Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 Fai! meirihlutans í Ólafsvík: Agreiningnr um leið ir en ekki markmið - segir Sveinn Þ. Elínbergsson forseti bæjarstjórnar MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Ól- afsvíkur er nú brostinn, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær, Meirihlutann mynduðu Alþýðuflokksmennirnir Trausti Magnússon og Sveinn Þ. Elín- bergsson, sem er forseti.bæjar- stjómar, Kristján Pálsson bæjarstjóri, sem er af L-lista lýð- ræðissinna, sem er þverpólitísk- ur listi og Alþýðubandalagsmað- urinn Herbert Hjelm, sem rauf meiriliiutasamstarfið á bæjar- stjómarfundi sl. mánudag. í bæjarstjómarminnihluta voru hins vegar Sjálfstæðismennimir Kristófer Þorleifsson og Bjöm Am- aldsson og Framsóknarmaðurinn Stefán Jóhann Sigurðsson. Herbert Hjelm vildi í samtali við Morgunblaðið ekki tjá sig neitt um það af hveiju hann hefði rofið meiri- hlutasamstarfið. Hann sagði ein- ungis að hann væri að ræða málin við heimamenn og „í fyllingu tímans myndi nann gera hreint fyrir sínum dyrum'1. Kristján Pálsson, bæjarstjóri, sagði að hann hefði verið meðvitað- ur um það að það væri ólga innan meirihluta bæjarstjómamarinnar frá þvi í vor þegar upp hefði komið ágreiningur um það í meirihlutan- um hvort haldið skyldi áfram byggingu félagsheimilisins á staðn- um. Hann hefði getað komið því máli áfram með stuðningi minni- hlutans. Kristján sagði að það hefði þó komið sér mjög á óvart að upp úr meirihlutasamstarfinu hefði slitnað. Framkvæmdahraði og fjármögnun félagsheimilisins hefði verið sam- þykkt av öllum bæjarstjómarmönn- um. Hann sagði einnig að það hefðu verið „leiðinleg vinnubrögð af hálfu Herberts Hjelm að slíta samstarfínu á opnum bæjarstjómarfundi". Kristján sagðist vona að nýr meirihluti yrði myndaður fljótlega, því bæjarfélagið hefði ekki efni á því að beðið yrði með það. Hann sagðist ekki hafa skýringu á því hvers vegna dregist hefði að leggja fram ársreikning bæjarsjóðs fyrir síðastliðið ár. Búið væri að fá endur- skoðanda bæjarsjóðs í hendur öll gögn og það hefði verið gert á sama tíma og venjulega. Bjöm Amaldsson, annar af bæj- arstjómarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins, sagði að það hefði ekki komið sér á óvart að meirihlutinn skyldi hafa brostið, því að bæði al- þýðuflokksmenn og alþýðubanda- lagsmenn hafi verið óánægðir með samstarfíð við Kristján Pálsson. Þó hafí keyrt um þverbak í vor, þegar Kristján hafi gengið þvert á vilja Alþýðuflokksmanna og Alþýðu- bandalagsmanna varðandi bygg- ingu félagsheimilisins í Ólafsvík. Bjöm sagði að Sjálfstæðismenn hefðu ekki fengið tilboð frá neinum um myndun nýs bæjarstjómar- meirihluta. Sjálfstæðismenn ætluðu hins vegar að funda í gærkvöldi um myndun nýs meirihluta. Sveinn Þór Elínbergsson, Al- þýðuflokki, sagði einnig að það kæmi sér ekki á óvart að meirihlut- inn skyldi hafa fallið. Örðugleikar hefðu verið í samstarfinu við Krist- ján Pálsson allt frá því í vor vegna fjármála bæjarfélagsins. Félags- heimilið hefði verið dýrara heldur en reiknað var með og umhverfis- framkvæmdir á staðnum hefðu kostað sitt. Sveinn sagði að ágreiningur hefði verið á milli Kristjáns bæjarstjóra annars vegar og Alþýðuflokks- manna og Alþýðubandaiagsmanna hins vegar um leiðir en ekki mark- mið í_ sjálfu sér. Til dæmis væru allir Ólafsvíkingar sammála um að reisa félagsheimili það sem er í byggingu á staðnum. Sveinn sagði einnig að nú skipti mestu máli að Ólafsvíkingar ynnu saman að lausn ijárhagsvanda byggðarlagsins. Fljótlega yrði farið að ræða ársreikning bæjarsjóðsins fyrir síðastlið ár en niðurstöðutölur hans lægju enn ekki fyrir. Morgunblaðið/BAR Jón Sigurðsson kirkjumálaráðherra og séra Sigurður Guðmundsson, settur biskup, við setningu þingsins. Setning kirkjuþings: Fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar verði aukið — segir Jón Sig-urðsson kirkjumálaráðherra SETNING átjánda kirkjuþings þjóðkirkjunnar fór fram i Bú- staðakirkju í gær að lokinni guðsþjónustu. Eftir að sr. Sig- urður Guðmundsson biskup hafði sett þingið, hélt Jón Sigurðsson, kirkjumálaráðherra stutta ræðu þar sem hann ávarpaði við- stadda. Hann ræddi þar ýmis mál er varða þjóðkirkjuna og meðal annars ný lagafrumvörp um fjár- mál kirkjunnar. í ræðu sinni reifaði ráðherra mál kirkjunnar sem nýlega hafa verið til umfjöllunnar í ráðuneytinu. Vildi hann vekja sérstaka athygli á ný- mælum í lagafrumvarpi um sóknar- gjöld, þar sem gert er ráð fyrir, að myndaður verði sérstakur sjóður, er nefnist Jöfnunarsjóður sókna. Hann segir að lagt sé til, að kirkju- ráð fari með stjóm þessa sjóðs og felist í því, að hans dómi, aukið fyár- hagslegt sjálfstæði kirkjunnar. „Sjóðnum er meðal annars ætlað að standa að hluta til undir rekst- ar- og viðhaldskostnaði þeirra kirkna, sem ríkið hefur sérstakar skyldur við, en þar hef ég í huga Dómkirkjuna í Reykjavík, Hallgrímskirkju í Reykjavík, Hóla- dómkirkju, og Skálholtskirkju", sagði kirkjumálaráðherra I ræðu Jóns kom einnig fram að við setningu laga um staðgreiðslu opinberra gjalda var gengið út frá því, að sóknargjöld og kirkjugarðs- gjöld yrðu hluti af sameinuðum tekjuskatti. Ný lög um sóknar- og kirkjugarðsgjöld þyrftu að taka mið af þessu. Akveða þurfi hversu stór hluti af tekjuskattinum skuli ganga til sókna og kirkjugarða og setja reglur um skiptingu þessa fjár milli einstakra sókna og trúfélaga. Gengið er út frá því, að kirkjan haldi tekjustofni sínum óskertum miðað við það sem hún hefur nú. Eitt þeirra mála er rætt verður á Kirkjuþinginu er Siðfræðistofnun Háskóla íslands og þjóðkirkjunnar. I greinagerð um stofnunina er lögð verður fram á þinginu í dag, er rætt um aukna þörf fyrir fræðslu um siðfræði. Nefnd er ný tækni í læknisfræði, eins og tæknifrjóvgun og líffæraflutningar, aukin tölvu- notkun í dreifíngu upplýsinga og meðhöndlun náttúruauðlinda, auk ýmissa annarra vandamála er menn eiga við að glíma í nútíma sam- felagi. Annað mál er rætt verður á þing- inu í dag er aðgengi fatlaðra að kirkjum. Þingið stendur í 11 daga, en 22 menn, leiknir og lærðir, sitja þingið. Snæfugl seldi í Bremerhaven TOGARINN Snæfugl SU lauk við sölu afla síns í Bremerhaven á þriðjudag. Hann seldi hluta af- lans á mánudag. Verð á mánu- deginum var þokkalegt en lækkaði talsvert. á þriðjudegin- Snæfugl seldi alls 161 tonn að verðmæti 7,4 milljónir króna. Með- alverð fyrir aflann var 45,91 á kíló. Á mánudag var meðalverð fyrir karfa rúmar 50 krónur, en tæpar 40 fyrir ufsa. Endanleg skipting lá ekki fyrir á þriðjudag, en ljóst var að verðið hafði lækkað talsvert. g; raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar fundir — mannfagnaðir Kvennadeilti Víkings Aðalfundur kvennadeildar Víkings haldinn í Félagsheimilinu þriðjudaginn 13. október. við verður Hæðargarð Stjórnin. Gestafyrirlestur í dag, miðvikudaginn 7. október, mun Dr. Colin Thomson, dósent í efnafræði við St. Andrews University i Skotlandi, flytja gestafyr- irlestur á vegurn SKÝRR og Reiknistofnunar Háskólans. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu L102 í Lögbergi og hefst kl. 16.00. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og nefnist: „A highly intelligent workstation and its use in Significant studies relating to the biology of Cancer". Öllum er heimill aðgangur meðan húsrými leyfir. SKÝRR. Reiknistofnun Háskólans. Aðalfundur Stokkseyringafélagsins í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 11. okt. á Hallveigarstöðum og hefst kl. 15.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi og kökur. Fjölmennið. Stjórnin. Kópavogur Fundur verður hald- inn í Sjálfstæðis- húsinu, Hamraborg 1, fimmtudaginn 8. okt. kl. 20.30. Frummælendur á fundinum verða þau Jón Magnússon, lögfræðingur og Þórunn Gestsdóttir, form. Landssam- bands sjálfstæðis- kvenna. Kaffiveitingar og almennar umræður á eftir. Sjálfstæðisfólk fjölmennið! Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Selfoss - Árnessýsla Sjálfstæðisfélagið Óðinn og Fólag ungra sjálfstæðis- manna halda sam- eiginlogan fund á Tryggvagötu 8, Sel- fossi, fimmtudaginn 8. októberkl. 20.30. Frummælendur verða þeir Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra og Ólafur Björnsson stjórnarmaður SUS. Málenfi fundarins: Landsmálin og önnur mál. Mætum sem flest yngri sem eldri og gerum góðan fund betri. Stjórnirnar. Askriftcirshninn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.