Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 4 Fyrsta uppboð Fiskmarkaðs Norðurlands hf.; Þorskurinn sleginn á 38 krón- ur og grálúðan á 22 krónur — þrátt fyrir að boðleiðir gagnanets hafi dottið út um tíma FYRSTA uppboðið fór fram hjá Fiskmarkaði Norðurlands hf. í gœr. Boðið var í 2,1 tonn af grá- lúðu og 1,8 tonn af þorski sem Súlan EA 300 var þá með á leið til lands. Súlan var að koma úr sínum síðasta rækjuveiðitúr og fer að búa sig undir loðnuveiði á næstu dögum. Spenningur var að vonum í mönnum í húsakynn- um fiskmarkaðarins á Akureyri þó svo að magnið væri lítið svona til að byija með, en nokkrum töfum olli gagnanet Pósts og sima þannig að boðleiðir duttu út. Upphaflega átti tilboðsfrest- ur að renna út kl. 15.00. en framlengja þurfti þann frest um 20 mínútur. Fimm tilboð bárust í þorskinn frá tveimur aðilum. Birgir Þórhallsson fískverkandi á Akureyri opnaði markaðinn kl. 12.36 með því að bjóða 33 krónur fyrir hvert kg af þorski. Þá hringdi Stefán Haf- steinsson frá Arskógsströnd kl. 14.19 og bauð einni krónu betur. Birgir hækkaði sig upp í 36 krónur og Stefán bauð aftur krónu betur. Þá hækkaði Birgir sig upp í 38 krónur, sem var lokaboð í þorsk- farminn. Birgir sagðist ætla að verka fískinn í salt í verkun sinni við Óseyri, en alla jafna hefði hann fengið afla af Dalvíkurbátunum. Meiri slagur var um grálúðuna á fískmarkaðinum í gær og komu tíu tilboð í hana á þessu fyrsta upp- boði hér norðanlands frá alls þremur aðilum. Kaldbakur hf. á Grenivík reið á vaðið kl. 13.00 og bauð 13 krónur á kg. Frystihús ÚKE á Dalvík bauð 17 krónur fjór- um mínútum síðar og Útgerðarfé- lag Akureyringa bauð 18 krónur kl. 15.03, það er að segja eftir að gagnanetinu hafði verið komið af stað eftir töluvert stopp. Þá hófst slagurinn á milli Dalvíkinga og Akureyringa. ÚKE hækkaði sig í 18,5 krónur kl. 15.08, ÚA bauð 19 krónur tveimur mínútum síðar. ÚKE bauð 20 eftir mínútu um- hugsunarfrest og ÚA 20,5. Þá hækkaði ÚKE _sig upp í 21 krónu fyrir kflóið og ÚA fór í 21,5 krónu. Lokaútslagið gerði boð ÚKE upp á 22 krónur fyrir kg af grálúðu. Dalvíkingar höfðu því vinninginn og sóttu afla sinn í gærkvöldi þegar Súlan kom að landi. Talið er að það kosti Dalvíkinga eina krónu á hvert kg að flytja aflann í eigin vinnslu- stöðvar frá Akureyri. Til samanburðar þessu má nefna Morgunblaðið/GSV Sigurður P. Sigmundsson fylgist með þeim boðum sem komu inn í gær á töJvuskjá sínum. Si, að meðalverð á þorski hjá Fisk- markaði Hafnarfjarðar var 44,11 krónur. Hjá Faxamarkaði var með- alverð á þorski 44,36 krónur og á grálúðu var meðalverð hjá Faxa- markaði 34,50 krónur. Sigurður P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóri fískmarkaðarins sagði í samtali við Morgunblaðið að aðalatriðið væri að flýta sér hægt þar sem slíkur fjarskipta- markaður væri það nýr af nálinni. „Við höfum nú þegar fengið fyrir- spumir um að stækka tölvunetið okkar allt til Hvammstanga auk þess sem við höfum fengið fyrir- spumir frá Hafnarfírði, Akranesi, Grundarfírði og frá Reyðarfírði. Við gætum stækkað netið, en við viljum sjá reynsluna áður en við förum að stækka það um land allt.“ Tólf aðilar hafa lagt fram banka- tryKging11 gegn viðskiptum við Fiskmarkað Norðurlands hf., nú síðast Bautabúrið á Akureyri. Bjöm Arason sagðist í samtali við Morg- unblaðið örugglega nota sér markaðinn í miklum mæli. „Ég hef verið að borga trillukörlunum 60 krónur fyrir kg af rauðsprettu og annað eins hef ég borgað ÚA fyrir kg af togaraýsu. Hinsvegar var þá skráð ýsuverð helmingi minna. Eg býst við að kaupa tvisvar í viku hér og þá um tvö tonn af ýsu í senn." Hann sagði að reykta ýsan væri hvað vinsælust og mikill markaður fyrir hana. Ekki fer fram uppboð hjá Fisk- markaði Norðurlands hf. í dag, en búist er við næsta uppboði á morg- un. Nýtt ráðningafyrir- tæki á Akureyri Veitir náms- og starfsráðgjöf NÝTT fyrirtæki hefur hafið starfsemi sína á Akureyri, Ábendi sf. Það býður einstakl- ingum, fyrirtækjum og stofnun- um aðstoð við ráðningar. Einnig er veitt hvers konar náms- og starfsráðgjöf fyrir þá sem eru að velja nám eða starf fyrir framtíðina eða hyggja á breyt- ingar í starfi. Ennfremur er boðið upp á námskeið og ráðgjöf við starfsmannahald. Starfsemin byggir á velþróuðu kerfi frá Minnesota, sem spáir um áhuga og velgengni í starfi út frá áhugasviðum og starfsþörfum fólks. Þannig er tryggt að kröfur starfsins og áhugi einstaklings og hæfíleikar falli sem best saman. Ábendi sf. á Akureyri er sjálf- stætt fyrirtæki, en rekið í samvinnu við Ábendi sf. í Reykjavík og með sama sniði. Eigendur eru Valgerður Magnúsdóttir og Stefanía Arnórs- dóttir. Ábendi sf. er til húsa á Brekkugötu 1. Keppni í frjálsri greiðslu Förðunarsýning og keppni í frjálsri greiðslu verður haldin á vegum tímaritsins Hárs og feg- urðar í Sjallanum á Akureyri • þann 24. október. Vegleg verðlaun eru í boði í keppninni í fijálsri hárgreiðslu. Eru fyrstu verðlaunin ferð á alþjóðlega fegurðarsýningu (International Beauty Show) í New York, hárvör- ur, heilsupakki og peysur. Önnur verðlaun eru Canon F-70 myndavél og þriðju verðlaun Orient-arm- bandsúr. Auk þess munu meðlimir úr Förðunarfélagi íslands frumsýna förðunarsýningu. Tvö af vinningsmódelum í keppni í frjálsri hárgreiðslu sem haldin var í maí síðastliðnum. Menn litu inn á markaðinn í gær þó svo að þeir sæju engan fisk á gólfum, heldur aðeins töivuskjái. Vilhelm Þorsteinsson framkvæmdastjórí ÚA: Höfum hingað tíl unn- ið afla okkar sjálfir — og munum halda því áfram þrátt fyrir nýstofnaðan Fiskmarkað Norðurlands hf. „Það gefur auga leið að fisk- markaður verður ekki að veru- leika nema því aðeins að útgerðarmenn séu tilbúnir til að selja fisk. Það er ekki nóg að hafa kaupendur. Markaðurinn verður ekki til án fisks,“ sagði Vilhelm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa í samtali við Morg- unblaðið. „Við höfum hingað til byggt út- gerðarfélagið upp með því að vinna afla okkar sjálfír og er engra breyt- inga að vænta í þeim efnum þó verið sé að setja hér upp fískmark- að. Við getum frekar bætt við okkur físki heldur en hitt. Við erum sjálf- ir hluthafar í Fiskmarkaði Norður- lands og fórum við aðeins út í það til að kanna hvort möguleiki væri á fískmarkaði hér. Ég veit ekki hvort þetta er svartsýni í mér, en víst er að staðreyndirnar tala sínu máli. Útgerðarmenn reyna auðvitað fyrst og fremst að anna eigin vinnslustöðvum," sagði Vilhelm. Tregur af li Afli hefur verið tregur að undan- förnu og hefur vinnsla í frystihúsum stöðvast dag og dag vegna afla- brests og brælu. Vilhelm sagði að Harðbakur hefði farið á veiðar sl. föstudag eftir tæpar þijár vikur í slipp og ljóst væri að Sléttbakur yrði ekki tilbúinn fyrr en í fyrsta lagi um næstu mánaðamót. Slétt- bakur hefur verið í breytingum síðan 24. nóvember sl. og hefur verkinu seinkað töluvert og kostn- aður þar með farið heldur upp á við miðað við þær áætlanir sem gerðar höfðu verið. Vantar 60 manns Starfsfólk ÚA á sjó og í landi telur 350 til 400 manns þegar hæst lætur, en nú vantar fískvinnslufólk í um 60 störf. Vilhelm sagði að engar hugmyndir væru uppi hjá ÚA um að flytja inn fískvinnslufólk og sagðist hann vilja forðast slíkar vangaveltur í lengstu lög. Hann vonaðist til að vel tækist til með mannaráðningar á næstu vikum hér heima fyrir. Mannekla háir fyrir- tækinu ekki í ótíð sem nú ríkir, en um leið og fer að vænkast á miðun- um, liggur á að ráða fólk, að sögn Vilhelms. Vilhelm sagði að í fyrstu hefði átt að setja upp aðeins einn fisk- markað á landinu til reynslu í um ár. Síðan hugmyndin kom upp, hefði látum ekki linnt og hefðu menn fundið sig knúna til að stofn- setja að minnsta kosti einn físk- markað á hveiju landshomi. „Það hefur komið fyrir að við höfum haft yfir umframafla að ráða og höfum við þá látið granna okkar hér á Norðurlandi hafa hann í skipt- um aftur seinna þegar vel árar hjá þeim,“ sagði Vilhelm. Hann sagði að fískur væri það vandmeðfarinn að hann yrði ekki fluttur langar leiðir þó svo að aðilar, til dæmis á Suðurlandi, sýndu áhuga á skiptum í gegnum Fiskmarkað Norðurlands. Piltur á hjóli fyrir bíl TÓLF ÁRA strákur á hjóli varð fyrir bifreið á gatnamótum Hlíðarbrautar og Teigasíðu í gær. Drengurinn hjólaði niður af gangstéttinni á Teigasíðu og ætlaði yfir Hlíðarbraut á hjólinu, en í sömu andrá kom bíll eftir götunni. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús til skoðunar, en talið er að hann hafi ekki orðið fyrir meiðslum. Tveir árekstrar urðu á Akureyri í gær laust eftir hádegi. Engin meiðsl urðu á fólki, en bifreiðar eru töluvert skemmdar. Annar árekst- urinn varð á Hörgárbraut við Veganesti og hinn var á Drottn- ingabraut við afleggjarann heim að Galtalæk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.