Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 * * Heimsókn forseta Islands til Italíu Morgunblaðið/Emilía Björg Bjömsdóttir Vig-dís Finnbogadóttir tekur við bronsstyttu af tákni Rómar úr hendi borgarstjórans. Frá vinstri Andreotti utanríkisráðherra Ítalíu, Goria forsætisráðherra, Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands, túlkur og Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra á fundi í Villa Madama. HALLIR OKKAR ERUBÆKUR - sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands í ræðu í boði borgarstjóra Rómar Róm, frá Kristinu Gunnarsdóttur blaðaman Á ÖÐRUM degi opinberrar heim- sóknar forseta íslands Vigdísar Finnbogadóttur til Ítalíu lagði forsetinn blómsveig á gröf óþekkta hermannsins við minnis- merki um Viktor Emmanuel fyrsta konung ítala. Að því loknu tók borgarstjóri Rómar á móti forsetanum og fylgdarliði, en að fundi þeirra loknum var haldið til San Michele hallar og fylgst með hvernig viðgerð á gömlum listaverkum fer fram. Síðdegis heimsótti forseti íslands Selenia hátækniverksmiðjumar. Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra átti fund með Andre'Æti utanríkisráðherra Ítalíu um I .ádegisbilið í gær og komu Vigdís Finnbogadóttir og Goria for- i Morgunblaðsins sætisráðherra Ítalíu síðar til fundarins. í móttöku Nicola Signorello borg- arstjóra Rómar í Campidodlio lýsti hann ánægju með komu forseta íslands til Rómar og minntist írskra munka sem sögur segja að fundið hafi ísland, ysta land Evrópu í vestri. Hann vék síðan að efnahags- málum þjóðanna sem hann taldi eiga sér nokkra hliðstæðu á síðustu árum. í lok ræðu sinnar minnti hann á að nafn Reykjavíkur tengdist æ oftar friði í hugum lýðræðisþjóða eftir leiðtogafundinn sem þar var haldinn. Hann færði síðan forseta íslands tákn Rómar að gjöf, brons- styttu af úlfynjunni ásamt tvíburun- um Romulus og Remus, sem sagan segir að Róm reki uppruna sinn til. Vigdís Finnbogadóttir sagði í ræðu sinni að hjá sumum þjóðum væri saga þjóðarinnar saga borgarinnar og ætti það við um Róm. Róm- verjum bæri að þakka að norrænar þjóðir þekktu forfeður sína. Hún sagði að tengsl við fortíðina og ít- ali hefðu verið endumýjuð og að ítalskir vísindamenn hefðu enn á ný hafist handa við rannsókn á ís- lendingasögunum, en ákveðið hefur verið að efna til ráðstefnu á Ítalíu að ári um íslensk fræði. Vigdís færði síðan borgarstjóra Rómar ljósprentaða útgáfu af æHelga- staðabók að gjöf með þeim orðum að „hallir okkar eru bækur". í gærkvöldi hélt forseti íslands forseta Ítalíu veislu á Grand Hotel f Róm, en hinni opinberri heimsókn lauk í morgun þegar forsetinn hélt ásamt fylgdarliði til Sikileyjar í boði ítalska forsetans. Vigdís Finnbogadóttir ásamt Giovanni Goria er þau koma til fundar í Villa Madama í gær. Forsetinn lagði blómsveig á gröf óþekkta hermannsins. mmn Söngur er hollasta tóm- stundaiðja mannsins - segir Ingólfur Guðbrandsson, sem er að hefja 15. starfsár Kór- skóla Pólýf ón- kórsins „Til að mynda réttan og hljóm- fagran tón þarf ákveðna sam- stillingu sálar og líkama. Söngur er fyrst og fremst tjáning og nái söngurinn fullkomnun, hefur sú tjáning mikið listrænt gildi, jafn- framt þvi sem hún bætir ástand Iíkama og sálar. Þess vegna tel ég að söngurinn sé hollasta tóm- stundaiðja mannsins,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson, stjóm- andi Pólýfónkórsins, en í næstu viku hefst 15. starfsár Kórskól- ans, sem Ingólfur hefur veitt forstöðu frá upphafi. Af því til- efni ræddi Morgunblaðið við Ingólf um starfsemi skólans og sönginn sem tjáningarform og tómstundaiðju. „Ég sannfærist meir og meir um hollustu þess að iðka söng eftir réttri fyrirmynd. Það hefur í för með sér vissa andlega einbeitingu samfara djúpri öndun, sem er án efa meginundirstaða góðrar heilsu," sagði Ingólfur er hann var spurður nánar út í þessa kenningu um tengslin milli söngs og andlegs og líkamlegs heilbrigðis. „Rétt, djúp öndun örvar alla innri líffærastarf- semi. Sál og líkami verður eitt í söngnum. Góður söngur vekur vel- líðan og öll góð tónlist er eins og andlegt smyrsl fyrir þann sem iðkar hana og nýtur. Engin tilfínning jafnast á við þá gleði sem góður söngur veitir. Mér finnst reynsla mín öll benda til þess, að með flestu fólki blundi rík löngun til að syngja. Lands- þekktur maður sagði eitt sinn í viðtali: „Ef ég ætti mér eina ósk, myndi ég óska þess að geta sung- ið.“ — Allt of margir byrgja með sér þessa löngun og bæla söng- hvötina, nema þá helst undir áhrifum áfengis, sem yfirleitt leiðir ekki til farsæls árangurs. í þessum orðum mínum felst hins vegar hvatning til fólks að reyna. Eins og kunnugt er eigum við íslendingar heimsmet á öllum svið- um miðað við höfðatölu. Það er ótrúlegt hvað leynist hér mikið af listrænum hæfileikum og ég er sannfærður um að fjöldi fólks geng- ur í gegn um lífið án þess að gera sér grein fyrir að ef til vill er það gætt frábærri söngrödd, sem aldrei kemur fram í dagsljósið vegna þess að tækifæri eða uppörvun vantaði. Ég tel að í starfi mínu með Pólýfón- kómum og Kórskóla hans hafí ég fundið allmargar slíkar raddir." Gott tóneyra eina inn- tökuskilyrðið Ingólfur var spurður hvaða hlut- verki Kórskólinn gegndi í starfí Pólýfónkóreins og hvort einhver sérstök skilyrði væru sett fyrir inn- göngu ( skólann: „Kórskólinn hefur nú verið starf- ræktur á annan áratug og frá upphafí hefur hann verið eins konar stökkpallur fyrir fjölda fólks til að Morgunblaðið/RAX Ingólfur Guðbrandsson, stjómandi Pólýfónkórsins og Kórskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.