Morgunblaðið - 17.10.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 17.10.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 Héraðsfimdur Reykja- víkurprófastsdæmis haldinn á simndaginn HÉRAÐSFUNDUR Reykjavíkurprófastsdæmis verður haldinn á sunnudaginn kemur, þann 18. október. Er það í raun aðalfundur kirkjunnar í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnamesi. Hefst hann í Neskirkju kl. 16.00. Þar gefur prófastur skýrslu yfir liðið ár, og ber þar hæst stofnun tveggja nýrra prestakalla og val sóknarpresta þangað skv. hinum nýju lögum um veitingu prestakalla. Prestamir em nú orðnir 22 í prófastsdæminu, sem er langstærst hinna 15 prófastsdæma Þjóðkirkj- unnar. Söfnuðir og Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis leggja fram-endurskoðaða reikninga liðins árs og héraðsnefnd skýrir sína reikninga og leggur fram fjár- hagsáætlun fyrir 1988. Kennir þar nokkurra nýmæla og ekki sízt, að gerð er tillaga um að ráða starfs- mann í hlutastarf til að sinna æskulýðsstarfinu í prófastsdæminu. Er mikil þörf fyrir slíkan mann til að hjálpa unga fólkinu við að fóta sig og leggja áætlanir. Þá mun hann einnig koma við sögu, ef ráð- inn verður, við rekstur og undirbún- ing sumarbúða prófastsdæmisins, sem reknar hafa verið í Laugagerð- isskóla á Snæfellsnesi liðin sumur. Þá verður rætt um mál, sem nýlok- ið Kirkjuþing afgreiddi og ber þar hæst frumvarp um sóknargjöld og kirkjugarðsgjöld, sem ný lög um staðgreiðslu skatta kalla eftir. Héraðsfundi sækja lögum sam- kvæmt prestar, formenn sóknar- nefnda, safnaðarfulltrúar og starfsmenn safnaðanna, en að auki er sóknarnefndarfólk hvatt til að mæta og annað áhugafólk um kirkj- una er einnig velkomið. Slíkir fundir hafa verið mjög fjölmennir undan- farið, svo að um hundrað manns hafa sótt þá. Gestur fundarins verður séra Davíð Baldursson, sem dvaldi ár í Bandaríkjunum við nám. Mun hann miðla fundarmönnum af reynslu sinni og §'alla um efnið: Safnaðar- stjómun. Gefst fundarmönnum síðan tækifæri að leggja fyrir hann fyrirspumir og ræða erindi hans. Frá dómprófasti. Dr. Erlendur Karlsson Doktor í rafmagns- verkfræði ERLENDUR Karlsson varði þann 1. júní sl. doktorsritgerð sína í rafmagnsverkfræði við Georgia Institute of Technology háskól- ann í Bandaríkjunum. Ritgerðin sem nefnist „Least squares arma modeling of linear time-varying systems: Lattice filter structures and fast RLS algorithms" er á sviði kerfisgreiningar (system id- entification) og aðhæfðar síunar (adaptive filtering). Ritgerðin flallar um uppbyggingu nýrra og hraðvirkra reikniaðferða til greiningar línulegra tímabreyti- legra kerfa. Erlendur er fæddur 15. desember 1956 í Keflavík og er sonur Ágústu S. Erlendsdóttur og Karls R. Guð- fínnssonar húsasmiðs. Erlendur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1976 og útskrifaðist sem rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla íslands vorið 1980. Við Georgia Institutet of Technology háskólann lauk hann MS prófí í raf- magnsverkfræði vorið 1983 og MS prófi í stærðfræði haustið 1984. Hann hlaut NATO-styrk 1983-1984 og GTE-styrk 1984-1987. Erlendur starfar nú sem lektor við Uppsala háskólann í Svíþjóð og stundar þar rannsóknir á sviði merkjafræði og kerfisgreiningar. Erlendur er kvæntur Elísabetu Andrésdóttur raftnagnsverkfræðingi og eiga þau tvö böm, Andrés Má og Lindu Malínu. Gullsmiðir að Kjar- valsstöðum ÞRJÁTÍU og sex gullsmiðir sýna verk sín að Kjarvalsstöðum á sýningu sem opnar i dag, 17. október. Sýningin ber heitið „Gullsmiðir að Kjarvalsstöðum". Á sýningunni eru skartgripir, korpus, skúlptúrar og lágmyndir og eru verkin unnin í hina ólik- ustu málma, svo sem gull, silfur, eir, messing og járn og skreytt ýmsum tegundum eðalsteina. í frétt frá Félagi íslenskra gull- smiða segir að verk þau sem gullsmiðimir sýna séu mörg hver ekki til sölu dags daglega í verslun- um og á vinnustofum og gefi því sýningin innsýn í hugarheim gull- smiða hér á landi. Þetta er fjórða sýning Félags íslenskra gullsmiða sem haldin er á átta érum. Sýning var haldin í Þjóð- rninjasafninu 1979, í Listmunahús- inu í Lækjargötu 1982 og 1984 héldu gullsmiðir upp á sextfu ára afmæli félagsins með sýningu á Hótel Sögu. Sýningin að Kjarvalsstöðum stendur til 1. nóvember og er opin alla daga kl. 14.00-22.00. Sláturhús Sláturfélags Amfirðinga á Bíldudal. Sláturhús Arnfirðinga: Morgunblaðið/Þorkell Ekki nothæft til slátrunar - segir Sigurður Sigurðarson, settur yfirdýralæknir „ÞAD er ekki rétt sem Sigurður Guðmundsson segir. Búið var að taka húsið út og reyndist vanta heilmikið á að það væri komið í viðun- andi horf,“ sagði Sigurður Sigurðarson, settur yfirdýralæknir, um ummæli Sigurðar Guðmundssonar framkvæmdastjóra Sláturfélags Arnfirðinga á Bíldudal, í Morgunblaðinu á fimmtudaginn. „Þar á ofan var (jóst að vatnið er vafasamt og eldri upplýsingar um að það væri óhæft. Þess vegna reyndist nauðsynlegt að fá vatnssýni til að skera úr um þetta“. Sigurður sagði að þegar niður- stöður komu hafí reynst vera tals- verð mengun í vatninu og meira að segja saurgerlamengun. „Þótt hægt sé að drepa saurgerla með því að bæta klór í vatnið þá er alltaf hætta á að tæki bili og þá fossar saurgerl- amengað vatn yfír kjötið," sagði Sigurður. „Það er náttúrulega ekki forsvaranlegt að stefna í hættu með þessi matvæli þegar hægt er að fá slátrun annars staðar með góðu vatni og við miklu betri skilyrði. Húsið á Patreksfírði er byggt sem sláturhús og það lá alveg ljóst fyrir að hægt væri að gera það gott til þessarar starfsemi. Það var fyrst og fremst spurning um hvort húsið fengist á leigu," sagði Sigurður. „Okkur er skylt að kappkosta að framleiða fyrsta flokks vöru handa neytendum. Það hefur legið fyrir að vatnið á Patreksfírði er gott við fleiri sýni, þó farið hafi úrskeiðis með sýnatökuna núna. Þetta er upp- sprettuvatn en ekki yfírborðsvatn og þar er engin klórblöndun eins og ranglega hefur verið haldið fram,“ sagði Sigurður Sigurðarson, settur yfírdýralæknir. Félag íslenskra sérkennara: Ráðstefna um list- greinar í sérkennslu FÉLAG íslenskra sérkennara hélt ráðstefnu um listgreinar i sér- kennslu dagana 9. og 10. október. Rætt var um mikilvægi listgreina við kennslu bama með sérkennslu- þarfir, og leikhópurinn Perlan frá Þjálfunarskóla rikisis sýndi leik- þætti undir stjóra Sigríðar Eyþórsdóttur leikara og kennara. Að sögn Rögnu Freyju Karlsdótt- ur, formanns félags íslenskra sér- kennara, eru listgreinar mjög mikilvægur þáttur í kennslu fatlaðra nemenda. ,Þær eru tjáningarmáti sem losar um hömlur og veitir þeim útrás fyrir tilfinningar, auk þess sem margir nemendanna búa yfir tals- verðum listrænum hæfíleikum." sagði Ragna. Á ráðstefnunni var kynnt kennsla í myndlist, leiklist, tónlist, dansi og hreyfíngu og sýnd dæmi úr kennslu þessara greina. Leikhópurinn Perlan sýndi tvo leik- þætti, „Síðasta blómið", látbragðs- leik við samnefnt ljóð James Thurber, og ævintýraleikinn „Sólin og vindur- inn“ undir stjóm Sigríðar Eyþórs- dóttur. Sigríður sagði í samtali við Morgunblaðið að með leikrænni tján- ingu gætu vangefnir sett sig í spor annarra og opnaði leiklistin þeim ýmsar leiðir til aukins þroska. Frá sýningu leikhópsins Perlunn- ar úr Þjálfunarskóla ríkisins á ráðstefnu um listgreinar í sér- kennslu. Úr leikþættinum James Thurber. .Síðasta blómið", látbragðsleik við samnefnt ljóð Kirkjuþing: Merkustu mál lagabreytingar og tíllaga um Siðfraeðistofnun — segir Gunnlaugur Finnsson varaforseti ÁTJÁNDA kirkjuþingi var slitið á fimmtudag. Gunnlaugur Finnsson, annar tveggja vara- forseta þingsins, sagði að mikilvægustu málin á þinginu hefðu verið tillögur um breyt- ingar á Iögum um sóknargjöld og kirkjugarða, svo og tillagan »m Siðfræðistofnun Háskóla ís- lands og Þjóðkirkjunnar. „Það var meira Qallað um kirkj- una og skólann ( Skálholti á þessu þingi en undanfarin ár. Á þinginu var einnig markað upphafíð að framtíðarstefnu í safnaðarupp- byggingu. Þetta er eitt af bestu kirkjuþingum sem ég hef setið og ég er mjög ánægður með í hvaða farveg umræður um friðarmál, þjóðmálastofnun og þjóðmálaráð fóru. Umræðan um friðarmál tengdist umræðu um umhverfísmál, en þessi mál eru náskyld. Menn hafa þokast nær hver öðrum í hugmynd- um um friðarmál og hvert hlutverk kirkjunnar eigi að vera í þeim málum. Það fór ekkert mál inn á þetta þing sem ekki átti þangað erindi. Umræðumar voru málefna- legri en oft áður,“ sagði Gunnlaug- ur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.