Morgunblaðið - 17.10.1987, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.10.1987, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 31 Mesti veðurofsi sem Bretar muna London, frá Valdimar Unnarí Valdimarssyni, fréttarítara Morgunblaðsins. Reuter. Reuter Kona klöngrast yfir fallin tré á leið til vinnu sinnar í London í gænnorgun. VEÐUROFSINN sem gekk yfir sunnanvert England i fyrri- nótt er sá mesti í manna minnum. Að minnsta kosti 13 biðu bana og óttast er að sú tala eigi eftir að hækka. Óveðríð olli einnig usla á vesturströnd Hollands, Frakklands, Portúgals og Spánar og biðu að minnsta kosti 6 menn þar bana. Ofsaveðrið kom öllum á óvart, ekki aðeins enskum almenningi, hetdur einnig veðurfræðingum, sem bókstaflega ekki vissu hvaðan á sig stóð veðrið. Það var um miðja nótt sem Lund- únabúar og aðrir íbúar í suðurhluta Englands vöknuðu upp við veðu- rofsann, sem olli tugmilljóna punda tjóni. Er eyðileggingin af völdum veðursins raunar slík að menn rek- ur ekki minni til annars eins hér í landi ef undan eru skildar afleiðing- ar loftárása í síðari heimsstyijöld. Samgöngur lömuðust víða, ekki sízt vegna trjáa sem rifnuðu upp með rótum og lögðu stein í götu manna. Raforkukerfið í suðurhluta Englands fór úr skorðum og lestar- ferðir lögðust niður. Má til dæmis segja að samgöngukerfi Lundúna- borgar hafí verið lamað langt fram eftir degi af þessum sökum. Var fólk raunar hvatt til að halda sig heima við í lengstu lög. Þá fór raf- magn af allri höfuðborginni um tíma og er það í fyrsta sinn sem hún myrkvaðist frá í loftárásum Þjóðvetja í síðustu heimsstyijöld. Víða jaðraði við neyðarástand og hafa herdeildir verið kallaðar út til að ryðja vegi og aðstoða við hreins- un staða, sem verst urðu úti. í frétt frá Reuíers-fréttastofunni síðdegis í gær sagði að vitað væri um 13 dauðsföll af völdum veður- ofsans í Englandi en óttast væri að sú tala ætti eftir að hækka. Þá rak enzkt olíuleitarskip með 79 menn innanborðs stjómlaust á Norðursjó í óveðrinu, en eftir að veðurofsanum slotaði í gær var ekki talin mikil hætta á ferðum. Samkvæmt metabók Guinnes gekk fárviðri yfír England í nóv- ember 1703 með þeim afleiðingum að 8.000 manns biðu bana. Er það talið mesti veðurofsi þar í landi. Óveðrið gerði einnig usla á vest- urströnd Frakklands, Portúgals, Spánar og í Hollandi. Biðu a.m.k. tveir menn bana og 15 slösuðust í Bretaníu og Normandí, tveir menn biðu bana í Portó í Portúgal og tveir í norðvesturhomi Spánar. Nancy Reagan Nancy Re- gan með krabba í brjósti? Washington, Reuter. NANCY Reagan, forsetafrú Bandaríkjanna, gengst í dag, laugardag, undir skurðaðgerð til þess að fá úr því skorið hvort æxli i vinstra bijósti sé illkynja, að sögn Hvíta hússins. Reynist æxlið illkynja verður bijóstið og vöðvar umhverfís það fjarlægðir með skurðaðgerð. Æxlið í btjósti forsetafrúarinnar kom í ljós við læknisskoðun 5. októ- ber sl. Nancy er 64 ára. Hún var lögð inn á sjúkrahús sjóhersins, Bethesda, skammt frá Washington, í gærkvöldi, að sögn Marlin Fitz- water, talsmanns Hvíta hússins. hann ávarpaði fijálslynda í Torquay á miðvikudaginn var. Réðst hann þar allharkalega að fyrrum félaga sínum David Owen, sem nú hefur ákveðið að beijast til þrautar undir merki lýðræðislegrar jafnaðar- stefnu á Bretlandi. David Owen hefur sem kunnugt er sagt skilið við fyirum flokks- bræður í flokki jafnaðarmanna. Hann vildi ekki sameinast Fijáls- lyndaflokknum en hyggst síður en svo hætta afskiptum af stjórn- málum. Hafa ýmsir fyrrum flokks- menn ákveðið að feta í fótspor leiðtoga síns og þora fáir að af- skrifa pólitíska framtíð þessa vinsæla stjómmálamanns. David Steel hefur þó sagt að nafni sinn hafí nú haldið í pólitíska eyðimerk- urgöngu sem ekki getað endað vel. Hvort sú spá rætist mun framtíðin j^in skera úr um og þá ekki síst gengi hins nýja flokks fijálslyndra og jafnaðarmanna, sem menn em ekki sammála um hvað heita skuli. BÍLASÝNING FORD SIERRA 1988 SÝNUM í DAG '88 ÁRGERÐINA AF FORD SIERRA OPIÐ FRÁ 10 - 17 í DAG LAUGARDAG Komið - skoðið og reynsluakið frábærum bíl frá Ford. SVEINN EGILSSON HF. Framtíð við Skeifuna. S. 685100/689633
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.