Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 Handbækur myntsafnara Mynt RagnarBorg Hverjum myntsafnara er nauð- synlegt að eiga, eða hafa aðgang að, góðum handbókum. Tvær al- gengustu myntbækurnar eru „ís- lenskar myntir" og „Siegs möntkatalog". „íslenskar myntir", eins og nafnið gefur til kynna, fjall- ar um myntina okkar, en að auki um vöru- og brauðpeninga, versla- namerki og seðla. Þessa handbók má fá hjá flestum mynt- og frímerkjasölum og kostar hún 395 krónur. Finnur Kolbeinsson hefir gefið út þessa bók frá árinu 1969, en nú hefir ísspor í Kópavogi geret útgefandi. Finnur hefir fengið þrjá ágæta menn til liðs við sig, mynt- fræðingana Prey Jóhannesson og Anton Holt og Sigurð Pétursson, framkvæmdastjóra Isspor. Er þarna um einvalalið að ræða og megum við myntsafnarar hrósa happi yfir því að þessir heiðursmenn hafa gefið sér tfma til þess að sinna út- gáfunni. Handbókin er að visu með hefð- bundnu sniði. Lagfærðir hafa verið smá agnúar frá eldri útgáfu og verðlagningin færð { það horf sem hæfir nútímanum. Ég hefi heyrt, að þeir félagar séu að líta betur á upplagstölur bæði myntar og seðla, því það hefir lengi verið vitað með- al myntsafnara, að þær eru mjög á reiki. Sem dæmi um þetta vil ég nefna krónuseðlana frá 1941. Sam- kvæmt lögum var prentuð ein milljón seðla, en rannsókn þeirra Freys og Antons hefir sýnt, að prentaðir voru 2.800.000 seðlar. Upplög myntarinnar, sem slegin var á stríðsárunum á Bretlandi, eru líklega heldur ekki nákvæm, en þetta er í rannsókn. Myntin, sem ber ártalið 1946, kom ekki i umferð fyrr en á árinu 1948. Er þá skýring fundin á því hvers vegna krónu- seðlar voru prentaðir árið 1947. Svona mætti lengi telja. Mér finnst vanta í handbókina myndir af vöru- ávfsunum. Myndir af þeim eru í bókinni frá 1980 og hefðu einnig mátt fljóta með núna, þótt harla litlar líkur séu á þvf að þær finnist fleiri. Önnur mest notaða handbók íslenskra myntsafnara er mynt- handbókin, sem Frovin Sieg gefur út árlega, og í er skrá yfir alla Norðurlandamyntina. Bókin kostar 540 krónur. Danska skráin nær aftur til áreins 1670, er Kristján V. varð konungur Danaveldis. Sieg gjörir, að vanda, grein fyrir því hvernig hann flokkar myntina eftir gæðum hennar og skráin verð á 5 flokkum. Þannig verðleggur hann slitinn, danskan einseyringfrá 1917 Þriggja krónu kóngaskiptapeningur úr silfri frá árinu 1699. Myndirn- ar eru af Kristjáni V. og Friðrik IV. Verð 10.000 til 21.000 danskar krónur, eftir gæðum myntarinnar. Friðrik IV. lét einnig slá kónga- skiptapeninga úr gulli. Þeir eru minni, en afar sjaldgæfir og eftir því dýrir. Þriggja krónu kóngaskiptapeningur frá árinu 1746». Kristján VI. og Friðrik V. Ein gerð er af þessarí mynt, sem selst á 3.500 til 10.000 danskar krónur. VELDU OTDK ÞEGAR ÞÚ VILT HAFA ALLT Á HREINU Kóngaskiptaspesfur, einnar og tveggja spesíudala-peningar frá árinu 1670, er Kristján V. tekur við af Friðrik III. Myntín er þekkt í nokkr- um afbrigðum, eitt til þrjú eintök af hverri gerð, og verðið frá 10.000 til 65.000 danskar krónur fyrir stykkið. Tveggja spesíu- dalurinn er dýrastur, enda RRR. 1. : : ';;í.v1...íí;í ÍSLENSKAR MYNTIR 1987 á 90 krónur í flokki 1 mfnus, en sama pening á 650 krónur í flokki 0, eða eins og peningurinn væri að koma úr myntsláttunni. Allt verð í Sieg-listanum er í dönskum krón- um. Ég hefi ekki áður séð hærra verð en í þessari nýju handbók og eru margir peningar þar, sem selj- ast myndu a tugi þúsunda danskra króna, en lfklega er lítil hætta á því að margir slíkir finnist, því þess er um leið getið að einungis eitt eða tvö eintök séu þekkt. Þessar sjald- gæfu myntir eru flestar fráN17. og 18. öld. Sieg skráir fágæti myntar á eftirfarandi hátt: UNIK, ef aðeins eitt eintak er þekkt, RRR, 2-23 eintök þekkt, RR, 4—6 eintök þekkt, R, ef þekkt eru 7—10 ein- tök, (R), ef nýlega hafa fundist fleiri en 10 eintök og S, ef myntin er sjaldgæf. Það gætu verið til fleiri en 10 peningar, en flestir þeirra á opinberum söfnum. í myntþætti mínum hér í blaðinu hinn 5. semtember sl. gat ég þess, að hér á landi væru svo til óþekkt- ir tveir danskir kóngaskiptapening- ar, þ.e. frá árunum 1848 og 1863. Mátti skilja að fleiri danskir kónga- skiptapeningar væru ekki til. Að vísu er er svo ekki frá 19. öldinni, en ég sé í þessari nýju bók Siegs, er hann rekur dönsku myntina aftur í tímann, að svona peningar eru til og þeir eru sumir hverjir metnir á skuggalegar upphæðir. Kónga- skiptaspesfur hafa sýnilega verið miklir safngripir í langa tfð og menn hafa lagt sig eftir því að safna þeim hér áður fyrr, sem og í dag. íltadMimS] Umsjónarmaður Gísli Jónsson í ágætri bók Móðurmálið sem Vísindafélag íslendinga hefur gefið út, hef ég nýlega lesið stórfróðlega grein um íslenskt stafróf eftir próf. Bald- ur Jónsson. Mér hefur orðið tfðrætt um stafröðun í íslensku f nokkrum þessara þátta, eink- um hefur mér verið annt um að sérkenni íslenska stafrófsins væru virt að fullu, þegar raðað er 5 stafrófsröð. Ég hef fagnað og talið til góðra tíðinda, er símaskráin og þjóðskráin hafa nú tekið upp.þvílfka stafrófsröð. Þessu til enn frekari áréttingar tek ég hér traustataki lokakafl- ann úr ritgjörð Baldurs Jóns- sonan „Sérröðun er viðhöfð í Staf- setiungarorðabok Halldórs Halldórssonar, öllum orðasöfn- um, sem Orðabókarnefnd Háskólans og íslensk málnefnd hafa stýrt til útgáfu, þ.e. Ný- yrðum 1-4 (1953-56), Tækniorðasafni _ Sigurðar Guðmundssonar (1959), Tölvu- orðasafni (1983). Enn fremur er raðað f strangri stafrófsröð í Orðabok um slangur (1982) og íslenskri samheitaorðabok (1985). Með vaxandi tölvuvinnslu fjölgar hröðum skrefum hvers konar stafrófsröðuðum skrám, og er mikils um vert að koma festu og samræmingu á. Hag- stofan hyggst beita sér fyrir strangri stafrófsröðun þjóð- skrárinnar við endurskoðun hennar, sem nú stendur yfír, og vil ég ekki trúa öðru en sfma- skráin taki sig lfka á. [Innskot umsjónarmanns: þetta hefur nú verið gert sem fyrr sagði, enda er ritgjörðin ekki ný svo sem augljóst má vera, þótt ekki hafi fyrr verið vitnað til hennar í þessum þáttum.] Við þurfum að komast út úr þeim glundroða, sem nú ríkir, hefja fslenska stafrófið til vegs og haga stafrófsröðun í sam- ræmi við það." Hér lýkur vitnun í ritgjörð Baldurs Jónssonar, og sýnist mér að það, sem hann krefst, sé komið eða að komast í fram- kvæmd, sem betur fer. í 335. þætti fjallaði ég lítil- lega um nokkur kvennanöfn af erlendum uppruna, þau sem náð hafa einhverri fótfestu f íslensku. Að sjálfsögðu var þar ekki öllu til skila haldið og sfst hinum sjaldgæfari. Ég hef nú verið spurður sérstaklega um fjögur slík nöfn og ætla að setja hér á blað það sem ég best kann um þau á þessari stundu. Sú vitneskja er þvf miður ekki nægileg. Þetta eru nöfnin Agata (Agatha), Brotefa, Minerva og Sunnefa. Agata er komið úr grísku og merkir „hin góða". Vinsæld- ir Agötu-nafnsins um heiminn eiga rætur að rekja til helgrar meyjar á Sikiley á 3. öld. Hún var pínd og limlest fyrir trú sína. Hér á landi voru kirkjur vígðar helgri Agötu. Eina dæm- ið um Agötu í nafhaflóði Sturlungu, og þar með fyrsta Agata sem ég hef fundið hér á landi, er Agata Helgadóttir (1293-1342) abbadís í Kirkjubæ af Ámundaætt (af- komendur Þorsteins Hallssonar af Sfðu). í manntalinu 1703 heita 26 konur þessu nafhi, langflestar sunnan og vestan. Síðan hefur heldur dofnað yfir Agötu-nafni á landi hér: 1801 eru þær 10, 1910 eru þær 15 og hefur fækkað mjög hlutfalls- lega síðan. Brotefa (Brótefa, Bretefa) er vfst komið úr ensku gegnum norsku. Próf. Assar Janzén tel- ur það orðið til úr engilsaxnesku Brihtgifu, eða þvflfku, og þýðir þetta á sænsku „lysande eller helig gáva" = björt eða heilög gjöf, og segir að þetta hafi ver- ið nafn á enskum dýrlingi. Verður nú lítið úr þjóðskýringu þeirri sem hún langamma mfn aðhylltist, að Brotefa væri = hin brotlega Eva, þessi sem var í aldingarðinum. „Át hún blóm, en tapaði sóma," sagði höfund- ur Lilju um það allt saman. En hvernig sem þetta nafn hefur velkst frá landi til iands, þá er engin Brotefa á íslandi 1703, sex eru þær 1801 og allar í Eyjafjarðar- og Skagafjarðar- 409. þáttur sýslum. Þær eru enn sex 1855, þrjár 1910, en svo deyr nafnið út, engin mær er skfrð Brotefa 1921-1950 og ég held ekki sfðan. Mínerva er komin úr latfnu og var heiti viskugyðjunnar, en heimskugyðjan hét Móría. Mínerva hefur orðið skírnar- nafn á íslandi einhvern tíma á bilinu 1855 (þá var engin) til 1910, því að þá voru 5. A tíma- bilinu 1921-50 voru skírðar 6 Mínervur á landi hér. Nú grætur mikinn mög Mínerva táragjörn, nú kætist Mórfa mjög, mörg sem á dárabörn. Nú er skarð fyrir skildi: Nú er svanurinn nár á Tjöm, kvað sr. Jón Þorláksson á Bæg- isá í minningu sr. Magnúsar Einarssonar á Tjörn í Svarfað- ardal. Sunnefa (Sunnifa) mun vera komið úr fornri ensku eins og Brotefa. Um það eru sammála helstu nafnaspekingar Svía, áðurnefndur Assar Janzén og E.H. Lind. Þeir telja þetta kom- ið úr Sunngifu eða þvílfku og merkja „sólargjöf". Merkingin er því 8tórum lík merkingu Brotefu-nafnsins. Þessi skýring Svfanna hefur verið viðtekin síðan, sjá mannanafnabækur Hermanns Pálssonar og Karls Sigurbjðrnssonar. „Sent och sállsynt pá Island," segir E.H. Lánd, en veit þó um Sunnifu Þórðardóttur árið 1403. Assar Janzén segir að Sunnifa væri nafn á kristinni írskri drottn- ingu sem flýði til Noregs og dó þar. Var hún verndardýrlingur Björgvinjar og má lesa um kraftaverk fyrir hennar mátt í Sturlungu. í sömu bók segir og frá norskri Sunnifu sem var hjá Snorra f Reykholti á 13. öld. Árið 1703 eru 15 Sunnefur á fslandi, átta 1855, sex 1910, og 9 voru svo skfrðar 1921—50. Norðmenn breyttu þessu nafni í Synnave, en Jóni Ólafssyni þóknaðist að þýða Synnave pá Solbakken með heitunum Sigrún á Sunnuhvoli og átti sinn þátt f útbreiðslu Sigrúnar- nafnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.