Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 Stofnuii fj árfestingar- félags á landsbyggðinm Byggist á áhuga og framtaki heimamanna, segir Lárus Jónsson Lárus Jónsson, viðskiptafræðingnr og fyrrv. alþingis-, maður, hefur að undanförnu unnið að því á vegum Þróunarfélags íslands að stofnuð verði fjárfestingarfélög í einstökum landshlutum með aðild þróunarfélagsins. Morg- unblaðið hefur átt viðtal við Lárus Jónsson um þetta mál, sem fer hér á eftir: Lárus Jónsson sagði það fyrst og fremst komið undir heimamönn- um sjálfum hvort slíkt tækist. þróunarfélagið hefur, sem kunnugt er, hvatt til þess að stofnuð verði fj árfestingarfélög í öllum kjör- dæmum landsins utan höfuðborg- arsvæðisins og boðið í því sambandi að leggja fram 20% hlut- afjár í slík félög og útvega þeim lánsfé til eigin ráðstöfunar. Hug- myndin er sú, að félögin fái jafnmikið lánsfé frá Þróunarfélag- inu árlega fyrstu árin og hlutafé landshlutafélaganna nemur, fáist til þess heimildir í láns^árlögum. (Sé hlutafé einhvers þeirra 30 millj. kr. fengi það árlega þá upp- hæð að láni frá þróunarfélaginu.) Þessi félög yrðu að yfírgnæfandi meirihluta í eigu og á ábyrgð heimamanna. Þróunarfélagið myndi hafa einn mann í fímm manna stjóm og yrði hann þar til leiðbeiningar og tengiliður við þró- unarfélagið. Það liggur því i augum uppi að stofnun slíkra fé- laga er fyrst og fremst komin undir áhuga og framtaki heimamanna sjálfra, segir Lárus. Ég geng þá út frá því, að stjómmálamenn muni styðja þessa hugmynd með því að veita þróunarfélaginu heim- ildir til að taka lán og endurlána þessum félögum. Ætlunin er sú, að þetta verði sjálfstæð félög, helst undir stjóm áhrifamanna í atvinn- ulífínu að meirihluta. — Hver er fyrst og fremst til- gangurinn með stofnun þessara félaga? Hvert yrði markmið þeirra? Tilgangur þessara félaga yrði fym og fremst að örva nýsköpun og efla alla arðsama atvinnustarf- semi á viðkomandi félagssvæði. Hugmyndin er að félögin nái þess- um tilgangi með eftirfarandi hætti, eins og segir í drögum að sam- þykktum fyrir þau svo nokkur atriði séu nefnd: 1) að eiga frumkvæði að eða taka þátt í stofnun, endurskipu- lagningu og sameiningu fyrir- tækja, 2) að kaupa hlutabréf og skuldabréf atvinnufyrirtækja, 3) að útvega eða veita lán eða ábyrgðir vegna stofnunar, rekstrar og þróunar fyrirtækja. 4) að stuðla að hagnýtum rannsóknum á nýjungum í atvinn- ulífínu á félagssvæðinu. — Hvað vakir fyrir þróunarfé- laginu með þessari hugmynd? Það sem fyrst og fremst vakir fyrir þróunarfélaginu er að stjóm- endur þess telja mikilvægt fyrir viðgang og vöxt atvinnulífsins á landsbyggðinni að stoftiuð séu fé- lög sem samanstanda af áhrifa- mönnum í atvinnulífínu, sveitar- stjómamönnum og öðmm áhugaaðilum í einstökum kjör- dæmum. Slík félög með nokkur sjálfstæð fjárráð geti haft mikil og heillavænleg áhrif á þróun ein- stakra atvinnuvega á viðkomandi starfssvæði ogþróun atvinnulífsins í heild. Þá telur þróunarfélagið að með stofnun slíkra félaga og beinu sambandi við slík félagasamtök heimamanna út um land þjóni það betur tilgangi félagsins en það getur gert með því að bíða á skrif- stofu í höfuðborginni eftir að hugmyndir og umsóknir um stuðn- ing við góð mál berist. — Hvemig hefur þessum hug- myndum verið tekið? Meginniðurstaða mín af fundum og viðtölum við menn víða um land er sú, að mönnum líst vel á hug- Lárus Jónsson myndina og kunna að meta að loksins hafí komið fram raunhæfar tillögur um að færa fjármálavald frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Á hinn bóginn hafa menn komið fram með ábendingar og einstaka með efasemdir um framkvæmd málsins eins og geng- ur. Undirtektir eru þó að mínu mati yfirgnæfandi jákvæðar og má til marks um það benda á, að margir hafa það fyrst og fremst að athuga við upphaflegu hug- myndir þróunarfélagsins, að sem lágmarksupphæð hlutaflár slíkra félaga hafí verið nefndar allt of lágar Qárhæðir. Nú tala menn um, að nær sé að stefna að 30 millj. króna stofnfé í slíkum félögum heldur en 10 til 15 milljónum, eins og rætt var um í fyrstu. — Hveijar telja menn helstu röksemdir fyrir stofnun slíkra fjár- festingarfélaga á landsbyggðinni? Af viðræðum við íjölmarga aðila að undanfömu virðist mér að eftir- talin atriði séu talin mikilvægust rök fyrir stofnun slíkra félaga. 1. Fjármálavald heima fyrir er aukið og ábyrgð heimaaðila að sama skapi. 2. Bein tengsl skapast mjlli heimaaðila og Þróunarfélags ís- lands. 3. Grundvöllur myndast til samvinnu milli heimaaðila inn- byrðis og Þróunarfélags íslands að því er varðar þróun atvinnulífs- ins á landsbyggðinni. 4. Útvegun fjármagns til efl- ingar atvinnulífsins í héruðunum er auðvelduð. 5. Staðarþekking forráða- manna í atvinnulífi á Iandsbyggð- inni nýtist til að taka skynsamlegar ákvarðanir um hvenær réttlætan- legt er að taka áhættu í fjármögn- un nýrra eða endurreistra fyrirtækja, en það er einmitt ætl- unin að þessi félög líti fremur á arðsemi fyrirtækja eða atvinnu- starfsemi sem tryggingu fyrir lánum en beinhörð veð í fasteign- um eða vélum. 6. Starfsemi íjárfestingarfé- laganna ætti að styðja iðnráðgjaf- arstarfsemi beint og óbeint. Sú hugmynd er víða uppi að hag- kvæmt sé að reka væntanleg fjárfestingarfélög og iðnþróunar- félög saman, en slík iðnþróunarfé- lög eru víða starfandi. Með því næðist hagkvæmni í rekstri félag- anna og tengsl þeirra yrðu tryggð. 7. Þegar hafa komið fram hugmyndir um fyrirtæki og nýj- ungar, sem til greina kæmi að þessi félög ijármögnuðu, en ættu annars erfítt uppdráttar í sjóða- kerfinu. 8. Unnt yrði með starfrækslu slíkra félaga að afgreiða minni- háttar Qármögnunarmál heimafyr- ir og draga úr „suðurgöngum". Meginatriðið er auðvitað að starfsemi þessara félaga og sam- vinna við Þróunarfélag Islands ætti að hafa augljós hagstæð áhrif á vöxt og viðgang atvinnulífsins í viðkomandi kjördæmi. — Hvað um iðnþróunarfélögin? Er hægt að efla þau og gera úr þeim Qárfestingarlög svo ekki sé verið að dreifa kröftunum? Iðnþróunarfélögin starfa þannig að þau kanna ýmsar hugmyndir, sem þau geta ekki vænst að fá greiðslu fyrir að öllu leyti. Til þessa hafa þau fengið bein framlög frá sveitarfélögunum og sumpart ríkinu, sem nú virðist liðin tíð. Þessi starfsemi, sem í raun hefur beinst að almennri atvinnuþróun, þarf að mínu mati að halda áfram. Þess vegna tel ég æskilegast að iðnþróunarfélögin og þessi fyrir- huguðu hreinu fjárfestingarfélög starfí með aðskilinn ijárhag en séu þó tengd saman t.d. með rekstrar- samningi. — Þú minntist á efasemdir áð- an. Hveijar eru þær helstar og hvaða spumingar hafa vaknað í umræðu um þessar hugmyndir? í því sambandi bar eftirfarandi helst á góma: 1. Mönnum finnst, eins og ég gat um áðan, að hlutafé þurfi að vera meira en í upphaflegum hug- myndum felst, helst ekki minna en nálægt 30 millj. króna. Sem dæmi um uppbyggingu þessara félaga kom fram sú umræðutillaga i einu kjördæmanna, sem ég ferð- aðist um nýlega, að stefnt yrði að 30 millj. króna heildarhlutafé. í eigu Þróunarfélags íslands yrðu 6 millj., sveitarfélögin stefndu að því að leggja fram 6 millj. króna, en aðilar úr atvinnulífmu og einstakl- ingar 18 milljónir. Þrír stjómar- manna yrðu þá úr atvinnurekstrin- um, einn frá sveitarfélögunum og einn frá Þróunarfélagi Islands. 2. Fram komu ábendingar um að nauðsynlegt væri að væntanleg- ir hluthafar ættu kost á lánum til greiðslu á hlutafé sínu eða greiðslukjörum, t.d. til 3 ára. 3. Fjármögnun áhættusamra þróunarverkefna var talin erfíð eftir sem áður. 4. Hætt yrði við að héraðaríg- ur gerði fjárfestingarfélögum landshluta erfítt um vik að starfa á þeim grundvelli að arðsemiskröf- um yrði nægilega við komið. 5. Nokkrir hafa spurt sem svo, hvað vakir í raun fyrir Þróunarfé- lagi íslands? Em stjómendur þess að velta ábyrgð og umstangi yfír á vanmegnug félög heimamanna í landshlutunum? 6. Hvað gerist að þrem ámm liðnum eða svo? Verður þá að auka hlutafé þessara félaga til að fá fyrirgreiðslu hjá Þróunarfélagi ís- lands? Verða þau skilyrði almennt sett fyrir lánum ÞÍ til landshlutafé- laganna að stjómir þeirra fari í öllum aðalatriðum eftir því sem stjómarmaður ÞÍ vill? 7. Atvinnufyrirtæki á lands- Bragí Hannesson * í Gallerí Borg Myndllst Valtýr Pétursson Bankastjórinn Bragi Hannes- son hefur fyrir löngu vakið athygli fyrir starf sitt að mynd- list. Hann hefur haldið nokkrar sýningar á verkum sínum, og einnig var hann þátttakandi í sýningunni Vetrarmynd, sem var hér á ferð f nokkur skipti. Það er ekki langt síðan Bragi sýndi sfðast myndlist sína, og á þessari nýju sýningu í Gallerí Borg virðist ekki um miklar breytingar að ræða. Bragi hefur þegar skapað sér sérstæðan myndrænan stfl, sem stundum virðist í ætt við ýmsa góða menn, og nefiii ég þar til meðferð fyrir- mynda hjá Ásgrími heitnum Jónssyni, en ekkert er eðlilegra en að menn læri af fyrirrennur- um sfnum, og við skulum hafa það hugfast, að viss þróun á sér ævinlega stað innan hverrar list- greinar. Ekkert á þessu sviði— sem stendur undir naftii — er gripið úr lausu lofti, og fátt er nýtt undir sólu. Skyldleiki með fyrmeftidum meistara og Braga er auðsær, og er það vel. Það eru fjórir tugir verka á sýningu Braga. Tuttugu ogtvær olíumyndir og átján vatnslita- myndir. Yfírleitt fínnst mér Bragi ráða betur við olíumál- verkið en vatnslitina. Hann hefur vissa persónulega tækni, sem kemur hvað skýrast fram f litameðferð og pensilskrift og nýtur sín hvað best í olíulitnum og skapar þannig frjálsa og fljúgandi áferð, sem er hressileg og sannfærandi. En í annan stað verður Braga nokkuð erfítt að fást við vissa liti f sumum verka sinna, og þá verður stundum heldur sætur keimur í sterkum forgrunni. Þetta er að mínum dómi nokkuð leiðigjamt og á það til að skemma fyrir öðrum hlut- um verksins, sem geta verið málaðir af mikilli leikni og sann- færandi í litum. Yfírleitt eru þessi verk nokkuð fast mótuð og myndbygging traust og lif- andi, en tök listamannsins á vatnslitum eru ekki eins hnit- miðuð og á olíulitunum. Vatn- slitimir hafa samt vissan aðlaðandi svip og em meir í ætt við frumdrög en fullunnin verk, en það er einmitt það skemmti- lega við þær. Stundum er jafrivel eins og sá gamli Cézanne gæg- ist þar inn um skjáinn. En samt er eins og eitthvað vanti. Það er furðulegur árangur hjá Braga Hannessyni, þegar þess er gætt, að hann stjómar miklu fyrirtæki og hlýtur því að hafa nauman tfma til myndgerðar. En þess má geta f leiðinni, að flestir ef ekki allir, sem við myndlist eiga f þessu landi, verða að sjá fyrir daglegu brauði með einhvera konar annarri iðju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.