Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 Borghildur Vilmund- ardóttir—Minning Fædd 12. maí 1921 Dáin 29. september 1987 í dag er Borghildur Vilmundar- dóttir kvödd hinstu kveðju, en hún andaðist á hjartadeild Landspítal- anseftir stutta legu 29. september. öllum ættingjum og vinum og þeim sem þekktu Borghildi er það vissulega harmafregn að fá hennar ekki lengur notið við. Það eitt að sjá glaðlegt bros og einkar notalegt viðmót, sem hún átti í ríkum mæli, hlýjaði manni um hjartarætumar. Borghildur, eða Bogga eins og hún var kölluð í daglegu tali, var ein af 13 bömum Guðrúnar Jóns- dóttur og Vilmundar Ámasonar, sem lengst af bjuggu á Löndum, Staðarhverfí í Grindavík. Bogga var fímmta bam þeirra hjóna. Ung- dómsárin munu ekki hafa verið frábmgðin því sem í þá daga gerð- ist, eilíft brauðstrit til að hafa í sig og á, ekki síst þar sem svo bam- margt var. Það kom í hlut þeirra eldri systra að taka til sín yngri systkini og hlúa að þeim. Hinn 8. desember 1946 giftist hún Inga S. Bjamasyni múrara- meistara. Hún var tryggur og góður förunautur, elskaði hún og virti sinn mann. Ingi er ættaður úr Reykjavík og lifír hann konu sfna ásamt 9 bömum sem þau eignuðust og em öll hvert öðm mannvænlegra. Þau em, talin eftir aldri, Björg, Jón Steindór, Bima Guðrún, Ingi Gunn- ar, Ragna Steina, Gunnhildur Anna, Bjami Vilmundur, Jóhanna Sigríður og Ráðhildur Sigrún. Þau hjónin, Bogga og Ingi, vom mjög samhent f að hvetja böm sfn til náms, enda em þau öll meira og minna menntuð hér heima og erlendis. Bogga hafði það fyrir sið að gefa hveiju bami kross um háls- inn þegar þau fóm út f hinn viðsjála heim. Þetta lýsir kannski betur en mörg orð einstöku hugarþeli henn- ar. Það var mikið sem Bogga kom í verk. Má marka það af því að hún fór núna hin seinni ár út að vinna, m.a. var hún hjá Sjálfsbjörgu að Hátúni 12. Hún var sérstaklega natin við þá sem minna máttu sfn í þjóðfélaginu. í Hátúni naut fólkið mjög góðmennsku hennar. Hún gaf sér tíma til að vera vinur þessa fólks og hlusta á það. Bogga virtist aldrei þurfa að flýta sér. Hún átti alltaf stund ef komið var í sopa. Boggu munaði ekki um að taka að sér ungan dreng sem var mjög fatlaður og má segja að það hafi verið þeirra 10. bam. Þetta fannst öllum á heimilinu, Inga og bömun- um, alveg sjálfsagt. í gegnum tíðina var hún heimilisakkerið og vildi hvers manns vanda leysa. Það var og er kært með Landa- systkinunum og þeirra mökum. Var oft gaman að blanda geði við ýmis tækifæri. Þau systkinin vom 13 eins og áður var sagt en em nú 8 eftir. Allar þær mörgu góðu minn- ingar geymum við og mest er um vert að þann fjársjóð tekur enginn frá okkur. En sárastur er söknuðurinn hjá þér, Ingi minn, bömum, tengda- og bamabömum. Við biðjum góðan guð að gefa ykkur styrk og þið eig- ið alla okkar samúð. Helga Sigurðardóttir Bogga amma er dáin. Þegar ég fékk þessa frétt, þá reikaði hugur minn tuttugu ár aftur í tímann. Ég var ásamt fleirum komin inn í lítið hús við Laufásveg. Þar var ég boð- in velkomin með hlýjum kossi á vangann. Þannig vom fyrstu kynni mín af Boggu ömmu og Inga afa, eins og krakkamir okkar kölluðu þau alltaf. Þau urðu mér góðir vin- ir og oft var setið og spjallað. Þá var stutt í dillandi hláturinn hennar Boggu ömmu. Hún fylgdist vel með fólkinu sínu í sveitinni og gaman hefði verið að fá hana oftar í heim- sókn. Við höfðum fyrir venju að hringja í þau á nýársnótt og óska þeim árs og friðar. Þá var margt skrafað, ogþessi samtöl ylja í minningunni. I sumar kom hún við hjá mér, er hún kom suður yfír Kjöl. Hún var alsæl og hrifningin á landinu var ósvikin. Hún átti ekki til nein orð yfír kyrrðinni og hún naut ferðaiagsins. Þetta var slðasta sam- vera okkar hér á jörðu, og fyrir hana er ég þakklát. Nú skilja leiðir okkar um stund, en I fyllingu tímans hittumst við aftur, og þá er gott að eiga von á hlýjum kossi á vangann eins og forðum. Við Sævar og krakkamir þökk- um henni fyrir allt og allt. Hvíli hún í friði. Ingi minn. Við sendum þér og íjölskyldu þinni innilegar samúðar- kveðjur. Guð vemdi þig og styðji um ókomin ár. Rúna og fjölskylda Mig langar að minnast Borg- hildar. Ég vil þakka henni kærlega fyrir að taka mig að sér. Þegar ég var sex eða sjö ára gamall var ég hjá henni alla vetur um helgar, en virka daga í heimavist Hejmleys- ingjaskólans. Borghildur var dugleg og góð kona sem ég elskaði sem móður. En nú er hún horfín og er sárt sakn- að af okkur öllum sem umgengust hana. Henni varð níu bama auðið, þrír drengir og sex stúlkur, og eign- aðist tólf bamaböm. Þegar ég heimsótti hana síðast í mars þá var hún hress og í góðu skapi eins og ævinlega, og riíjuðum við þá upp gamlar minningar, og þess vegna kom það eins og reiðarslag þegar ég frétti að hún væri látin. Borg- hildi mömmu gleymi ég aldrei. „Ég fel í forsjá þína, guð faðir sálu mina, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engia geyma öll böm þfn, svo blundi rótt.“ (Matthías Joch.) Rúnar Þórir Ingólfsson frá Egilsstöðum „Og jarðraskið jafnast og grær jurtimar fínna sér stað. átti þér ófylgt á leið. Aidrei gerði ég það.“ (G.B.) Bogga amma á „Laufó“, eins og hún var ævinlega kölluð af sonum mínum, er til moldar borin í dag. Hver hefði trúað því að Bogga, sem aldrei virtist bogna, brotnaði svo snögglega. En svona er lífíð. Eftir stöndum við hnípin og enn einu sinni er orðið of seint að fara í heimsóknina sem átti að skreppa í fyrir margt löngu. Við erum furðu glámskyggn mannfólkið á hið mikilvæga í lífínu. Og nú er hún fallin frá, konan sem kallaði mig tíunda bamið sitt. Og ég náði ekki að kveðja. „Að ég átti þér ótjáða þökk. Aldreiverðurhúnsögð. (G.B.) Mörg vom þau bömin, stór og smá, sem áttu hjá henni skjól. Hver var svo þessi kona, sem átti slíka elsku, að þrátt fyrir sinn stóra bamahóp var hún ávallt veitandi? Bogga var fædd og uppalin í Staðarhverfi í Grindavík, dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Vilmundar Ámasonar. Systkinin vom þrettán og ung fór Bogga að hjálpa til við hússtörfin. Yngsta bróðurinn, Jón, missti hún ungan og var það henni mjög þungbært. Hún sagði mér eitt sinn af litla drengnum, sem hlakkaði svo til jól- anna. Bogga systir ætlaði að sauma á hann ný föt. Jóiin komu, en lítill drengur var nár. Og þó að langt t Systir okkar, SESSEUA EYSTEINSDÓTTIR, Ingólfsstræti 16, Reykjavfk, lést á heimili sínu 5. október. Ólafur Eysteinsson, Arnbjörg Eystelnsdóttlr, Elnar Eystelnsson, Kristfn Eysteinsdóttir. t Faðir okkar, SIGURGEIR JÓNSSON bifválavlrkl, Bræðraborgarstfg 13, sem lóst 25. september, veröur jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 8. október kl. 13.30. Magnús, Baldur og Gunnlaugur Sigurgeirssynir. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, BÖRGE HILLERS mjólkurfræðingur, Heiðmörk 3, Seifossi, er varö bráðkvaddur 2. október sl., verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju fimmtudaginn 8. október nk. kl. 15.00. Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Ómar Hillers, Anna Friðbjörnsdóttir, Úlla Hillers, Úlfar Hillers, Ingibjörg Hjaltadóttir, Karl Hillers, Edda Guðmundsdóttlr, Gyða Björnsdóttir, Jón Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. t INGIBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR pfanókennarl andaðist 2. október á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 8. október kl. 13.30. Vandamenn. t Sonur okkar, BRAGI JÓNSSON framkvæmdastjóri, er látinn. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd barna og ættingja, Jónfna Magnúsdóttir, Jón Pólsson. t Útför SIGURÐAR VALS ÞORVALDSSONAR blfvélavirkja, áðurtll helmilis á Laugarnesvegi 66, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 8. okt. kl. 15.00. Erna Helgadóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför SVAVARS JÓHANNSSONAR fyrrverandi bifreiðaeftirlitsmanns, Bjarkarstfg 1, Akureyrl. Björg Benediktsdóttir, Elsa Lára Svavarsdóttir og fjölskyldur. væri um liðið, læddust tár niður vanga þessarar sterku konu, sem bar ekki sorgir sínar á torg. Siðar lá leiðin til höfuðborgarinn- ar. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Inga S. Bjama- syni, múrara, og byijuðu þau búskap sinn í Reykjavík. Fyrsta heimsókn mín á Laufás- vegi 15 stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum. Við skelltumst inn úr dyrunum, elzta dóttirin á heimil- inu og undirrituð. Verið var að baða yngstu dótturina og það gekk ekki hljóðalaust fyrir sig. Dömunni líkaði ekki hárþvottur. Bogga lét ekki fípa sig og allt endaði í ró og spekt. Þær urðu fleiri ferðimar á Lauf- ásveginn í tímans rás. Á Laufásvegi 15 ríkti aldrei nein lognmolla. Böm- in, alls níu að tölu, og allir alltaf velkomnir. Og Bogga ætíð jafn ró- leg og brosandi. Og rúgbrauðið hennar og kæfan var betra en ann- ars staðar, það var staðreynd sem ekki var haggað. Seinna var komið með bamavagn og þvínæst kerru, og aldrei var á kot vísað. Bogga var ein þeirra sem ævin- lega hafði tíma, þó að mikið væri umleikis. Þar kom að Laufásvegur 15 varð að víkja fyrir skipulagi. Ingi og Bogga fluttu upp í Breiðholt og skömmu seinna var Bogga farin að vinna fulla vinnu utan heimilis. Þó að mikið væri að gera var hjálpsemin söm og jöfn. Mér er í minni þegar hún, með hálfs dags fyrirvara tók tvo strákapjakka í fóstur svo að móðirin gæti farið í ferðalag. Og ekki var Ingi sfðri þegar kom að litlum sérvitringi, enginn gaf gefíð Bjama syni mínum hafragraut svo vel færi nema hann. Bömin bera foreldrunum gott vitni. Þau em: Björg, myndlistar- maður, búsett í Danmörku, hún á einn son; Jón Steindór, rafmagns- verkfræðingur, kvæntur Önnu Þóru Eiríksdóttur, böm þeirra eru tvö, þau em búsett í Svíþjóð; Bima Guðrún, gift Rúnari Svavarssyni, raftæknifræðingi, þau eiga eina dóttur; Ingi Gunnar, bílamálari, kvæntur Kristjönu Kristjánsdóttur, þeirra böm era þijú, ein dóttir og tveir synir; Ragna Steinunn, mynd- listarmaður, búsett í Noregi; Gunnhildur Anna, fyármálastjóri, býr í Reykjavík, á einn son; Bjami Vilmundur, býr í Bandaríkjunum, á eina dóttur, Jóhanna Sigríður, nemi, gift Sigurði Karlssyni, tölvuforrit- ara, dætur þeirra em tvær; Ráð- hildur Sigrún, art. therap., gift Tuma Magnússyni, myndlistar- manni, þau eiga einn son. Rúnar Þór Ingólfsson frá Egilsstöðum var þar einnig sem heimamaður frá því hann var ungur drengur og þurfti að sækja skóla í Reykjavík. Var hann Boggu og öllum í fyölskyld- unni einkar kær og var litið á hann sem son á heimilinu. Það gefur augaleið að mikið þurfti að hafa fyrir öllum þessum hóp. En húsmóðirin var myndarleg og handlagin og mörg var flíkin sniðin og saumuð á methraða. „því hvað er auður afl og hús ef eingin jurt vex í þinni krús.“ (H.K.L) kvað Bjartur í Sumarhúsum og óneitanlega vaknar sú spuming í miðju lífsgæðakapphlaupinu. Hver er hinn raunvemlegi auður? Laufásvegur 15 var auðugt heim- ili, ekki á veraldarvísu, en svo rikt af því sem mestu máli skiptir. Á þessum tímum sjálfshyggju er okk- ur hollt að minnast þess, að það em Boggur þessa lands, sem halda okkur saman. í eldhúsunum sínum hafa þær yfimmsjón með öllu, smáu og stóm, sem fjölskylduna varðar. Og síðast en ekki sízt em þær heima þegar á liggur. Það að vera góð eiginkona og móðir þykir ekki mikið nú til dags. En sú kona sem afneitar móðureðlinu tapar miklu. Bogga tapaði ekki. Eftir því sem hún gaf meira, þeim mun meiri ástúð uppskar hún. Synir mínir eiga henni mil'.ið að þakka og við öll í fjölskyldunni. Það var gæfa að kynnast henni. „Ég átti þér ógoldna skuld. AJdrei veiður hún greidd." (G.B.) Sigríður Gunnlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.