Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987
FORELDRAR-
KENNARAR
Þurfa 10 og 11 ára
böm ykkar að læra
ertthvað af eftirtöld-
um skólaljóðum?
1. Fyrrvaroftíkotikátt
2. Heyrðu snöggvast Snati minn
3. Lóan er komin að kveða burt snjóinn
4. Vorið góða grænt og hlýtt
5. Núersumar
6. Út um græna grundu
7. Ríðum heim til Hóla
8. Núerútiveðurvott..
Sigga litla systir mín....
Rjúga hvrtu fiðrildin...
Afi minn fór á honum Rauð...
Rúnki fór í réttimar...
9. Öxarviðána
10. Tápogfjörogfrískirmenn
11. Stóð ég út í tunglsljósi
12. NúerfrostáFróni
13. Hlíðin mín fríða
14. Ég berst á fáki fráum
15. Snemma lóa litia í
16. BjössilitliáBergi
Á SKÓLAUÓÐ ASNÆLDU1
SKÓLALJÓÐ
Bergþóra Árnadóttir
eru þessi Ijóð leikin og sungin
á hlið A, en ef snældunni er
snúið við eru þau einungis leik-
in. Þannig verðurauðveldara
að læra Ijóðin og syngja með.
Erekkiréttaðgeranámið
Irflegra og auka áhuga barn-
anna á skólaljóðum?
Dreifing: Námsgagnastofnun
og Fálkinn hf.
Árni okkar á landsfundi
eftir Ásgeir
Hannes Eiriksson
Margt er mannanna bölið og
misjafnlega drukkið ölið. Það má
nú segja. Þannig sé maður til dæm-
is hversdaginn f ailt öðru ljósi ef
maður einblfnir á dökku hliðamar
f stað þess að njóta björtu hlið-
anna. Það er nú það.
Að selja kók
Verksmiðjan Vífilfell hf. fram-
leiðir Kóka kóla á íslandi. Þess
vegna leggur sölumaður frá Vífíl-
felli af stað að morgni dags til að
selja kókdrykki en hirðir ekki um
Pepsí kóla eða Egils appelsfn. Það
er deginum ljósara. Sölumaðurinn
fengi heldur betur bágt fyrir ef
hann eyddi deginum f að taka pant-
anir fýrir keppinautana og ekki
fleiri orð um það.
Hlutafélagið Árvakur gefur út
Morgunblaðið f Reylq'avík og er f
samkeppni á tvöföldum markaði
fólksins í landinu. í fyrsta lagi kepp-
ir blaðið um hylli lesenda og
auglýsenda. í annan stað keppir
blaðið um völdin f Sjálfstæðis-
flokknum og í þjóðfélaginu. Þetta
er nauðsynlegur formáli til að sjá
Morgunblaðið í réttu pólitísku ljósi
á lfðandi stundu.
Að vísu er blaðið hálf verkefna-
laust á pólitfska sviðinu eftir að
Geir Hallgrímsson tók við störfum
í Seðlabankanum. Blaðið hætti við
að veðja á Þorstein Pálsson og sneri
sér að Davíð Oddssyni en borgar-
stjórinn er nú bundinn við að taka
meirihluta sínum í borgarstjóm
Reykjavíkur pólitfskar grafír víða
um borgarlandið og jafnvel á vænt-
anlegri lóð SÍS í Kópavogi.
Morgunblaðið er því eins og veð-
mangari án veðhlaupahesta og
lætur sér því nægja að veðja á
Áma Johnsen varaþingmann frá
Suðurlandi.
Að selja Morgunblað
Ef þeim sem þessar línur ritar
væri falið að flalla um Morgun-
blaðið á prenti fyrir hönd keppinaut-
ar í bransanum mundi hann
sjálfsagt gera það eitthvað á þessa
leið:
Ég mundi aldrei viðurkenna
Morgunblaðið sem prýðilegan
vinnustað fyrir marga bestu fag-
menn landsins á sviði frétta-
mennsku og hönnunar og sfðast en
ekki síst auglýsinga. Það mundi ég
aldrei gera enda þjónaði það ekki
málstaðnum.
Ég mundi aldrei viðurkenna yfír-
leitt vandaðar fréttir blaðsins og
stundum einstakar þegar stórvið-
burðir gerast úti f heimi og snerta
íslendinga alla. Um þetta mundi
ég þegja eins og steinn.
Ég mundi aldrei viðurkenna §öl-
breytt og stundum ótrúlega mikið
lesefni blaðsins úr öllum áttum sem
berst mér inn á gólf stundvíslega
sex morgna í viku fyrir tiltölulega
lítinn pening. Grafarþögn.
Að kaupa Morgxmblað
En aftur á móti mundi ég velta
mér upp úr pólitískum tilþrifum
Morgunblaðsins og hafa gaman að.
Hvemig örfáir skriffínnar loka sig
inni á vemduðum stað í pólitfskri
einangrun á bak við harðvið og
þungar hurðir. Hefja þar morgun-
verkin með því að festa pólitíska
augnlappa hver á annan áður en
þeir hleypa dagsbirtunni inn fyrir
þykk gluggatjöldin. Og ég mundi
kalla það blað blindunnar.
Ég mundi leggja áherslu á þann
fjölda auglýsinga í blaðinu sem fóg-
etar birta daglega um nauðungar-
uppboð á eignum fólksins í landinu
og tengja þau stjómarfarinu f skjóli
blaðsins. Blað eignamissis.
Ásgeir Hannes Eirfksson
„Skrif hans eru innlegg
í vonlausa baráttu
gömlu flokkanna til að
koma Borgaraflokkn-
um á kné og verður að
skoða þau í þvi ljósi.“
Ég mundi rifla upp hvemig
Morgunblaðið fékk byggingarleyfí
fyrir smáfbúðum f húsi sínu við
Aðalstræti á sfnum tfma en ekki
fyrir skrifstofum sem þar eru nú
til húsa. Blað byggingasvika.
Þannig mundi ég láta móðan
mása og freista þess að láta v ont
loft leika um Morgunblaðið f augum
þeirra sem álengdar horfa á. Enda
fengi ég full laun fyrir vikið. En
ég fengi ekki laun fyrir að selja
Pepsf f vinnutíma hjá Kók. Það er
á hreinu.
Kók og Morgunblað
Morgunblaðið sendi blaðamann á
landsfund Borgaraflokksins f lok
september. En þegar varaþingmað-
lurinn Ámi Johnsen verður fyrir
valinu er ljóst að honum er ekki
ætlað að skrifa fréttir frekar en
Kókmanninum er ætlað að selja
Pepsí. Hann er ekki sendur af
fréttadeildinni heldur frá pólitfsku
deildinni með augnlappana á bakvið
þykku gluggaljöldin.
Enda skrifaði Ámi Johnsen ekki
fréttir af landsfundinum heldur
pólitískan texta fyrir hönd Sjálf-
stæðisflokksins. Skrif hans em
innlegg f vonlausa baráttu gömlu
flokkanna til að koma Borgara-
flokknum á kné og verður að skoða
þau í því ljósi. Annað er ókurteisi
við Áma Johnsen, Sjálfstæðisflokk-
inn og deildina á bakvið Ijöldin.
Ámi er einfaldlega f spomm sölu-
mannsins frá Vífílfelli. Hann verður
að selja Kóka kóla á daginn en
ekki Pepsí kóla. Annars fær hann
ekki útborgað.
Höfundur er veralunarmaður og
varaþingmaður Borgaraflokkains
í Reykjavik.
Franska sljórnarbyltingin
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
D.M.G. Sutherland: France
1789—1815 — Revolution and
Counterrevolution. Fontana
History of Modern France. Gen-
eral Editor: Douglas Jonson.
Fontana Press 1985.
Skoðanir Sutherlands á orsökum
og gangi frönsku stjómarbyltingar-
innar stangast á við ríkjandi
skoðanir um stéttarlegar orsakir
byltingarinnar og að stéttabaráttan
hafi verið kveikja byltingarinnar.
Marxískar útlistanir á gangi sög-
unnar sem stöðugri baráttu milli
Istétta er hugmyndafræðileg „pat-
ent“-lausn og hún heldur „billeg".
ótal þáttum er sleppt og áherslan
er lögð á hvatir og atriði, sem hafa
e.t.v. alls ekki haft neina þýðingu
á þeim tímabilum sem fjallað er um.
Einsýni „sögulegrar þróunar"
skekkir leitina að raunvemlegri
kveikju þess sem gerðist. Hugtakið
„söguleg þróun" er notað í pólitísk-
um tilgangi til þess að blekkja og
falsa, í rauninni hrikalegasta sögu-
fölsun frá því menn tóku að gera
sér hugmyndir um atburðarás for-
tíðarinnar. Sutherland og fleiri gera
sér glögga grein fyrir þessum raun-
vemleika varðandi frönsku stjóm-
arbyltinguna. Byltingin kviknaði
Tolvu- og
verkfrœhiþjónustan
Geymið auglýsinguna
Tölvuskóli Tölvu- og verkfræöiþjónustunnar
"Ég vil vekja athygli á nokkrum atriðum sem gera námskeið okkar sérstæð. Þátttakendafjöldi er
takmarkaður svo að kennarar geti sinnt hverjum eins og hann þarf. öllum námskeiðum fylgja vandaðar
handbækur á íslensku auk notendahandbókar ToV en í henni er disklingur með forritum og dæmum, bók
um grunnatriði tölvutækninnar og afsláttarmiði sem gildir á næsta námskeið. Nemendur geta haft
samband við kennara okkar á milli kennsludaga til að aðstoða viö verkefni. Og allt þetta fyrir aðeins
7500 krónur! Þú getur borgað með greiðslukorti, og ef tveir eða fleiri skrá sig saman fá þeir afslátt!
Berðu þetta saman við það sem aðrir bjóða - og vertu svo velkominn á námskeið til okkar".
Halldór Kristjánsson, verkfræðingur - Tölvu- og veikfræðiþjónustunni
Uimið með Page Maker
MACINTOSH
grunnnám
Því er haldið fram að ekki þurfi að
læra á Macintosh tölvur - þetta sé
svo einfalt! Þeir sem það gera
þekkja ekki Macintosh. Fjöldi
forrita er mun fullkomnari en
þekkist á aðrar tölvur - þetta krefst
góðrar þekkingar á því vinnu-
umhverfi sem Macintosh býður.
Við kennum notkun Macintosh
með forritinu WORKS, alhliða
forriti með graffk, ritvinnslu,
töflureikni og gagnagrunni. Farið
er í fjölda verkefría sem koma
öllum að gagni.
Tími: 10.,11.,14. og ló.okt
Kennari:Halldór Kristjánsson
Lengd: 21 kennslustund
Tölvusamskipti
geimöld
Frá upphafi hafa á þriðja hundrað
manns sótt þetta námskeið okkar,
þar sem farið er f öll atriði sem
varða notkun tölvu við
upplýsingaöflun í gagnabönkum,
telexsendingar og til forritaöflunar.
Við gerum flókin tækniatriði
einföld og tengjumst fjölda kerfa til
að gera nemendur okkar færa í
upplýsingaöfiun.
Það er samdóma álit sérfræðinga að
tölvunotkun á næstu árum muni
snúast um tölvusamskipti - misstu
ekki af þessu tækifæri til að fylgjast
með!
Tími: 15.,20.,22. og 27.okt
Kennari:Halldór Kristjánsson
Lengd: 18 kennslustundir
EXCEL
töflureiknir, gagna-
grunnur og grafík
Æ fleiri verða að geta unnið úr
tölum, hvort sem það eru útreikn-
ingar á afborgunum heimilislána
eða greiðsluáætlanir stórfyrirtækja.
Jafnframt aukast kröfur um skýra
og einfalda framsetningu á
niðurstöðum.
Námskeið okkar um EXCEL
kennir notkun öflugasta
hjálpartækisins á þessu sviði og
kennd er framsetning tölulegra
upplýsinga á myndrænu formi.
Fjöldi tilbúinna dæma fylgir á
diski.
Tími: 17. og 18. október
Kennari:Halldór Kristjánsson
Lengd: 18 kennslustundir
Einkaútgáfa
Page Maker 2.0
Frá því að einmenningstölvur litu
dagsins ljós hér á landi hefur
pappírsnotkun þrefaldast - en er
hann vel notaður? Nú getur þú lært
að nota tölvur við umbrot og
uppsetningu á texta og myndum -
við einkaútgáfu. Fjöldi fyrirtækja
og einstaklinga hafa byrjað að nota
tölvur til að vinna kynningarefni,
bæklinga, auglýsingar og bækur
með tölvum. Við kennum allt sem
til þarf og miðlum af reynslu okkar.
Frabært námskeið!
Tími: 19.,21.,23. og 26.okt
Kennarar:Jón Bjami Bjama-
son og Halldór Kristjánsson
Lengd: 18 kennslustundir
Meiri tölvuþekking - skráning í síma 68 80 90
ekki af einhverskonar togstreitu
milli aðals og borgara eða tveggja
stétta. Hugmyndafræðilegar for-
sendur ollu breytingum á „híerarkí-
inu“ og öllum hefðum og venjum.
Frakkland rambaði á heljarþröm,
fjárhagurinn var í rúst og hungur
og skortur þjakaði landsfólkið. Fjár-
hagslegar forsendur voru öðrum
þræði kveikjan að uppgjöf manna
á ríkjandi stjómarformi.
Samkvæmt Sutherland fór því
víðs fjarri að nokkur barátta geis-
aði milli aðals og borgarastéttar. Á
18. öld vom um 6.500 fjölskyldur
aðlaðar og um það leyti sem bylt-
ingin hófst var Va aðalsins nýr af
nálinni. Slík tilfærsla hafði ekki átt
sér stað áður, í slíkum mæli. Auður
aðalsins var ákaflega mismunandi
og sama mátti segja um auð borg-
arastéttarinnar. Höfundur nefnir
fleiri dæmi þeirri kenningu til rök-
stuðnings, að tilfærsla milli stétta
hafí aldrei verið meiri en um það
leyti sem byltingin hófst.
Það sem gerðist var að franskt
samfélag var í upplausn í því formi
sem það hafði verið. Aðall og.borg-
arastétt var orðin ein stétt, eða sá
hlutinn sem auðugastur var.
Sérréttindaafsalið kom nokkram
hóp til góða, en að það hafi stuðlað
að auknum fjárhagslegum jöfnuði,
er flarri öllum sanni. öreigar borg-
anna og bændur vora síður en svo
betur settir eftir byltinguna en fyr-
ir hana. Það var skipt um stjómend-
ur, en þótt hinir nýju stjómendur
hefðu vissar skoðanir í stjómmál-
um, þá réðu þeir ekki við atburða-
rásina, eftir að hið hefðbundna
stjómarform hrandi. Sans-culotte-
hópurinn í París og Jakóbínar náðu
áhrifum með „terrorisma", en sam-
staða þeirra stóð ekki lengi og
reynslan af „terrorismanum" jók
áhrif þeirra hópa, sem kröfðust ein-
hvers í áttina að borgaralegu
stjómarformi.
Höfundur rekur þessa sögu og
síðan þær orsakir sem færðu Napó-
leon völdin.
Þetta er nýstárleg bók um at-
burði veraldarsögunnar sem hafa
mótað síðari tíma fremur öðram
atburðum. Höfundur skrifar læsi-
legan stfl og er ósmeykur við að
fitja upp á útskýringum, sem hing-
að til hafa ekki átt upp á pallborðið
meðal þeirra sagnfræðinga, sem
fara gjaman troðnar slóðir.