Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 7
Jón Þorsteinn Gunnarsson Ráðinn framkvæmda- sljóri Frigg Gunnar J. Friðriks- son hættir eftir 45 árastarf JÓN Þorsteinn Gunnarsson rekstrarhagf ræðin jfur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sápugerðarinnar Frigg. Tekur hann við starfinu af Gunnari J. Friðrikssyni forstjóra sem hefur verið stjórnandi fyrirtækisins síðastliðinn 45 ár. Jón Þorsteinn er 33 ára og út- skrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands árið 1982. Hann stundaði framhaldsnám í rekstrarhagfræði við Schiller Int- emational University í Vestur- Þýskalandi og Lauk þaðan MBA prófí, Master of Business Admin- istration, í júlí á þessu ári. Jón Þorsteinn starfaði sem mark- aðsstjóri hjá Frigg á árunum 1982-1986. Eiginkona hans er Margrét Birg- isdóttir. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987 Erfiðleikar í fataiðnaði: 108 manns sagt upp á síðustu víkum MIKLIR erfiðleikar hafa verið í innlendum fataiðnaði á þessu ári. Fyrirtæki hafa ýmist hætt starfsemi eða fækkað starfs- fólki, en á undanfömum vikum hefur alls 108 manns verið sagt upp störfum í þessari grein. Saumastofa Hagkaups verður lögð niður um næstu mánaða- mót, en áður höfðu verksmiðj- uraar Dúkur hf. í Reykjavík og Sunna á Hvolsvelli hætt störfum auk verulegs samdráttar í starf- semi Prjónastofu Borgaraess. Þá hefur starfsfólki í framleiðslu- deild Kamabæjar verið sagt upp störfum frá og með næstu mán- aðamótum vegna hagræðingar í rekstri fyrirtækisins. Halldór Einarsson, formaður Þjónustumiðstöðvar fataiðnaðarins, sagði í samtali við Morgunblaðið að ljóst væri að innlendur fataiðnað- ur væri nú í meiri kreppu en oftast áður. Ástæðuna sagði hann einkum vera miklar kostnaðarhækkanir, sem ekki hefðu farið út í verðlagið vegna fastgengisstefnunnar. „Það þarf að bregðast við þessari nei- kvæðu þróun með öllum tiltækum ráðum. Jafnframt er nauðsynlegt að upphefja jákvætt hugarfar með- al neytenda gagnvart innlendri framleiðslu, og þar þurfa fram- leiðslufyrirtækin að taka höndum saman um öfluga kynningarstarf- semi“ sagði Halldór. Að sögn Þorsteins Pálssonar, innkaupastjóra hjá Hagkaup, var tekin ákvörðun um að leggja niður saumastofuna síðastliðið vor, en sú ákvörðun tengdist þó ekki beint erfiðleikum í fataiðnaðinum. „Við höfum verið að reyna að fækka ein- ingum hjá okkur, sem standa utan við smásölureksturinn, ekki síst eft- ir að nýju verslanimar opnuðu. Það er hörgull á starfsfólki í öllum greinum og við höfum haft nóg með að manna verslanimar hjá okkur," sagði Þorsteinn. Guðlaugur Bergmann, forstjóri Kamabæjar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki stæði til að hætta fataframleiðslu hjá fyrirtæk- inu heldur hefði hann sagt upp fólkinu til að fá svigrúm til nauð- synlegra breytinga í rekstrinum. „Það fer ekkert á milli mála að Islenskur fataiðnaður stendur mjög illa um þessar mundir og breytinga er þörf í þessum rekstri," sagði Guðlaugur. Ásta Arabjörg Jónsdóttir Lést af slysf örum KONAN, sem lést eftir um- ferðarslys f Oddsdal í fyrri viku, hét Ásta Arnbjörg Jóns- dóttir. Ásta var 64 ára gömul, fædd 5.9.1923, til heimilis að Austurvegi 2 á Reyðarfirði. Hún lætur eftir sig eiginmann og fimm uppkomin böm. Sjóður greiðir bætur vegna ótryggðra bíla Sá sem fyrir tjón- inu verður ber ekki skaðann VERÐI bUeigandi fyrir tjóni af völdum ökumanns sem hefur ekki greitt iðgjöld af skyldu- tryggingu þarf hann ekki að bera skaðann. Samband islenskra tryggingarfélaga varð- veitir sjóð sem ætlaður er tíl að greiða bætur vegna óþekktra eða óvátryggðra bifreiða. Þetta kom fram f samtali við Rúnar Gunn- arsson lögfræðing tryggingaeft- irUtsins vegna fréttar á sunnudag. Rúnar benti á að bíleigendum lið- ist oft að draga greiðslu vátrygg- inga mánuðum saman. Tryggingar- félögin hefðu þann háttinn á að senda skuldunautum ítrekuð mkk- unarbréf. Þegar önnur ráð þryti væri bíleigandanum send aðvömn og lögregluyfirvöld beðin Qarlægja skráningaraúmer viðkomandi bif- reiðar. „Allan þennan tíma ber trygg- ingafélagið fulla ábyrgð á bifreið- inni. Jafnvel eftir að farið hefur verið fram á að númerin séu klippt af er bílinn tryggður I flórar vikur. ''Að þeim fresti liðnum getur félagið firrt sig ábyrgð lögum samkvæmt," sagði Rúnar. í frétt Morgunblaðsins var nefnt dæmi um árekstur í Grindavík þar sem óvátryggð bifreið átti hlut að máli. Tryggingarfélag tjónvaldsins hafði neitað að greiða bætur því lögregluyfirvöld höfðu verið beðin um að taka bílinn úr umfer i „Af þessari frásögn a j dæma hefiir umræddur frestur verið lið- inn. Tryggingarfélagið ber því ekki lengur ábyrgð á bifreiðinni. En takist þeim sem fyrir tjóninu varð ekki að fá bætur frá bifreiðareig- andanum getur hann snúið sér til Sambands íslenskra. tryggingarfé- laga og krafist greiðslu úr sjóði sem stofnaður var í þessu skyni árið 1969. Sjóðurinn ber skaðann en á síðan kröfu á hendur þeim sem tjón^~= inu glli,“ sagði Rúnar. PARDUS Þetta er aðeins lítið brot af því úrvali sem finnst í búðunum okkar. Teg. 8782 ULLARJAKKI Verð kr. 7.600.- fyrir dömur Teg. 8751 ULLARKÁPA Verð kr. 12.300.- fyrir herra Te«. 5186 HERRAFRAKKI Verð kr. 9.000,- Teg. 8753 ULLARKÁPA Verð kr. 11.800.- Efni: 100% ullarefni. St.: 3442 Póstsendum um allt land. Efni: 100% ullarefni. St.: 3642 Efni: 100% uilarefni. St.: 48-54 KÁPUSALAN Efhi: 100% ullarefni. St.: 3446 Opið er til kl. 16 á laugardögum. BORQARTÚMI 22 SÍMI 23509 Mæg bflastæði AKGREYRl HAFMARSTRÆTI 88 SfMI 96-25250 Opið er til kl. 12 á laugardögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.