Morgunblaðið - 08.10.1987, Side 19

Morgunblaðið - 08.10.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 19 Þú svalar lestrarþörf dagsins á^íöum Moggans! A „Það væri samt ljótt ef það vitnaðist að verið væri að beita Morgnn- blaðinu, „blaði allra landsmanna“, gegn Út- varpi Rót, sem lið í árásum hægri stúdenta í háskólanum á núver- andi meirihluta í stúd- entaráði.“ ir kasta á báða bóga til að sýna Lram á meinta róttækni hlutafélags- ins Rótar. Það væri gaman að fá viðhlítandi skýringar á því hvað manninum gengur til með þessum skrifum, sérstaklega þó ef undir nafni væri. Það væri samt ljótt ef það vitnaðist að verið væri að beita Morgunblaðinu, „blaði allra lands- manna", gegn Útvarpi Rót, sem lið í árásum hægri stúdenta í háskólan- um á núverandi meirihluta í stúd- entaráði. (BŒA) Kringlunni sími: 689122 Höfundur er framkvæmdastjóri Rótarhf. ÚtvarpRót og róttækni eftirÞórodd Bjarnason Það er harla fátítt að stofnun hlutafélags ergi Morgunblaðið. Nær sanni væri að blaðið teldi slíkt óska- lausn í velflestum mannlegum samskiptum. En allt er í heiminum hverfult og í morgun, 6. október, voru gervailir Staksteinar Morgun- blaðsins lagðir undir níðskrif um útvarpsfélagið Rót hf. Ástæða árás- ar úr svo óvæntri átt virðist vera sú, að Stúdentaráð Háskóla íslands íhugar að fylgja í fótspor Sambands íslenskra námsmanna erlendis og Bandalags íslenskra sérskólanema og kaupa hlutabréf í grasrótarút- varpinu Rót. I því útvarpi býðst samtökum færi á að vinna og senda út dag- skrá eftir eigin höfði, og mun hafa verið rætt innan námsmannahrejrf- ingarinnar að halda úti nokkurs konar námsmannaútvarpi. Allir sjá hvílíkur akkur samtökum af marg- víslegum toga væri í slíkri útvarps- stöð, enda er áhugi á þátttöku í útvarpi Rót mikill og á breiðum grunni. Hlutafjársöfnun, jafnt með- al einstaklinga sem samtaka, hefur enda gengið framar öllum vonum. En af hveiju er Mogginn svona reiður? Jú, hann hefur nefnilega fundið það út, að hér muni vera á ferðinni róttækt útvarp. Til að það færi nú ekki fram hjá neinum, dugði ekki minna en hálf tylft ítrekana á orðasambandinu róttækt útvarp i annars lipurlega rituðum pistli. Gott og vel. Róttækni eða ekki rót- tækni er náttúrulega bara spuming um skilgreiningu. Við skulum að- eins líta á þau rök sem Staksteinar færa fram stóradómi sínum til stuðnings: 1) „ ... meðal þeirra sem vinna að undirbúningi þess (innsk. átt er við Útvarp Rót) er enginn annar en Þorbjöm Broddason, er hefur hingað til skipst á að tala um íjölmiðlun í nafni félagsvísinda- deildar háskólans og Alþýðu- bandalagsins.“ 2) Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur, er í vara- stjóm hlutafélagsins. 3) Félag Vinstrimanna í Háskóla íslands á hlut í félaginu. 4) „The Economist telur sósíalfska flokka vera búna að glata hug- sjóninni og þar með markmiðinu sem sameinar félaga í þeim und- ir einu merki. Þess í stað væru flokkamir að breytast í einskon- ar regnhlíf fyrir hópa sem beijast fyrir þröngum, einangr- uðum markmiðum ... Róttæka útvarpið á að vera einskonar regnhlíf, eða grasrótarút- varp... 5) í fréttatilkynningu frá Rótinni segir: „Markmiðið er ekki að afla hagnaðar heldur skapa vett- vang fyrir þjóðfélagslega og menningarlega umræðu. Mun útvarpið leggja sérstaka rækt við umræðu um: Mannréttinda- mál, þjóðfrelsismál, velferðar- mál, verkalýðsmál, umhverfís- mál, menningarmál, friðarmál, kvenfrelsismál og uppeldis- og menntamál." Þessa klausu til- færa Staksteinar í heild og hnýta við til skýringar: „Þeir málaflokkar sem þama eru nefndir, gefa til kynna hvaða skoðanir einstakir hópar á bak við stöðina tilvonandi hafa.“ Aðrar skýringar á því hvers vegna um róttækt útvarp sé að ræða fundust nú ekki í pistlinum. Það er því enn á huldu hvort það sé eftirsóknarvert eða ekki að telj- ast róttækur samkvæmt skilgrein- ingu Staksteina. Skoðum aðeins betur þessi fímm atriði sem einhver handfesta gæti verið í. l.atriði Rangt. Það hefur enginn Þor- bjöm Broddason unnið að undirbún- ingi Útvarps Rótar. Það væri gaman ef satt væri, en hafa ber það sem sannara reynist. Mér dett- ur helst í hug að þessi leiðinlegi misskilningur sé til kominn vegna ráðstefnu um útvarpslögin sem Útvarpsréttamefnd hélt sl. laugar- dag. Þeim einkaaðilum, sem lejrfí hafa fengið til útvarpsrekstrar, var boðið að tilnefna nokkra menn hver á ráðstefnuna. Útvarp Rót mátti tilnefna fímm, og nýttum við það góða boð til fullnustu. Einn þeirra sem við buðum að taka þátt í ráð- stefnunni var einmitt Þorbjöm Broddason. í upphafí ráðstefnunnar þakkaði hann aðstandendum Rótar fyrir að hafa veitt sér tækifæri til þátttöku enda hefði hann á efíiinu mikinn áhuga vegna starfs síns við félagsvísindadeild háskólans. Til að fyrirbyggja allan misskilning tók hann sérstaklega fram að hann gæti á engan hátt skoðast málsvari einhverrar ákveðinnar útvarps- stöðvar. 2. atríði Rétt. Ragnar Stefánsson er í varastjóm Rótar hf. og? 3. atríði Rangt. Það er í mínum verka- hring að halda hlutaskrá Rótar hf. og Félag vinstrimanna í Háskóla íslands á ekki hlut í félaginu, hvað sem síðar verður. 4. atríði Ég skil þessa regnhlífarrökfræði ekki alveg. Hvað er átt við? 5. atriði Hvaða skoðun á upptöldum mála- flokkum er að vilja skapa vettvang Þóroddur Bjaraason fyrir umræður um þá? Mér sýnist hér örla á gamalli Morgunblaðs- meinsemd; að telja það róttækni á háu stigi að vilja þjóðfélagslegar umræður. Útfrá slíkri röksemda- færslu má vel segja að Útvarp Rót sé róttækt, því við ætlum svo sann- arlega að efla umræður um þjóð- félagsmál eftir föngum. Að öðru leyti vísa ég heim til föðurhúsanna þeim hæpnu og órök- studdu fulfyrðingum sem Stakstein- Haust- tilboð Kosta Boda 20% Staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum í verslunum okkar út þessa viku. KOSTA BODA Bankastræti 10, sími: 13122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.