagann og var ökumaður sá sem lögreglan taldi undir áhrifum. Annarri bifreið var bakkað frá húsi við Hjarðar- hagann og slðan ekið austur eftir götunni. Svo virðist sem ökumaður fyrmefndu bifreiðarinnar hafi misst stjóm á bifreið sinni og ekið beint á hina. Við áreksturinn meiddust báðir ökumenn lítillega og farþegi í ann- arri bifreiðinni einnig. Holtavörðuheiði: •• Okumenn í vand- ræðum vegna hálku NOKKRIR ökumenn lentu í vand- ræðum á Holtavörðuheiði í fyrrakvöld vegna mikillar hálku á veginum. Lögreglan i Borgar- nesi varar ökumenn við að leggja á fjallvegi á illa búnum bilum á þessum árstima. Fljúgandi hálka var á Holta- vörðuheiði í fyrradag og urðu tveir ökumenn að skilja eftir bfla sína vegna þess að þeir komust ekki áfram. Vitað er um einn bíl sem rann út af veginum. Taldi lögreglan líklegt að bflar þessir hafí verið á sumardekkjum. Þá varð árekstur er fólksbfll sem var á norðurleið komst ekki upp Hæðarsteinsbrekku vegna hálku og stöðvaðist. Ökumaður flutningabíls með aftanívagn sem kom á móti stöðvaði og ætlaði að koma til hjálp- ar. Ekki tókst betur til en svo að aftanfvagninn rann á fólksbflinn og 8kemmdi hann. Nú er hálka víða á fjallvegum. Að sögn lögreglunnar í Borgamesi er hætta á að ökumenn vanmeti aðstæður á Holtavörðuheiði. Þar er bundið slitlag, en vegurinn liggur n\jög hátt og virðast ökumenn ekki átta sig á því að þar myndast hálka fyrr en á láglendi. Lögreglan varar fólk við að leggja á fjallvegi á þess- um árstima nema á vel búnum bflum til aksturs í snjó og hálku. Úr umferðinni í Reykjavík mánudaginn 5. október 1987 Árekstrar bifreiða: 21. Báðir ökumenn meiddust í árekstri tveggja bifreiða sem varð kl. 22.20 á Hjarðarhaga. Ökumaður ogfarþegi eru grunaðir um ölvun. Samtals 35 kærur fyrir brot á umferðarlögum á mánudag. Ökumenn þriggja jeppa eru kærðir fyrir að skemma gróður við Jaka- sel og Lækjarsel. Ökumenn voru kærðir fyrir að aka með 67-76 km/klst hraða um Skeiðarvog, þar sem hæsti leyfílegur ökuhraði er 50 km/klst. 87 og 88 km/klst hraða um Sætún. 94 km/klst hraða um Kleppsveg. 96 km/klBt hraða um Kringlumýrarbraut og 109 km/klst um Reylcja- nesbraut. Samtals voru 12 ökumenn kærðir fyrir hraðan akstur í rigningunni á mánudag. Klippt voru númer af bifreiðum fyrir vanrækslu á aðalskoðun og bifreiðir teknar með krana fyrir slæmar lagnir. Vel var fylgst með við gatnamót og nokkrar kærur skrifaðar fyrir stöðvunarskyldubrot og akstur á móti rauðu ljósi á götuvita. Frétt frá lögreglunni í Reykjavik. 11 ' i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.