Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 fclk f fréttum Bette Davis sér ekki eftir neinu Nú í október verður kvikmyndin „The Whales of August", eða „Ágústhvalimir", frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin fjallar alls ekki um þessar 20 sandreyðar sem Reagan leyfði okkur að veiða, en er engu að síður hin merkasta mynd, því aðalhlutverkin í henni leika engar aðrar en Bette Davis, sem er nú orðin 79 ára gömul, og ein helsta stjama þöglu myndanna, Lállian Gish, nú 91 árs að aldri. Þetta er eitthundraðasta myndin sem Bette Davis Ieikur í, en hún hefur ekki leikið í tíu ár. Við rák- umst á viðtal við Bette sem tekið var á kvikmyndahátíðinni í Deau- ville I á dögunum, en þar fékk hún orðu frá franska menntamálaráð- herranum, eins og Fólk í fréttum skýrði frá. f viðtalinu kemur margt hnýsilegt fram, og birtum við valda kafla úr því. Bette Davis þá - sterk leikkona, en veik á svellinu í alvöru lffsins. hef greinilega verið gjörsamlega misheppnuð sem eiginkona," segir Bette, „ég var alltaf að leita að ein- hveijum fullkomnum manni, en ég fann hann aldrei." Hinir flórir skiln- aðir Bettear vom langt frá því að vera vinsamlegir, og um orsakir þeirra segir hún að peningar séu ástæða númer eitt, en síðan komi erfíðleikar við að deila baðherbergi, vanhæfni við að tala saman, og erfíðleikar í kynlífí - í þessarri röð. En þrátt fýrir stormasamt líf, þá sér Bette ekki eftir neinu, og hún heldur lífínu ótrauð áfram, þó að hálft andlit hennar sé lamað eftir hjartaáfallið fyrir flórum árum, röddin sé að fara að gefa sig vegna þess að hún reykir 70-80 sígarettur á dag, og slúðursnatar velti sér enn upp úr sönnum og upplognum harmleikjum í lífi hennar. „Ég læt kjaftasögur mér í léttu rúmi liggja," segir Bette, „ef öllum Ifkar vel við einhvem, þá hlýtur sá hinn sami að vera alveg hinitleiðinlegur." Bette Davis nú - 79 ára gömul, og lítur aldrei um öxl. Bette Davis er annars fremur illa við að gefa nokkrum fjölmiðlungum færi á sér, þvf hún hefur verið mik- ið á milli tannanna á slúðurblöðum, enda eiga fár stjömur sér skraut- legri feril: hún á að baki tvö Óskarsverðlaun, tíu Óskars-útnefn- ingar, flögur misheppnuð hjóna- bönd, hjartaslag, baráttu við krabbamein, og áralanga úlfúð við dóttur sína, sem kallaði móður sína drykkfellda taugahrúgu, og ýmis- legt annað miður fallegt í bókinni „My Mother’s Keeper". Þegar Bette er spurð af hverju hún haldi áfram að leika í kvik- myndum á gamals aldri, svarar hún: „Ég elska ennþá að vinna. Auðvitað þreytir það mig mikið, en það væri eitthvað rangt við það að vera ekki uppgefin að kvöldi dags. Þetta er gamli bandaríski vinnu- semisandinn." Um fortíðina segir Bette: „Ég sé ekki eftir neinu. Eftirsjá eftir hinu liðna er tilgangslaus. Ég lít alltaf fram á við, þó að auðvitað hugsi ég um líf mitt í samhengi stöku sinnum. Líf mitt hefur orðið eins og það varð að vera, og ég hef leik- ið það sem ég varð að Ieika. Það má kalla það forlög mín vegna." „Leiktu þau hlutverk sem þig langar ekki til að leika" er ráðlegg- ing Bettear til þeirra sem vilja vera góðir leikarar, „Ég bið alltaf til guðs áður en ég leik í kvikmynd, en ég hef enga ákveðna leiktækni. Ég lít á mig sem mjög sterka leik- konu, þó ég hafí ekki verið sterk í lífí mínu utan sviðsins." Er einhver leikkona í dag sem er hægt að kalla arftaka Bette Davis? „Sissy Spacek. Henni er sama hvemig hún lítur út á hvíta tjaldinu, alveg eins og mér, en hún lifír sig inn í hvert hlutverk. Því miður eru alltof margar Hollywo- od-stjömur í dag sem leika aðeins sjálfa sig. Ég held að það sé hæfi- leiki minn til að lifa mig inn í hlutverkin sem gerði mig einstæða innan um leikkonufansinn í Holly- wood.“ Bette Davis hefur einnig nýlokið við að skrifa sjálfsævisögu sína, æm nefnist „This’n’That", eða „Hitt og þetta". Hún svarar þar dylgjum dóttur sinnar fullum hálsi, en hún er ekkert endilega að mála neina glansmynd af sjálfri sér. „Ég FriUa prestsins kemur nakin fram Jessica Hahn er tilbúin að gera hvað sem er fyrir frægðina, líka að koma nakin fram. Leið Jessicu til frægðar og frama verð- ur að teljast býsna óvenjuleg. Fyrir nokkmm mánuðum var hún óþekktur einkaritari, en yfirmað- ur hennar er frægur maður 1 Bandaríkjunum, sjónvarpspredik- arinn Jim Bakker. Guðsmaðurinn sá brá út af boðorðunum, eins og margir kannski muna, og átti vingott við einkaritarann á milli þess sem hann þmmaði yfír sjón- varpsglápendur um nauðsyn hreinlífís og dyggða ásamt konu sinni, henni Tammy. Til að gera vont mál verra, þá sagði Jessica að Jim hefði nánast neytt sig til samræðis, og að hún hefði látið undan fremur af ótta en af kristi- legri umhyggju fyrir þessum meðbróður sínum. Jim er núna rúinn æm, söfn- uði, og flestum eignum, en Jessica hefiir nýtt sér þessa nýfengnu frægð, þó að frægðin sé kannski ekki komin til af góðu. Hún sat fyrir nektarmyndum í tímaritinu „Playboy", að eigin sögn vegna þess „að mér fannst ég verða hrein á ný.“ Hún viðurkennir þó að fjármunir þeir sem í boði vom hafí einnig átt þátt I þessarri ákvörðun hennar, en haft er fyrir satt að Playboy hafí borgað Jessicu eina milljón dala fyrir að sýna lesendum blaðsins ástæðuna fyrir því að klerkurinn hætti kjóli og kalli fyrir að láta undan breyskleika holdsins. Klerkurinn ærulausi, Jim Bakker, ásamt konu sinni, Tammy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.