Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 5Ó Minning: Siggeir Ólafsson húsasmíðameistari Fæddur 4. júní 1916 Dáinn 25. september 1987 Framtakssamur íslendingur er af þeirri manngerð, að á fárra ára fresti fýllist hann móði til að reisa myndarhús fyrir lífsblómin sín eða annarra. Þótt leið hans, eins og Bjarts í skáldsögu um sumarhús, liggi skjótar en varði úr einum húsum til annarra, bregst honum ekki ástríða né hugrekki til að byggja, eða kenna öðrum, og mun það varla heldur bregðast handan grafartjalds. Kynslóð mín endastakkst í sum skiptin, án þess bein mistök yllu. í blómguðu dalanna skauti vildi hún fyrripart aldar festa sér óðals- rétt og byggja, byggja, minnug þrjátíu kynslóða stríðs við þak- íekann í torfbæjum, sem oft á öld varð að endurreisa. Því var Sig- geir Ólafsson frá Dröngum á Skógarströnd trésmíðanemi mörg unglingsár sín hjá Steinari Guð- mundssyni, trésmiðameistara í Stykkishólmi, og lauk sveinsprófi sínu rúmlega tvítugur úr Iðnskól- anum í Reykjavík. Seinna bætti hann við sig ársnámi í tækniskóla í Stokkhólmi en hafði í millitíð rek- ið ásamt Steinari trésmíðaverk- stæði í Stykkishólmi. Siggeir settist svo 1946 að í Kópavogi, við Hlíðarveg, ásamt skyldmennum, og hóf starfrækslu trésmíðaverk- stæðis á ný, eins og brátt segir. Römm taug dró hann að búskap feðra. Hann keypti 1951 eyðibýlið Jarðlangsstaði í Borgarhreppi, Mýrum, endurreisti það og sat þá landvíðu beitaijörð til 1954. Ófyrir- séðir erfíðleikar, sérlega heilablóð- fall eiginkonunnar, leiddu 1954 til „heimflutnings" í Kópavog, þar sem hún Ásdís, lést ung að árum 1956 úr sama meini. Snúum nú yfír á nýtt blað þjóðarsögunnar. Kynslóð hefur endastungist til að verða smáborgaþjóð og henni fer það vel. Fyrsta aldarhelming sem lýðveldið stendur lætur hún sig ekki mikið um það átak muna að byggja Kópavogsbæ, upp frá eyðibýlaástandi'til 14 eða 20 þús- unda fjölda og til reisnar, sem stenst lágmarkskröfur smáborgar; offátt er hérlendis af þeim. Siggeir Ólafsson varð einn þeirra sem gert hafa svipinn á þeim bæ, og eftir að bygginga- meistaraferli hans lauk var hann nær tvo tugi ára fjölhæfur handa- vinnukennari (að loknu kennara- skólaprófí) við gagnfræðaskólann í Kópavogi (Víghólaskóla). Siggeir starfaði í mörg ár (1955-1970) ásamt Gesti Guð- mundssyni við fasteignamat (milli- mat og síðast aðalmat) fyrir Kópavogskaupstað. Jafnframt öðr- um störfum var Siggeir rúma þijá áratugi tjónamatsmaður víða um land fyrir Brunabótafélag íslands, en einnig vann hann við endurmat fasteigna fyrir brunabótafélagið. í Kópavogi vann hann við tjónamat og endurmat nær samfellt frá 8tofnun hreppsins, 1948, lengst af með Gesti Guðmundssyni. ,Og man ég eftir blaðagreinum frá hendi Siggeirs á því kunnáttu- sviði. Húsgerðarsaga verður nú snubbótt upptalning og óheil. Að- eins 40 ár eru síðan tilkomumiklar skreiðartrönur, sem krýnt höfðu háborgarkoll Kópavogs, urðu að víkja svo þar gæti risið fyrsta „stórhýsi", sem helgað var grunn- skólanámi hreppsins (sem taldist hluti af Seltjamamesi til 1. jan. 1948, varð kaupstaður 1955). Byggingameistari hússins var Sig- geir ólafsson. Skólahúsið varð líka sem vænta mátti miðstöð sam- komuhalds og félagsstarfs í hreppnum. Þar var einnig hrepps- skrifstofan til 1954. Siggeir hafði, fyrr en Jarðlangsstaðir tóku hann, veruleg afskipti af málum nýstofn- aðs hreppsins, ekki síst í bygginga- nefnd hans og vatnsnefnd. Þá var hann m.a. að reisa vistheimilin í Kópavogi á vegum ríkisins. Auk margra einbýlishúsa, sem voru verk Siggeirs þar f bæ og í Reykjavík eftir afturkomuna, má nefna Kennaraskóla íslands, Kárs- nesskóla, stækkun Kópavogsskóla, Félagsheimili Kópavogs og Kópa- vogskirkju. Jafíivel á verðbólgutíð gat hann með hagsýni oft lokið húsi fyrir minna en svaraði áætluðu verði. Verksmiðju, sem framleiddi einingarhluta í steinhús, hóf hann og rak um skeið. Einstaklingur er meira en hann fínnur sjálfur, a.m.k. gilti það um Siggeir, sem var yngstur í röð fjög: urra mætra Drangasystkina. í þeim bjó ættemi, að nokkru með- fætt, að nokkru tamið mann eftir mann í búferlavönum huga og smiðshöndum. Ef ég hefði ekki snæfellsnesreynd þess í huga hefði ég látið ógert, í fyrstu línum, að vitna til líkingamáls um hús og lífsblóm f sumarhúsastíl og um lífseigt framtak til að byggja á raftskógasnauðu landi yfír 30 liðn- ar kynslóðir. Eins og fram kom varð Siggeir ekkill, fá ár. Sfðan kvæntist hann Fanneyju Tómasdóttur, Rangæ- ingi, og var þeim það gæfuríkt. Land getur átt meira en eina tilveru í senn. Við borð liggur, að ég geti hugsað mér fjárbændur kreppuáranna upp úr 1930 þrengda inn í kjör, sem speglast í Jarðabók Áma og Páls, 1703—12 í mögru héraði. Þar í bók sé ég Skógarströndina miklu kjarrgrón- ari en er. Fyrir botni Hvamms- flarðar er skráður á stöku stað „skógur góður til kola og eldivið- ar, viðsæmandi til raftviðar...“ (en) víða mjög kalin eða „stórlega kalin og spillist þar af árlega svo líklegt sýnist að falla muni smám saman“. Þama mæta auganu Ljár- skógar og Glerárskógar norðan Búðardals en sunnar em bæimir Lælq'arskógur, Stóriskógur, Mið- skógur, Kirkjuskógur auk margra kjarijarða annarra. Maður um- snýst í 3. persónu, þ.e. hlutlausa athugandann f þátíð, til að skilja endumýjun fjárbændaætta á ný- lokinni síðjámöld og spegla hveija öld í annarri. Á miðri hörpu valdi sér göngu- leið um Dali einn af kennurum héraðsskólans á Laugum, S-Þing., og hélt svo áfram út Skógar- strönd. Hann skimaði eftir þrenn- um búningi hverrar hlíðar, fyrst þeim sem einn af nánustu niðjum Ólafs feilans, landnema í Hvamms- sveit, segir hafa verið skóg milli Qalls og fjöm. Gesturinn leitaði eftir öðmm búningi í nánd þess raftaskógar sem áðan sagði af 1703, og loks sást „melkorku"- búningur, sem hlíðar hafa og auðvelt er að ljósmynda „til aukins raunsæis" núna um fomöld og kvennanafn eitt úr Laxdælu. Þetta var árið 1932 sem meðaldilkverð í sláturhúsi var aðeins 8 kr. svo útbreiddasta bjargræðisvegi lands- manna var óbjargandi fyrr en kreppulánasjóður tók til. Og sjá hefði mátt að ofnýting stefndi æ lengra í ófæm þegar svo alger búningaskipti veðursælla hlíða og holta höfðu gerst. Hvað mundi þá á þeim sandfoksdalbotnum austar á landi, sem annars henta gróðri? Það sem söng f gnauði þráláts hörpuvinds norðan af Húnaflóa og Bitm var átthagaflóttinn, sem þá stundina vakti flóknari kenndir í bijóstum en hann gerir 55 vetmm eftir á. Stinnur kaldinn stóð í bak manni svo létt varð að skokka undán honum á köflum. Klettaborg, hin fyrsta sem bauð sýn út til Stykkishólms, reis hægra megin reiðgatna, sem stefndu enn lengra út Skógarströnd. Og yfir borgina var göngumanninum ein- boðið að fara og glöggva sig þar á herforingjaráðskorti, eins og þau hétu. Drangar reyndust vera bær- inn vestanhallt undir henni.- Þar skyldi reyna á risnu við gest. Bærinn lá hálfur í rústum og sýndi þó mannvistarmerki, sýnt að bóndinn væri enn einu sinni, eins og þurft hefur um aldimar, að endursmíða bæ fyrirrennara, hvers og eins. Útiskemma stóð þar miklu ásjálegri, sneri baki við komu- manni í því er hann vatt sér hjá því vegghomi hennar, sem í brekk- una sneri, og skóhljóð hans rauf um leið þá þögn liðnu aldanna, sem hann hafði hrærst í einn, síðan í Miðdölum að morgni. í flasið móti honum, framan skemmunnar, rann á skóhljóðið grannur, hvatlegur unglingspiltur með einhvem þann ennissvip, sem komumanni fannst hann þekkja ættarmark á. Gesturinn hvarf auð- vitað, á sama andartaki og þeir heilsuðust í nútíma, úr þeirri 3. persónu söguleiðslu, sem leyft hafði honum að eigra einn dag í 4. vídd rúmsins, í Landnámu, Sturlungu og tíð íslandsklukkunn- ar, sem þá átti að vísu langt í land að verða bókarefni undir slíku táknrænu nafni. Þama hafði ég, sem var gestur- inn, rekist fyrsta sinni á Siggeir ólafsson, 16 vetra gamlan. Hann fylgdi mér í vinnustað föður síns, því næst til móður sinnar, Kristín- ar Stefánsdóttur frá Borg, Mikla- holtshreppi. Fram kom, að ættarenni þeirra feðga, .gjaman ættfært til Elliða á suðurhlið nes- fjallgarðsins, hafði ég um veturinn séð á frændfólksljósmyndum og tvítugri frændstúlku, en það er önnur saga. Svo lengi sem Ólafur bóndi og bátasmiður sat Dranga eða hús sitt í Stykkishólmi var eftir þetta Drangahlaðið sá blett- ur, sem minnti mig ákveðnast á, að ég norðanmaður hafí blandað blóði við aldagrónar ættir og sögu Þórsnesþings, hafí auðgast af skynjun sammnans við þær. Nú em nærri allir landsmenn sama ættafjölskyldan ef víxlbönd kynja em vel rakin. Rétt skilin er ættfræðin lýðræðislegasta tóm- stundagaman sem fæst. Einungis fúsk í ættrakningum og svo útlend- ir karlleggir aðals næra þann hégómleik að einn eigi mun glæst- ari langfeðga en annar. En margt hið smærra og ánægjulegra hefur lengi f ættum loðað svo lengi sem lifnaðarhættir íslensks jámaldar- samfélags röskuðust ekki meira en þeir gerðu fram til 1950. Ekki er rúm til að geta hér nema tveggja af fjölmennum kynstofnum, sem til Siggeirs lágu, Snóksdæla og Elliðakyns. Hin góðkunnu Drangahjón, for- eldrar Siggeirs, vom náskyld og komin í 3. lið af Sigurði bónda á Elliða í Staðarsveit (f. 1796) og Kristfnu konu hans, sem kunn var að vinfengi við álfkonu í hamrinum mikla, sem bær þeirra heitir eftir. Böm þeirra Sigurðar mörg, fram- gangsfólk, þar á meðal Kristján hreppstjóri í Hraunhöfn, móður- faðir Thorsbræðra, sem eftir áttu að tengjast Snæfellsnesi, þau áttu að hafa notið heilla af tryggð álf- anna á Elliða; það réð nafngiftinni á ætt. Karlleggur Sigurðar á Elliða lá um nokkra liði aftur til Steindórs bónda á Vatnshomi í Haukadal, og Evfemíu k.h. Pétursdóttur, sem var stórættuð og m.a. skyld fjórum af biskupum siðskiptaaldar. Kristín, fyrmefnd álfvina á Elliða, sú er Kristínar fjölmargar meðal ættarinnar hlutu síðar nafn af, var bóndadóttir af Svarfhóli, Snæf., og komin lengra fram af óstýrilát- um sýslumannaættum vestra. Snókdsdælir höfðu lengi til- reiknað sér festu 1 ætt og lang- minni á frændkvíslir hennar. Einn þeirra, Ólafur Guðmundsson, fæddur í Snóksdal, tók upp nafnið Snóksdalín, því þann ættargarð sat t>orbjörg móðir hans og á undan henni karllegur ættar hennar síðan fyrir 1600. Ættfestan kom fram í fleiru. Sonarsonur Ólafs Snóks- dalíns var annar Ólafur Guð- mundsson, bjó á Hamri við Borgames. Sonarsonur þess Ólafs, hinn þriðji samnefndur, var Ólaf- ur, sem getið var á Dröngum og sem auðvitað hefur nú fyrir hálfri öld og ári betur eignast hinn flórða ólaf Guðmundsson að sonarsyni. Með krókaleiðum ætta og nostri mætti trúlega rekja vissa Ólafs- nafnsgeymd allt frá Ólafí konungi hvíta í Dyflinni, sem allt fólk vestra á hundraðfaldar rætur til. Ólafur SnóksdaKn Guðmunds- son má teljast fremstur ættfræð- ingur sinnar tíðar; þrekvirki hans við ættasöfnun rýmar ekki. Leit eftir því hvaðan ættarmergur Snóksdæla var mnninn er okkur auðveld, þökk sé honum. Hún mundi þá toga okkur inn í allar „stórættir" landnáms eigi síður en siðskiptaaldar. En skyldi ekki annars ættgengi landnáms- og framgangsfólks af því tagi skyra það, hve léttvígt til búferla nútíðarfólk vort er? Fjölskylda Siggeirs Ólafssonar: Eklqa: Fanney Tómasdóttir (f. 1929) frá Reynifelli, Rangárvöll- um. Jóhannes Kr. Siggeirsson (f. 1947), hagfræðingur, forstöðu- maður Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða. Fyrri kona Siggeirs, móðir Jóhannesar, var Ásdís Vald- imarsdóttir frá Krossi á Barða- strönd. Hafsteinn Már Eiríksson (f. 1956), stjúpsonur Siggeirs, bif- vélavirki hjá SÍS. Kristín Hanna Siggeirsdóttir (f. 1960), sam- mæðra Hafsteini, er stúdent og húsmóðir, nú búsett í Svíþjóð. Bjöm Sigfússon Hveiju vori fylgir sumar, hveiju sumri fylgir haust. Haustið er tími saknaðar og haustið er líka sá tími þegar við munum best birtu og gleði liðins sumars. Haustið á líka sfna litríku fegurð fölnandi laufa og lifandi minninga. Við undrumst líka oft hversu skammt er milli skins og skúra. Á hráslagalegu haustkvöldi barst mér fregnin um lát míns kæra föð- urbróður, Siggeirs ólafssonar. Það er erfítt að trúa því að hann sé horfínn frá okkur, hann sem var svo fullur af lífsgleði og orku. Hug- ur minn fyllist hryggð og söknuði. Ég lít til baka til allra þeirra glöðu og góðu stunda sem við höfum átt með honum. Svo langt sem ég man hefur hlýja og bjarta brosið hans Siggeirs veitt okkur gleði. Það var eins og það geislaði af honum hvar sem hann kom með sinni ljúfu og prúðmann- legu framkomu. Við sem næst honum stóðum vissum þó að mörg þung spor þurfti hann að stíga um dagana en hann var eins og öspin sem bognar en brotnar ekki og rís upp aftur bein og fögur. Nú þegar komið er að kveðjustund er hugur minn fullur þakklætis fyrir allar þær stundir sem hann veitti okkur af gleði sinni og hlýju. Siggeir var hagleiksmaður. Hann nam húsasmíði og starfaði árum saman við smíðamar. Síðar fór hann í Kennaraskólann og kenndi eftir það handavinnu í Víghólaskólá í Kópavogi. Hin síðari ár starfaði Siggeir hjá Brunabótafélagi ís- lands. Um störf Siggeirs ætla ég ekki að fjölyrða þvf þar sannast best máltækið: „Verkin lofa meist- arann“. Siggeir bjó í Kópavogi lengst af sínum starfsaldri og verk hans tala sínu máli þar. Minningin um Siggeir er minning um „góðan dreng". Með ljóðlínum Guðfínnu frá Hömrum vil ég votta eftirlifandi eiginkonu Siggeirs, bömum og fjölskyldum þeirra inni- legustu samúð mína og fjölskyldu minnar. Úr djúpunum stígur lífsins Ijóð og leifirar í kvöldsins hljóði. Er skyggnist um heima Heljar öm og himinninn grætur blóði, fær mannssálin hvítan væng og veit: Hún er viðlag í drottins ljóði. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Emilía Guðmundsdóttír Nú hefur almættið tekið völdin, og tekið frá oss einn af samferða- mönnum. Þetta er þáttur þess sem fæðist í þennan heim, hvatt er jarð- neska lífíð fyrr eða síðar. í dag er kvaddur hinstu kveðju vinur minn og samstarfsmaður um áratuga skeið, Siggeir Ólafsson trésmíðameistari, til heimilis á Digranesvegi 121 í Kópavogi. Við Siggeir fluttum I Kópavog um svipað leyti, eða fyrir um fjöru- tíu árum. Ég kynntist Siggeir stuttu eftir að við fluttum í Kópavog. Þó urðu kynnin meiri nokkrum árum síðar, þar sem við unnum saman í þijá og hálfan áratug, fyrst sem virðing- armenn fasteignamatsins í Kópa- vogi og síðar brunatiygginga. Það var gott að vinna með Sig- geiri, og urðum við aldrei sundur- orða öll þessi ár. Siggeir var mikið lipurmenni og farsæll í starfí, sann- gjam og greiddi úr málum af þekkingu, samviskusemi og heiðar- leika, hver sem í hlut átti. Við áttum saman margar stundir f starfí og stuttu áður en hann lést vorum við að ljúka við að endur- skoða brunatryggingar á öllum fasteignum í Kópavogi, það voru okkar sfðustu samstarfsstundir þegar kallið kom. Það er því skarð fyrir skildi og ég sakna þessa ágæta vinar míns. Siggeir lærði ungur trésmíðaiðn og vann við smfðar lengi framan af ævi, eða þar til að heilsan bilaði fyrir rúmum tuttugu árum, og var frá vinnu um tíma, en eftir að hann fékk heilsuna aftur settist hann á bekk í Kennaraskólanum, og að loknu námi þar var hann handa- vinnukennari f Kópavogi um tutt- ugu ára skeið. Margir unglingar hafa því fengið fyrstu handbrögðin við smíðar hjá Siggeiri, sem eflaust hefur orðið þeim gott veganesti síðar meir. Siggeir stóð fyrir mörgum bygg- ingum í Kópavogi fyrr á árum og í því sambandi má nefna Kópavogs- skólann, fyrsta bamaskólann í Kópavogi, Félagsheimili Kópavogs og Kópavogskirkju. Þessar bygg- ingar settu svip á bæinn á þeim tíma. Siggeir var vel greindur og víðlesinn, þægilegur í viðmóti og glaðvær, hafði ákveðnar skoðanir á málum og lét þær í ljósi í umræðu dagsins. Siggeir var stakur reglumaður á áfengi og tóbak alla tíð, hann var mikill heimilisfaðir og sérstaklega bamgóður, því varð ég oft vitni að á okkar langa samstarfsferli. Ég þakka góðum vini ágæt kynni og samvinnu f gegnum liðna ára- tugi og mun ég ætíð minnast hans með þakklæti og virðingu. Góður drengur er genginn, samfundir verða aftur í fyllingu tímans. Ég sendi eiginkonu hans, bömum og öðmm ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Gestur Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.