Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987 19 Þú svalar lestrarþörf dagsins á^íöum Moggans! A „Það væri samt ljótt ef það vitnaðist að verið væri að beita Morgnn- blaðinu, „blaði allra landsmanna“, gegn Út- varpi Rót, sem lið í árásum hægri stúdenta í háskólanum á núver- andi meirihluta í stúd- entaráði.“ ir kasta á báða bóga til að sýna Lram á meinta róttækni hlutafélags- ins Rótar. Það væri gaman að fá viðhlítandi skýringar á því hvað manninum gengur til með þessum skrifum, sérstaklega þó ef undir nafni væri. Það væri samt ljótt ef það vitnaðist að verið væri að beita Morgunblaðinu, „blaði allra lands- manna", gegn Útvarpi Rót, sem lið í árásum hægri stúdenta í háskólan- um á núverandi meirihluta í stúd- entaráði. (BŒA) Kringlunni sími: 689122 Höfundur er framkvæmdastjóri Rótarhf. ÚtvarpRót og róttækni eftirÞórodd Bjarnason Það er harla fátítt að stofnun hlutafélags ergi Morgunblaðið. Nær sanni væri að blaðið teldi slíkt óska- lausn í velflestum mannlegum samskiptum. En allt er í heiminum hverfult og í morgun, 6. október, voru gervailir Staksteinar Morgun- blaðsins lagðir undir níðskrif um útvarpsfélagið Rót hf. Ástæða árás- ar úr svo óvæntri átt virðist vera sú, að Stúdentaráð Háskóla íslands íhugar að fylgja í fótspor Sambands íslenskra námsmanna erlendis og Bandalags íslenskra sérskólanema og kaupa hlutabréf í grasrótarút- varpinu Rót. I því útvarpi býðst samtökum færi á að vinna og senda út dag- skrá eftir eigin höfði, og mun hafa verið rætt innan námsmannahrejrf- ingarinnar að halda úti nokkurs konar námsmannaútvarpi. Allir sjá hvílíkur akkur samtökum af marg- víslegum toga væri í slíkri útvarps- stöð, enda er áhugi á þátttöku í útvarpi Rót mikill og á breiðum grunni. Hlutafjársöfnun, jafnt með- al einstaklinga sem samtaka, hefur enda gengið framar öllum vonum. En af hveiju er Mogginn svona reiður? Jú, hann hefur nefnilega fundið það út, að hér muni vera á ferðinni róttækt útvarp. Til að það færi nú ekki fram hjá neinum, dugði ekki minna en hálf tylft ítrekana á orðasambandinu róttækt útvarp i annars lipurlega rituðum pistli. Gott og vel. Róttækni eða ekki rót- tækni er náttúrulega bara spuming um skilgreiningu. Við skulum að- eins líta á þau rök sem Staksteinar færa fram stóradómi sínum til stuðnings: 1) „ ... meðal þeirra sem vinna að undirbúningi þess (innsk. átt er við Útvarp Rót) er enginn annar en Þorbjöm Broddason, er hefur hingað til skipst á að tala um íjölmiðlun í nafni félagsvísinda- deildar háskólans og Alþýðu- bandalagsins.“ 2) Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur, er í vara- stjóm hlutafélagsins. 3) Félag Vinstrimanna í Háskóla íslands á hlut í félaginu. 4) „The Economist telur sósíalfska flokka vera búna að glata hug- sjóninni og þar með markmiðinu sem sameinar félaga í þeim und- ir einu merki. Þess í stað væru flokkamir að breytast í einskon- ar regnhlíf fyrir hópa sem beijast fyrir þröngum, einangr- uðum markmiðum ... Róttæka útvarpið á að vera einskonar regnhlíf, eða grasrótarút- varp... 5) í fréttatilkynningu frá Rótinni segir: „Markmiðið er ekki að afla hagnaðar heldur skapa vett- vang fyrir þjóðfélagslega og menningarlega umræðu. Mun útvarpið leggja sérstaka rækt við umræðu um: Mannréttinda- mál, þjóðfrelsismál, velferðar- mál, verkalýðsmál, umhverfís- mál, menningarmál, friðarmál, kvenfrelsismál og uppeldis- og menntamál." Þessa klausu til- færa Staksteinar í heild og hnýta við til skýringar: „Þeir málaflokkar sem þama eru nefndir, gefa til kynna hvaða skoðanir einstakir hópar á bak við stöðina tilvonandi hafa.“ Aðrar skýringar á því hvers vegna um róttækt útvarp sé að ræða fundust nú ekki í pistlinum. Það er því enn á huldu hvort það sé eftirsóknarvert eða ekki að telj- ast róttækur samkvæmt skilgrein- ingu Staksteina. Skoðum aðeins betur þessi fímm atriði sem einhver handfesta gæti verið í. l.atriði Rangt. Það hefur enginn Þor- bjöm Broddason unnið að undirbún- ingi Útvarps Rótar. Það væri gaman ef satt væri, en hafa ber það sem sannara reynist. Mér dett- ur helst í hug að þessi leiðinlegi misskilningur sé til kominn vegna ráðstefnu um útvarpslögin sem Útvarpsréttamefnd hélt sl. laugar- dag. Þeim einkaaðilum, sem lejrfí hafa fengið til útvarpsrekstrar, var boðið að tilnefna nokkra menn hver á ráðstefnuna. Útvarp Rót mátti tilnefna fímm, og nýttum við það góða boð til fullnustu. Einn þeirra sem við buðum að taka þátt í ráð- stefnunni var einmitt Þorbjöm Broddason. í upphafí ráðstefnunnar þakkaði hann aðstandendum Rótar fyrir að hafa veitt sér tækifæri til þátttöku enda hefði hann á efíiinu mikinn áhuga vegna starfs síns við félagsvísindadeild háskólans. Til að fyrirbyggja allan misskilning tók hann sérstaklega fram að hann gæti á engan hátt skoðast málsvari einhverrar ákveðinnar útvarps- stöðvar. 2. atríði Rétt. Ragnar Stefánsson er í varastjóm Rótar hf. og? 3. atríði Rangt. Það er í mínum verka- hring að halda hlutaskrá Rótar hf. og Félag vinstrimanna í Háskóla íslands á ekki hlut í félaginu, hvað sem síðar verður. 4. atríði Ég skil þessa regnhlífarrökfræði ekki alveg. Hvað er átt við? 5. atriði Hvaða skoðun á upptöldum mála- flokkum er að vilja skapa vettvang Þóroddur Bjaraason fyrir umræður um þá? Mér sýnist hér örla á gamalli Morgunblaðs- meinsemd; að telja það róttækni á háu stigi að vilja þjóðfélagslegar umræður. Útfrá slíkri röksemda- færslu má vel segja að Útvarp Rót sé róttækt, því við ætlum svo sann- arlega að efla umræður um þjóð- félagsmál eftir föngum. Að öðru leyti vísa ég heim til föðurhúsanna þeim hæpnu og órök- studdu fulfyrðingum sem Stakstein- Haust- tilboð Kosta Boda 20% Staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum í verslunum okkar út þessa viku. KOSTA BODA Bankastræti 10, sími: 13122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.