Morgunblaðið - 07.10.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 07.10.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 * * Heimsókn forseta Islands til Italíu Morgunblaðið/Emilía Björg Bjömsdóttir Vig-dís Finnbogadóttir tekur við bronsstyttu af tákni Rómar úr hendi borgarstjórans. Frá vinstri Andreotti utanríkisráðherra Ítalíu, Goria forsætisráðherra, Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands, túlkur og Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra á fundi í Villa Madama. HALLIR OKKAR ERUBÆKUR - sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands í ræðu í boði borgarstjóra Rómar Róm, frá Kristinu Gunnarsdóttur blaðaman Á ÖÐRUM degi opinberrar heim- sóknar forseta íslands Vigdísar Finnbogadóttur til Ítalíu lagði forsetinn blómsveig á gröf óþekkta hermannsins við minnis- merki um Viktor Emmanuel fyrsta konung ítala. Að því loknu tók borgarstjóri Rómar á móti forsetanum og fylgdarliði, en að fundi þeirra loknum var haldið til San Michele hallar og fylgst með hvernig viðgerð á gömlum listaverkum fer fram. Síðdegis heimsótti forseti íslands Selenia hátækniverksmiðjumar. Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra átti fund með Andre'Æti utanríkisráðherra Ítalíu um I .ádegisbilið í gær og komu Vigdís Finnbogadóttir og Goria for- i Morgunblaðsins sætisráðherra Ítalíu síðar til fundarins. í móttöku Nicola Signorello borg- arstjóra Rómar í Campidodlio lýsti hann ánægju með komu forseta íslands til Rómar og minntist írskra munka sem sögur segja að fundið hafi ísland, ysta land Evrópu í vestri. Hann vék síðan að efnahags- málum þjóðanna sem hann taldi eiga sér nokkra hliðstæðu á síðustu árum. í lok ræðu sinnar minnti hann á að nafn Reykjavíkur tengdist æ oftar friði í hugum lýðræðisþjóða eftir leiðtogafundinn sem þar var haldinn. Hann færði síðan forseta íslands tákn Rómar að gjöf, brons- styttu af úlfynjunni ásamt tvíburun- um Romulus og Remus, sem sagan segir að Róm reki uppruna sinn til. Vigdís Finnbogadóttir sagði í ræðu sinni að hjá sumum þjóðum væri saga þjóðarinnar saga borgarinnar og ætti það við um Róm. Róm- verjum bæri að þakka að norrænar þjóðir þekktu forfeður sína. Hún sagði að tengsl við fortíðina og ít- ali hefðu verið endumýjuð og að ítalskir vísindamenn hefðu enn á ný hafist handa við rannsókn á ís- lendingasögunum, en ákveðið hefur verið að efna til ráðstefnu á Ítalíu að ári um íslensk fræði. Vigdís færði síðan borgarstjóra Rómar ljósprentaða útgáfu af æHelga- staðabók að gjöf með þeim orðum að „hallir okkar eru bækur". í gærkvöldi hélt forseti íslands forseta Ítalíu veislu á Grand Hotel f Róm, en hinni opinberri heimsókn lauk í morgun þegar forsetinn hélt ásamt fylgdarliði til Sikileyjar í boði ítalska forsetans. Vigdís Finnbogadóttir ásamt Giovanni Goria er þau koma til fundar í Villa Madama í gær. Forsetinn lagði blómsveig á gröf óþekkta hermannsins. mmn Söngur er hollasta tóm- stundaiðja mannsins - segir Ingólfur Guðbrandsson, sem er að hefja 15. starfsár Kór- skóla Pólýf ón- kórsins „Til að mynda réttan og hljóm- fagran tón þarf ákveðna sam- stillingu sálar og líkama. Söngur er fyrst og fremst tjáning og nái söngurinn fullkomnun, hefur sú tjáning mikið listrænt gildi, jafn- framt þvi sem hún bætir ástand Iíkama og sálar. Þess vegna tel ég að söngurinn sé hollasta tóm- stundaiðja mannsins,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson, stjóm- andi Pólýfónkórsins, en í næstu viku hefst 15. starfsár Kórskól- ans, sem Ingólfur hefur veitt forstöðu frá upphafi. Af því til- efni ræddi Morgunblaðið við Ingólf um starfsemi skólans og sönginn sem tjáningarform og tómstundaiðju. „Ég sannfærist meir og meir um hollustu þess að iðka söng eftir réttri fyrirmynd. Það hefur í för með sér vissa andlega einbeitingu samfara djúpri öndun, sem er án efa meginundirstaða góðrar heilsu," sagði Ingólfur er hann var spurður nánar út í þessa kenningu um tengslin milli söngs og andlegs og líkamlegs heilbrigðis. „Rétt, djúp öndun örvar alla innri líffærastarf- semi. Sál og líkami verður eitt í söngnum. Góður söngur vekur vel- líðan og öll góð tónlist er eins og andlegt smyrsl fyrir þann sem iðkar hana og nýtur. Engin tilfínning jafnast á við þá gleði sem góður söngur veitir. Mér finnst reynsla mín öll benda til þess, að með flestu fólki blundi rík löngun til að syngja. Lands- þekktur maður sagði eitt sinn í viðtali: „Ef ég ætti mér eina ósk, myndi ég óska þess að geta sung- ið.“ — Allt of margir byrgja með sér þessa löngun og bæla söng- hvötina, nema þá helst undir áhrifum áfengis, sem yfirleitt leiðir ekki til farsæls árangurs. í þessum orðum mínum felst hins vegar hvatning til fólks að reyna. Eins og kunnugt er eigum við íslendingar heimsmet á öllum svið- um miðað við höfðatölu. Það er ótrúlegt hvað leynist hér mikið af listrænum hæfileikum og ég er sannfærður um að fjöldi fólks geng- ur í gegn um lífið án þess að gera sér grein fyrir að ef til vill er það gætt frábærri söngrödd, sem aldrei kemur fram í dagsljósið vegna þess að tækifæri eða uppörvun vantaði. Ég tel að í starfi mínu með Pólýfón- kómum og Kórskóla hans hafí ég fundið allmargar slíkar raddir." Gott tóneyra eina inn- tökuskilyrðið Ingólfur var spurður hvaða hlut- verki Kórskólinn gegndi í starfí Pólýfónkóreins og hvort einhver sérstök skilyrði væru sett fyrir inn- göngu ( skólann: „Kórskólinn hefur nú verið starf- ræktur á annan áratug og frá upphafí hefur hann verið eins konar stökkpallur fyrir fjölda fólks til að Morgunblaðið/RAX Ingólfur Guðbrandsson, stjómandi Pólýfónkórsins og Kórskólans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.