Morgunblaðið - 18.10.1987, Page 2

Morgunblaðið - 18.10.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 Ljósmynd/BS Sykurmolamir á sviði Town and Country Club i London á miðvikudag. Sykurtnolunum boðínn samn- ingur um plötuútgáfu ytra íslenska hljómsveitín Sykurmolamir hefur verið í Bretíandi og haldið tónleika í kjölfar þess að lag hljómsveitarinnar, Birth- day, hefur náð hátt á vinsældalistum þar í landi. Birthday situr nú í öðru sæti á hinum svokallaða óháða vinsælda- lista og í 86. sæti á vinsældalista sem Gallup-stofnunin tekur sam- an. Þessi árangur og hljómleikar hljómsveitarinnar í Bretlandi hafa vakið þá athygli þar, að bresk og bandarísk plötuútgáfufyrirtæki hafa leitað eftir því að gera við hljómsveitina plötusamning. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hafa tvö þeirra a.m.k., Rough Trade og Enigma, gert hljómsveitinni ákveðin tilboð, en ekki verður ljóst fyrr en eftir helgi hvort af samn- ingum verði. Tónleikahald hljómsveitarinnar og plötuútgáfa ytra hefur einnig orðið til þess að bresk tónlistar- blöð hyggjast sum hver birta myndir af hljómsveitinni á forsíðu, ásamt viðtölum, er lag hljómsveit- arinnar, Cold Sweat, verður gefið út á næstunni. Einnig hefur hljómsveitinni verið boðið í hljóm- leikaferð til Bretlands í lok næsta mánaðar. Sjá einnig viðtal og grein um tónleika hljómsveitarinnar i Bretlandi á bls. 28. Jóhann Hjartarson byijar að tefla í dag í Júgóslavíu Beljfrad, frá LeiTi Jósteinssyni, fréttaritara Mbl. í DAG hefst i Belgrad í Júgóslaviu Invest-bankaskákmótíð þar sem tefla margir af öflugustu stórmeisturum heims. Á meðal þátttak- enda er Jóhann Hjartarson, sem var boðið á mótíð eftir sigur sinn á millisvæðamótinu i Szirak i sumar. Frægastí keppandinn á mótinu er Viktor Korchnoi, sem Jóhann mætir í einvígi í Kanada i janúar, í fyrstu umferð áskorendaeinvigjanna. Mótið er haldið í tilefni af 30 ára starfsemi Invest-bankans og einnig þar sem 100 ár eru liðin frá þvi hafið var að tefla skák í Belgrad eftir nútímareglum. Skákfélagið í Belgrad, stofnað 1886, skipuleggur mótið. Keppendur á mótinu eru þessir, raðað eftir stigum: Viktor Korchnoi (Sviss), 2630, f. 23.7. 1931, Jan Timman (Hol- landi), 2630, f. 14.12. 1951, Alexander Beljavsky, (Sovét.), 2630, f. 13.4. 1951, Ljubomir Ljubojevic, (Júgósl.), 2625, f. 2.11. 1950, Nigel Short, (Englandi), 2620, f. 1.6. 1965, Predrag Nikolic, (Júgósl.), 2620, f. 11.9. 1960, Val- ery Salov, (Sovét.), 2575, f. 26.5. 1964, Petar Popovic, (Júvósl.), 2560, f. 14.2. 1959, Jóhann Hjart- arson, 2550, f. 8.2. 1963, Bozidar Ivanovic, (Júgósl.), 2535, f. 24.8. 1946, Svetozar Gligoric, (Júgósl.), 2525, f. 2.2. 1923, Slavoljub Maij- Talið hjá Alþýðu- bandalaginu TALNING f kosningum vegna vals fulltrúa frá Reykjavík á landsfund Alþýðubandalagsins fór fram í gær. Að sögn Guðna Jóhannessonar, formanns Alþýðubandalagsfélags- ins I Reykjavík, hófst talning klukkan tíu í gærmorgun og var reiknað með að henni lyki síðdegis. Talning stóð enn er Morgunblaðið fór í prentun í gær. anovic, (Júgósl.), 2505, f. 6.6.1955. Mótið er í 15. styrkleikaflokki FIDE, meðalstig eru 2585. Jóhann Hjartarson þarf því 5 vinninga af 11 til að halda stigum sínum. Fái hann fleiri vinninga nægir það hon- um að öllum líkindum til að komast upp fyrir 2600 stig, því hann á inni mikla hækkun frá mótinu í sumar. Við Jóhann komum tii Belgrad í fyrrakvöld ásamt Nigel Short og voru móttökumar mjög góðar. Vel fer um keppendur á Hótel Júgó- slavíu, þaðan sem þeir hafa gott útsýni yfír Dóná. Teflt er í Sava- ráðstefnumiðstöðinni, skammt frá hótelinu. Draga átti um töfluröð á laugar- dagskvöld en fyrsta umferð fer fram á sunnudag og er teflt á milli kl. 15 og 21 að íslenskum tíma. Allir keppendur eru mættir til leiks, nema Viktor Korchnoi, sem tafðist á Spáni við að útskýra skákimar í heimsmeistaraeinvíginu fyrir spænskum sjónvarpsáhorfendum. Magnús Thoroddsen forseti Hæstaréttar; Dómurinn flýtir fyr- ir ákæruréttarfari „ÉG TEL að þessi dómur muni flýta fyrir þeirri þróun að tekið verði upp ákæruréttarfar hér á landi. Þróun sem ég tel æskilega og í framtíðinni óhjákvæmilega," sagði Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar, er Morgunblaðið spurði hann álits á bréfi sem fimm sakadómarar í Reykjavík hafa sent Jóni Sigurðssyni, dómsmálaráð- herra. að segja að ísland sé brotlegt við 6. grein mannréttindasáttmála Evr- ópu. Það er ekki í mínum verka- hring að skera úr um það heldur mannréttindanefndar Evrópu og ef til vill síðar mannréttindadómstóls Evrópu." í ákæruréttarfari er það ákæru- valdsins að leiða í ljós öll atriði málsins og fær dómari álit í hendur undirbúið af því. Þarf dómari ekki að neinu leyti að sinna hlutverki saksóknara eins og honum er skylt samkvæmt núgildandi lögum. í bréfí sakadómaranna fímm seg- ir að stórviðburður hafí orðið í opinberu réttarfari með dómi Hæstaréttar í máli Steingríms Njálssonar. Skora þeir á ráðherra að leggja fram frumvarp til breyt- inga á lögum um meðferð opinberra mála þannig að tekið verði upp ákæruréttarfar í landinu. „Þeir atburðir sem hafa verið að gerast í Strassborg munu einnig flýta fyrir þessari þróun," sagði Magnús, „þó ég sé ekki með því Skipasmiðir vilja hærrí kvóta fyrir skip smíðuð hér LÁN Fiskveiðasjóðs tíl nýsmíði skipa renna að mestum hluta tíl er- lendra skipasmíðastöðva. Af þeim 40 skipum sem keypt hafa verið fyrir lánsfé frá því í febrúar á síðasta ári voru 29 smíðuð erlendis. Þau skip sem smiðuð voru hér á landi eru samtals 600 rúmlestir að stærð, þau erlendu 7.200 rúmlestir. Áætlanir Þjóðhagsstofnunar um fjárfestingu vegna endurbóta og breytinga á fiskiskipum benda til þess að 1.900 milljónum króna hafi verið varið til þeirra á síðasta ári. Helmingur fjárins rann til íslenskra skipasmíðastöðva. Á þessu ári hefur sjóðurinn ekki veitt lán til smíði skipa hérlendis. Afgreiddar hafa verið 400 milljónir króna úr sjóðn- um í ár og lánsloforð nema þremur ■og hálfum milljarði króna. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Félags dráttarbrauta og skipasmiðja. I ályktun fundarins segir að alvarlegir hlutir séu á seyði í iðnaðinum sem krefjist tafarlausra viðbragða. Skorað er á stjómvöld að þau tryggi samkeppnisstöðu íslensks skipaiðnaðar. Fundarmenn kreíjast ríflegri kvóta handa skipum sem smíðuð eru innanlands en þeirra erlendu. Jafnframt að innlendu skipin megi vera stærri. Skipasmiðir vilja hækka lánshlutfall vegna nýsmíði í 75% og heimila íslenskum fyrir- Grunur um kyn- ferðislega misnotkun Maðurinn var handtekinn síðastliðinn miðvikudag. Hann er grunaður um að hafa misnotað dóttur sína í 5 ár, en hún er nú 14 ára. Rannsókn málsins fer fram fyr- ir luktum dyrum, í samræmi við heimild í lögunum um meðferð opinberra mála, og var því ekki hægt að fá upplýsingar um gang rannsóknarinnar hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Skákmót framhalds- skóla á Norðurlöndum: Líkurásigri sveitar MH SVEIT Menntaskólans við Hamrahlíð var á sigurbraut í mótí framhaldsskóla á Norður- löndum í Norköping í gær. Fyrir síðustu umferð var sveitin í efsta sætí með 14 '/2 vinning úr 16 skákum. Mótið hófst á fímmtudag. í sveit MH eru Halldór G. Einarsson, Snorri Bergsson, Amaldur Lofts- son, Gunnar Freyr Rúnarsson og Stefán Þ. Siguijónsson. Fyrirliði er Ríkarður Sveinsson. Ifyrir síðustu umferð voru Danir í öðru sæti með IIV2 vinning. Þá lögðu MH-ingar að velli í gærmorg- un. Mótheijar þeirra í síðustu umferð voru Finnar sem sýnt hafa slakan árangur í mótinu. Afmæli, ekki ártíð TVÆR villur í Morgunblaðinu í gær þarf að leiðrétta. í fyrirsögn á frétt um það, að 100 ár séu liðin frá fæðingu Stef- áns frá Hvítadal er talað um 100 ára ártíð hans. Það er að sjálfsögðu rangt. Ártfð er miðuð við dánar- dægur. I Velvakandabréfl segir bréfrítari að á Akureyri hafi hann séð einu trén „sem nokkru sinni báru fyrir augu mín á íslandi", en á að sjálf- sögðu að vera bar fyrir augu mín. MAÐUR á míðjun aldri, búsett- ur á Suðurlandi, hefur verið kærður fyrir kynferðislega mis- notkun á dóttur sinni. Málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins og hefur maður- inn veríð úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. október og geðrannsókn. Outi Heiskanen Heiskanen í Norræna húsinu FINNSKI listamaðurinn Outi Heiskanen hefur opnað sýn- ingu í anddyri Norræna hússins. Hún var valin lista- maður ársins í Helsinki á síðasta árí. í sýningarskrá segir að Hei- skanen hafí fæðst árið 1937 í Mikkeli og stundað nám við Listaháskóla Finnlands árín 1966-1969. Þetta er fjórða sýn- ing á verkum hennar hérlendis. Hún hefur áður sýnt f Norræna húsinu, Gallerí Langbrók og Graphica Atlantica á Kjarvals- stöðum sfðastliðið sumar. tækjum að taka eriena ían handa viðskiptavinum sínum sem nemi samtals 80% af verði verkefna. Þá verði veitt samkeppnislán til að mæta einstökum undirboðum er- lendra skipasmíðastöðva. Einnig er farið fram á breytingu á lögum um Fiskveiðasjóð þannig að skipaiðnað- urinn tilnefni mann í stjóm hans. Kópavogur vill viðræður um Vatnsenda BÆJARRÁÐ Kópavogs sam- þykkti á fundi sínum á fimmtu- dag að óska eftir fundi núþegar með fulltrúum Reykjvikurborgar um kaup borgarinnar á hlut úr landi Vatnsenda. Að sögn Kristjáns Guðmundsson- ar bæjarstjóra hefur bæjarráð tilnefnt þijá fulltrúa til viðræðn- anna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.